Morgunblaðið - 05.12.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 33
Stóra svið
Salka Valka
Su 11/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20
Woyzeck
Mi 7/12 kl. 20 UPPS Fö 9/12 kl. 20
Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21
Kalli á þakinu
Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14
Su 8/1 kl. 14
Brot af því besta!
Í forsal Borgarleikhússins
Rithöfundar lesa úr nýjum bókum
fimmtudagskvöldið 8/12 kl. 20
Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur
Helgason, Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg
Hjartardóttir, Ólafur Gunnarsson, Þórarinn
Eldjárn
Léttur jóladjass og kaffihúsastemning.
Allir velkomnir
Aðgangur ókeypis
Nýja svið/Litla svið
Lífsins tré
Su 11/12 kl. 20 Síðasta sýning!
Þrjár systur e. Tsjekhov
Nemendaleikhúsið
Þr 6/12 kl. 20 UPPS Fi 8/12 kl. 20
Lau10/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20
Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20
Manntafl
Fö 9/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20
Alveg brilljant skilnaður
Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING
Fö 30/12 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar!
GJAFAKORT
GEFÐU EFTIRMINNILEGA
UPPLIFUN
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA
ENDALAUST
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup
Fös. 9.des. kl. 21 Örfá sæti
Lau. 10.des. kl. 21 UPPSELT
Fös. 16.des. kl. 20 Örfá sæti
Lau. 17.des. kl. 19 Nokkur sæti
Mið. 28.des. kl. 20 Nokkur sæti
Fim. 29.des. kl. 20 Laus sæti
Fös. 30.des. kl. 20 Laus sæti
Ævintýrið um Augastein
Lau 10. des kl. 14 1. kortasýn Örfá sæti
Sun 11. des kl. 14 2. kortasýn Örfá sæti
Mán. 12. des kl. 10 UPPSELT
Miðasalan opin virka
daga frá 13-17 og allan
sólarhringinn á netinu.
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI
Frumsýning sun.5. feb. kl. 20
2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20
GJAFAKORT Í ÓPERUNA – jólagjöf sem gleður! Verð við allra hæfi.
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Sýningar hefjast kl. 20:30
Miðasala í verslunum SKÍFUNNAR og
LAU. 10. DES kl. 20
FIM. 29. DES kl. 20
Læstur litur.
Norður
♠Á82
♥G1073
♦8432
♣D10
Vestur Austur
♠G107 ♠D965
♥4 ♥95
♦G95 ♦D1076
♣G87632 ♣K95
Suður
♠K43
♥ÁKD862
♦ÁK
♣Á4
Suður spilar sex hjörtu og fær út
spaðagosa.
Hvernig er best að spila?
Skásti kosturinn virðist sá að
trompa út tígulinn og senda vörnina
inn á þriðja spaðann til að fá íferð í
laufið. Þetta er einföld úrvinnsla. Sagn-
hafi aftrompar vörnina, tekur ÁK í tígli
og notar innkomur blinds á hjarta og
spaðaás til að stinga tvo tígla. Spilar
svo þriðja spaðanum:
Norður
♠–
♥10
♦–
♣D10
Vestur Austur
♠– ♠D
♥– ♥–
♦– ♦–
♣G87 ♣K9
Suður
♠–
♥D
♦–
♣Á4
Vestur er inni í þessari stöðu og spil-
ar laufi. Hér er ekki um hitting að
ræða, því ef vestur ætti kónginn myndi
austur hafa tekið spaðaslaginn. Sagn-
hafi verður að treysta því að liturinn sé
læstur – gosinn í vestur og kóngurinn í
austur.
Litur er sagður „læstur“ þegar hvor-
ugur mótherjanna getur hreyft hann
án þess að gefa slag.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
ÉG velti því stundum fyrir mér hvort
íslenskt samfélag hvetji þegna sína
til skapandi hugarfars eða hvort það
dragi frekar úr því. Skólakerfið hvet-
ur allavega ekki til þess sem skyldi
og í sjónvarpinu, þar sem þorri þjóð-
arinnar sækir innblástur sinn, eru ís-
lenskir þættir eins ófrumlegir og
hægt er. Ódýrar eftirapanir af amer-
ískum raunveruleikaþáttum á borð
við Idol, The Bachelor og Americas
Next Top Model. Spurning hvað sé
verið að kenna börnum okkar með
slíkum eftiröpunum og hvort ekki sé
þarft að endurskoða gildi frumleika
og frumsköpunar á Íslandi.
Slíkt var reyndar gert þegar síga
tók á síðustu öld og póstmódernism-
inn hóf innreið sína. Í sjónlistum
hneyksluðust listspekúlantar yfir því
að listamenn væru að endurtaka
snemm-módernismann. En það var
örlítill munur á nálgun yngri lista-
manna og eldri módernista sem fékk
spekúlantana til að endurskoða hug-
myndir sínar um frumleika. Lista-
verk gátu nefnilega verið sjónrænt
lík en innihaldið eða nálgunin ger-
ólík. Sem dæmi má nefna Neo Geo-
listamenn á borð við John Armleder
og Meyer Vaisman, sem gengu í
smiðju viðtekinnar geometríu. En í
stað þess að upphefja hana eins og
áður var gert tvinnuðu þeir hana
saman við dægurmenningu og hvers-
dagsleika og gáfu henni nýtt gildi og
nýja nálgun. Af þeim sökum voru
þeir ansi frumlegir.
