Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 8
8 | 18.12.2005 Á aðventunni verður Hjálpræðisherinn ávallt sýnilegri en endranær og víst er að margir eiga jólahald sitt að þakka óeigingjörnu starfi liðsmanna hans. Hinn íslenski Björn Tómas Kjaran, 24 ára, og hin norska Astrid Aano Hoyen, 27 ára, eru hermenn Drottins í höfuðborginni. „Ég átti vinkonur heima í Noregi sem voru í Hjálpræðishernum og þær tóku mig með á samkomur,“ svarar Astrid spurningunni um af hverju hún er á þessum stað í tilverunni. „Ég var tvítug, þarna var mjög öflugt ungliðastarf og mér fannst strax að þarna ætti ég heima.“ „Ég er fæddur og uppalinn í Nor- egi,“ segir Björn, „og þetta byrjaði eiginlega með því að mamma mín var að vinna þar í búð á vegum Hjálpræð- ishersins og í gegnum það kynntist ég aðeins starfi hans. Svo flutti ég á Vest- urlandið og gerðist unglingaleiðtogi í hernum og þá fór ég að kynnast hon- um af alvöru. Ég flutti hingað til Ís- lands fyrir um þremur árum og hélt áfram að vinna fyrir herinn og gerðist fullgildur hermaður fyrir einu ári. Áð- ur var ég svokallaður samherji, sem er skráður meðlimur í hreyfingunni, en til þess að verða hermaður þarf bæði að gangast undir heit og vera virkur í starfinu, taka þátt í samkomum og gegna ákveðnu hlutverki.“ Astrid er einnig fullgildur hermaður, eða her- kona eins og þær kallast á Íslandi. Barátta góðs og ills | Kjarninn í starfi Hjálpræðishersins er að boða orð Drottins. Starfið er fjölbreytt og snýst ekki síst um að afla nýrra liðsmanna. „Við erum til dæmis með kór fyrir ungt fólk með fólki frá öðrum lönd- um,“ segir Björn. „En kjarninn er auðvitað sá að við erum her sem berst í hinu andlega stríði í heiminum á milli góðs og ills.“ Og Astrid bætir við: „Við erum eins og hver annar kristinn söfnuður. Við stefnum að sama markmiði, boðun fagnaðarer- indisins, þótt aðferðir okkar séu öðru- vísi en annarra, til dæmis að klæðast einkennisbúningi, en tilgangurinn með honum er að gera okkur sýnileg úti á meðal fólks.“ Hafa þau alltaf verið mjög trúuð? „Ég hef verið það frá því ég man eftir mér,“ segir Björn, „en hef þó lifað því sem við köllum tvöföldu lífi. Djammaði, drakk og reykti utan hersins. En svo tók ég þá ákvörðun fyrir rúmlega ári að stíga skrefið til fulls inn í herinn og hætta þessari vitleysu. Það er meðal annars hluti af heiti hermannsins að nota engin vímuefni, enda er Hjálpræðisherinn stærsta bindindishreyfing í heiminum.“ Og Astrid kveðst alin upp í kristni: „Fjölskylda mín er mjög trúuð og ég fór alltaf í kirkju með foreldrum mínum þegar ég var yngri. En eftir að ég gekk til liðs við Hjálpræðisherinn hefur skilningur minn þó aukist mikið og dýpkað á því hvað það er að vera kristin manneskja. Þegar ég flutti að heiman kom tímabil þar sem ég fiktaði eitthvað við að drekka og reykja, en ég gat það hreinlega ekki til lengdar. Ég fann svo sterkt hvað það var rangt.“ „Þegar maður hættir sjálfur að djamma,“ segir Björn, „þá sér maður betur hvað margir eru í ruglinu og hvaða slæmu áhrif það hefur á fólk. Við vinnum hérna stundum um helgar og það er afar sorglegt að horfa upp á fólk sem hefur verið lengi í neyslu og er að niðurlotum komið, bæði andlega og líkamlega.