Morgunblaðið - 05.12.2005, Síða 27
skein úr hverju andliti. Þau Blöndals-
systkinin eins og þau voru gjarnan
nefnd á Siglufirði, voru ákaflega sam-
rýnd og þegar rætt var um eitt þeirra
var nánast óhjákvæmilegt að eitt-
hvert annað þeirra bærist í tal. Í mínu
minni voru það faðir minn Lárus og
systkini hans, Bryndís, Anna og Óli
sem skipuðu þennan sess enda önnur
systkini búsett fjarri Siglufirði. Allt
þetta fólk var og er þjóðþekkt fyrir
glaðsinni og geðprýði sem enn ber
minningu þeirra hátt á lofti löngu eft-
ir að þeirra stjörnur lýstu skærast.
Allir sem áttu sér starfstöð á Siglu-
firði til lengri eða skemmri tíma á
síldarárunum þekkja til systkinanna
og oftsinnis er maður minntur á þessi
tengsl og þá alltaf á jákvæðum nótum.
Óli var þeirra systkina yngstur og
ég man aldrei eftir Óla öðruvísi en
glöðum og reifum. Það var alltaf gam-
an að hitta Óla. Hann var til í spjall,
stutt sem langt eftir því sem atvik
gáfu tilefni til. Í gegnum tíðina hef ég
tekið þátt í pólitísku starfi og þar átt-
um við Óli sameiginlegt áhugamál.
Þeir bræður pabbi og Óli og þau
systkini öll voru reyndar ótrúlega
pólitísk og höfðu unun af því að ræða
þau málefni hvort heldur sem var við
samherja eða andstæðinga. Áttum við
Óli oft langar samræður um mál af
þessu tagi allt fram á síðustu ár og
hafði hann þá alltaf mjög afdráttar-
lausar skoðanir á þeim málefnum sem
til umræðu voru. Mér þykir ákaflega
vænt um þessi samtöl sem við Óli átt-
um og ég er ekki í vafa um að þau hafa
haft veruleg áhrif á mína pólitísku sýn
í lífinu.
Óli var skemmtilegur maður sem
gerði samferðamönnum sínum lífið
mun skemmtilegra en það hefði verið
án hans. Það er eitthvað sem allir
ættu að gera að markmiði með sínu
lífi. Ég vil þakka Óla samfylgdina,
uppörvunina og samræðurnar í gegn-
um tíðina og veit fyrir víst að hann,
pabbi og þeirra fólk á góða daga fram-
undan, handan þess veruleika sem við
skynjum.
Takk fyrir allt og allt, Óli frændi.
Þinn frændi
Lárus.
Þegar ég rifja upp kynni mín af og
samstarf við Óla J. Blöndal kemur
margt í hug, leiðir víða legið saman.
Það er með mig eins og flesta Siglfirð-
inga, af minni kynslóð, að ég minnist
hans fyrst í Aðalbúðinni ásamt systk-
inum sínum Lárusi, Önnu og Bryn-
dísi, því það má með sanni segja að þá
var Aðalbúðin sannanlega AÐAL-
BÚÐIN, þar sem allir komu við, bæði
börn og fullorðnir, þar var ekki aðeins
verslun heldur einnig hálfgerð fé-
lagsmiðstöð í miðjum bænum, sem þá
var og stóð undir nafni sem einn af
stærri kaupstöðum landsins. Þegar
ég árið 1965 tók við formennsku í Fé-
lagi ungra sjálfstæðismanna í Siglu-
firði byrjaði samstarf okkar Óla.
Hann var þá formaður fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna sem á að halda
utan um starfsemi félaganna og það
gerði hann svo sannarlega, hann var
um áratuga skeið foringi okkar og sá
sem starfið hvíldi hvað mest á.
