Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 12
12 | 18.12.2005 var í ýmsum hljómsveitum og gaf ein þeirra, Urmull, út plötu 1995, og svo hélt hann áfram á leiksviðinu með skólasystkinum sínum í Menntaskólanum á Ísafirði og með Litla leikklúbbnum. „Þú sérð að þessi ofvirkni er ekki nýtilkomin.“ Ertu ofvirkur eða áttu þér bara svona mörg áhugamál? „Jaaa,“ dregur hann seiminn. „Þetta er eflaust einhver tegund af ofvirkni. Já- kvæðri ofvirkni. Ég vil eigna „ömmu rót“, Geirþrúði Charlesdóttur, sem var rótari í Ísafjarðarkirkju, þessa ofvirkni; hún er alræmt félagsmálafrík. En leiklistarbakt- eríuna losnar maður ekki við frekar en tónlistarveiruna.“ Hvor veikin er fyrirferðarmeiri í þér? „Ætli ég verði ekki að segja tónlistin. Ég held það sé aðallega vegna þess að ég er betri tónlistarmaður en leikari. Það er auðveldara að komast áfram sem amatör og láta taka mark á sér sem tónlistarmanni en leikara. En mér finnst dásamlegt að geta sameinað þetta tvennt.“ Allir hlutir eru hljóðfæri | Það gerir Jón Geir einmitt í uppfærslu Hugleiks á Jólaæv- intýri Dickens sem nú fær prýðilegar móttökur í Tjarnarbíói. „Þar er ég bæði í hljómsveitinni og að leika og stundum hvort tveggja í einu. Galdurinn við Hugleik er hversu ótæmandi brunnur þetta leikfélag er af hæfileikaríkum tónlistarmönn- um, tónskáldum, leikurum og höfundum, þótt allir séu það sem kallast amatörar. Ég hugsa að margir atvinnuleikhópar þættu öfundsverðir af slíku fólki.“ Hann hefur ekki komið fram með Hugleik fyrr en núna. „En við hjónin höfum verið viðloðandi félagið, sérstaklega Kristín Nanna, konan mín, sem einmitt leikur með mér í Jólaævintýrinu. Á sumrin höfum við hjónin líka unnið saman að „stomp-“ eða slagverksnámskeiðum fyrir krakka, sem felast í því að læra að skapa slagverkstónlist með því sem hendi er næst, alls kyns drasli, síldartunnum og svo framvegis.“ Þegar þú komst fram með Ampop í Sjónvarpinu um daginn sá ég ekki betur en að þú notaðir andlitið á þér sem slagverkshljóðfæri? „Jájá. Þetta byggist á þeirri fílósófíu að sá hlutur sé ekki til sem ekki er hægt að nota sem hljóðfæri ef maður hefur hugmyndaauðgi til að framkalla hljóð úr hon- um. Við höfum farið með þessi námskeið t.d. til Seyðisfjarðar sl. fimm sumur, á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, og til Siglufjarðar, á þjóðlagahátíð- ina þar og fiskidaginn mikla, og leikið þar með slagverksbandinu okkar á ýmis sjávarútvegstengd hljóðfæri.“ Og svo smíðarðu trommusett ofaná allt annað. Selurðu þau? „Heilt trommusett hef ég reyndar aðeins smíðað fyrir sjálfan mig, þangað til núna að ég er að klára eitt sem verður selt. Fyrir aðra hef ég mest smíðað sneriltrommur.“ Er þetta svona síðkvöldshobbí sem hvíld frá öllu hinu? „Já, og mætir algjörum afgangi. Ég hef ekkert lært þetta. Stafar eflaust af einhverju fikteðli í mér. Mér hefur alla tíð þótt ákaflega spennandi að smíða hluti. Ég er ömurlegur í að prjóna.