Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða þér frábært tækifæri til taka þér frí frá íslenskum hávetri og láta sólina á Kanaríeyjum baka þig. Bókaðu janúarsólina á Kanarí strax - slökunin mun svo sannarlega vera tímabær og söknuður eftir íslenskum vetri í algjöru lágmarki. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarísól á frábæru verði í janúar frá kr. 28.295 Munið Mastercard ferðaávísunina Tryggðu þér síðustu sætin og besta verðið! Verð frá kr.28.295 Flug, skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, á Paraiso Maspalomas, 3., 10. eða 17. jan., vikuferð. Netverð á mann. Verð frá kr.57.590 Hálft fæði Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í svítu á Suite Hotel Maspalomas Dunas  - hálft fæði, vikuferð, 3., 10. eða 17. janúar. Netverð á mann. VERIÐ er að gera könnun á hag- kvæmni þess að reisa koltrefja- verksmiðju á Norðurlandi vestra, að sögn Jakobs Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Hann leggur áherslu á að málið sé á grunnskoðunarstigi en segir að rísi verksmiðjan verði það mikil lyftistöng fyrir svæðið. At- vinnuástand á Norðurlandi vestra sé frekar slæmt um þessar mundir og margir flytjist á brott þaðan. Spurður um hugsanlega stað- setningu koltrefjaverksmiðju segir Jakob að ekki hafi verið tekin ákvörðun um slíkt og séu allir möguleikar á Norðurlandi vestra opnir. Hann segir að bygging verksmiðjunnar hafi verið í skoðun undanfarna 7 til 8 mánuði. „Málið er statt þannig að nú er verið að gera áætlun á vegum Fjárfesting- arstofu og SSNV,“ segir Jakob. Fjárfestingarstofa er eign iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og hefur að sögn Jakobs komið að málinu á síðari stigum. „Það er verið að skoða mögu- leika á þessum iðnaðarvalkosti,“ segir hann og bætir við að kol- trefjar séu notaðar til byggingar á ýmiss konar hlutum í dag. Til að mynda séu nýjar farþegaþotur sem byggðar eru nú um stundir að talsverðu leyti úr koltrefjum. Einnig bílarnir sem notaðir eru í Formúla-eitt akstrinum, golfkylfur og keppnisreiðhjól, svo dæmi séu nefnd. 80–120 störf í koltrefjaverksmiðjum Jakob segir að þeir aðilar sem SSNV hefur rætt við vegna máls- ins segi að verði tekin ákvörðun um byggingu verksmiðjunnar sé hægt að koma henni á laggirnar á innan við ári. Spurður um hversu mörg störf gætu orðið til verði koltrefjaverk- smiðja reist segir Jakob að það fari eftir því hvernig verksmiðjan verði byggð. Algengt sé að að á bilinu 80–120 manns starfi í nýlega byggðum koltrefjaverksmiðjum. Koltrefjaverksmiðja hugsanlega reist á Norðurlandi vestra VIÐ höfum litið svo til að málið hafi verið í mjög langan tíma í vinnslu og þessir kostir verið til skoðunar, bæði ytri og innri leið, segir Sturla Böðv- arsson, samgönguráðherra, um ný- lega bókun borgarráðs þar sem skor- að er á Alþingi að binda ekki fjárveitingu til Sundabrautar við innri leið. Í frumvarpi um ráðstöfun á sölu- andvirði Landsíma Íslands er lagt til að átta milljarðar verði veittir til lagn- ingar Sundabrautar en skilyrði er hins vegar um að farin verði innri leið – sem talin er hagkvæmari. Sturla segir niðurstöðuna vera þá að með úrskurði umhverfisráðherra hafi verið tekin afstaða til þess að til- laga Vegagerðarinnar, sem er innri leið, sé tækur kostur. „Ef að borgaryfirvöld fara nú að leggja til að ytri kostirnir séu sérstak- lega skoðaðir, þá stendur Vegagerðin frammi fyrir erfiðum úrlausnarefn- um.