Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 36

Morgunblaðið - 05.12.2005, Side 36
36 MÁNUDAGUR 5. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ „Meistarastykki!“ -F.G.G., Fréttablaðið „Tilvalin fjölskylduskemmtun sem auðgar andann!“ -S.P., Rás 1 „Sjón er sögu ríkari!“ -H.J., Mbl eeeee Þar sem er vilji, eru vopn. eeee S.V. MBL Þar sem er vilji, eru vopn. eeee S.V. MBL eee H.J. Mbl. eeee V.J.V. topp5.is Þau eru góðu vondu gæjarnir. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 - 8 og 10 B.i. 10 ára Green Street Hooligans kl. 5.45 - 8 og 10.15 Lord of War kl. 5.30 - 8 og 10.20 B.i. 16 ára March of the Penguins kl. 6 og 8 Litli Kjúllinn kl. 6 Íslenskt tal Tim Burton´s Corpse Bride kl. 10 Gæti vakið ótta ungra barna! eee H.J. Mbl. eeee V.J.V. Topp5.is Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. H örkulegasta kvikmynd ársins er komin. Kýldu á þessa. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Stattu á þínu og láttu það vaða. EINS og margar jólasögur fjallar Noel um fólk sem er á einhvern hátt einangrað, einmana eða sorgmætt og kvíðir því yfirvofandi hátíð fjölskyldu- lífs, ljóss og friðar. En þar sem um jólasögu er að ræða kemur eitthvað óvænt fyrir á aðfangadag, lítið krafta- verk eða merkingarþrungin lífslexía sem færir með sér óvænta hamingju þegar jóladagur rennur upp. Í Noel er slík saga sögð í gegnum nokkra að- skilda persónuhópa og hefur leik- stjórinn Chazz Palminteri náð sér í þó nokkra stórfiska í helstu hlutverk þó svo að um frumraun hans í kvik- myndaleikstjórn sé að ræða. Susan Sarandon leikur eina af helstu per- sónum myndarinnar, Rose, konu á miðjum aldri sem er bókaútgefandi í New York og sér fram á að verja jól- unum ein með móður sinni sem er með Alzheimer á háu stigi. Robin Williams leikur dularfullan aðstand- anda sjúklings í næsta herbergi við móður Rose – en þessi persóna reyn- ist vera nokkurs konar engill sem færir Rose boð frá heilabilaðri móð- urinni. Meðal annarra þekktra leik- ara eru Penelope Cruz sem leikur hina ástföngnu Ninu sem er við það að yfirgefa unnusta sinn Mike vegna þess hversu afbrýðisamur hann er. Úr því vandamáli leysist á fremur langsóttan hátt er Mike hittir roskinn mann, Artie að nafni (Alan Arkin), sem heldur því fram að Mike sé látin eiginkona hans endurborin. Þetta eru einungis tvö dæmi um þær þvinguðu þroskasögur sem Noel samanstendur af. Þær eru í besta falli forvitnilegar en fara ýmist yfir mörk hins fárán- lega eða ofurvæmna eftir því sem kvikmyndinni vindur fram. Susan Sarandon er tvímælalaust sá leikari myndarinnar sem nær að halda henni réttu megin við hið vemmilega og af- káralega, meðan aðrir leikarar berj- ast við sín hlutverk með misjöfnum árangri. Ég mæli frekar með að fólk skelli einhverri gamalli klassík eða Prúðuleikaraútgáfunni af Jólaæv- intýri Dickens í tækið ef það er að leita sér að góðri jólamynd fyrir há- tíðarnar. Langsótt krafta- verk á jólum KVIKMYNDIR  Leikstjórn: Chazz Palminteri. Aðal- hlutverk: Susan Sarandon, Penelope Cruz, Paul Walker, Alan Arkin og Robin Williams. Bandaríkin, 96 mín. Sambíóin Kringlunni „Susan Sarandon (t.h.) er tvímælalaust sá leikari myndarinnar sem nær að halda henni réttum megin við hið vemmilega og afkáralega, meðan aðrir leikarar berjast við sín hlutverk með misjöfnum árangri,“ segir meðal ann- ars í umsögn Heiðu Jóhannsdóttur um