Morgunblaðið - 05.12.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 31
DAGBÓK
GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÖRYGGI
Í SÖLU Á ATVINNUHÚSI ÞÍNU
VELDU EIGNAMIÐLUN
eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Jóla
kveðjur
á mbl.is
1. verðlaun: Stafræn
myndavél frá Kodak
2. verðlaun:
DVD spilari frá Lenco
3. verðlaun:
MP3 spilar frá Lenco
Glæsilegir vinningar!
Þeir sem senda
jólakveðju geta
unnið til verðlauna
frá Hans Petersen
Er hárið farið að grána og þynnast?
Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin!
Nýlega voru Félagshæfnisögur Bryndís-ar Sumarliðadóttur endurútgefnar,en fyrri útgáfan kom út fyrir ári.En hvað eru félagshæfnisögur?
„Þessar sögur eru samdar með það í huga að
kenna einstaklingi rétta hegðun í aðstæðum sem
hann á erfitt með að þola, þær voru hugsaðar
fyrir fólk með fötlun á einhverfurófi en geta nýst
öðrum,“ segir Sigrún Birgisdóttir, starfsmaður
hjá skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra.
Hver er reynslan af þessum sögum?
„Hún er góð og margir foreldrar sem nýta sér
þessa aðferð. Aðferðin kemur frá konu sem heitir
Carol Gray, hún er höfundur félagshæfnisagna.
Hún skrifaði fyrstu bókina um félagshæfnisögur
árið 1991. Hún er sérfræðingur á þessu sviði og
er forstöðumaður við Gray Center for Social
learning and understanding sem er í Michigan,
en þar er hún einnig ráðgjafi við skóla.“
Eru sögurnar hennar Bryndísar sniðnar eftir
þessum sögum Gray?
„Já, svona sögur eru sniðnar að viðkomandi
einstaklingi, þær eru einfaldar og yfirleitt mynd-
skreyttar. Þær eru samdar á jákvæðan hátt til að
styrkja einstaklinginn. Svona söguform getur
líka hentað fólki með aðrar fatlanir en einhverfu
og jafnvel langveikum börnum sem þurfa að
kljást við lyfjameðferð og aðra langtíma-
meðferð.“
Hafa foreldrar haft félagshæfnisögur Bryndís-
ar að fyrirmynd eða nota þeir sögurnar hennar
eins og þær koma fyrir?
„Foreldrar hafa haft sögur hennar að fyr-
irmynd en hver og einn lagar söguna að þeim
einstaklingi sem verið er að vinna með. Aðrir
sem sinna einhverfum nota sögurnar líka.“
Er einhverfa vaxandi vandamál á Íslandi?
„Já, með betri greiningartækjum hefur tíðni
einhverfu aukist vegna þess að nú finnast þessir
einstaklingar sem áður höfðu fengið aðra grein-
ingu. Það sem einkennir einhverfu er skert fé-
lagsfærni, áráttur og þráhyggjur og málhömlun.
Einkennin eru á mjög mismunandi stigi og mis-
mikil, þess vegna er talað um einhverfuróf.“
Sögurnar nýtast stórum hópi þessara ein-
staklinga. Jafnvel þótt viðkomandi geti ekki lesið
má semja sögurnar og myndskreyta vel og lesa
þær síðan fyrir hann aftur og aftur þar til hann
lærir hverja sögu fyrir sig. Dóttir Bryndísar,
sem er er með einhverfu, var t.d. ekki læs þegar
hún samdi sögurnar fyrir hana. Hún gaf sög-
urnar út af því að henni fannst þær skila svo
miklum árangri og vildi því miðla þessari aðferð
til annarra foreldra. Bókin fæst hjá Umsjón-
arfélagi einhverfra og á Sjónarhóli, sem og í
Skólavörubúðinni.
Kennsla | Sögurnar kenna félagslega hegðun
Félagshæfnisögur endurútgefnar
Sigrún Birgisdóttir
fæddist í Reykjavík
1964. Hún útskrifaðist
sem viðskiptafræðingur
frá Háskóla Íslands
1989 og hefur starfað
við bókhald og síðustu
árin á skrifstofu Um-
sjónarfélags einhverfra.
