Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 5
18.12.2005 | 5
Þæfð, íslensk ull leikur aðalhlutverkið í
ljósaseríu sem Hélène Magnússon hannaði. Hug-
myndin kviknaði út frá jólaskreytingum sem
Hélène vann með fyrir nokkrum árum. „Mér datt í
hug að setja ljós inn í þær og í framhaldinu fór ég
að klippa ullina til þannig að þetta er einhvers konar ferill í hönn-
un. Maður er alltaf að reyna að gera eitthvað sem er svolítið
óvenjulegt.“
Hún segir nokkurn tíma hafa liðið áður en serían fór í sölu og
hún hefur haldið áfram að þróast alveg fram á þennan dag. „Í
fyrra voru seríurnar bara með einföldu blómi en svo datt mér í hug
að klippa blómin meira til, hafa þau tvöföld og setja við þau lauf-Ís
le
ns
k
hö
nn
un blöð.“ Hún segir seríurnar ekki sérstak-
lega ætlaðar fyrir jólin umfram aðra tíma. „Ég er með alls
konar liti þó að hvítar, rauðar og grænar séu mjög vinsælar um þess-
ar mundir. Sjálf er ég með svona seríur uppi allt árið um kring.“
Aðalefniviðurinn í hönnun Hélène, hvort sem um er að ræða fatn-
að eða gripi, er íslensk ull sem hún segir einstaklega fallega. „Sumir
vilja ekki nota íslenska ull af því að hún stingur svolítið. Hins vegar
hentar hún sérstaklega vel til að þæfa því hún glansar svo fallega.
Ull annars staðar frá vill oft verða svolítið dauf. Það eru einmitt tog-
hárin, sem stinga í íslensku ullinni, sem gefa þennan mikla glans og
veldur því að ullin er einhvern veginn svo lifandi að sjá.“ Heimasíða
Hélène er www.helenemagnusson.com.
Ljósaserían | Hélène Magnússon
6 Flugan
var í alls konar jólastússi.
8 Súpa, sápa og sáluhjálp
Björn Tómas og Astrid Aano
boða orð Drottins og helga líf
sitt Hjálpræðishernum.
10 Ampoppaður, Hraunaður og …
Jóni Geir Jóhannssyni er margt til
lista lagt.
14 Jólasiðir
Fimm tónlistarmenn lýsa jólahaldinu hjá sér
og fjölskyldum sínum.
22 Í bókum er svo margt
Skilin milli unglingabóka og fullorðinsbóka
eru að verða óljósari, segir Kristín Viðars-
dóttir, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafni
Reykjavíkur.
24 Ó jól, ójól, ójólaleg jól
Fimm manns segja frá óvenjulegum, öðruvísi
eða eftirminnilegum jólum.
28 Madonna gefur diskótóninn
Áhrif áttunda áratugarins í förðun og flíkum.
30 … og hárgreiðslustofa á
Skaganum
Wolfgang Amadeus Mozart
hefur verið á meðal vor í 250
ár.
32 Gjafahandbók dýrahringsins
Jólagjafir fyrir fiska, krabba og
dreka.
34 Lykilatriði að vera frjáls í hugsun
Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður fékk
Hönnunarverðlaunin 2005.
38 Sælir eru einfaldir
símar
Margir vilja bara síma
til að hringja og senda
SMS-skeyti.
40 Hátíðarvín
Spennandi vín með jólasteikinni.
42 Maður eins og ég
Guðlaugur Bergmundsson, bókaútgefandi og
MBA-nemi.
44 Krossgátan
Í hvaða erlendri borg er sorg vegna priks?
46 Pistill
Helgi Snær hlakkar ekki strax til jólanna.
Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428
24
Birgir Jónsson
jógakennari,
öðru nafni Jógi-B,
hélt dásamleg jól
á ferðalagi í Nepal
jólin 1997.
L
jó
sm
yn
d:
Á
sd
ís
Flest viðtölin í Tímaritinu í dag bera þess merki að jólin eru
að koma; hugmyndin að sumum vaknaði vegna jólanna og í
öðrum kemur fram að líf viðmælanda er í öðrum takti en
venjulega – vegna jólanna. „Mér líður eins og loðnuskip-
stjóra á vertíð,“ segir Jón Geir Jóhannsson, verslunarstjóri í Dressmann, í framhjáhlaupi við Árna Þór-
arinsson í viðtali, sem þó snýst um flest annað en jólin og starf hans í búðinni. Flugan fjasar yfir að öllu
megi ofgera, þar á meðal jólatónlist sem hún hefur fengið sig fullsadda af. Ekki er þó annað að merkja
en að Kristín Viðarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, sé í essinu sínu í vinnunni
þar sem hátíðarstemning ríkir með upplestrum, bókakynningum og alls konar húllum-hæi. Svo þótti
tilhlýðilegt að spyrja „Mann eins og mig“, sem að þessu sinni er Guðlaugur Bergmundsson bókaútgef-
andi, hvaða gildi jólin hefðu fyrir hann. Svarið er á blaðsíðu 42. Páll Kristinn Pálsson fór út í bæ til að
spjalla við tvo unga hermenn Drottins, sem hafa alltaf óvenjulega mikið að gera fyrir jólin, enda Hjálp-
ræðisherinn þá mun sýnilegri en ella. Þá leitaði Bergþóra Njála Guðmundsdóttir uppi fólk sem hefur
upplifað óvenjuleg, eftirminnileg eða jafnvel ójólaleg jól og uppskar magnaðar sögur. Helga Kristín Ein-
arsdóttir sneri sér aftur á móti að því að fá nokkrar taktgóðar söngkonur og söngvara, sem öll sungu inn
á plötur fyrir jólin, til að segja svolítið frá hefðbundnu jólahaldi fjölskyldunnar. Meira að segja Helgi
Snær, sem hlakkar ekki til jólanna, gerir þau að umfjöllunarefni í pistli sínum og er algjörlega á önd-
verðum meiði við söngvarann geðþekka sem söng: „Já ég vild’ að alla daga væru jóóóól.“ Allt er ein-
hvern veginn í öðrum takti en venjulega. Svona eru jóóóólin. |
vjon@mbl.is
18.12.05
Forsíðumyndina tók Golli af söngvaranum Bjarna Ara og
fjölskyldu hans 15. desember 2005.