Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 28
Gullveski, 2.995 kr. Skór.is, Smáralindinni og Kringlunni. Gylltir skór, 8.990 kr. Ozio, Smáralindinni og Laugaveginum. Madonna með nýja hárgreiðslu þar sem bylgjurnar sveigjast mjúklega frá andlitinu. R eu te rs Silfurjakki og stígvél Madonnu skína skært og gallabuxurnar settar ofan í stígvélin. Naglalakk, 294 kr. Lyf og heilsa. Gulltaska, 6.990 kr. Ozio. Madonna, geisladiskur, 1.999 kr. Skífan. Diskókúla, 960 kr. Íhlutir, Skipholti 7, Reykjavík. Glimmertoppur, 6.990 kr., Oasis, Smáralindinni og Kringlunni. Svartur bolur, 3.590 kr. Oasis. Svartar gallabuxur „Acne Jeans“, 13.990 kr. Retro, Smáralindinni og Kringlunni. Belti, 2.995 kr. Skór.is. Freyðivín, 1.090 kr. þrjár litlar flöskur saman í pakka, ÁTVR. Glimmer í hárið, 975 kr. Lush, Kringlunni og Laugaveginum. TÍSKA | HARPA GRÍMSDÓTTIR OG SIGURBJÖRG ARNARSDÓTTIR Lj ós m yn di r: Ár ni S æ be rg MADONNA GEFUR DISKÓTÓNINN Gull, brons, silfur og glitrandi pallíettur: allt hlutir sem minnaóneitanlega á tísku og tónlist sjöunda og áttunda áratugarinsþegar diskóið var sem heitast. Margir hafa reynt að endurvekja þetta skemmtilega og litskrúðuga tímabil og hin svokölluðu eighties- partí en með mismunandi árangri. Nú er það poppdrottningin Madonna sem blásið hefur nýju lífi í diskóið með útgáfu á nýjasta diskinum sínum „Confessions on a Dance Floor“. En það er ekki bara taktur sjöunda ára- tugarins sem hefur heillað hana heldur tískan líka. Pallíettutoppar og niðurþröngar buxur eru aðalmálið. Gyllt belti og veski, ásamt flottum háhæluðum gullskóm eða stígvélum utan yfir bux- urnar og þau auðvitað með mjög háum hælum. Hárgreiðslan er fersk með stórum bylgjulokkum sem sveigjast frá andlitinu. Til að ná Madonnu-„lookinu“ segir Solla á Hárhönnun að best sé að blása hárið með rúllubursta til að ná lofti og fyllingu í það. Slétta það svo með keramiksléttujárni og að lokum rúlla upp hárið með sléttujárninu sjálfu út frá andlitinu eins og maður væri með krullujárn, þannig verða krull- urnar grófar og fallegar. Til þess að ná diskóáhrifunum í förðuninni er nauðsynlegt að vera með gerviaugnhár og glimmersteina auk þess að nota glitrandi gloss á varirnar og naglalakk sem stirnir á. Svo er bara að setja diskókúluna í loftið, taka sér litla kampavínsflösku með röri í hönd, diskinn á fóninn og skella sér á dansgólfið. | harpa@mbl.is, sibba@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.