Hún er gift Ásgeiri Er-
lendi Ásgeirssyni og
eiga þau tvö börn.
Matsölustaðir og reykingar
MIG langar að koma á framfæri
skoðun minni um matsölustaði og
reykingar. Ég er ein af þeim sem
voru búnir að panta sér jólahlaðborð.
Daginn áður en fara átti hringdi ég til
að vita hvort þetta væri ekki reyklaus
staður en þá kom í ljós að það mátti
reykja í salnum og varð ég því að af-
panta því ég þoli ekki sígarettureyk.
Finnst mér mjög slæmt að það
skuli vera leyft að reykja á mat-
sölustöðum, ekki síst þar sem er
standandi hlaðborð. Vil vekja athygli
á því að veitingastaðir leyfi ekki reyk-
ingar þar sem hlaðborð er í gangi.
Varð ég fyrir miklum vonbrigðum
yfir að geta ekki farið en ég var búin
að panta borð fyrir löngu og leggja í
kostnað við að fara þetta.
Ein vonsvikin.
Klassísk tónlist og RÚV
RÍKISSJÓNVARPIÐ sýndi 30.11. sl.
frábæran þátt um norska píanóleik-
arann Leif Ove Andnæs. Þessu fram-
taki ber að fagna og óska eftir meiru
slíku. Hinir fjölmörgu aðdáendur
klassískrar tónlistar hér á landi og
jafnframt sjálfvirkir áskrifendur að
Ríkissjónvarpinu eru nánast sveltir
þegar kemur að sjónvarpsefni, hvern-
ig stendur á því?
Áhugavert væri að fá birt yfirlit yf-
ir hlutfall klassískrar tónlistar í formi
þátta, umfjöllunar eða tónleika-
hljóðritana útsent í Ríkissjónvarpinu til
samanburðar við aðrar tegundir af tón-
list annars vegar og annarra listgreina
hins vegar. Enn fremur er nauðsynlegt
að skoða hlutfall klassískrar tónlistar í
dagskrá samanborið við hlutfall ein-
stakra íþróttagreina, t.a.m. sunds eða
fótbolta sem virðast fá mikið vægi í dag-
skrá. Ofangreindur samanburður
myndi gera ótvíræða grein fyrir
hversu skertur hlutur klassískrar
tónlistar er hjá þessum sameiginlega
menningarmiðli þjóðarinnar.
Aðdáandi klassískrar
tónlistar og áskrifandi
að Ríkissjónvarpinu.
Svartir skinnhanskar
í óskilum
SVARTIR kvenshanskar úr skinni
fundust við 17. eða 18. bekk í Hall-
grímskirkju eftir konsert hjá Mót-
ettukórnum sl. þriðjudagskvöld.
Hanskarnir voru skildir eftir í fordyr-
inu hjá starfsfólkinu þar.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Félagsvist alla má-
nud. kl. 14, viðtalstími hjúkrunarfræð-
ings kl. 9–11, leikfimi kl. 9 og boccia kl.
10. Vinnustofa opin alla daga frá kl.
9–16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, samverustund,
fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Kíktu við, líttu í blöðin og láttu
þér líða vel. Komdu t.d. í morg-
unkaffið fræga alla virka daga og og
skoðaðu dagskrána. Jólaferð mánu-
dagskvenna 12. des. Jólaferð hverf-
isins 13. des. Nokkrir miðar til á Vín-
arhljómleikana. Uppl. 588 9533.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl.
13.30. Línudanskennsla kl. 18. Sam-
kvæmisdans framh. kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Ís-
lenskar þjóðsögur. Vilborg Dagbjarts-
dóttir skáld leiðir eldri borgara um
ævintýraheima íslenskra þjóðsagna
að Gullsmára 13, þriðjudaginn 6. des.
kl. 20 síðdegis. Allir velkomnir. Eng-
inn aðgangseyrir. Leshópur FEBK í
Gullsmára.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11 í
Kirkjuhvoli. Bókband kl. 10, gler-
skurður kl. 13 í Kirkjuhvoli.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Kl. 10.30 sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá
hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.30 kór-
æfing. Veitingar í hádegi og kaffitíma
í Kaffi Berg. Á morgun frá kl. 10 er
Vinajálp með sölu á handunnum jóla-
vörum. Strætó S4 og 12 stansa við
Gerðuberg. Sími 575 7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur.
