Morgunblaðið - 30.11.2005, Side 35

Morgunblaðið - 30.11.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 35 MINNINGAR ✝ Bjarni EinarBjarnason fæddist í Reykja- vík 12 júlí 1921. Hann lést á Land- spítalanum – há- skólasjúkrahúsi 23. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Stein- þóra Einarsdóttir, f. 8.8. 1890, d. 3.3. 1985, og Bjarni G. Dagsson sem drukknaði í febr- úar 1921. Fóstur- faðir Bjarna var Gunnar Jó- hannsson, f. 29.9. 1895, d. 17.10. 1971. Hinn 7. júní 1953 kvæntist Bjarni Júlíönu Símonardóttur, f. á Siglufirði 18.3. 1930, d. 9.4. 2002. Bjarni og Júlíana bjuggu fyrst á Siglufirði en síðastliðin 40 ár í Hafnarfirði, fyrst á Hellisgötu 20 og síðar á Álfa- skeiði 55. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Særún, f. 8.12. 1949, maki Guðni Einarsson, f. 27.11. 1946, og þeirra börn eru: a) Einar Ragnar, sambýliskona hans er Ástrós Sigurðardóttir og dóttir þeirra er Birta Ósk. b) Guðríður, sambýlismaður henn- ar er Gestur Pálsson og synir þeirra eru Ísak Páll og óskírður. 2) Kristín, f. 25.12. 1952, maki Ólafur Karlsson, f. 1.10. 1954, sonur þeirra er Bjarni Leó. Áður átti Kristín dótt- urina Steinþóru. Dóttir Steinþóru og Tryggva Þórs Svanssonar er Kristín Sunna. 3) Ólöf, f. 8.8. 1956, maki Jón Ragnars- son, f. 12.7. 1959. Börn þeirra eru: a) Kristens, sambýliskona Kristbjörg Sigurð- ardóttir, sonur þeirra Andri Þór. b) Júlíana, sambýlismaður Staffan Linné. c) Erna Bjarkl- ind. 4) Símon Þór, f. 15.9. 1962, maki Þóra G. Þórisdóttir, f. 27.5. 1960. Þeirra börn eru: a) Matthías. b) Eydís Ósk. c) Símon Már. Bjarni stundaði ýmis verka- mannastörf en var mest til sjós fram til 1969 en þá hóf hann störf hjá Íslenska álfélaginu í Straumsvík. Bjarni vann í Straumsvík til 70 ára aldurs. Útför Bjarna verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er sjaldan ef nokkru sinni sem manni hefur liðið eins furðu- lega og nú. Það er eins og gleði og léttir standi öðrum megin við mann, en sorg og söknuður hinum megin. Svo togast þessar tilfinn- ingar á fram og tilbaka og maður fær ekkert við ráðið. Stundum er eins og verið sé að rífa mann í sundur, en svo dregst maður sam- an aftur og líður betur. Gleði og léttir vegna þess að þú fékkst loks- ins að fara, sem er það sem þú vildir. Sorg og söknuður vegna þess hve góðan vin ég missti. Minningarnar um þig, ekki bara sem afa, heldur einnig sem vin, sem maður lék sér við eru ótelj- andi. Eins lengi og ég man eftir mér hefur þú verið á sama stað á Álfaskeiðinu, sem nú stendur autt. Enginn afi og engin amma. Það verður aldrei eins að fara inn í Hafnarfjörð aftur. Það var nefni- lega ekkert skemmtilegra en að koma til ömmu og afa í Firðinum. Amma í garðinum á meðan þú varst að sprella með mér inni í stofunni. Skemmtilegustu æskuminningar mínar eru einmitt þegar ég hljóp eftir skóla upp á Álfaskeiðið til að djöflast í Símoni frænda og afa. Það skipti ekki máli hvor var á staðnum, né að það munaði rétt um 40 árum á þeim því það var alltaf hægt að stóla á fjör á þessu heimili. Maður tók glímur við Sím- on milli þess sem maður horfði á afa sýna töfrabrögð. Það var alveg með ólíkindum hvað þú gast gert. Afi var Houdini Íslands! Það hurfu spil úr höndunum á honum, það fóru eldspýtur inn um munn og út um nef og kveikt var í