Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.12.2005, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 7 FRÉTTIR www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 30 21 4 1 1/ 20 05 ... en hér á Íslandi er vetur. Það er kannski sumar í Ástralíu ... Þess vegna fylgja vetrardekk á felgum öllum seldum Corolla og Avensis fram til áramóta. Toyota Nýbýlavegi 4 KÓPAVOGUR Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 AKUREYRI Sími: 460-4300 Toyotasalurinn Njarðarbraut 19 REYKJANESBÆR Sími: 421-4888 Toyotasalurinn Fossnesi 14 SELFOSS Sími: 480-8000 Avensis Verð frá 2.240.000 kr. Corolla Verð frá 1.685.000 kr. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Dagana 5. og 6. des. er tekið á móti umsóknum vegna jólaúthlutunar. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sólvallagötu 48. Neskaupstaður | Umferðarstjórn var sett á veginn um Oddskarðsgöng nú um helgina þegar steypubílar þurftu að fara 300 ferðir um þau. Verið var flytja 900 rúmmetra af steypu frá Reyðarfirði í gólfplötu nýju frysti- geymslu Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. Það má segja að göngin þoli varla slíka umferð þar sem þau eru mjög þröng og aðeins með einni akrein og litlum útskotum þar sem erfitt er að mæta stórum bílum. Alloft verða taf- ir á umferð í gegn um þau þegar stórir flutningabílar fara um og þurfa að silast í gegn þar sem engu má muna að þeir komist vegna þrengsla. Göngin voru mikil sam- göngubót þegar þau voru tekin í notkun, en þau eru barn síns tíma og anna ekki vel þeirri umferð sem nú er um Oddskarð. Í þetta sinn gekk allt vel undir öruggri stjórn björg- unarsveitarmanna sem önnuðust umferðarstjórnina. Göngin barn síns tíma Morgunblaðið/Ágúst Blöndal ÚRKOMA á Akureyri hefur verið umfram meðallag síðastliðna sex mánuði og nýliðinn nóvembermán- uður var engin undantekning hvað það snerti, en mánuðurinn var um- hleypingasamur á landinu, sérstaklega framan af að því er fram kemur í upplýsingum Veð- urstofunnar. Úrkoma á Akureyri er nú orðin um 90 millimetrum meiri á fyrstu ellefu mánuðum ársins en venju- legt er á heilu ári. Úrkoma í Reykjavík í nóvember var hins vegar um 20% neðan meðallags. Meðalhiti á landinu var ofan meðallags í mánuðinum víðast hvar, hálfri gráðu ofan meðallags í Reykjavík, en nánast í meðallagi á Akureyri. Sólskinsstundir á land- inu voru einnig í meðallagi í nóv- ember. Úrkomusamt á Akureyri TVEIR farþegar slösuðust þegar tvær lestir rákust á í aðgöngum tvö við Kárahnjúkavirkjun á laug- ardagsmorgun, að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns verk- takafyrirtækisins Impregilo. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikil meiðsl þeirra eru, en þau munu þó ekki vera alvarleg. Mennirnir voru fyrst fluttir til Egilsstaða og var þar ákveðið að fara með þá með sjúkraflugi til Akureyrar til nánari skoðunar. Um borð í annarri lestinni voru þrír farþegar auk lestarstjórans, en lestarstjórinn í hinni var einn á ferð. Hvorugur þeirra slasaðist. Lestirnar voru á um 20 km hraða er þær skullu saman. Tveir slösuðust í lestarslysi í Kárahnjúkum ♦♦♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.