Morgunblaðið - 28.11.2005, Qupperneq 16
16 F MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Umsóknarfrestur er til 12. desember nk.
Réttur til að kaupa miðast við 50 ára og eldri.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
félagsins á Suðurlandsbraut 54
í síma 552 5644 milli kl. 9.00-15.00.
Vallarbraut á Akranesi
Til sölu er búseturéttur í 7 íbúðum í einu raðhúsi við
Vallarbraut 2-14 á Akranesi. Öllum íbúðum fylgir bílskúr og
sólskáli. Íbúð og bílskúr verða um 125 fm og verður garðskáli
um 12 fm. Íbúðirnar eru í byggingu og er gert ráð fyrir að þær
verði til afhendingar í júlí 2006.
HOLTSBÚÐ - GBÆ - 2 ÍBÚÐIR
Nýkomið í einkasölu mjög fallegt og mikið endur-
nýjað samt. 272 fm einbýlishús með tveimur íbúð-
um. Á efri hæð er 152,4 fm íbúð og 45,4 fm bílskúr
og 74 fm íbúð á neðri hæð með sérinngangi. Falleg
og góð eign á frábærum stað. Verð 59 millj.
FÍFUMÝRI - GBÆ
Mjög fallegt 216 fm tvílyft einbýli á frábærum stað
í Mýrunum í Garðabæ. Vel um gengið og vel við-
haldið hús. Falleg lóð, stór suðurverönd. Stutt í
skóla og alla þjónustu. Verð 46 millj.
ASPARHOLT 10 - ÁLFTANESI
Glæsilegt 180 fm (með bílskúr) raðhús á besta stað
á Álftanesinu. Húsið er fullbúið með fyrsta flokks
gólfefnum og glæsilegum innréttingum og tækjum,
þ.m.t. uppþvottavél og tvöföldum amerískum ís-
skáp. Örstutt í skóla og ýmsa aðra þjónustu. Verð
37,9 millj.
LITLIHJALLI - KÓP.
Mjög gott og vel skipulagt raðhús, samtals 236,8
fm,. með innbyggðum góðum bílskúr á mjög góð-
um stað í Kópavoginum. 7 svefnherbergi. Mögulegt
að skipta húsinu í tvær íbúðir. Hús í mjög góðu
standi. Nýtt gler.
LÆKJARGATA - HFJ.
Mjög björt og falleg 104,7 fm, 4ra herb. íbúð á 3.
hæð ásamt sérbílastæði í bílgeymslu. Falleg eign á
góðum stað. Verð 23 millj.
LÆKJARGATA - HFJ.
Mjög góð 97 fm íbúð á 3. hæð ásamt góðu stæði í
bílageymslu. Parket á gólfum, góð geymsla í íbúð
og stórar suðursvalir. Verð 21,9 millj.
ENGJAVELLIR - HFJ.
Glæsileg 119,3 fm, 4ra herbergja íbúð á efri hæð í
mjög vel staðsettu fjögurra íbúða húsi. Vandaðar
innréttingar og tæki. Fallegt parket og flísar á gólf-
um.
KEFLAVÍK
Mjög góð um 3ja herb. risíbúð í góðu húsi við
Hringbraut í Keflavík. Verð 9,5 millj.
HRÍSRIMI - GRAFARVOGI
Glæsileg 94,5 fm íbúð á 3. hæð (efstu) auk bíla-
geymslu. Mjög skemmtilega hönnuð og vönduð
íbúð með mikilli lofthæð. Topp eign. Þessa þarftu
að skoða. Verð 21,4 millj.
HRAUNBÆR - RVK
Mjög björt og falleg 83,8 fm íbúð á 1. hæð. Tvenn-
ar svalir, geymsla, sameiginleg hjóla- og dekkja-
geymsla og gott þvottahús. Verð 17,5 millj.
BERJAVELLIR - HFJ.
Mjög glæsileg 78,8 fm, 3ja herbergja íbúð á 5. hæð
(efstu) í glæsilegu lyftuhúsi ásamt stæði í bíla-
geymslu. Sérinngangur af svölum. -Laus fljótlega
Verð 18,5 millj.
FLESJAKÓR 20 - KÓP.
Glæsilegt 197,4 fm (26,2 fm bílskúr) parhús á
tveimur hæðum á frábærum stað í nýja Kórahverf-
inu í Kópavogi. Húsið er í byggingu og afhendist
fullbúið að utan og rúmlega fokhelt í haust. Verð
31 millj.
