Morgunblaðið - 05.12.2005, Page 1

Morgunblaðið - 05.12.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 330. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is www.postur.is 8.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu! Einstök stund Umsögn um tónleika Garðars Thórs Cortes Menning Fasteignir | Breyting undir hlíðum Helgafells  Hús eða íbúð á Spáni  100% lán eða leiga Íþróttir | Yfirburðir Rúnars Kristinssonar  Fyrsta tap Njarðvíkinga MARGIR lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær, annan sunnu- dag í aðventu, þegar ljósin voru tendruð á Óslóartrénu. Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, færði Steinunni Valdísi Óskars- dóttur borgarstjóra tréð að gjöf í fallegu vetrarveðri á Austurvelli. Þegar hin sjö ára norsk-íslenska Kristín hafði kveikt ljósin á 12 metra háu trénu stigu gestir á svið. Þar mættu Reyndar og Raunar, úr leikritinu Leitinni að jólunum, Hug- leikur sýndi brot úr Jólaævintýri og þá komu þrír jólasveinar, bræð- urnir Stekkjarstaur, Stúfur og Þvörusleikir, sem fengu leyfi hjá Grýlu til að fara til byggða viku á undan áætlun og sjá jólaljósin tendruð á Óslóartrénu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaljósin kveikt á Óslóartrénu DANSKA stjórnin ætlar að takmarka verulega straum innflytjenda til Danmerkur á næsta ári og verður það ekki síst gert vegna skuggalegra talna, sem fram koma í svokallaðri velferð- arskýrslu, en hún verður birt á miðvikudag. Claus Hjort Frederiksen atvinnuráðherra segir, að innflytjendum frá vanþróuðum ríkjum, til dæmis Sómalíu, Íran, Írak, Líbanon og fleiri, verði fækkað verulega en ljóst sé, að þeir séu mikil fjárhagsleg byrði fyrir danskt samfélag. Segir Frederiksen, að þeir, sem fái landvist, verði að geta gengið í eitthvert starf strax. Kom þetta fram á fréttavef Jyllands-Posten í gær. Aðlögun hefur alveg mistekist „Við neyðumst einfaldlega til að taka upp nýja stefnu í innflytjendamálum. Útreikningar velferðarnefndarinnar eru skelfilegir og sýna meðal annars hve aðlögun innflytjendanna hef- ur algerlega brugðist,“ sagði Frederiksen. Í starfi sínu reiknaði velferðarnefndin út hvað það þýddi ef tekið yrði alveg fyrir straum innflytjenda frá vanþróuðum ríkjum. Þá kom í ljós, að þörfin fyrir sparnað í velferðarkerfinu á næstu áratugum hyrfi að 75%. Að því er fram kom í Berlingske Tidende í gær hafa danskir jafnaðarmenn efasemdir um fyrirhugaðar breytingar og Irene Simonsen, samflokksmaður Frederiksens og talsmaður Venstre í málum, sem snerta aðlögun innflytj- enda, telur, að þær geti stangast á við alþjóða- samninga. Innflytjendalög verði hert Kostnaður dansks samfélags vegna innflytjenda sagður „skelfilegur“ Vænta svara frá Rice Washington. AP, AFP. | Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, mun upplýsa ríkisstjórnir í Evrópu um meint fangaflug í för sinni til fjögurra Evrópuríkja nú í vikunni. Kom það í gær fram hjá Stephen Hadley, öryggisráðgjafa Bandaríkja- stjórnar. Sagði hann, að meintir hryðjuverka- menn væru ekki pyntaðir erlendis. „Eitt af því, sem hún mun segja, er þetta: Sjáum nú til. Við eig- um öll í höggi við hryðjuverkamenn og þess vegna verðum við að standa saman,“ sagði Hadley í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. Fullyrti hann, að þessi mál væru í samræmi við bandarísk lög og Bandaríkja- menn virtu fullveldi annarra ríkja. Í viðtali við CNN-sjónvarpsstöð- ina endurtók Hadley, að Rice myndi tjá sig um þetta en þegar hann var spurður hvort CIA, bandaríska leyniþjónustan, væri með leynileg fangelsi í Evrópu, sagði hann, að væri svo, væri „um að ræða nokkuð, sem ekki er unnt að ræða“. Slíkar upplýsingar myndu aðeins gagnast óvininum. Viðurkenndu mannrán Sendiherra Bandaríkjanna í Berl- ín viðurkenndi á síðasta ári á fundi með innanríkisráðherra Þýskalands, að CIA hefði rænt þar í landi þýsk- um þegni, fæddum í Líbanon, og haldið honum saklausum í fangelsi í fimm mánuði. Bað sendiherrann ráð- herrann að segja ekki frá þessu, að því er fram kemur í The Washington Post.  Deilur | 14 Mun líklega ekki tjá sig mikið um leynileg fangelsi Condoleezza Rice ELÍSABET Bretadrottning hyggst ekki biðja fyrir tengda- dóttur sinni, Camillu Parker Bowles, í opinberum bænum sínum. Þetta kom fram í svari bresku hirðarinnar við fyr- irspurn þingmannsins Andrews McKinlays og sagði þar að ekki lægju persónulegar ástæður að baki. Í opinberum bænum er Guð beðinn að blessa drottninguna og mann hennar og Karl. Á sínum tíma var Díönu prinsessu einnig getið sérstaklega í bænum drottningar. Einnig er beðið um blessun konungsfjölskyldunnar og sagði talsmaður drottningar að tengdadóttir hennar væri þar með talin. Robert Lacey, sérfræðingur um konungsfjölskylduna, sagði í Sunday Times að drottning væri æðsti yfirmaður ensku biskupakirkj- unnar og gæti ekki beðið sérstaklega fyrir Camillu vegna þess að hún og Karl hefðu bæði framið hjúskaparbrot í fyrra hjónabandi. Biður ekki fyrir Camillu Camilla Parker Bowles Fasteignir og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.