Almenn handavinna. Kaffi, spjall,
dagblöðin. Fótaaðgerð. Bænastund.
Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13.30 skraut-
skrift. Kl. 15 kaffi. Kór eldri borgara í
Mosfellsbæ syngur 8. des. kl 16.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16 hjá Sigrúnu, jólakortagerð,
silki- og glermálun. Jóga kl. 9–11,
frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun
fyrir hádegi. Fótaaðgerðir s.
588 2320.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Skráning hafin á jólahlaðborð
sem verður föstudaginn 9. des. kl. 17.
Skráningu lýkur 5. des. Enn er hægt
að panta miða á Vínarhljómleika Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands 6. janúar
2006. Frábær jólagjöf! Sími
568 3132.
Kvenfélag Garðabæjar | Jólafund-
urinn verður að Garðaholti þriðjudag-
inn 6. des. og hefst kl. 20. Kaffi-
nefndir 11–13–17–20–21.
Norðurbrún 1 | Smíði kl. 9, upplestur
kl. 10.30. Vinnustofa opin kl. 13–
16.30.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í
Grafarvogssundalaug á morgun kl.
9.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, bókband kl. 9–13, hár-
greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9–
10, boccia og fótaaðgerðir kl. 10,
handmennt almenn kl. 13–16.30, gler-
bræðsla kl. 13–17, frjáls spilamenska
kl. 13.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Jólafundur Kven-
félags Akureyrarkirkju kl. 18. Vímu-
laus æska kl. 20. Stuðningshópur
fyrir foreldra á Eyjafjarðarsvæðinu.
Árbæjarkirkja | Jólafundur Kven-
félags Árbæjarkirkju 5. des. kl. 20.
Jólamatur, jólasaga, aðventuhugleið-
ing, happdrætti. Maturinn kostar
1.500 kr. Takið með ykkur gesti.
Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8.
bekk er með fundi á mánudögum kl.
20–21.30.
Laugarneskirkja | Jólafundur Kven-
félags Laugarneskirkju kl. 20. Hildur
Eir Bolladóttir, guðfræðingur og
æskulýðsfulltrúi, flytur hugvekju. All-
ar konur velkomnar.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 d6 6. g4 h6 7. h4 Rc6 8. Hg1 h5 9.
gxh5 Rxh5 10. Bg5 Rf6 11. h5 Be7 12.
Be2 a6 13. Be3 Hh7 14. Rxc6 bxc6 15.
e5 dxe5 16. Bd3 e4 17. Rxe4 Da5+ 18.
Bd2 De5 19. Hg5 Dh2 20. Rg3 Hh8 21.
Df3 Rd7 22. 0-0-0 Bxg5 23. Bxg5 Re5
24. De2 f6
Staðan kom upp í 1. deild þýsku
deildarkeppninnar. Martin Senff
(2.469) hafði hvítt gegn Manfred
Schoeneberg (2.322). 25. Dxe5! og
svartur gafst upp enda verður hann
mát eftir 25. …fxe5 26. Bg6#.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
60 ÁRA afmæli. Í dag, 5. desem-ber, er sextugur Jóhannes
Tryggvason, Aðallandi 2. Eiginkona
hans er Margrét Kristinsdóttir. Af því
tilefni taka þau á móti ættingjum og
vinum föstudaginn 9. desember í Gler-
salnum, Salarvegi 2, Kópavogi milli kl.
18 og 21. Gjafir vinsamlega afþakkaðar
en það myndi gleðja afmælisbarnið ef
unglingastarf Víkings nyti góðs af.
70 ÁRA afmæli. Í dag, 5. desem-ber, er sjötug Kolbrún Valdi-
marsdóttir, Skipasundi 5, Reykjavík.
Fréttir á SMS
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is