Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 21
ENGIN þjóð hefur efni á því að
láta helstu auðlind sína vannýtta að
hálfu. Þetta eru í stuttu máli efna-
hagsrökin fyrir jafn-
rétti kynjanna. Það er
ekki aðeins réttlæt-
ismál og ‘pólitískur
rétttrúnaður’að draga
úr kynbundnum mun á
stöðu karla og kvenna í
samfélaginu, kynja-
bilinu, með aðgerðum
sem bæta hlut kvenna,
heldur er jafnrétti
kynjanna einnig lykill
að hagsæld og sam-
keppnishæfni á al-
þjóðavísu.
Nýlega hafa komið
út á vegum alþjóða-
samtaka tvær skýrslur
sem sýna glöggt sam-
band milli kynjajafn-
réttis og efnahags-
árangurs þjóða. Fyrri
skýrslan, The Human
Development Report
2005, er frá Þróun-
arstofnun Sameinuðu
þjóðanna (United Nations Develop-
ment Programme, UNDP). Hún kom
út í september síðast liðnum og raðar
þjóðum heims eftir farsældarvísitölu,
Human Development Index, HDI.
HDI er vítt skilgreindur mælikvarði
á lífsgæði þar sem landsframleiðsla á
mann vegur þriðjung, ævilíkur við
fæðingu þriðjung og menntunarstig
þriðjung. Á þennan mælikvarða eru
Norðmenn fremstir en Íslendingar í
öðru sæti. Þær þjóðir sem eru í
fremstu röð samkvæmt farsæld-
arvísitölunni eru jafnframt meðal
þeirra þjóða sem fá hæstar einkunnir
samkvæmt sérstakri jafnréttis-
vísitölu sem einnig er gerð grein fyrir
í þessari skýrslu UNDP og freistar
þess að mæla stöðu kvenna og jafn-
rétti kynjanna í samfélaginu.
Síðari skýrslan sem ég vitna til hér
birtist síðast liðið vor og kemur úr
annarri átt. Hún er samin á vegum
World Economic Forum í Davos í
Sviss sem er vettvangur fyrir skoð-
anaskipti forystumanna fjölþjóðafyr-
irtækja og stjórnmálaleiðtoga um al-
þjóðleg efnahags- og viðskiptamál.
Heiti skýrslunnar er Women’s
Empowerment: Measuring the Glo-
bal Gender Gap, er þýða mætti þann-
ig: Aukin áhrif kvenna: Mæling á
kynjabilinu í heiminum. Í þessari
áhugaverðu skýrslu kemur skýrt
fram að þótt verulega hafi miðað í
jafnréttisátt á síðari árum er enn
langt í land að kynjabilið hafi verið
brúað, jafnvel hjá þeim þjóðum sem
lengst eru komnar í þessum efnum.
Það er athyglisvert að Norður-
landaþjóðirnar skipa fimm efstu sæt-
in á lista þar sem þjóðum er raðað í
öfugri röð eftir breidd kynjabilsins.
Sú þjóð þar sem kynjabilið er minnst,
þ.e. jafnréttið mest, er efst á þessum
lista. Íslendingar eru þarna í þriðja
sæti á eftir Svíum og Norðmönnum.
Það gefur augaleið að virk þátttaka
kvenna í atvinnulífinu er mikilvæg
forsenda hagsældar og hagvaxtar í
bráð og lengd. Þetta varðar ekki ein-
göngu tölulega atvinnuþátttöku
kvenna eins og hún birtist í vinnu-
markaðskönnunum – en hún er þegar
mikil í flestum löndum, m.a. á Íslandi
– heldur skiptir enn meira máli að
aukin áhrif og ítök kvenna geta verið
hreyfiafl framfara einfaldlega vegna
þess að konur hafa til þessa ekki
fengið að njóta hæfileika
sinna til fulls. Það sem
hér varðar mestu er
jafnrétti tækifæranna
fyrir konur í starfi,
hvort sem er í einka-
rekstri eða hjá hinu op-
inbera. Svipta þarf burt
þeirri ósýnilegu hindrun
– glerþakinu – sem kem-
ur í veg fyrir að konur
fái þann starfsframa og
launakjör sem þær
verðskulda. Konur virð-
ast reka sig upp undir
glerþakið bæði í ríkum
löndum og fátækum.
Alþjóðaskýrslurnar
tvær sem vísað er til hér
að framan sýna glöggt
jákvæða fylgni milli
kynjajafnréttis og vel-
megunar – milli jafn-
réttis og hagsældar. Það
er ekki síður athygl-
isvert að skýrslan frá
World Economic Forum sýnir auk
þess að samkeppnishæfni þjóða og
þar með hagvaxtarlíkur fylgja með
jákvæðum hætti jafnrétti kynjanna.