“ Námsgrein dregin úr hatti | Mannfræðinámið í Háskóla Íslands hefur af skiljanlegum ástæðum þurft að víkja aðeins til hliðar. „Ég hafði reyndar nýlega samband við umsjónarkennarann minn og ætla að reyna að ljúka BA-ritgerðinni á næstunni. Ég hef hugsað mér að fjalla þar um notkun slagverkshljóðfæra í trúarbrögðum.“ Hann segist ekki beinlínis hafa stefnt að starfsferli sem mannfræð- ingur til framtíðar. „Ég dró þessa námsgrein uppúr hatti! Þegar ég fór í háskólann taldi ég saman allt það sem mig langaði til að læra og mig minnir að þrjú fög hafi staðið eftir. Þannig að möguleikarnir voru alltof margir. Ég dró því um fag og mannfræðin kom uppúr hattinum. Hún reyndist þrælskemmtileg. Í henni er einhver ævintýramennska sem höfð- ar til mín. Og hún er góður grunnur fyrir nánast hvaðeina sem maður tekur sér fyrir hendur. Ekki síst núna þegar allur heimurinn er orðinn eitt risastórt menningar- og viðskiptasvæði og eins gott að kunna sig sama hvert maður fer.“ Útrásin? „Einmitt. Ef maður fer á tónleikaferð til Kína er gagnlegt að vita eitthvað um mannfélagið þar.“ Er stefnt að frekari tónlistarútrás sem atvinnumaður með Ampop? „Er það ekki draumur hvers íslensks hljómsveitargaurs að meika’ða í útlöndum og ferðast um með sína músík? Ég hef að vísu nú þegar fengið smjörþefinn af þess konar lífi og glamorinn hefur að vissu marki farið af því. Þetta er til skiptis bölvað puð og leiðinleg bið. Maður hangir í smábílum á kafi í hljóðfæradóti, ber það svo inn sjálfur og stillir upp, spilar og heldur til næsta áfangastaðar.“ Næsta skref hlýtur að vera að ráða rótara og grúppíur? „Tja, þú segir það. Við erum lélegt band hvað varðar grúppíur. Höfum hálfpart- inn gefið okkur út fyrir að vera draumur hverrar tengdamóður enda erum við skelfilega lélegir rokkarar, hlédrægir og vel uppaldir drengir.“ Það er kannski eins gott fyrir ástarsambönd ykkar? „Já. Við erum allir fjölskyldumenn.“ Áttu börn? „Nei, en það er eitt á leiðinni.“ Og má það verða okkur öllum lexía: Þetta er allt spurning um að nýta tímann vel. En er verslunarstjórinn í Dressmann, Kringlunni, fatafrík? „Já, ég verð að viðurkenna það. Minn fatasmekkur fer þó eftir tilefnum. Heima hjá mér vil ég helst vera á náttfötunum en útávið finnst mér skemmtilegast að vera fínn í tauinu. Svavar skammar mig iðulega fyrir að vera svartur blettur á Hrauni því ég sé svo „metró“, buxnaskjóni par excellance.“ Fólk getur séð buxnaskjónann í allt annarri múnderingu í Jólaævintýrinu, því það verður sýnt í kvöld og milli jóla og nýárs. „Þetta hefur gengið ofboðslega vel og aðsóknin vonum framar.“ Hvernig viltu að þitt jólaævintýri verði? „Rólegt!“ | ath@mbl.is „Höfum hálfpartinn gefið okkur út fyrir að vera draumur hverrar tengdamóður enda erum við skelfilega lélegir rokkarar, hlédrægir og vel uppaldir drengir.“ Hugleikur: Jólaævintýri á leiksviðinu. L jó sm yn d: S ve rr ir Trommusmiðurinn: Jón Geir smíðar sneriltrommur einatt úr álfelgum. Hraun: Full af ást. Stompnámskeið: Jón Geir stýrir leik ungmenna á sjávarútvegstengd hljóðfæri. L jó sm yn d: S va va r L jó sm yn d: S ve rr ir Ampop: Stefnt á útrás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.