“ Miklar annir | Starf flestra í Hjálpræðishernum felst í sjálfboðavinnu og bæði Astrid og Björn vinna fullan vinnudag annars staðar. Björn er deildarstjóri í leikskóla og Astrid gegnir hálfu starfi í leikskóla og hálfu á frístundaheimili. Að auki starfa þau aðra hvora helgi í móttöku gistiheimilisins við Kirkjustræti og koma að rekstri kaffi- húss í kjallara þess sem opið er á föstudagskvöldum. Þangað koma bæði íbúar heimilisins og fólk utan af götu og fer eftir fjárhagsaðstæðum hvort það greiðir fyrir veitingarnar eða ekki. „Svo það er nóg að gera hjá okkur,“ segja þau brosandi og Björn bætir við: „Núna fyrir jólin er líka meira í gangi hjá okkur en á öðrum tíma ársins. Núna förum við meira út á meðal fólks og seljum Her- ópið, blað Hjálpræðishersins, og söfnum fé til starfsins. Við erum með jólapotta undir fjárframlög frá fólki, sem við ávörpum þó ekki að fyrra bragði, og erum með þá í Kringlunni, Smáralind, Kolaportinu, Hafnarfirði og stundum á Laugaveginum. Oft er- um við þá spurð út í starf Hjálpræð- ishersins, svo þetta er líka góð leið til að komast í samband við fólk.“ Aðstoð við fátæka og heimilislausa er ávallt mikil á þessum árstíma. „Við höfum undanfarið verið að skrá niður umsóknir um mat og föt fyrir jólin og þær eru rosalega margar núna,“ segir Astrid. Greinilegt að margir eru út- undan í hinu efnahagslega góðæri þjóðarinnar. Þau segjast ekki verða fyrir aðkasti eða upplifa mikla fordóma í garð Hjálpræðishersins. „Halldór Laxness gerði fordómafullt grín að hernum á sínum tíma og það loddi lengi við hann en er sem betur fer að mestu gleymt,“ segir Björn. „En þegar Hjálpræðisherinn kom fram í Bret- landi upp úr miðri nítjándu öld varð hann reyndar fyrir miklu aðkasti í bókstaflegum skilningi,“ segir Astrid. „Sumir litu á frumherjana sem betlara og köstuðu í þá tómötum og fúl- eggjum.“ Yfir hundrað lönd | Hjónin William og Catherine Booth stofnuðu The Salva- tion Army – Hjálpræðisherinn – í London árið 1865 og hefur starfsemin síðan borist víða, eða til yfir hundrað landa. Mottó þeirra var: Soup, soap and salvation – Súpa, sápa og sáluhjálp – og byggðist samkvæmt því frá upphafi á aðstoð til fátækra og boðun fagnaðarerindisins. Hreyf- ingin er misjafnlega öflug eftir löndum, en mjög sterk í Bretlandi og Noregi. Hér á landi hefur þátttakan verið sveiflukennd í flokkunum sem starfa í Reykjavík og á Akureyri (og einnig á Ísafirði á árum áður), en skráðir meðlimir núna eru um tvö hundruð á öllu landinu. „Það er mjög gott að tilheyra samfélagi sem er til um allan heim. Hvar sem maður kemur er maður velkominn í þessum félagsskap,“ segir Björn. Fyrir utan einkennisbúninginn er Hjálpræðisherinn einnig þekktur fyrir gítarspil og söng á götum úti. Astrid og Björn taka virkan þátt í þeim uppá- komum. „Við troðum gjarnan upp á Laugaveginum,“ segir Astrid, „og erum að minnsta kosti einu sinni í mánuði í Kolaportinu. Þetta er þáttur í því að gera okkur sýnileg úti á meðal fólksins og tíðkast alls staðar þar sem Hjálpræðisherinn starfar.“ Þau er hvorugt gift, þótt það hafi ekkert með hermennsku þeirra að gera, og bæði sjá fram á að helga Hjálpræðishernum krafta sína um ókomna framtíð. „Þetta er okkar líf og við ætlum að halda áfram að lifa.“ | pallkristinn@internet.is Súpa, sápa og sáluhjálp Björn Tómas og Astrid Aano boða orð Drottins og helga líf sitt Hjálpræðishernum Tilgangurinn með einkennis- búningnum er að gera okkur sýnileg úti á meðal fólks. L jó sm yn d: B ry nj ar G au ti Björn Tómas og Astrid Aano pakka inn jólagjöfum til bágstaddra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.