Óli var mikill lista- og hugsjóna-
maður, ég ætla að segja eina litla sögu
sem lýsir hugsjónum hans vel: Í kosn-
ingunum 1982 fengum við sjálfstæð-
ismenn fjóra fulltrúa í bæjarstjórn af
níu og gátum því nokkuð ráðið ferð-
inni. Óli var bókavörður í langan tíma
og naut sín mjög vel í því starfi. Bæj-
arstjórnarfundirnir voru haldnir í
bókasafninu og var Óli því viðstaddur
þá flesta. Roalds-bragginn fór hroða-
lega í taugarnar á mér, allur í nið-
urníðslu og samfélaginu til skammar,
því fluttum við bæjarfulltrúar sjálf-
stæðisflokksins tillögu um að rífa
braggann og höfðum meirihluta fyrir,
þá sat í bæjarstjórn fyrir Alþýðu-
flokkinn heiðursmaðurinn Anton Jó-
hannsson, þegar tillagan kom fram
stóð Anton upp, fór í bókavarðarher-
bergið, eftir augnablik birtist Óli í
dyrunum og benti mér að koma, hann
lokaði, rétti upp höndina og sagði: Ert
þú bara brjálaður drengur! Það er
skemmst frá að segja að þarna er
okkar glæsilega Síldarminjasafn í
dag.
Óli sat í stjórn sparisjóðsins og þar
störfuðum við saman í um tuttugu ár.
Ég kem á framfæri þakklæti frá Frí-
múrarareglunni þar sem hann starf-
aði um árabil.
Sl. tíu ár, eða svo hafa þau Gréta
aðallega búið á Seltjarnarnesinu í
góðu skjóli Guðrúnar, Frigga og allra
barnanna. Ég hef annað slagið komið
við hjá Grétu og Óla þar sem við rifj-
uðum m.a. upp gullaldarárin í Siglu-
firði, stöðuna í dag og spurðum hvor
annan: Hvað er til ráða?
Siglufjörður var og hét, hann verð-
ur það kannski aftur og byggist þá
m.a. á afþreyingu og ferðamennsku í
kringum Síldarminjasafnið. Ég þakka
þessum vini mínum samfylgdina, við
Ásdís sendum Grétu og fjölskyldunni
bestu kveðjur.
Björn Jónasson.
Á morgni 20. aldarinnar settust tvö
barna Lárusar sýslumanns Blöndal
að í Siglufirði. Þetta vóru Sigríður
Blöndal, kona séra Bjarna Þorsteins-
sonar, sóknarprests, tónskálds og
þjóðlagasafnara og Jósep Blöndal,
símstöðvarstjóri og síðar kaupmaður
í Siglufirði. Siglufjarðararmur Blön-
dalsættarinnar hefur sett ánægjuleg-
an og menningarlegan svip á Siglu-
fjörð allar götur síðan. þ.e. á aðra öld.
Mætur einstaklingur úr þessum
ættboga, Óli Jósepsson Blöndal, er
genginn til feðra sinna, 87 ára að
aldri. Hann kom víða við siglfirzka
sögu. Hann var stofnandi og fyrsti
formaður Lionsklúbbs Siglufjarðar,
sem var fyrsti Lionsklúbbur hér á
landi utan höfuðborgarinnar. Hann
var frímúrari og gegndi trúnaðar-
störfum í Bræðrafélagi frímúrara og
síðar í stúkunni Dröfn í Siglufirði.
Hann var um áratugaskeið mikilvirk-
ur og leiðandi í starfi sjálfstæðisfélag-
anna í Siglufirði og fulltrúi þeirra á
kjördæmis- og landsfundum Sjálf-
stæðisflokksins. Hann var og vara-
bæjarfulltrúi um árabil og sat þá í
ýmsum nefndum bæjarstjórnar.
Hann sat einnig í áratugi í stjórn
Sparisjóðs Siglufjarðar, elztu enn
starfandi peningastofnunar landsins.