“ Ráðherrann vonast til að samráðs- ferillinn, sem áskilinn er í úrskurði umhverfisráðherra, geti nú hafist og að borgaryfirvöld vinni með eðlileg- um hætti að framgöngu málsins og Vegagerðinni í samræmi við lög. Aðspurður hvort það komi til greina að afnema skilyrðið um innri leið segir Sturla að ekki hafi verið fjallað um málið með formlegum hætti og í raun hafi bókun borgarráðs ekki borist með formlegum hætti, svo vitað sé til, í samgönguráðuneytinu. „Málið er í þessum lögformlega far- vegi. Úrskurður hefur verið kveðinn upp og gerir ráð fyrir því að nú hefjist samráð, eins og þar er kveðið á um, þannig að ég tel að málið hljóti að fara í þann farveg.“ Allt bendir til þess að frumvarpið um ráðstöfun söluandvirðis Símans verði afgreitt í þessari viku, eða áður en Alþingi fer í jólafrí næsta föstudag. Aðspurður hvort hægt væri að breyta frumvarpinu áður en það verður af- greitt sagði Sturla: „Ég sé ekki hvernig það mál verður öðruvísi af- greitt en er þegar búið. Málið liggur alveg fyrir Alþingi.“ Forsætisráðherra taki málið upp Stefáni Jóni Hafstein, formanni borgarráðs, þykir það miður ef áskor- un borgarráðs verður ekki rædd á Al- þingi. Hann segir að ef Alþingi vilji í raun afnema þetta skilyrði og skoða báða kosti þá sé þar enginn vandi á ferð. Stefán segir bókun borgarráðs hafa verið einróma, mjög afdráttar- lausa og í fyrsta skipti á kjörtíma- bilinu hafi borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks tekið undir það að kanna eigi báða kosti. Einnig hefur Stefán Jón heyrt af því að Halldór Ás- grímsson, forsætisráðherra, hafi rætt um það á fundi með Faxaflóahöfnum að hann teldi að hægt væri að endur- skoða málið. „Ég vonast þá bara til að forsætisráðherra taki málið upp,“ segir Stefán Jón sem telur það þrengja mjög kosti til sátta á meðal yfirvalda og íbúa að báðir kostir séu ekki uppi á borðinu og skoðaðir sam- tímis. „Það er skilyrt af hálfu um- hverfisráðherra að það sé fullt sam- ráð við íbúa alls staðar þar sem þessi braut snertir hagsmuni. Eitthvað hljóta menn að meina með því að fullt samráð skuli hafa, ekki að valta yfir menn. Það er alveg ljóst að það eru ákveðnir skipulagshagsmunir sem eru þeim megin að ytri leiðin er vænni kostur að mörgu leyti og þó hún sé dýrari til skamms tíma þá er hún ódýrari til lengri tíma litið.“ Samgönguráðherra segir málefni Sundabrautar í lögformlegum farvegi Úrskurður- inn gerir ráð fyrir samráði Eftir Andra Karl andri@mbl.is Sturla Böðvarsson Stefán Jón Hafstein LANDKRABBARNIR, hópur átta nemenda frá Smáraskóla í Kópavogi, tók um helgina þátt í Norðurlandamótinu í legókubbakeppni sem fram fór í Þrándheimum í Noregi. Keppnin er hluti af alþjóðlegu móti sem ber heitið First LEGO League og er fyrir 9–14 ára krakka. Landkrabbarnir, sem eru allir 12 ára, sigr- uðu í undankeppni sem fór fram hér á landi í nóvember. Á Norðurlandamótið voru mætt 28 lið sem voru sum hver að taka þátt í þriðja eða fjórða sinn. Ísland, ásamt Færeyjum, tók nú þátt í fyrsta sinn en þetta var í fimmta sinn sem keppnin er haldin. Tuttugu og tveggja manna hópur fór út frá Íslandi en hann samanstóð af keppnisliðinu, foreldrum, skólastjóra Smára- skóla og