Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 25
18.12.2005 | 25 Þ etta er eitthvað það aljólalegasta sem hægt er að hugsa sér,“ segir KristinnEinarsson sem í fjölmörg ár eyddi jólunum í skála Íslenska alpaklúbbsins íBotnssúlum í Hvalfirði. Aðdraganda þess að hann tók að fara á fjöll yfir há- tíðarnar má rekja til norskrar kærustu hans. „Hún er lærður kafari eins og ég og allar helgar vorum við í köfun eða fjallamennsku og hún kom fyrst með þessa hugmynd að fara þarna yfir jólin. Auðvitað sló ég bara til.“ Jólin 1985 urðu því í svalara lagi fyrir unga parið. „Við gátum ekki hitað skálann upp því það var engin kamína í honum og við vorum þarna í tólf stiga frosti,“ segir Kristinn. „Kuldinn skipti hins vegar litlu máli því við vorum vel búin og áttum þarna yndisleg jól.“ Þótt ekki væri jólatré og hefðbundnu jólaskrauti til að dreifa í kofanum segir hann ekkert hafa vantað upp á jólastemninguna. „Þarna voru flottustu frostrósir á gluggunum sem hægt er að hugsa sér og við tókum með okkur hangikjöt og uppstúf og aðrar kræsingar. Á Þor- láksmessu hlustuðum við á Bubba Morthens í út- varpinu og eftir matinn á aðfangadag hlustuðum við á messuna eins og vera ber.“ Engar gjafir voru með í för sem ekki kom til út af nísku eins og Krist- inn útskýrir. „Við urðum að skilja pakkana eftir heima því úr byggð er fjögurra klukkutíma gangur upp að skálanum enda er hann efst í Súlnadalnum. Útbúnaðurinn sem við höfðum með okkur, s.s. út- varp, svefnpokar og matur, var alveg nægilega þungur til að bera þessa leið þótt við bættum ekki gjöfunum við.“ Aðfangadegi, jóladegi og öðrum í jólum eyddu þau svo að mestu á skíðum eða við klifur. „Þarna er rosalega mikill snjór og við gátum skíðað út um allt. Fólk, sem ekki þekkir til aðstæðna á þessu svæði getur örugglega ekki ímyndað sér hvað þetta er jólalegt. Þetta var mjög sérstakt og örugg- lega minnisstæðustu jól sem ég hef átt um ævina.“ Jólin í Botnssúlum urðu alls níu talsins því þó að sambandi Kristins og norsku kærustunnar hafi verið lokið árið á eftir hélt hann uppteknum hætti og dvaldi í faðmi fjallanna yfir hátíðarnar næstu átta jól á eftir. „Oftast fór ég einn en í tvö skipti komu reyndar vinir mínir með, sem höfðu heyrt lýsingarnar af þessu hjá mér og vildu fá að prófa þetta líka. Nú ku skálinn í Botnssúlum vera orðinn svo fúinn að mér hefur verið ráðið frá því að fara þangað aftur á þessum tíma. Ef ég hins vegar fyndi einhvern góðan skála á viðlíka stað færi ég örugglega þangað til að upplifa þessa stemningu aftur.“ GJAFALAUS OG ÁNÆGÐ Í TÓLF STIGA GADDI Náttúrulegt jólaskraut á kofanum jólin 1985. ÞARNA VORU FLOTTUSTU FROSTRÓSIR Á GLUGG- UNUM SEM HÆGT ER AÐ HUGSA SÉR OG VIÐ TÓK- UM MEÐ OKKUR HANGI- KJÖT OG UPPSTÚF … KRISTINN EINARSSON Þ etta voru dásamleg jól,“ segir Birgir Jónsson jógakennari sem var ásamt hópi Íslend-inga á ferðalagi í Nepal jólin 1997. „Á fyrsta undirbúningsfundinum var ákveðið aðenginn tæki með sér íslenskt jóladót þannig að við höfðum ekkert hangikjöt, engan uppstúf – ekkert slíkt. Við vorum í landi þar sem ekki er haldið upp á jólin og allir í hópnum voru tilbúnir að breyta algerlega til.“ Hópurinn var á ferðalagi um landbúnaðarhéruð Nepals yfir hátíðirnar en gisti á hóteli í Pokhara sjálfa jólanóttina, þar sem innfæddir gerðu sitt besta til að skapa einhvers konar jólastemningu fyrir hina vestrænu gesti. „Þeir bökuðu til dæmis fyrir okkur súkkulaðiköku sem þeir skreyttu með bleiku kremi og hún er það hryllilegasta sem ég hef nokkru sinni bitið í. Við vorum öll svo meðvirk að við gerðum okkar besta til að kyngja henni á meðan þessar elskur stóðu brosandi út að eyrum og horfðu á okkur.“ Í staðinn fyrir hangikjötið voru hvítlaukshrísgrjón og annar nepalskur matur á boðstólum og ekki vantaði gjafirnar því ferðalangarnir höfðu með sér einn pakka hver sem dregið var um hver myndi hljóta. „Svo gaf nepalska ferðaskrifstofan okkur aðra pakka,“ segir Birgir. „Í þeim voru hattar og risastórir rýtingar, sem var nú kannski ekki alveg í anda jólahá- tíðarinnar. Á stóru hóteli sem við gistum á í Katmandú höfðu trén verið skreytt með bómull í stað jólaskrauts sem kom okkur spánskt fyrir sjónir. Fólkið á staðnum var að reyna að gera sitt besta til að skapa jólastemningu fyrir túristana en sjálft heldur það jólin ekki hátíðleg enda langflest búdd- istar eða hindúar.“ Eitt segir hann standa upp úr við þessa hátíðisdaga. „Það er að jólin eru alls staðar – maður tek- ur þau bara með sér. Þau eru ekkert bundin við svínahamborgarhrygg og grænar baunir eða aðra siði sem við höfum tamið okkur. Og ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað skipta þessum jólum út fyrir hefðbundin jól á Íslandi enda voru þau mikið andlegt ferðalag fyrir mér.“ VIÐ HÓTEL SEM VIÐ GISTUM Á HÖFÐU TRÉN VERIÐ SKREYTT MEÐ BÓMULL Í STAÐ JÓLASKRAUTS SEM KOM OKKUR SPÁNSKT FYRIR SJÓNIR. Birgir leikur jóla- svein, vopnaður jólatré og gjafapoka að heiman, og deilir út gjöfum til ferða- félaganna jólin 1997. ÓÆT SÚKKULAÐIKAKA OG RÝTINGAR BIRGIR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.