Óli J. Blöndal kom víða við í at-
vinnu- og menningarsögu Siglufjarð-
ar. Ævistarf hans tengdist þó fyrst og
síðast bókum. Hann og bróðir hans,
Lárus, sem látinn er fyrir nokkrum
árum, ráku um áratugaskeið fyrir-
myndar bókabúð í Siglufirði. Síðar
tók Óli við starfi forstöðumanns
Bókasafns Siglufjarðar. Þar skilaði
hann góðu starfi, sem Siglfirðingar
mátu að verðleikum.
Óli J. Blöndal var góður drengur í
þeirra orða fornu merkingu. Það var
gott að eiga hann að vini og ráðgjafa.
Ég kveð hann með hlýjum huga,
söknuði og þakklæti – og árna honum
fararheilla á nýjum vettvangi. Ég og
fjölskylda mína sendum eftirlifandi
eiginkonu hans og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Stefán Friðbjarnarson.
Óli sagði okkur félögunum í Lions-
klúbbi Siglufjarðar oft frá því þegar
hann fékk hvatningu frá Magnúsi
Kjaran stórkaupmanni í Reykjavík að
hann ætti að hlutast til að stofna
Lionsklúbb á Siglufirði.
Hvers vegna? Jú það var til að
safna saman einstaklingum sem ættu
það sameiginlegt að vinna samfélag-
inu allt sem þeir gætu því til heilla og
framfara án þess að blanda í það trú
eða stjórnmálum.
Þetta gekk eftir, Óli safnaði saman
11 mönnum á Siglufirði sem gátu
hugsað sér að vinna að slíkum málum.
Lionsklúbbur Siglufjarðar var stofn-
aður 16. nóvember 1954, þriðji elsti
klúbbur á Íslandi og sá fyrsti utan
Reykjavíkur, sem varð til þess að
hægt var að stofna sérstakt Lionsum-
dæmi á Íslandi, Umdæmi 109. Þetta
framtak Óla var mörgum til eftir-
breytni og Lionshreyfingin náði fót-
festu um allt land, landi og þjóð til
heilla.
Ég gekk í klúbbinn 1959 og hef því
starfað með Óla síðan og er því ljúft
að minnast hans við fráfall hans, en
hann lést 26. nóvember sl.
Óli var fyrsti formaður Lions-
klúbbs Siglufjarðar og gegndi svo
öðrum stjórnarstörfum, var einstak-
lega jákvæður og hress félagi og átti
auðvelt með að laða menn til starfa.
Hann fæddist á Siglufirði 24. septem-
ber 1918 og bjó hér og starfaði alla
sína ævi mest við bækur, fyrst bóksali
og síðan bókasafnsvörður og for-
stöðumaður Bókasafns Siglufjarðar.
Óli og Margrét Björnsdóttir, eig-
inkona hans, fluttu til Reykjavíkur
um 1995, en þá voru börn þeirra flutt
frá Siglufirði. En tryggð hans við
Lionsklúbb Siglufjarðar sem hann
átti svo mikinn þátt í að stofna var slík
að hann vildi starfa áfram í honum
þótt hann flytti burt frá Siglufirði.
Við félagar í Lionsklúbbbi Siglu-
fjarðar kveðjum Óla með söknuði og
þökk fyrir ánægjulegt samstarf og
sendum Margréti og börnum þeirra
og fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. Lionsklúbbs Siglufjarðar
Sverrir Sveinsson.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 27
MINNINGAR
Elskulegur sonur okkar, faðir, bróðir, barnabarn
og frændi,
SKARPHÉÐINN RÚNAR GRÉTARSSON,
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Margrét Skarphéðinsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs
föðurs okkar, tengdaföðurs og afa,
STEFÁNS ÁRNASONAR
frá Sauðárkróki.
Ingibjörg Stefánsdóttir, Viktor Elvar Viktorsson,
Brynhildur Stefánsdóttir,
Haukur Stefánsson,
og barnabarn.
Elsku eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ELÍAS ÍVARSSON,
Suðurengi 7,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi föstudaginn
2. desember.
Guðrún Sveinsdóttir,
börn, tengdabörn,
afa- og langafabörn.
