Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 15 ERLENT RÁÐSTEFNA 17. NÓVEMBER 2005 Á GRAND HÓTEL, REYKJAVÍK. Þema ráðstefnunnar: Hver er reynslan af skipulags- og byggingarlögum frá 1997 og byggingarreglugerð frá 1998? Hverju þarf að breyta? Hvað vantar? Ráðstefnustjóri er Guðmundur Bjarnason, frkvstj. Íbúðalánasjóðs og fyrrverandi umhverfisráðherra. Dagskrá: 9:00-9:15 Málþing sett af umhverfisráðherra. 9:15-9:30 FB kynnt. Sigurður Jónsson, formaður FB. 9:30-9:50 Framsaga Félags sjálfstætt starfandi arkitekta. 9:50-10:15 Framsaga Félags ráðgjafa verkfræðinga. 10:15-10:35 Kaffihlé. 10:35-10:55 Framsaga Meistarasambands byggingarmanna. 10:55-11:15 Framsaga Samtaka iðnaðarins. 11:15-11:30 Framsaga byggingarfulltrúa. 11:30-12:15 Umræður, framsögumenn sitja við pallborðið. 12:15-13:05 Hádegisverðarhlé. 13:05-13:20 Sjónarmið sveitarstjórnarmanns. 13:20-13:35 Sjónarmið Skipulagsstofnunar. 13:35-13:50 Sjónarmið Neytendasamtaka. 13:50-14:05 Sjónarmið Sambands tryggingarfélaga. 14:05-14:20 Sjónarmið sveitarstjórnarmanns. 14:20-14:40 Umræður. 14:40-15:00 Kaffihlé. 15:00-15:15 Sjónarmið verktaka. 15:15-15:30 Sjónarmið verktaka. 15:30-15:50 Umhverfisráðuneytið, Ingimar Sigurðsson. 15:50-16:15 Umræður og samantekt. 16:15-16:30 Ráðstefnuslit. 16:30 Léttar veitingar. RÁÐSTEFNUGJALD ER 7000 KR. OG GREIÐIST Á STAÐNUM. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST Á NETFANGIÐ sigurdur@olfus.is FRAM TIL 16. NÓVEMBER NK. Félag byggingarfulltrúa. BANDARÍSK og norsk stjórnvöld áttu í leynilegum viðræðum í kalda stríðinu um ósk Bandaríkjamanna um að fá að koma upp herstöð í Nor- egi en norska þingið synjaði beiðn- inni, að því er fram kemur í nýút- kominni bók í Noregi. Bókin er eftir Audun Tjomsland sem rannsakaði gögn um þetta mál í norskum og bandarískum skjala- söfnum. Viðræðurnar hófust í mars 1951 eftir að Bandaríkjastjórn óskaði eftir „sameiginlegum afnotum af ákveðnum hernaðarlegum mann- virkjum“. Í nóvember 1951 barst Oscar Torp, þáverandi forsætisráðherra Noregs, og stjórn hans skriflegt er- indi frá hershöfðingjanum Robert K. Taylor í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins. Hann óskaði eftir því að „flugs- veit“ fengi að hafa aðsetur einhvers staðar vestan við Óslóarfjörð. Gert var ráð fyrir því að 75 bandarískar herþotur og um 3.000 bandarískir hermenn yrðu í herstöðinni. Norsk stjórnvöld höfðu þá stefnu að hvorki kjarnavopn né erlendar hersveitir mættu vera í Noregi á friðartímum. Beiðnin var þó rædd á lokuðum fundum á þinginu og í stjórninni. Í lok maí 1952 sendi stjórn Noregs NATO þau skilaboð að reynt yrði að fá þingið til að breyta stefnunni. Svo fór þó að utan- ríkisnefnd Stórþingsins synjaði beiðninni. „Svar Noregs við Keflavíkurflugvelli“ Komið var þó upp flugvelli, Torp í Sandefjord, og NATO stóð straum af kostnaðinum, að því er fram kemur á fréttavef Aftenposten sem segir að Torp hefði getað orðið „svar Noregs við Keflavíkurflugvelli“. Bandarísk stjórnvöld reyndu nokkrum sinnum á næstu árum að fá Norðmenn til að breyta afstöðu sinni í málinu en án árangurs. Vildu bandaríska herstöð í Noregi ÞESSI jarðkeppur eða tröffla, sem vegur 1,2 kíló, var seldur í gær á uppboði í góðgerðarskyni í Grinz- ane Cavour-kastalanum á Ítalíu. Fór uppboðið fram með hjálp gervi- hnattar og var sveppurinn að lok- um sleginn kaupanda í Hong Kong. Greiddi hann 6,9 milljónir íslenskra króna fyrir. Sveppir af þessari teg- und þykja mikið lostæti og eru eft- irsóttir af matgæðingum um allan heim. Enginn venjulegur sveppur Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.