Morgunblaðið - 27.12.2005, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á eigin vegum um hátíðarnar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
3
05
89
12
/2
00
5
Ekkert jafnast á við að aka um frjáls í bíl frá Hertz. Ef þú átt ekki
bílinn sem hentar hverju sinni þá getum við hjá Hertz bætt úr því
fyrir lægra verð en þig grunar. Það er óþarfi að eiga jeppa til að
komast allt sem þú vilt fara. Engar áhyggjur, bara gleðilega hátíð.
50 50 600 • www.hertz.is
Sölustaðir: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir
Hátíðartilboð
Toyota Corolla
frá 3.571 kr. á dag
Toyota Rav4
frá 4.471 kr. á dag
Toyota Land Cruiser
frá 5.071 kr. á dag
Innifalið: 100 km á dag og CDW (kaskótrygging).
Verð miðast við 7 daga leigu.
Tilboð gildir til 15.01.2006
Sjá nánar á hertz.is
FYRSTI stúdentinn úr hópi ann-
arrar kynslóðar Víetnama hér á
landi útskrifaðist frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð á dög-
unum. Stúdínan tvítuga, Huong
Xuan Nguyen, hlaut verðlaun fyr-
ir árangur í stærðfræði, en hún
útskrifaðist af náttúrufræðibraut.
Hún er nú skráð í nám í véla-
verkfræði við Háskóla Íslands og
stefnir á feril á því sviði.
„Ég veit ekki hvað bíður í
framtíðinni en mig langar núna
að læra eitthvað nýtt, eitthvað
sem mér finnst gaman, eins og
verkfræði, en starfssvið verk-
fræðinnar er mjög breitt og
margt sem er hægt að gera eftir
námið,“ segir Huong, sem vinnur
með náminu sem túlkur í Al-
þjóðahúsi. Þá vinnur hún einnig í
ræstingum á hverjum degi með
móður sinni í prentsmiðju Morg-
unblaðsins. „Það er mjög
skemmtilegt að vinna sem túlkur.
Það má segja að það sé fyrsta al-
vöru vinnan mín þar sem ég get
notað það sem ég hef lært eins og
tungumálakunnáttuna.“
Þegar Huong kom fyrst til Ís-
lands árið 2000 átti hún að fara í
níunda bekk í Myllubakkaskóla í
Reykjanesbæ, en frændi hennar
ráðlagði fjölskyldunni að setja
hana í áttunda bekk til að hún
gæti lært betur tungumálið. „Það
er mikilvægast ef maður ætlar að
fara lengra í náminu að ná tökum
á tungumálinu. Mesta hindrunin
fyrir nemendur af erlendum upp-
runa er skortur á tungumála-
kunnáttu, en þegar maður hefur
lært tungumálið getur maður
lært svo margt annað, t.d. menn-
ingu, að kynnast fólki, lesið blöð-
in og horft á sjónvarpið og hlust-
að og lært meira og meira. Ef
maður kann ekki tungumálið er
maður stopp og kemst ekki
lengra. Í byrjun var þetta mjög
erfitt, en mér finnst ég hafa feng-
ið mjög mikla hjálp. Fólkið var
mjög vinalegt og hjálpsamt og ég
lærði mjög mikla íslensku þar.
Ég vona að fleiri nemendur frá
Víetnam fari að útskrifast úr
framhaldsskóla, en það þarf að
hafa öfluga íslenskukennslu fyrir
þau. Ég fékk frábær tækifæri og
frábæra kennara í kringum mig
og ég vona að fleiri fái svona góð
tækifæri eins og ég. Ég þekki
mjög marga sem langar mjög
mikið að klára stúdentspróf, en
tungumálið er mesta hindrunin í
leiðinni að langskólanámi.“
Nýstúdentinn Huong Xuan Nguyen frá Víetnam
fékk stærðfræðiverðlaun við útskrift í MH
Leggur fyrir sig vélaverkfræði
Morgunblaðið/Sverrir
Huong Xuan Nguyen (lengst til hægri) glöð í bragði ásamt litla bróður
Phuong Xuan Nguyen og móður sinni Anh Kim Vu.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
Mikilvægt að efla
íslenskukunnáttu
nemenda af
erlendum uppruna
TÖLUVERT var um fasteignavið-
skipti á höfuðborgarsvæðinu í vik-
unni 16.–22. desember sl. ef marka
má fjölda þinglýstra kaupsamninga,
en þeir voru alls 185 í vikunni, að því
er fram kemur á vef Fasteignamats
ríkisins.
Er það nokkur aukning miðað við
vikurnar á undan en síðustu vikuna í
október voru þó fleiri samningar
gerðir, eða 198 á höfuðborgarsvæð-
inu.
