Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 26
26 | 18.12.2005 S tundvísi Geoffreys Þórs Huntingdon-Williams kom snemma í ljós því ólíktsystkinum sínum kom hann í heiminn nákvæmlega á þeim degi sem læknarhöfðu boðað komu hans. Þar sem sá dagur var 24. desember varð fæðing hans til þess að jólin 1988 urðu foreldrum hans óvenju minnisstæð. „Hann fór að láta á sér kræla einhvern tímann á Þorláksmessu,“ segir mamman, Guðrún Þorkelsdóttir. „Ég fór upp á spítala snemma á aðfangadagsmorgun og hann var fæddur á hádegi. Þetta var mjög sérstakt, ekki síst út af því að við fjölskyldan vor- um nýflutt út til London og bjuggum enn hjá tengdaforeldrum mínum. Hann er síðan nefndur í höfuðið á föðurafa sínum sem fannst auðvitað frábært að fá svona lítinn afa- dreng í jólagjöf. Eldri bróðir hans, sem þá var bara eins og hálfs árs, var líka himinlif- andi, sérstaklega yfir því að fá lítinn bróður að leika sér við.“ Hún segir heilmikla jólastemningu hafa legið í loftinu á fæðingardeildinni, sem var bæði lítil og heimilisleg. „Það var mjög jólalegt, góður matur og svo komu jólasveinar meira að segja í heimsókn. Þarna störfuðu líka frábærar og skemmtilegar konur og allt gekk glimrandi vel í fæðingunni þannig að þetta var ekkert nema gleði. Svo fór ég heim á jóladag og kom beint í jólasteik- ina því jóladagur er í raun mun stærri hátíðisdagur en aðfangadagur hjá Englendingum.“ Í seinni tíð hefur fjölskyldan nýtt sér þennan mun á hefðum landanna til hins ýtrasta. „Fyrstu jólin eftir að við fluttum heim vorum við með þrjú börn og þá héldum við aðfangadag hátíðlegan eins og hér er siður um leið og við héldum upp á afmæli stráksins. Þetta fannst okkur allt of mikið stress svo við ákváðum að halda okkur við ensku hefðina og halda jólin hátíðleg á jóladag með pökkum og tilheyrandi. Að- fangadagur er hins vegar dagur Geoffreys. Frá því að hann var pínulítill hefur hann fengið að ráða hvað við borðum á aðfangadag.“ Sá matur fellur þó ekki endilega alltaf undir hefðbundnar skilgreiningar á íslenskum hátíðarmat. „Þegar hann var átta eða níu ára vildi hann til að mynda heimabakaða pizzu og þá var ekki annað að gera en að reiða hana fram. Sem betur fer hefur matarsmekkur hans þróast talsvert síðan þannig að matseðillinn á aðfangadag er orðinn mun flottari en þá.“ | ben@mbl.is JÓLASVEINAR Á FÆÐINGARDEILDINNI Ásamt stóra bróð- ur, William Frey, jólin 1988. FRÁ ÞVÍ AÐ HANN VAR PÍNULÍTILL HEFUR HANN FENGIÐ AÐ RÁÐA HVAÐ VIÐ BORÐUM Á AÐFANGADAG. GUÐRÚN ÞORKELSDÓTTIR Jólabjöllur, jólalög, hlátrasköll og glaðlegar samræður. Líklega er þögn það síðastasem við flest tengjum við jólin en svo er ekki um Ransu, sem upprunalega hétJón Bergmann Kjartansson, áður en andlegur leiðbeinandi hans gaf honum nýtt nafn. Jólin 2000 eyddi hann helgidögunum í þagnarbindindi á samyrkjubúi á Costa Rica sem gúrúinn Tyohar veitir forstöðu. „Ég var þarna með konunni minni en þetta er alþjóðlegt samyrkjubú úti í skógi þar sem búa um 80 manns. Fjórum sinnum á ári er þar þögn sem varir í hvert skipti í allt að tvær vikur. Ég hef verið þarna nokkrum sinnum og þarna var ákveðið að hafa þagnarbindindi yfir jólin sem var í nokkuð miklu mótvægi við flest annað sem er í gangi á þessum tíma. Á meðan þagnarbindindið varir er hug- leiðsla fjórum sinnum á dag og þetta er alveg frá- bær tími.“ Ransu segir hugann lítið hafa reikað heim til hangikets og jólaljósa á Fróni þessi jól sem orðið var forboðið, jafnvel þótt hann sé alla jafna vanur að halda hefðbundin íslensk jól. „Maður var ekkert að spá í jólin enda ekkert slíkt í huganum þegar maður er kominn í þögn. Ef ég man rétt byrjaði þögnin fyrir jól- in og varaði í níu til tíu daga. Allan þann tíma var grænmetisfæði á borðum en mig minnir að á jóladag hafi verið margréttaður veislumatur og okkur þjónað til borðs. Það var a.m.k. í eitt skipti yfir þennan tíma og mér finnst ekki ósennilegt að það hafi einmitt verið á jóladag.“ Ransu segir hljóðláta og innhverfa hugleiðsluna miðast að því að upplifa stundina hér og nú. Það er þó stutt öfganna á milli: „Á nýársnótt var þagnarbindindinu slitið með teknópartíi úti í skógi þar sem allir dönsuðu til sólarupprásar en hugmyndin var að fara úr þögninni inn í nýtt ár með dansi. Þetta voru mjög fín áramót. Tyohar er teknó–skífuþeytir og starfaði sem slíkur áður en hann uppljómaðist svo það er honum eðlilegt að nýta sér þá tónlist.“ Aðspurður segir hann skógardansinn í sjálfu sér ekki ólíkan regndansi frummanna. „Jú, þetta er taktföst tónlist og mikil hátíð. En í raun er þetta bara annað form hugleiðslu.“ EF ÉG MAN RÉTT BYRJAÐI ÞÖGNIN FYRIR JÓLIN OG VARAÐI Í NÍU TIL TÍU DAGA. HLJÓÐLÁT JÓL OG TEKNÓDANS Léttklæddur og þögull á jólunum 2000. RANSU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.