Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 36
Hraunhellur sem nota má sem kaffiborð. oft upptekin af að skoða ólík efni og að leita nýrra leiða. „Ég hef til dæmis lítinn áhuga á að hanna nýjan hefðbundinn stól. Það hljómar kannski mjög tilgerðarlega en ætli ég sé ekki bara að reyna að vinna dálítið út frá undirmeðvitundinni og búa til eitthvað sem ekki er hægt að segja með orðum.“ Þá segir hún að það sem veiti henni innblástur breytist frá einum tíma til annars. „Stundum hef ég leitað í gamalt íslenskt handverk en ég er komin svolítið frá því núna.“ Gott dæmi eru gúmmídúkarnir, sem hún hlaut Hönnunarverðlaunin fyrir, en upphaflegt mynstur þeirra líktist laufabrauðsmynstri. ,,Þegar ég var í námi í Bret- landi var ég mjög heilluð af London og borgarmenningunni, en síðustu árin hafa náttúran og umhverfið verið mér ofarlega í huga.“ Hún er fædd í Reykjavík en segir rætur sínar liggja víða um sveitir landsins. Teng- ingin norður í Eyjafjörð sé þó kannski sterkust en faðir hennar á ættir að rekja til Ólafsfjarðar. Hún nefnir einnig Vík í Mýrdal en þar ólst föðuramma hennar upp og á þar hús, gamla prestsbústaðinn í Vík sem notað er sem sumarhús. Tinna segir að fjaran við Vík skipi sérstakan sess innra með henni, kolsvartur sandurinn þar togi í hana. Hún tengir sig einnig við Vestfirði en sem barn fór hún í sveit á hverju einasta sumri, ýmist vestur eða norður. Og Tinna hefur unnið töluvert með íslenskan efnivið, þar á meðal hraun. Dæmi um það eru hraunhellur, sem hún hannaði, og hægt er að nota sem gangstéttarhellur eða sem skrauthellur. Sumar eru formaðar eins og blóm og þær má nota sem borð því yfirborð þeirra er silki- mjúkt og slétt. „Stundum finnst mér freistandi að setjast bara beint í grasið og þá getur verið gott að hafa svona hellu í grasinu til að leggja frá sér kaffibollann,“ útskýrir hún. „Það væri gaman að búa til lítið hrauntorg hérna í miðbænum, kannski einhvers staðar í Þingholtunum. Þá gæti ég lokið þessu helluverkefni því hraun er auðvitað takmörkuð auðlind og ég ætlaði aldrei að fara út í fjöldaframleiðslu á hraunhellum.“ Tinna hefur reynt að færa þjóðtrú Íslendinga á álfa og huldufólk nær nútímanum og hannað hraunkúlu sem hún kallar „geómetrískan“ garðálf. „Þetta er tilraun mín til að koma hrauninu aftur inn í garða hjá fólki á nýjum forsendum. Gömlu hraunbeðin voru svo hrjúf að auðvelt var að meiða sig á þeim. Hraunkúlurnar eru silkimjúkar þegar búið er að forma þær og tilfinningin svolítið eins og búið sé að kafa inn í steininn.“ Hugmyndirnar fær Tinna oft úr sínu nánasta umhverfi. Dæmi um það eru kúlur úr trefjagleri sem hún kallar „Paint Balls“ og eru eins konar átyllur til að hafa úti í garði. „Í kaffipásum þegar veður leyfir setjumst við Sigtryggur oft á tvo steina hér sunn- an við húsið. Kannski tökum við þá fram yfir garðstólana til að vera nær jörðinni.“ Kúlurnar eru tilraun hennar til að líkja eftir þessum steinum, þær eru í nátt- úrulitum en Tinna segir að sig langi til að búa til aðra línu í skærum litum til að tengja þær betur við blómin í garðinum. Starfslaun fyrir hönnuði | Tinnu finnst mikil gerjun vera í hönnun á Íslandi. List- greinin fái hins vegar ekki næga aðstoð hins opinbera til að geta dafnað almenni- lega. „Listaháskólinn útskrifar um tíu vöruhönnuði á ári en þeim bjóðast fá tækifæri að námi loknu. Það er mikið ábyrgðarleysi að leggja allt þetta fé í menntun ef fólk getur ekki sótt í neina ríkisstyrki eða sjóði til að geta unnið að hönnun sinni,“ segir hún og líkir stöðunni við aðstæður myndlistarmanna fyrir 50 árum. Nú séu þeir hins vegar komnir með dálítið batterí í kringum sig en það vanti alveg starfslaun fyrir hönnuði. Mikill hluti af tíma Tinnu fer í annað en vöruhönnunina sjálfa, t.d. kennslu og innanhússhönnun. „Ég vildi gjarnan hafa miklu meiri umhugsunartíma fyrir hlutina sem ég er að hanna fyrir allar þessar sýningar framundan. Þetta verður óneitanlega dálítið brotakennt þegar maður er að vinna á mörgum stöðum og kemst svo kannski ekki í hönnunina sjálfa fyrr en eftir að börnin eru sofnuð á kvöldin.“ Spurð um hönnunarverðlaunin sem henni hlotnuðust um daginn segir hún að þau kveiki vonandi áhuga sem flestra og geri íslenska hönnun sýnilegri. Sannarlega sé henni mikill heiður sýndur með þeim og verðlaunaféð komi sér auk þess mjög vel. „Í sumar var ég að fara af stað með framleiðslu á gúmmímottunum mínum og snaga sem ég hannaði fyrir tíu árum,“ segir Tinna. „Ég skrifaði þá bréf þar sem ég falaðist eftir styrk upp á um það bil eitt hundrað þúsund krónur og sendi á alla sem mér fannst líklegir til að veita styrki en fékk alls staðar neikvætt svar.“ Hún segir þetta ekki vera nýja reynslu. „Mér finnst ég oft mæta ákveðinni vantrú af því að ég tilheyri eng- um sérstökum hópi listamanna og passa ekki inn í þetta eða hitt. Fimm hundruð þúsund krónur eru kannski ekki há fjárhæð fyrir stofnanir í þessum geira en ég veit að ég get gert mikið fyrir þessa peninga. Mér finnst að það ætti að veðja meira á einstaklinga sem eru að reyna að vinna sjálfstætt,“ segir handhafi Hönnunarverðlaunanna 2005. | sigrunerla@hotmail.com L jó sm yn di r: V ig fú s B ir gi ss on Gúmmídúkar með skordýramynstri. Borð úr álhellum í ó́líku umhverfi og gangstéttarhella úr áli. STUNDUM ER ÉG BARA AÐ VINNA MEÐ FALLEG FORM. Geómetrískur garðálfur. HÖNNUN 36 | 18.12.2005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.