Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 30
Vinur okkar allra og félagi, Wolfgang Amadeus Mozart, yrði 250 ára nú í jan-úar – ef svo ósennilega vildi til að hann lifði enn. Þessi heimskunni snill-ingur, Austurríkismaður, kvennabósi og vinnuþjarkur liggur hins vegar stilltur í St. Marx kirkjugarði í Vínarborg, þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvar, og hefur gert frá því hann lést í byrjun desember 1791, tæpra 36 ára að aldri. En Mozart er samt með okkur og það í giska fjölbreytilegum myndum. Tónlist hans ómar daglega í aðskiljanlegustu kimum veraldarinn- ar, flutt af sinfóníuhljómsveitum, leikin af hikandi börn- um, spiluð í útvarpi, afbökuð í hringitónum farsíma og þar fram eftir götum. Þá er nafn mannsins víða orðið að vöru- merki og nægir þar að nefna súkkulaðihjúpað marsipan sem kemur tónsmíðum lítið við en selst eins og heitar lummur undir heitinu Mozart-kúlur. Lítum á fleiri dæmi:  Mozart, The Music Processor er hugbúnaður til nótna- ritunar á tölvur frá Microsoft. Hægt er að slá inn nótur, eins auðveldlega og bókstafi, hlusta svo á laglínurnar, lagfæra og prenta út nótnablöð fyrir hvern hljóðfæra- leikara. Vörumerkið er skrásett og Mozart-hugbún- aðurinn er þróaður og afgreiddur frá Bretlandi.  W.A.Mozart-flugvöllurinn í Salzburg í Austurríki. Á síðasta ári fóru rúmar 1,4 milljónir farþega um völlinn og eykst umferð um hann frá ári til árs. Tónskáldið Mozart fæddist í Salzburg og eru borgarbúar, líkt og landsmenn allir, afar stoltir af landa sínum. Og þó. Þegar Arnold Schwartzenegger var kjörinn ríkisstjóri í Kaliforníu í hitteðfyrra var ferðamálafulltrúi í hans fæðingarsveit ekki lengi að lýsa því yfir að „Mozart væri ekki lengur frægasti sonur landsins“.  Mozart Café stendur við 154 West 70th Street í New York, skammt frá Broadway, og sérhæfir sig í „evrópsku andrúmslofti“ og bakk- elsi. Þar hefur nýlega verið ráðinn nýr kokkur.  Mostly Mozart Festival hefur verið haldin í 39 sumur í New York, á vegum Lin- coln Center of the Performing Arts. Þar er flutt tónlist eftir Beethoven, Schu- bert, Haydn – og Mozart vitanlega, oftar en ekki af vonarstjörnum framtíðarinnar og gjarnan með dansívafi, gjörningum og í ferskum flutn- ingi.  The Mozart Effect, eða Mozart-áhrif- in, er hugtak sem notað hefur verið til þess að lýsa ummyndandi afli tón- listar á heilsufar, líðan og námshæfi- leika fólks. Ef marka má upplýsinga- setrið The Mozart Effect Resource Center, hóf dr. Alfred Tomatis skipu- lagðar tilraunir á heyrnarörvun barna með talmein og samskiptaraskanir í kringum 1950, og síðan hafa margir not- að tónlist, sér í lagi fiðlukonserta og sinfóníur Mozarts, til þess að hjálpa börnum sem stríða við stam og lesblindu. Gefnir hafa verið út geisladiskar til heyrnarörvunar, slökunar og svo framvegis, hver og einn með sérvalinni tónlist. Þá fara í Englandi fram rannsóknir á áhrifum Mozart- tónlistar á flogaveiki. Þeir sem unnið hafa með Mozart-áhrifin hafa ritað fræði- greinar um músíkmeðferð gegn geðrænum og líkamlegum kvillum, hvernig tón- list bætir heilsufar einstaklinga og hópa, um almenna notkun tónlistar til að þjálfa minni og vitund, og hvernig tónlist eflir myndræna hugsun, virkjar sköpun og vinnur gegn depurð og kvíða.  