umsjónarmönnum keppninnar hérna heima. Íslenska liðið stóð sig vel miðað við að vera að taka þátt í fyrsta skipti og endaði í 22. sæti í heildina en keppninni er skipt í fjóra liði. Fyrsti liður keppninnar fólst í að keyra áfram vélmenni sem liðin höfðu hannað, smíðað og forritað og þurftu vélmennin að geta leyst úr ýmsum þrautum. Í fyrstu um- ferðinni með vélmennin lentu Landkrabbarn- ir í 16. sæti en í því tuttugusta í annarri um- ferðinni. Vélmennin eru gerð úr legókubbum og eru þau stærsti hluti keppninnar, með erf- iðustu þrautirnar og mestu sýninguna. Tæknina og hugsunina á bak við vélmennin þurfa þau síðan að útskýra fyrir dómnefnd. Í einum liðnum fluttu krakkarnir rann- sóknarverkefni, en Landkrabbarnir tóku fyr- ir lífríkið í Kópavogsleirunni og fluttu erindi ásamt myndum með texta af skjávarpa á norsku. Lið frá Noregi sigraði í keppninni. Landkrabbar ánægðir í Legókubbakeppni Morgunblaðið/Jón Svavarsson Róbóti íslenska liðsins vinnur sitt verk vel. Hann er haganlega smíðaður úr legókubbum af nemendum Smáraskóla í Kópavogi. HUGGARÐSFÉLÖGIN hafa vísað kjaradeilu sinni við Reykjavíkur- borg til Ríkissáttasemjara. Félögin fimm, sem eru öll innan BHM, hafa staðið sameiginlega að viðræðum við Reykjavíkurborg undanfarna tæpa tvo mánuði. Félögin mótmæla harð- lega vinnubrögðum samninganefnd- ar og lýsa allri ábyrgð á töfum samn- ingaviðræðna á hendur borgarinnar. Í bréfi HugGarðs segir m.a. að mikill tími hafi farið í umræður um starfsmatskerfi. „Niðurstaða þeirra viðræðna var sú að stéttarfélögin höfnuðu þátttöku í starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar með skriflegri yfirlýsingu þann 1. nóvember síðast- liðinn. Í tilboði að kjarasamningum sem Reykjavíkurborg lagði fram 15. nóvember er engu að síður gengið út frá því sama starfsmatskerfi, sem stéttarfélögin hafa þegar hafnað.“ Kjaradeilu vísað til Ríkissátta- semjara HugGarður og Reykjavíkurborg NOKKRAR athugasemdir hafa bor- ist við frumvarp um starfsmannaleig- ur, sem nú er til umfjöllunar í félags- málanefnd Alþingis eftir að hafa verið vísað þangað eftir fyrstu um- ræðu í þinginu. Stefnt er að því að frumvarpið verði að lögum fyrir jólahlé Alþingis, en samkvæmt starfsáætlun þingsins er það á föstu- daginn kemur. Siv Friðleifsdóttir, formaður fé- lagsmálanefndar, sagði að nefndin hefði fundað mikið að undanförnu vegna frumvarpsins um starfs- mannaleigur og einnig vegna annarra mála. Þannig hefði nefndin fundað á laugardag og gert væri ráð fyrir fundum í dag og á morgun, þriðjudag. Óvíst væri hvenær frumvarpið yrði afgreitt frá nefndinni til annarrar umræðu. Siv sagði að það hefðu borist nokkrar athugasemdir frá aðilum sem fengið hefðu frumvarpið um starfsmannaleigur til umsagnar, þar á meðal frá verkalýðsfélögum. Spurð hvort til greina kæmi að breytingar yrðu gerðar af hálfu stjórnarliða á frumvarpinu sagði hún ekkert hægt að útiloka í þeim efnum. Málið væri til vinnslu í nefndinni og það væri ekki komið á það stig að lagðar hefðu verið fram mótaðar tillögur, hvorki af hálfu stjórnarliða né stjórnarandstæðinga. Málið væri hins vegar viðkvæmt því því það væri hluti af samkomulagi. Nokkrar athugasemdir borist við frumvarpið Frumvarp um starfsmannaleigur til skoðunar í nefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.