Það eru ófáar stund-
ir sem við höfum átt
saman, afi minn. Frá
fyrstu tíð hef ég verið
uppalin í Njörvasundinu hjá ykkur
og ég var ekki gömul þegar ég fór að
vinna í blómabúðinni á Skólavörðu-
stígnum. Ég held að ég hafi verið
fjögurra til fimm ára þegar ég stóð
uppi á stól og sagði: „Ég er sko að
vinna hérna,“ með bros á vör!
Ég man eftir sögunni af því þegar
við fórum í útilegu með ykkur ömmu.
Ég var bara sex til sjö ára og vorum
við Eiríkur með ólæti í aftursætinu.
Þú snarstoppaðir bílinn fyrir utan
bensínstöð og raukst út. Okkur brá
og sögðum: „Hvert ertu að fara?“ Og
þú svaraðir: „Ég ætla að kaupa hót-
el!“ Við þorðum ekki að hreyfa okkur
í aftursætinu. Síðan komst þú til
baka með Nóa og Siríus súkkulaði
með hnetum og rúsínum. Við fengum
mola og vorum voða stillt það sem
eftir var ferðar. Í dag fer ég ekki í
ferðalag nema með svona „hótel“ í
farteskinu.
Þú hefur kennt mér margt í lífinu
og alltaf hef ég getað leitað til þín. Þú
hlustaðir á mig og gafst mér ráð,
fórst með mér að kaupa fyrsta bílinn
og fyrstu íbúðina. Þú varst afi minn
en varst mér sem faðir. Ég sakna
visku þinnar, ráða, hláturs og ekki
má gleyma fallegu bláu augunum
með stríðnisglampanum sem ég sé
svo oft í yngri dóttur minni.
ÓLAFUR KR.
HELGASON
✝ Ólafur KristjánHelgason fædd-
ist á Strandseljum
við Ísafjarðardjúp 5.
desember 1921.
Hann lést á Beni-
dorm 4. september
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Langholtskirkju 19.
september.
Dætur mínar voru
heppnar eins og ég.
Þær fengu að vera oft
hjá ykkur í Njörva-
sundinu og kynntust
þér vel, elsku afi. Það
er erfitt að útskýra
brottför þína sem
gerðist skyndilega úti
á Benidorm í fyrsta
skipti sem öll fjöl-
skyldan kom saman
þar. Við vorum bara
búin að vera í fjóra
daga en á þessum dög-
um vorum við búin að
fara út að borða á stöðum sem ykkur
voru kærir og fá uppáhalds matinn
þinn. Við löbbuðum á kvöldin, og síð-
asta kvöldið þitt með okkur fórum
við í langan göngutúr eftir strönd-
inni og sáum flottasta útsýnið yfir
alla strandlengjuna.
Elsku afi, vonandi líður þér vel að
hafa fengið að vera með okkur öllum
svona síðustu dagana, og þú varst
tilbúinn; búinn að gera það sem þig
langaði að gera og sjá.
Takk fyrir allt, afi minn.
Sigríður Herdís Ásgeirsdóttir.
Hausti fylgir vetur
með vályndi og snjó.
Síðan lifnar vorið
með söngfugl í mó.
Seint kemur sumar
en kemur þó –
(Baldur Pálmason.)
Elsku langafi, takk fyrir allar
stundirnar með þér, við söknum þín.
Kristur minn ég kalla á þig
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
Ísabella og Natalía.
Móðir mín og besti vinur,
KIRSTEN HALLGRÍMSSON
lyfjafræðingur,
Sléttuvegi 11,
Reykjavík,
lést föstudaginn 25. nóvember.
Útförin hefur fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristján H. Kristjánsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
MAGNÚS MÁR SIGURJÓNSSON,
Skólagerði 69,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 7. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Ágústa Steingrímsdóttir,
Margret St. Magnúsdóttir,
Steingrímur Magnússon,
Bára Magnúsdóttir,
Magnús P. Magnússon,
Ágúst Magnússon,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.