Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 16
16 | 18.12.2005 V ið höfum börnin annan hvorn aðfangadag og önnur hver áramót. Í árhittist það þannig á að við erum með þau um áramótin. Því verðumvið hjá foreldrum mínum á aðfangadag. Þar hefur verið kalkúnn á borðum á aðfangadag frá því að ég man eftir mér. Ég er reyndar opin fyrir öllu og finnst lítið mál hvað er í matinn. Samveran með fjölskyldunni er aðal- atriðið. Foreldrar mínir eru ávallt með boð fyrir stórfjölskylduna á jóladag og bjóða þá upp á dýrindis jólahlaðborð, sem er algjör lúxus. Áður en boðið byrjar er maður bara á náttfötunum og les og fer helst ekki fram úr. Annan í jólum er ekkert sérstakt á döfinni, en við Steini (Þorsteinn Guðbjörnsson) höfum vanið okkur á að fara alltaf í langan göngutúr til þess að fá svolítið súr- efni. Á gamlárskvöld verða börnin hjá okkur og þá erum við að spá í að bjóða foreldrum hans og bróður í mat. Það verður í fyrsta skipti sem við gerum það. Við erum að pæla í því að bjóða upp á hreindýrakjöt, en Steini skýtur hrein- dýr. Hann er líka voða góður kokkur. Á þrettándanum er annað jólaboð fyrir stórfjölskylduna hjá móðursystur minni og við förum alltaf í það,“ segir Jó- hanna Vigdís Arnardóttir um sín jól. Hansa (Jóhanna Vigdís) – Mannsöngvar Mannsöngvar er fyrsta sólóplata Hönsu, en á henni flytur hún fjórtán lög sem þekkt eru í flutningi karlmannsradda. Af upprunalegum flytjendum má nefna Tom Waits, Megas, Hauk Morthens, Luccio Dalla, Egil Ólafsson, Leonard Cohen og Nick Drake. Útgefandi: 21 12 CC. L jó sm yn d: B ry nj ar G au ti Jóhanna Vigdís Arnardóttir og fjölskylda Hjá foreldrunum á aðfangadag Vigdís Birna, níu ára, Jóhanna Vigdís, með barn undir belti, Þorsteinn og Helgi Hrafn, sjö ára. JÓLASIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.