Tölfræðileg fylgni sannar auðvitað
ekki orsakasamhengi, en þessar at-
huganir benda ótvírætt til þess að
sterkt samband sé milli bættrar
stöðu kvenna og vaxtarmegns hag-
kerfisins þegar til lengdar lætur. Það
er naumast tilviljun að norrænu lönd-
in fimm, þar sem kynjabil er minnst,
eru öll meðal þeirra tíu landa sem eru
samkeppnishæfust þeirra 117 sem at-
huganir World Economic Forum ná
til.
Hvaða lærdóm má draga af þess-
um alþjóðlegu samanburðarathug-
unum? Þau ríki sem vegnar best
veittu flest konum kosningarétt
snemma á síðustu öld og hafa síðan
auðveldað stjórnmálaþátttöku þeirra.
Þá hafa mörg þeirra á síðari árum
veitt opinberan stuðning við leikskóla
og skólaskjól til umönnunar og gæslu
ungra barna gegn viðráðanlegu gjaldi
og komið á launuðu fæðingarorlofi
mæðra – og í seinni tíð feðraorlofi –
samhliða almennri jafnréttislögjöf og
kjarasamningum um sömu laun fyrir
sömu vinnu. Allt er þetta kunnuglegt
hér á landi. Reynslan sýnir jafnframt
að ráðstafanir af þessu tagi orka
hægt og seint vegna þeirrar tregðu
sem fólgin er í rótgrónum venjum og
hegðunarmunstri því að kynjamis-
rétti stendur djúpum rótum víða um
lönd. Það þarf meira en stefnulýs-
ingar og löggjöf til þess að sigrast á
því. Hugarfarsbreyting er það sem
þarf ásamt löggjöf og samningum.
Íslendingar fá góðan vitnisburð í
þeim alþjóðlegu samanburðarathug-
unum sem hér hefur verið vitnað til.
Enn er þó mikið verk að vinna á
þessu sviði hér á landi svo að Ísland
verði framvegis samkeppnishæft far-
sældafrón.
Jafnrétti
og hagsæld
Jón Sigurðsson fjallar um
efnahagsmál og jafnrétti
Jón Sigurðsson
’Konur virðastreka sig upp
undir glerþakið
bæði í ríkum
löndum og fá-
tækum.‘
Höfundur er fyrrv. bankastjóri
Norræna fjárfestingarbankans,
alþingismaður og viðskipta- og
iðnaðarráðherra.
!"#
$ %
&'()*
&'+
,
, -+
!
+
+--'. .
'+
0123
41
'
5
6
#
4
++
70+
+
1
'
5
2
7
41
'
5
5 3&
5
&'()*
1 8+
9)/&):
%
,
;9-
!
< +-=)$+
4
++
7>
?@+@8 7
>
A?5B
C
+<
D
$
D
D53
C
8+
, -+
&'()*
1 E.'
&+5"
&'+
4
++
7>
?@+@8 7
E<
D
$
F5
++'
5 / 3&
5
eðlileg. Sama þróun hefur orðið í mjólk-
uriðnaðinum. Mjólkursamlögunum fækk-
að og núna síðast sameinuðust Mjólk-
urbú Flóamanna og Mjólkursamsalan.
Þetta hefur leitt til hagræðingar, en það
er síðan annað mál hvert hún á að skila
sér. Á hún að skila sér til neytenda eða
til framleiðenda? Það er augljóst að það
væri ekki hægt að hreyfa ekki verð á
mjólk í þrjú ár nema að til hefði komið
veruleg hagræðing.“
Það hefur komið fram í fréttum að
framleiðsla mjólkur í ár hefur ekki auk-
ist í takt við söluna. Er þetta ekki
áhyggjuefni?
„Jú, við höfum áhyggjur af þessu. Það
má segja að þetta sé skemmtilegt vanda-
mál. Það hefur verið mikil söluaukning á
undanförnum árum og þá þarf fram-
leiðslan að fylgja með og ég hef trú á því
að hún geri það. Það hefur verið gripið
til ákveðinna ráðstafana sem ég hef trú á
að dugi. Mér hefur sýnst á tölum síðustu
daga að framleiðslan sé að aukast aftur.“
Menn hafa jafnvel nefnt að það gæti
komið til þess að það þurfi að flytja inn
mjólkurduft.
„Ég hef ekki trú á að það komi til
þess.“
Þrátt fyrir að það sé skortur á mjólk
hér heima hafa verið gerðar tilraunir
með útflutning á mjólkurvörum. Hefur
þú trú á þessum tilraunum?