EINIVELLIR 7 - HFJ
Íbúðir í glæsilegu 5 hæða 35 íbúða lyftuhúsi. 2ja,
3ja og 4ra herbergja íbúðir. 12 stæði í bílakjallara.
Mjög góður frágangur á húsi og íbúðum. Íbúðirnar
skilast fullbúnar án gólfefna á stofu og herbergjum.
Hús, sameign og lóð fullfrágegngin. Vandaðar inn-
réttingar og tæki. Íbúðir á jarðhæð eru með sérver-
önd og íbúðir á hæðum með stórum svölum, frá-
bært útsýni. Skil í maí 2006. Sölumaður Þórhallur
(896-8232).
DREKAKÓR - KÓPAVOGI
Glæsileg 220 fm parhús með tvöföldum bílskúr á
frábærum stað í nýjasta hverfi Kópavogs. 4-5
svefnherbergi. Skilast fullbúin að utan og fokheld
að innan í desember. Verð 33 millj.
TINDASEL - RVK
391,5 fm verslunarhúsnæði. Mjög gott hús sem er
sérbyggt undir verslunarrekstur. Mjög góð aðkoma
og næg bílastæði. Í dag rekur Bónus verslun í hús-
inu. Verð 48 millj.
STANGARHYLUR - RVK 659,5 fm iðn-
aðar-/atvinnuhúsnæði með skrifstofurýmum, and-
dyri, stigahúsi og snyrtingum á 1. og 2. hæð. Á 1.
hæð er lager og verkstæði, mikil loftæð á 1. hæð
að hluta. Verð 70 millj.
VIÐ SELJUM FASTEIGNIR
Þóroddur S. Skaptason löggiltur fasteignasali
Þórhallur Guðjónsson M.B.A., sölum., s. 896 8232
Sigurður Tyrfingsson húsameistari, sölum., s. 898 3708
Denise Lucil Rix ritari o.fl.
Reykjavík - Fasteignasalan Eignaval
er nú með í sölu einbýlishús við
Jakasel 7 í Seljahverfi. Húsið er 215
ferm. og bílskúrinn 37 ferm., sam-
tals 252 ferm. „Þetta er stór-
glæsilegt einbýlishús á tveimur
hæðum ásamt góðri sólstofu og
stórum bílskúr,“ segir Yvonne Krist-
ín Nielsen hjá Eignavali.
Gengið er inn á fyrstu hæð þar
sem komið er inn í forstofu með góð-
um skáp. Þaðan er svo gengið inn í
stórt og gott rými sem sameinar öll
rýmin. Lítið herbergi er á vinstri
hönd sem í dag er nýtt sem tóm-
stundaherbergi, en þar við hlið er
rúmgott þvottahús með glæsilegum
skápum og útgengi út á sólverönd-
ina. Eldhúsið er smekklega inn-
réttað með góðum borðkrók. Stofan
er stór og björt með tignarlegum
arni og út frá stofunni liggur glæsi-
leg sólstofa. Á hæðinni er einnig
snyrtilegt flísalagt baðhergi.
Stigagangur liggur svo úr mið-
rými neðri hæðar upp á efri hæðina
en efri hæðin skiptist í fjögur góð
herbergi þar af stórt, rúmgott svefn-
herbergi með útgengi út á svalirnar.
Sjónvarpshol er á miðri efri hæðinni
og góð geymsla. Baðherbergið á efri
hæðinni er flísalagt með snyrtilegri
innréttingu, baðkari, sturtu og góð-
um glugga.
Húsið er byggt úr þýskum gæða-
steini sem gerir það að verkum að
viðhald þess er í algjöru lágmarki.
Umhverfi hússins er afar fallegt, en
garðurinn er gróinn og barnvænn og
í honum er stór sólpallur. Eigninni
fylgir líka 37 ferm. rúmgóður bílskúr
og 16 ferm. sólstofa sem er ekki inni
í fermetratölu eignarinnar. Ásett
verð er 49,5 millj. kr.
Þetta er einbýlishús, 215 ferm. að stærð og með 37 ferm. bílskúr, samtals 252
ferm. Ásett verð er 49,5 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Eignavali.
Jakasel 7
Drangey er u.þ.b 700.000 ára, þverhníptur móbergsklettur í Skagafirði.
Hæst er hún 180 m og flatarmálið er 0,2 km².
Drangey var öldum saman í eigu Hólastóls.
Morgunblaðið/Einar Falur
Drangey á Skagafirði séð frá Reykjaströnd
Drangey