Hotel Mozart stendur við Rue Marché aux Fromages númer 23 í Brussel, höfuðborg Belgíu, og er þriggja stjörnu. Málverk af Wolfgang Amadeus Mozart hang- ir í móttöku hótelsins og þegar vefsíðan er opnuð hljómar Tyrkneskt rondó, eftir sama, í heyrnartól- unum. Herbergin eru flest hver í barokk-stíl og Moz- artkúluvínrauðar ábreiður á rúmum.  The Mozart Programming System er forritunarkerfi sem verið hefur í þróun í áratug og notast við svo- nefnt Oz-forritunarmál. Vinna við verkefnið hófst í Saarlands-háskólanum í Þýskalandi, en er nú í hönd- um þverþjóðlegs teymis sjálfboðaliða. Notendur Mozarts mynda heilt netsamfélag, en sérstök Mozart- stjórn ber ábyrgð á þróun forritunarkerfisins. Notkun þess er öllum gjaldfrjáls.  Hann Tumi fer á fætur er lag eftir Mozart – þetta vill gleymast. Einnig má nefna jólasálminn góðkunna Í dag er glatt í döprum hjörtum. Mozart er í röð margra langafa íslenskrar menningararfleifðar.  Á Akranesi er starfandi Hárgreiðslustofan Mozart. Og nei, þar er 18. aldar hárkollutíska ekki í hávegum höfð, þar má fá alla venjulega og hæstmóðins þjón- ustu, klippingar, litun, hárlengingu og svo framvegis.  Mozart-kúlurnar margfrægu eru framleiddar í nokkrum tilbrigðum, m.a. af þýska sælgætisfyrirtækinu Reber. Þar samanstanda þær af pistasíumarsipani úr ferskum, grænum pistasíum, möndlum og heslihnetinúggati, hjúpuðu súkku- laði. Milljónir Mozart-kúlna eru fluttar árlega út frá þorpinu Bad Reichenhall í Bæjaralandi, heimabæ Reber, enda eftirspurnin sívaxandi á heimsvísu. Áfast höfuðstöðvum Reber er starfrækt fallegt kaffihús sem skiptist í nokkra sali. Í hlutanum sem heitir Terrace-Café er að finna gullslegið píanó, sem píanistar hússins brúka, og yfir því hangir hið fræga Mozart-málverk sem prýðir Reber- kúlurnar í rauða bréfinu. The Genuine Reber Mozart Kugeln® er skrásett vöru- merki. Varist eftirlíkingar.  Í janúar hefst námskeið Endurmenntunarstofnunar í samstarfi við Sinfóníu- hljómsveit Íslands um feril Mozarts og áhrif hans á tónlistarsöguna, í tilefni þess að 250 ár verða þá liðin frá fæðingu hans. Fjallað verður um nokkur af hans helstu tónverkum, í forgrunni verða Júpíter-sinfónían, Sálumessan, og óperurn- ar Don Giovanni og Mildi Títusar (La clemenza di Tito), sem Sinfóníuhljóm- sveit Íslands flytur í fyrsta sinn á Íslandi í lok janúar. Sjálfur stjórnaði Mozart frumflutningi verksins réttum þremur mánuðum fyrir andlát sitt. Úr röðum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands mæta valdir hljóðfæraleikarar og leika úr verkum meistarans fyrir nemendur, en umsjón með námskeiðinu hefur Árni Heimir Ing- ólfsson, tónlistarfræðingur. Sjá nánar www.endurmenntun.is. | sith@mbl.is … OG HÁRGREIÐSLUSTOFA Á SKAGANUM Wolfgang Amadeus Mozart hefur verið á meðal vor í 250 ár R eu te rs L jó sm yn d: Á rn i S æ be rg ÁHRIFAVALDUR | SIGURBJÖRG ÞRASTARDÓTTIR Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791). Leikarar, allir í gervi Mozarts, svífa um sviðið á æfingu fyrir Mozart- óperuna Mitridate, Re di Ponto, sem flutt var í Salzburg í sumar í leik- stjórn Günters Krämers. Eftirspurn eftir Mozart-kúlum er sívaxandi á heimsvísu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.