„Já, við höfum ákveðið að taka þátt í
þessum tilraunum. Baldvin Jónsson,
verkefnisstjóri Áforms, er að nota þau
tengsl sem hann hefur í Bandaríkjunum
til að koma íslenskum mjólkurvörum á
framfæri. Ég hef heimsótt þessar Whole
Food búðir, þar sem íslenskar búvörur
hafa verið boðnar til sölu, og ég er sann-
færður um að ef við eigum einhvern
möguleika á þessum markaði erum við á
hárréttum stað með vöruna. Þetta eru
mjög fínar verslanir og verðlagið er hátt.
Í augnablikinu eigum við ekkert prótein
til að selja, en við eigum smjör og erum
núna að láta útbúa smjörumbúðir fyrir
þessar verslanir. Ég tel því að þessi til-
raun eigi fullan rétt á sér.“
Mjólka getur fengið allt það
duft sem fyrirtækið þarf
Nú er nýr aðili að koma á markaðinn,
Mjólka. Hefur þú trú á því að þróunin
verði sú að það eigi eftir að koma nokkr-
ir smærri aðilar inn á markaðinn?
„Ég átta mig nú ekki á því. Það er
gríðarlega kostnaðarsamt að fara út í
þetta. Þannig að ég hef efasemdir um að
það verði margir sem leggi út á þessa
braut, en menn mega að sjálfsögðu
spreyta sig á þessum markaði okkar
vegna. Á Norðurlöndunum hafa margir
smáir framleiðendur hafið framleiðslu og
þá aðallega á sérvöru. Sumstaðar hafa
menn framleitt heima á bæjunum og
einnig er dæmi um að menn hafa farið í
samstarf við stóra aðila.“
Framkvæmdastjóri Mjólku hefur
gagnrýnt hvernig Osta- og smjörsalan
hefur brugðist við samkeppni frá Mjólku
m.a. verð á undanrennudufti sem hann
vill kaupa af ykkur.
„Mjólka getur fengið allt það duft sem
fyrirtækið þarf á að halda til sinnar
framleiðslu. Osta- og smjörsalan hefur
hins vegar ekkert með verðlag á und-
anrennudufti að gera, því verð á mjólk-
urdufti er ákveðið af verðlagsnefnd bú-
vara. Mjólka kvartaði við
Samkeppniseftirlitið og málið er til um-
fjöllunar þar. Við höfum sent inn okkar
athugasemdir og við verðum bara að sjá
hver niðurstaðan verður. Okkar rök í því
máli eru alveg skýr, að við höfum ekki
leyfi til að selja Mjólku undanrennuduft
á svokölluðu iðnaðarverði. Það er tekið
fram í verðskránni frá Bændasamtök-
unum sem taka að sér að auglýsa verðið
frá verðlagsnefnd. Mjólka getur hins
vegar fengið allt það duft sem fyrirtækið
þarf á að halda á heildsöluverði.“
verið að flytja inn sérosta sem við mynd-
um aldrei framleiða sjálfir. Síðan er eitt-
hvað um að aðilar eru að flytja inn ost í
samkeppni við okkur, eins og mosarella
sem við framleiðum.“
Hvað eruð þið með stóran hluta af
þessum innflutningi?
„Það hefur verið misjafnt. Árið 2004/
05 vorum við með 6 tonn af 119. Á þessu
ári erum við með um 40 tonn, en við telj-
um okkur þurfa 35–45 tonn til að þjóna
þessu markmiði okkar. Stundum hafa að-
ilar sem hafa fengið kvóta beðið okkur
um að sjá um innflutning fyrir sig.“
En er eðlilegt að þið sem langstærsta
fyrirtækið á markaði séuð líka í innflutn-
ingi? Væri ekki eðlilegra að samkeppn-
isaðilar ykkar sjái um það?
„Við teljum einmitt að við eigum gera
það af því að við erum á þessum mark-
aði. Við erum vakin og sofin í þessu alla
daga, að passa að osturinn þroskist eðli-
lega o.s.frv. Við erum með lager, gæða-
kerfi, eftirlitskerfi, dreifikerfi og þessir
sérostar passa mjög vel inn í okkar sölu-
kerfi. Mér fyndist óeðlilegt að við værum
að kaupa kvóta til að flytja inn brauðost.