Ívar Valgarðsson er listamaður
sem tilheyrir þessari kynslóð póst-
módernismans. Hann sækir í smiðju
mínimalismans en gefur honum
hversdagslegt yfirbragð. Notar
gjarnan hráefni sem vísar til húsa-
gerðar og heimilisviðhalds, þ.e. ým-
iss konar byggingarefni, hörpumáln-
ingu o.fl. Upp á síðkastið hefur
raunveruleikasjónvarpið tekið á sig
skemmtilega mynd í verkum hans og
öllu frumlegri en hjá íslenskum sjón-
varpstöðvum. Á sýningu í Listasafni
ASÍ í hittifyrra sýndi Ívar kvikmynd
af því þegar gulur litur þornar og
varpaði henni á stóran vegg. Mér
fannst það meinfyndið verk en líka
fagurt að sjá þar sem stórir rasta-
punktar gáfu aðra mynd innan
mónókrómsins.
Í sýningarrýminu FUGL með-
höndlar listamaðurinn kvikmynda-
formið með áþekkum hætti í sýningu
sem hann nefnir „Fagurblátt – Ljós-
fagurblátt“, sem er nettur orðaleikur
út frá efni sýningarinnar. Ívar hefur
málað tvo dökkbláa fleti á veggi til
móts við hvorn annan og varpar síð-
an kvikmynd á einn flötinn. Kvik-
myndin nefnist „Sól á þili“ og er 30
mínútna upptaka af hvítum veggfleti
sem sólarljós skín á. Líkt og með
verk hans í ASÍ sýnist manni ekkert
vera að gerast í kvikmyndinni og ég
efast um að það mundi breyta sjón-
rænum eiginleikum verksins ef lista-
maðurinn notaði tóman skjávarpa
sem varpaði birtu af lampanum á
litaflötinn. Það mundi reyndar vanta
rastana en að öðru leyti væri sjón-
rænn þátturinn hinn sami. Hins veg-
ar gerbreytir vitneskjan um innihald
kvikmyndarinnar nálgun manns við
listaverkið á sama tíma og það slítur
það frá viðteknum mínimalisma, eins
og t.d. ljósverkum eftir James Tur-
rell.
Efnislega gerir kvikmyndin ann-
ars fátt annað en að lýsa upp bláa lit-
inn sem henni er varpað á. En hann
dregur þó í sig megnið af ljósinu,
enda er litur í eðli sínu ekkert annað
en ljós. Bara spurning hversu mikið
ljósmagn hann dregur í sig eða varp-
ar frá sér. Þetta samspil ljóss og litar
tengist síðan tíðarfarinu. Máski er
þetta tilraun hjá listamanninum til að
lýsa upp skammdegið. Og ef það er
tilgangurinn þá tekst honum það
með tærleika, húmor og raunveru-
legu raunveruleikasjónvarpi.
Raunverulegt raun-
veruleikasjónvarp
MYNDLIST
Sýningarrýmið FUGL
Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 2.
janúar.
Ívar Valgarðsson
Morgunblaðið/Ásdís
Innsetning Ívars Valgarðssonar tengist tíðarfarinu.
Jón B.K. Ransu
48. Skáldaspírukvöldið verður
haldið í Iðu, þriðjud. 6. des, á
jarðhæð, í bókahorninu með gula
hægindastólnum. Nú lesa þau
Birgitta Jónsdóttir og Kristian
Guttesen úr nýútkomnum bókum
sínum. Birgitta les úr skáldsög-
unni Dagbók Kameljónsins og
Kristian úr nýútkominni ljóða-
bók, Litbrigðamyglu. Birgitta
Jónsdóttir leikur einnig á hljóm-
borð.
Gestir mega koma með hress-
ingu úr kaffihúsinu á fyrstu hæð.
Skipuleggjandi kvöldsins er
sem fyrr Benedikt S. Lafleur.
Birgitta og Kristian á Skáldaspírukvöldi
Kristian
Guttesen
Birgitta
Jónsdóttir
HJÁ Skjaldborg er
komin út bókin
Pöllusögur –
söguleg skáld-
saga fyrir börn,
eftir Birgittu H.
Halldórsdóttur.
Myndir gerði Guð-
ráður B. Jóhanns-
son. Birgitta er
fyrir löngu orðin landskunn fyrir
skáldsögur sínar fyrir fullorðna en
hér sýnir hún á sér nýja hlið. Í bókinni
segir frá Pöllu, tíu ára stúlku, sem er
fædd árið 1889 og á heima hjá
frændfólki sínu á Vestfjörðum. Fjöl-
skylda hennar fluttist vestur til Kan-
ada eins og margir Íslendingar á
þessum tíma en Palla litla vildi ekki
fara og varð eftir. Þetta er fjörleg
saga, skemmtilega skrifuð og lýsir á
lipran og spennandi hátt lífi íslenskr-
ar þjóðar fyrir rúmri öld. Margir
skemmtilegir atburðir verða í lífi Pöllu
en hún fær einnig að kynnast alvöru-
hliðum lífsins. Þetta er bók sem á
fullt erindi til ungra lesenda og höf-
undi hefur tekist listavel að búa til
heildstæða og skemmtilega sögu úr
minningabrotum sem amma hennar
sagði henni þegar hún var barn.
Bókin er 102 bls.
Nýjar bækur