umslögum með peningaseðlum í án þess að nokkuð kæmi fyrir seðlana. Þessi tími var ógleymanlegur. En það eru ekki bara æsku- minningar sem koma upp í hug- ann. Það er svo ótal margt annað og það sem er efst í huga nú eru síðustu dagarnir. Sá tími var mjög sérstakur og öll fjölskyldan saman. Það var svo lýsandi fyrir þig hvernig þú svar- aðir mér þegar ég spurði þig hvort þú ætlaðir að gera eins og und- anfarin ár, koma heim aftur. Ég ætlaði ekki að trúa því sem ég heyrði, sérstaklega þar sem þú svaraðir á ensku í þetta sinn. Þú svaraðir: „No, I’m gonna take a little trip to heaven.“ Kristens Guðfinnsson. Elskulegur afi minn er farinn frá okkur. Stutt er á milli gleði og sorgar hjá mér þessa dagana. Það líður tæpur sólarhringur á milli þess sem ég ligg á fæðingardeild- inni og eignast lítinn gullmola og afi minn kveður á öðrum stað á Landspítalanum. Þegar ég horfi á þann litla hugsa ég um það þegar ég kom til afa nokkrum dögum áð- ur. Þá voru hríðirnar byrjaðar og hann klappar saman lófunum og spyr hvort ég sé að færa honum góðar fréttir. Svona var afi. Vildi aldrei láta barnabörnin sjá hve þreyttur og lúinn hann var af veik- indum sínum. Ég á ótal minningar um þennan einstaka mann og brosi út í annað því ekki geta allir státað af því að eiga göldróttan afa. Ég hugsa um öll prakkarastrikin, aprílgöbbin, stríðnina, sögurnar af fjarlægum slóðum, sögur af stríðinu, stepp- dansinn, og síðast en ekki síst galdrana. Afi var vanur að klappa mér á öxlina og ekki brást að eftir próf eða aðra áfanga í lífi mínu þá hringdi sá gamli og sagði: „Hvað sagði hann afi þinn? Ég vissi að þú gætir þetta alltaf, þú ert svo klár stelpa!“ Ég hugsa líka til þess þegar hann kom í mat til mömmu, alltaf svo glaður þegar við vorum ná- lægt. Steppaði, dansaði og klapp- aði okkur. Finnst mér gott að hugsa til faðmlaga hans og get ég yljað mér við það í huganum. Amma og afi voru alltaf eitt. Þegar amma dó varð mér ljóst hversu duglegur afi var. Þrátt fyr- ir veikindi síðustu árin þá var hann alltaf að þrífa og gera fínt heima hjá sér og svo brunaði hann um bæinn á kagganum sem hann sá ekki sólina fyrir. Ég mátti meira að segja prófa hann og það voru sko forréttindi að fá að keyra afa- bíl. Elsku mamma, það verður skrít- ið að vita að afi kemur ekki í mat til þín í kvöld og að ekki sjái ég hann aftur leggja bílnum fyrir ut- an hjá þér. Við getum huggað okk- ur við það að hann var hvíldinni feginn og að nú er hann kominn til ömmu. Ég og fjölskylda mín sendum öllum sem unnu afa innilegustu samúðarkveðjur okkar. Guð gefi okkur styrk. Þín afastelpa, Guðríður Guðnadóttir. Elsku afi. Nú ert þú glaður og ánægður því amma kom og náði í þig. Við systkinin vorum mikið hjá ykkur á Álfaskeiðinu og þegar við hugsum til þess tíma vakna margar og skemmtilegar minning- ar. Það var alltaf gaman að hitta þig á Álfaskeiðinu þegar þú varst í þínu besta stuði (kannski varst þú búinn að fá þér einn léttan). Stofu- gólfið breyttist i fimleikasal þú gekkst á höndum og amma fór í splitt og við systurnar reyndum auðvitað að apa eftir. Þú galdraðir fyrir okkur með spilum og eld- spýtum og fannst okkur þú vera al- veg rosalegur galdrakall. Við erum ennþá að reyna finna út hvernig þú fórst að. Þér fannst gaman að segja okkur sögur frá því þegar þú varst