Ég held að það hafi ekki hvarflað að
nokkrum manni að gera það.“
Gríðarlega ólík sjónarmið
í WTO-viðræðunum
Nú hefur í allmörg ár verið stefnt að
samkomulagi á vettvangi WTO með það
að markmiði að draga úr opinberum
stuðningi við landbúnað og auka viðskipti
með búvörur. Telur þú að það séu miklar
breytingar framundan í viðskiptum með
mjólkurvörur?
„Ég var á alþjóðaþingi mjólkur-
framleiðenda í Kanada í september þar
sem þessi mál voru mikið rædd. Menn
telja að samkomulag um þessi heims-
viðskipti strandi á landbúnaðinum. Á
þessum fundi fann maður vel hvað sjón-
armiðin í þessu máli eru gríðarlega ólík.
Annars vegar eru lönd sem vilja opna
þetta allt saman og breyta þessu. Hins
vegar eru lönd sem vilja ekki ræða nein-
ar breytingar. Kanadamenn sögðu t.d.:
„Við erum með ágætis kerfi. Það er ekki
ríkisstyrkt, en við viljum ekki að þetta
flæði yfir okkur.“
Ég held að það verði breytingar, en ég
held að þær gerist hægt. Það er mín til-
finning að það verði t.d. samkomulag um
að breyta útflutningsbótakerfinu, sem
við höfum raunar aflagt. Ég held því að
breytingarnar gerist ekki í neinum
stórum stökkum.“
Það hafa hins vegar átt sér stað mikl-
ar breytingar í mjólkurframleiðslu á Ís-
landi á síðustu árum.
„Já, það eru miklar breytingar á síð-
ustu árum. En ég vil þó minna á að ef
við horfum aðeins lengra aftur í tímann
var langt tímabil þar sem gerðist nánast
ekki neitt. Síðan allt í einu fara menn að
byggja ný fjós, breyta fjósum, bæta
tækjabúnað og létta vinnuna. Mjólk-
urbændum hefur fækkað gríðarlega, en
búin stækkað. Þetta er þróun sem á sér
stað alls staðar í heiminum og er bara
ing milli mjólkursamlaganna í
þau eiga saman Osta- og
na. Er hægt að tala um að það
r samkeppni milli þeirra?
ur Osta- og smjörsölunnar
innbyrðis og þeir gera það.
verið að framleiða hvítan
á tveimur stöðum á landinu og
a fyrirtækin um sölu. Ef menn
yndaríkari á einum stað á land-
en öðrum njóta menn þess.
a samkeppni um nýjungar.
past um að vera fljótari en
eiðandinn um að láta sér detta
hug til að koma með á markað.
mboð á ostum og öðrum mjólk-
efur aukist gríðarlega á síð-
Núna fyrir jólin erum við að
með fjórar nýjungar. Þrátt
arkaðurinn sé smár held ég að
rða að vöruframboðið er mjög
þetta varðar held ég að neyt-
i vel við unað hvort sem er í
öðrum mjólkurvörum.“
á ostum hefur verið að aukast.
áanlegt að þessi aukning sé að
ssi söluaukning heldur áfram.
t fyrir að árið 2005 verði
ár. Ostaneysla á Íslandi er
arlega mikil. Það er í sjálfu sér
að það skuli vera hægt að
ölu á sama tíma og það verður
rlega söluaukning á skyri og
jum. Það má benda á að þú
borða brauð með osti á sama
ert að borða skyr og því hefði
átt ætla að skyrneyslan hefði
u á ostum.“
ka að vera
ingi á ostum
lutningur á ostum á lágum
heimilaður árið 1995 voru
argir sem prufuðu að flytja inn
an hefur þeim fækkað.
er rétt það voru margir í
dag er innflutningskvótinn 119
13 tonna kvóta frá Noregi sem
gna sérsamninga við Norð-
si kvóti er auglýstur og allir
a í. Við hjá Osta- og smjörsöl-
m alveg ákveðna stefnu í þess-
. Við höfum sótt um kvóta og
ndum fengið hann og stundum
ngurinn er að breikka okkar
Við höfum nánast eingöngu
mjólkurframleiðslan sé farin að aukast á ný
kurvörum
ð í þrjú ár
Morgunblaðið/Kristinn
ka ostasölu á sama tíma og það
kjum,“ segir Magnús Ólafsson.
egol@mbl.is
’Mjólkurbændum hefurfækkað gríðarlega, en búin
stækkað. Þetta er þróun
sem á sér stað alls staðar í
heiminum og er bara eðlileg.
Sama þróun hefur orðið í
mjólkuriðnaðinum. Mjólk-
ursamlögunum fækkað og
núna síðast sameinuðust
Mjólkurbú Flóamanna og
Mjólkursamsalan. Þetta hef-
ur leitt til hagræðingar.‘