Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 35
Það varð þó úr að eftir stúd- entspróf fór Tinna til Bret- lands í opið fornám fyrir myndlist og hönnun í Bright- on Polytechniháskólanum. „Þetta átti að vera hvíld eftir stúdentsprófið en virkaði eig- inlega þveröfugt því að áhugi minn kviknaði um leið. Ég held ég hafi aldrei unnið meira en einmitt þetta ár.“ Í framhaldinu hóf hún nám í þrívíðri hönnun með áherslu á málma og útskrifaðist með BA-gráðu árið 1992 frá West Surrey College of Art and De- sign. Árið 1997 lauk hún síðan MA-gráðu frá Domus Aca- demy í Mílanó. Tinna segir að það hafi alltaf staðið til að koma heim til Ís- lands að BA-náminu loknu. „En það var erfitt að koma heim. Bæði að koma á svona afskekkta eyju og svo fannst mér ég sjálf vera eins og afskekkt eyja á eyjunni. Ég gat ekki talað við neinn um það sem tengdist faginu því að vinir mínir þekktu ekki þann heim.“ Hún lét þó ekki hugfallast og tæpu ári eftir heimkomuna stofnaði hún Gallerí Greip sem hún rak til ársloka 1996. Galleríið nýtti Tinna einnig sem vinnustofu en hún segir að það hafi verið skemmtilegur suðupottur, þar hafi orðið til grasrót- arhreyfing ungs fólks sem var að stíga sín fyrstu skref á vettvangi listanna, flestir í myndlist. Á þessum þremur árum sýndu meira en 100 manns í galleríinu en sjálf hélt Tinna þar tvær einkasýningar, annars vegar á barmnælum og hins vegar á húsgögnum sem hún vann út frá íslensku bárujárnshefðinni. Gallerí Greip leiddi af sér ýmis skemmtileg verkefni. Upp úr barmnælusýning- unni kviknaði hugmynd um örgalleríið Barm sem starfrækt var árin 1996–1998. „Listamenn gerðu verk inn í barmnælu sem var lítill gúmmírammi,“ segir Tinna. „Síðan báðu þeir einhvern að bera verkið í mánuð, þannig að sýningin stóð yfir í mánuð.“ Hún bætir því við að þetta hafi verið skemmtileg útvíkkun á litla galleríinu henn- ar því sumir þátttakenda hafi fengið fólk í útlöndum til að fara með næluna sína inn í fræga sýningarsali, t.d. Guggenheimlistasafnið í New York. Því hafi þeir myndlist- armenn strangt til tekið sýnt á þessum stöðum. Tinna segir að sér finnist einmitt þetta gráa svæði á milli hönnunar og myndlistar spennandi. „Myndlist sem tengist hönnun að einhverju leyti höfðar mjög til mín og eins finnst mér hönnun sem fer inn á myndlistarsviðið bæði örvandi og áhugaverð.“ Hún hefur unnið töluvert við innanhússhönnun fyrir fyrirtæki og skrifstofur síð- ustu ár, en segir slíkt ekki gefa mikið rými fyrir persónulega nálgun. „Það er kannski þess vegna sem mér finnst algjört lykilatriði að vera frjáls í hugsun þegar ég er að vinna mín eigin verk, þau eru mín ástríða. Það væri ekki fyrr en að hluturinn færi í framleiðslu sem ég þyrfti að fara að hugsa um að gera hann framleiðsluvænni.“ Sækir innblástur í náttúruna | Tinna kveðst stundum einfaldlega vera drifin áfram af löngun til að skapa eitthvað fallegt. „Stundum er ég bara að vinna með falleg form, svolítið á sömu forsendum og kona fyrir hundrað árum sem var að hekla dúk,“ segir hún en bætir við að fegurðarskynið sé þó auðvitað síbreytilegt og hún sé sömuleiðis Kollar með geymslu- plássi, fyrirmyndin er eldhúskollar hjá ömmu í Vík. FLOTTAR JÓLAGJAFIR Útsölustaðir eru: Lyfja, Hagkaup Smáralind, Lyfjaval Mjódd og Hæðarsmára, Fjarðarkaup, Heilsuhornið Akureyri, Apótekið, Gripið & greitt, Spar, Apótekið Vestmannaeyjum, verslunin Hrund Ólafsvík og femin.is. Allison jólapakkar fyrir dömur Grape/Kiwi og Mango/Papaya ávaxtailmur Húðkrem 200ml Sturtugel 250m - frábært verð! Allison snyrtitaska fyrir herra Rakakrem 75ml Sturtugel 150ml Svitalyktareyðir 75ml Frískandi ilmur - frábært verð!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.