ungur og til stuðnings sýndir þú okkur myndir frá ýmsum heimshornum. Þú sást spaugilegar hliðar á mál- unum og sprakkst oft úr hlátri áður en þú gast klárað sögurnar. Okkur fannst þið amma eiga rosalega flotta bíla, þú varst alltaf svo hrif- inn af amerískum bilum. Og að- alsportið var að fara á rúntinn með ykkur. Þú varst ótrúlega góður í tungu- málum þótt skólaganga þín væri stutt. Eftir að við fluttum til Sví- þjóðar byrjaðir þú alltaf símasam- talið á sænsku. Þetta fannst okkur svo merkilegt því það voru 50 ár frá því þú bjóst í Svíþjóð. Þetta eru smá brot af minningum okkar frá því við vorum litlar stelpur. Þegar þú varst í heimsókn hjá okkur fyrir tveimur árum í Svíþjóð varstu 82 ára og mikið veikur, en þú lést það ekki aftra þér frá því að taka danssporin á göngugötu Málmeyjar í glaða sólskini. Við vor- um báðar svo ánægðar að hafa kynnst þér svona vel þegar þú komst til okkar. Þegar Erna hitti þig á spítalan- um stuttu fyrir andlát þitt, voru tennurnar þínar í boxi á náttborð- inu. Og það fyrsta sem þér datt í hug var að taka gómarna og láta þá tala sjálfa Alltaf stutt í djókið og alveg fram að þinni síðustu stund í þessu lífi. Takk, elsku afi, fyrir allt. Kysstu ömmu frá okkur. Júlíana og Erna Bjarklind. Hann var sjómaður dáðadrengur. Hraustmenni sem sigldi fram undir þrítugt um öll heimsins höf og upp- lifði margt á þessum tímum heims- styrjaldar og kaldastríðs. Þá hafði lítil stúlka litið dagsins ljós norður á Siglufirði og Bjarni lagði heims- höfin að baki og hélt í land en var þó áfram viðloðandi togara- mennsku næstu árin. Á Siglufirði setti hann saman bú með konu sinni Júlíönu Símonardóttur og þar fæddust þeim þrjú börn til við- bótar. Á þessum árum bjó fjöl- skyldan þó tímabundið á suðvest- urhorninu þar sem Bjarni hafði þá fengið vinnu á Vellinum. Um miðj- an sjöunda áratuginn fluttist fjöl- skyldan alfarin í Hafnarfjörð og bjó þar upp frá því. Á ferðalögum sínum um heiminn var Bjarni mjög næmur á tungumál annarra þjóða og var með ólík- indum hvað honum tókst að til- einka sér vel ýmis tungumál. Þessi kunnátta átti eftir að koma sér vel fyrir hann, bæði þegar hann sótti um vinnu á Vellinum og eins síðar við álverið í Straumsvík. Í álverinu vann Bjarni síðan fram til starfs- loka. Innan við tvítugt var Bjarni eitt ár í í þróttaskólanum í Haukadal og var alla tíð eftir það mjög meðvit- aður um mikilvægi líkamlegs at- gervis. Sjötíu og fimm ára gekk hann í síðasta sinn upp á Efstadals- fjall, fjallið fyrir ofan sumarbústað þeirra hjóna, og fór auðvitað beint af augum upp. Þrátt fyrir sjúkdóm- inn sem hann þjáðist af og ýmsar slagsíður á lífsbátnum framan af ævi var hann léttur í spori og tein- réttur til hinstu stundar. Bjarni var dulur maður og ekki mikið fyrir að flíka tilfinningum sínum en hann var mikill vinur vina sinna. Í banalegunni virtist hann t.d. hafa meiri áhyggjur af því hvernig einum úr fjölskyldunni reiddi af eftir bakaðgerð heldur en eigin ástandi. Það var líka gaman að fylgjast með því hvað hann ræktaði sambandið við börn sín og barnabörn enn betur enda uppskar hann það ríkulega í umhyggju þeirra og umönnun. Síðustu árin gegndi Bjarni ákveðnu starfi fyrir okkur hjónin; hann var „eftirlitsmaðurinn“ eins og hann og við kölluðum hann í gamni. Þegar við brugðum