Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 33
Hinn dæmigerði fiskur hefur áhuga á því sem ekki er áþreif-
anlegt; blekkingu, tálvonum, hugarburði, drama, tilfinn-
ingum, list og andlegum hugðarefnum. Besta gjöfin
fyrir fiskinn er því eitthvað sem auðveldar
honum að fá útrás fyrir hann. Hvernig
væri að gefa honum olíuliti, miða í
leikhús, eða ljóðabók? Fiskurinn
hefur nokkra þörf fyrir að minnka
tilfinningalegt álag og fær útrás fyrir
það í líkamsrækt. Hann nýtur þess sérstaklega að
komast í snertingu við sitt eigið frumefni, vatnið, hvort sem
það er í sundi eða siglingum. Siglinganámskeið gæti því verið góður
kostur, eða ný sundföt og hnattsigling. Vatnsþemað má síðan teygja
með því að velja baðolíur með ilmefnum eða fljótandi kerti.
Merki fiskanna er tengt fótunum og því eru inniskór, sokkar, skór, jafnvel
fótanudd eða snyrting viðeigandi.
HUGMYNDIR
Rakspíri, kölnarvatn, ilmvatn (kona), bíómiði, skór, þægilegir sokkar,
orkídeur (kona), olíumálverk, litir, hljóðfæri, gæðavín, flotkerti
(kona), fótanudd eða -snyrting, heildarverk Shakespeares, listræn
kvikmynd á diski eða spólu, blóm (kona), bók um draumráðningar,
rómantísk kvikmynd (kona), fiskabúr með hitabeltisfiskum,
baðföt (kona), tónlist, inniskór (kona), listaverkabók.
Speedo-sundskýla,
3.990 kr.
Maraþon,
Kringlan.
Kona í fiskamerkinu gleðst alltaf þegar hún fær blóm. Rósir
eru yfirleitt á 450 til 500 krónur stykkið. Í Blóminu við
Grensásveg eru 50 cm rósir á 390 kr., 60 cm og 70 cm á 490
kr. og tíu 50 cm rósir saman í búnti á 1.990. kr.
Hvíta kisan, olíumálverk
eftir Gunnellu,
í ramma 26 x 31 cm,
33.800 kr.
Gallerí Fold, við Rauðar-
árstíg og í Kringlunni.
Speedo-
sundbolur,
6.990 kr.
Maraþon,
Kringlunni.
Loðnir inniskór, 1.499 kr.,
Accessorize, Kringlan og Akureyri.
Taska úr striga með
olíulitum, litaspjaldi,
strigaspjöldum, pensli
og litablöndunarboxi,
4.985 kr.
Penninn,
við Hallarmúla
og í Kringlunni.
FISKUR
Sim City 3000, bresk útgáfa
fyrir einkatölvu.
Hér fær sporðdrekinn
að leggja á ráðin að vild.
BT. 990 kr.
Tarot-spil sem höfða til hins
dulúðuga sporðdreka.
Nornabúðin, Vesturgötu.
2.900 kr.
Blekkingaleikur eftir
Dan Brown, höfund Da Vinci-
lykilsins, stútfullur af ráðgátum
sem eru sporðdrekanum
svo hugleiknar.
Iða, Lækjargötu.
3.495 kr.
DREKINN
Fáir hafa meira dálæti á leyndarmálum og ráðgátum en sporðdrekinn og því
eru góður krimmi eða sjónauki dæmi um upplagða gjöf fyrir hann. Sporðdrek-
inn hefur líka unun af herkænsku og baktjaldamakki og því eru leikir sem veita
útrás fyrir það innræti upplagðir, til dæmis tölvuleikurinn Sim City. Aðrir hlut-
ir sem höfða til hrifningar drekans á keppni eða áskorunum eru íþróttavörur og
hlutabréf. Sporðdrekinn vill ólmur vinna mann í spilum, en hann er líka vatns-
merki og hefur þar af leiðandi dálæti á hlutum sem höfða til hjartans eða
dekra við hann. Hvernig væri að kaupa skartgripi eða ilmvatn?
Sporðdrekinn hefur líka oft áhuga á alls kyns dulúð, til dæm-
is dauðanum og kynlífi, ekki hika við að kaupa eitthvað
persónulegt, til að mynda undirföt.
HUGMYNDIR
Rakspíri, baðolíur (kona), verðbréf eða hlutabréf, sápur
(kona), kíkir, sjónauki, kerti, dagbók (kona), ráðgátur,
spil, bók um rannsóknarblaðamennsku, gríma (kona),
bók um njósnagræjur, bók um Kama Sutra, blaknet,
stjörnukort, tarot-spil (kona), undirföt (kona), bók um
stjörnufræði, lítill seglbátur, kajaknámskeið, silkiboxer-nær-
hald, fiskabúr.
Pilgrim-skartgripir sem ættu að falla
dekurdýrinu sporðdrekanum vel í geð.
Isis. Hálsmen 6.990 kr., armband 3.190
kr. og eyrnalokkar 2.490 kr.
Gleddu drekakonuna með
skartgrip. Hringur með
Swarovski-kristal frá Pil-
grim, 2.990 kr. Isis,
Kringlunni og Smáralind.
Sjónauki með 65 m linsu. Gæti
afhjúpað einhver leyndarmál fyrir
sporðdrekanum. Mjúk taska fylgir.
Ormsson,
22.900 kr.
18.12.2005 | 33