jólamyndina Noel. Heiða Jóhannsdóttir Breski sjónvarpskokkurinn Jam-ie Oliver, sem nefndur er kokk- ur án klæða í sjónvarpsþáttum sín- um, ráðleggur karlmönnum að standa ekki við pönnuna án klæða. Oliver segir í viðtali við tímaritið Q, að hann hafi eitt sinn ætlað að matreiða nakinn fyrir Jools, eig- inkonu sína. Hann hugsaði hins veg- ar ekki út í að þegar sjóðheit olían snarkaði á pönn- unni slettust örsmáir dropar í allar áttir, þar á meðal á við- kvæma og óvarða líkamsparta. „Það endaði með því að ég brenndi mig tölu- vert. Ég varð að nota poka af frosn- um baunum til að kæla mig niður. Þetta er í eina skiptið sem ég hef eldað nakinn og það er ekki góð hug- mynd,“ sagði Oliver. Fólk folk@mbl.is HEIMILDAMYNDIN Mánar í Höllinni var frumsýnd í Selfossbíói um helgina. Í myndinni segir frá æv- intýrum hljómsveitarinnar Mána frá Selfossi þegar þeir hituðu upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöllinni í fyrrasumar. Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari fylgdi hljómsveitinni eftir í 72 daga á æfingatímabilinu og á tónleikunum sjálfum en þetta er fyrsta myndin sem Gunnar fram- leiðir undir merkjum fyrirtækis síns, Filmverk. Áætlað er að gefa myndina út á mynddiski fyrir jólin. Kvikmyndir | Heimildamynd um Mána frumsýnd Björn Þórarinsson, hljómborðsleikari Mána, ásamt konu sinni, Sigríði Birnu Guðjónsdóttur, og dóttur þeirra, Dagnýju Höllu. Ljósmynd/Guðmundur Karl Ómar Ragnarsson og Labbi í Mánum ræða málin. Kátt í Höllinni FRANSKA kvikmyndin Cache eftir austurríska leikstjórann Michael Haneke Saturday var valin besta kvikmyndin þegar Evrópsku kvik- myndaverðlaunin voru veitt í Berlín um helgina. Franski leikarinn Dani- el Auteuil, sem leikur í myndinni, var valinn besti karlleikarinn. Leik- arinn Sean Connery fékk sérstaka viðurkenningu á verðlaunahátíðinni fyrir ævistarf sitt. Cache fjallar um þann tíma þegar Alsír var nýlenda Frakka. Myndin var m.a. verðlaunuð fyrir leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þýska leikkonan Julia Jentsch var valin besta leikkonan fyrir myndina Sophie Scholl - The Last Days. Sean Connery, sem orðinn er 75 ára, fékk verðlaun fyrir ævistarf sitt. Hann sagði að verðlaunin væru í sín- um huga afar þýðingarmikil því hann væri evrópskur föðurlands- vinur. Sagðist hann vera stoltur af Evrópu fyrir allar þær góðu kvik- myndir sem þar hefðu verið gerðar. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt Reuters Sean Connery var verðlaunaður fyrir æviframlag sitt til kvikmynda. FYRSTI DAGUR desembermán- aðar er alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi í heiminum. Fjöldi samtaka og einstaklinga víða um heim notar daginn til að vekja máls á útbreiðslu alnæmis og hugs- anlegum forvörnum gegn því í heiminum. Snyrtivörufyrirtækið MAC kom fyrir 11 árum á fót Alnæmissjóði og rennur meðal annars allur ágóði af sölu varalita fyrirtækisins óskiptur í hann. MAC VIVA GLAM varalit- irnir voru seldir í versluninni Debenhams í Smáralind síðastlið- inn laugardag, auk þess sem fjöldi þjóðþekktra einstaklinga tók við frjálsum framlögum í sjóðinn. Fjöldi fólks tók sér hlé frá jóla- versluninni og styrkti verðugt mál- efni. Varalitur gegn alnæmi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Birna Þórðardóttir, formaður Alnæmissamtakanna, seldi varaliti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.