okkur af bæ kom Bjarni daglega og leit eftir að allt væri í lagi, settist um stund, las blöðin og dottaði og sinnti hundinum ef hann hafði fylgt með í kaupunum. Þessu sinnti hann af stakri skyldurækni og nákvæmni en jafnframt ánægju yfir að geta orðið að liði. Bjarna, vin okkar, kveðjum við með söknuði og þökkum honum samfylgdina í meira en hálfa öld. Ástvinum hans biðjum við guðs- blessunar. Ingibjörg og Atli. Það sitja allir hljóðir og hlusta, börnin og þeir sem eldri eru. Sögu- maðurinn býr yfir einstökum frá- sagnarhæfileikum, hann kemur upplifun sinni og ævintýrum vel til skila. Hann notar líkamann til að fylgja orðum sínum eftir enda mjög vel á sig kominn líkamlega, í flottu formi. Hann leikur við börnin, sprellar, galdrar og skemmtir sér vel sem og allir í kringum hann. Hann hljóp, gekk hratt, það mátti engan tíma missa, mottóið var að lifa lífinu lifandi og það gerði hann svo sannarlega hann Bjarni Einar Sædal Bjarnason, einn af börnum Steinþóru Einarsdóttur frá Vatnsleysuströnd. Steinþóra móðir hans sagði mér frá því að þegar hún gekk með hann Bjarna sinn hefði faðir hans farist í sjóslysi. Þegar ég kynntist Bjarna var hann orðinn fullorðinn, hann var orðinn afi og voru ferðir hans og Júlíönu Símonardóttur konu hans tíðar til Særúnar vinkonu minnar og nágranna til tveggja áratuga en Særún er elsta barn þeirra hjóna Bjarna og Júlíönu, sem á sjötta áratugnum fluttu frá Siglufirði til Hafnarfjarðar og undu hag sínum vel, þó svo að Siglufjörður hafi átt í þeim sterk ítök. Í svo nánu nágrenni sem við vin- konurnar bjuggum í með mönnum okkar og börnum urðu til góð kynni á milli foreldra okkar og fjöl- skyldna. Bjarni og Júlíana voru ólík en samhent hjón, Júlíana lést árið 2002. Nú þegar Bjarni er kvaddur er mér efst í huga þakklæti og virðing til þeirra hjóna fyrir ánægjulega, hreinskiptna og góða samfylgd, trygglyndi og vináttu alla. Elsku Særún, Stína, Símon, Ólöf og fjölskyldur, við Böddi og dætur okkar vottum ykkur okkar innileg- ustu samúð. Blessuð og varðveitt sé minning um Bjarna Einar Bjarna- son. Valgerður Sigurðardóttir. BJARNI E. BJARNASON  Fleiri minningargreinar um Bjarna E. Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Bjarni Leó og Steinþóra og Kristín Sunna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, NANNA ÞURÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR frá Siglufirði, Safamýri 55, lést á líknardeildinni á Landakoti miðvikudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 1. desember kl. 15.00. Þórður G. Möller, Ingibjörg S. Helgadóttir, Rögnvaldur G. Möller, Þóra Kristinsdóttir og barnabörn. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SÓLEY ÞÓRARINSDÓTTIR frá Suðureyri við Tálknafjörð, lést á heimili sínu í Rituhólum í Reykjavík fimmtu- daginn 24. nóvember. Útför hinnar látnu fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 2. desember kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á sjóðinn Blind börn og heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Ólafur Magnússon, Hjördís G. Ólafsdóttir, Guðbergur Pétursson, Gerður S. Ólafsdóttir, Þröstur K. Sveinbjörnsson, Magnús Ólafsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Þórarinn Ólafsson, Dagmar Viðarsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.