Velta samninga í vikunni fyrir jól
var samtals 4.250 milljónir og með-
alupphæð fyrir hvern samning var
því 23 milljónir króna, sem er frekar
lágt miðað við aðrar vikur. Flestir
samningar voru gerðir í Reykjavík,
eða 107, í Hafnarfirði var 31 samn-
ingur gerður og 21 í Kópavogi.
Á sama tíma í fyrra voru þó gerðir
mun fleiri samningar á höfuðborg-
arsvæðinu, en vikuna 17.–23. desem-
ber í fyrra var alls 255 samningum
þinglýst og var meðalverðmæti
þeirra 25,5 milljónir króna.
Mikil fasteignavið-
skipti vikuna fyrir jól
MINJAVERND hefur sett bæði
Geysishúsið og Ísafoldarhúsið á
sölu, og þegar hafa hugsanlegir
kaupendur lýst áhuga á húsunum.
Saga þessara húsa er samofin sögu
Reykjavíkur, en þau eru bæði
byggð á síðari hluta 19. aldar.
Húsin standa við Aðalstræti 2 og
12. Um fimm ár eru síðan Ísafold-
arhúsið var flutt í Aðalstrætið úr
Austurstræti þar sem það var reist
árið 1896, en það var flutt fjöl fyrir
fjöl og gert upp á sama tíma. Miklar
endurbætur hafa einnig verið gerð-
ar á Geysishúsinu, segir Þorsteinn
Bergsson, framkvæmdastjóri
Minjaverndar. Hann segir ekki gef-
ið upp hvaða verð sé vonast til að fá
fyrir húsin.
„Við munum leitast við að tryggja
að þessi hús fari í hendur góðra að-
ila, sem líkindi séu til að haldi þeim
vel við, og sinni þeim með þeim
sóma sem húsunum ber að okkar
mati,“ segir Þorsteinn. Hann segir
sögu þeirra afar tengda sögu
Reykjavíkurborgar, sem hafi verið
ástæða þess að Minjavernd tók hús-
in upp á sína arma á sínum tíma.
Þorsteinn segir ýmsar ástæður
fyrir því að húsin séu seld nú. Það
hafi í raun ekki verið hlutverk
Minjaverndar að eiga hús um lengri
tíma, heldur að stuðla að uppbygg-
ingu og varðveislu þeirra. Fjölþætt
starfsemi er í húsunum í dag, m.a.
upplýsingamiðstöð borgarinnar,
skrifstofur, íbúðir og veitingastaðir.
Minjavernd er sjálfseignarstofn-
un sem varð til upp úr Torfusam-
tökunum árið 1985. Ríkið og
Reykjavíkurborg eiga jafnan hlut,
bæði tæp 40%, en sjálfseignarstofn-
unin Minjar á það sem eftir stend-
ur.
Minjavernd selur
Geysishúsið og
Ísafoldarhúsið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísafoldarhúsið stendur nú við Aðal-
stræti 12. Það var reist árið 1896.
HJÁ Franch Michelsen úrsmíða-
meistara við Laugaveg 15 í Reykja-
vík er nú til sölu úr af gerðinni Oris
Flight Timer 1945. Framleidd voru
1945 slík úr til að fagna á afmæl-
isári endaloka seinni heimsstyrjald-
arinnar. Eitt slíkt úr kemur í hlut
Íslands en verslunin hefur allt frá
stríðsárunum selt úr frá Oris.
Frank U. Michelsen úrsmíða-
meistari sagði í samtali við Morg-
unblaðið að vegna langra viðskipta
föður síns við Oris hafi verslunin
fengið eitt úr hingað til lands. „Það
voru ekki framleidd nema þessi
1945 úr og því var þeim deilt niður
á söluaðila um allan heim. Vegna
þessarar löngu sögu hér fengum
við eitt úr,“ sagði hann. Frank segir
að úrin séu númeruð og úrið hjá sér
sé númer 1628. Úrið sýnir þrjá tíma
í senn og dagsetningu, það er sjálf-
trekkt, höggvarið og vatnsvarið. Þá
er úrið bæði með stálkeðju og flug-
mannsleðuról, sem Frank segir að
sé nægilega löng til að óla megi úr-
ið utan um ermi á flugmannsgalla.
Úrið kostar 228 þúsund krónur
og segir Frank næsta víst að þetta
verði safngripur því hann viti til
þess að safnarar hafi þegar skrifað
sig á biðlista. Og hefur hann trú á
að það seljist hér?
„Ég hef fulla trú á því, en ef það
gerist ekki þá ætla ég bara sjálfur
að eiga það,“ sagði Frank að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn
Frank U. Michelsen er hér með Oris-úrið sem er númer 1628.
Eitt úr kom í hlut Íslands