Morgunblaðið - 27.12.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 13
ERLENT
FÓRNARLAMBA flóðbylgjunnar miklu á Ind-
landshafi fyrir ári síðan var minnst víða um
heim í gær en náttúruhamfarirnar, sem áttu sér
einmitt stað á öðrum degi jóla í fyrra, kostuðu
að minnsta kosti 216.000 manns lífið í tólf lönd-
um og heilu samfélögin voru lögð í rúst.
Sérstakar minningarathafnir voru haldnar í
a.m.k. þremur heimsálfum; Evrópu, Asíu og
Afríku. Syrgjendur söfnuðust m.a. saman í
borginni Banda Aceh í Aceh-héraði í Indónesíu,
en þar varð mannfall mest af völdum flóðbylgj-
unnar, á ströndum Taílands, í Sómalíu í Austur-
Afríku og í Noregi, Þýskalandi, Finnlandi og
Svíþjóð, en a.m.k. 2.400 þeirra sem biðu bana í
Taílandi voru evrópskir ferðamenn.
Enn aðrir létu hinar eiginlegu minning-
arathafnir eiga sig, heimsóttu kannski vettvang
hamfaranna eða fóru í mosku eða kirkju til að
minnast látinna.
Fyrsta minningarathöfnin í gær var haldin í
Banda Aceh í Indónesíu en a.m.k. 168.000
manns biðu bana í Aceh-héraði. Susilo Bamb-
ang Yudhoyono, forseti Indónesíu, var við-
staddur athöfnina en hún þótti látlaus og til-
finningaþrungin. „Það var undir þessum sama
bláa himni, fyrir nákvæmlega ári síðan, sem
móðir jörð leysti úr læðingi öflugustu og hrika-
legustu öfl sín,“ sagði Yudhoyono en hundruð
manna voru viðstödd athöfnina í Banda Aceh.
Einnar mínútu þögn var virt til minningar
um fórnarlömb flóðbylgjunnar og hófst hún
þegar indónesíski forsetinn hafði látið viðvör-
unarkerfi það, sem nú er verið að koma fyrir til
að fyrirbyggja annan eins mannskaða af völd-
um flóðbylgju í Indlandshafi, óma út yfir hafið.
Lét Yudhoyono sírenuna óma kl. 8.16 að stað-
artíma, um hálftvö í fyrrinótt að íslenskum
tíma, en það var einmitt á þeirri stundu sem
fyrsta flóðbylgjan skall á Aceh fyrir ári síðan.
Uppbyggingar- og hjálparstarf
gengur ekki alls staðar sem skyldi
Öllu sunnar í Indónesíu, í borginni Padang,
prófuðu menn einnig tsunami-viðvörunarkerfið
en á þessu svæði eru gjarnan mikil umbrot í
jarðskorpunni og alls ekki útilokað að fleiri flóð-
bylgjur ríði yfir. Skiptir þá miklu að hægt sé að
vara fólk við þannig að það geti komið sér í
örugga fjarlægð frá ströndinni.
„Við vissum að þetta var bara æfing,“ sagði
Candra Yohanes, 55 ára íbúi Padang, sem tók
þátt í æfingunni og hljóp upp til lands þegar við-
vörunarbjöllurnar hringdu. „En samt, þegar ég
heyrði í sírenunni þá fór hjartað að berjast
mjög í brjósti mér.“
Náttúruhamfarirnar 26. desember 2004 urðu
í kjölfar þess að jarðskjálfti er mældist 9 á
Richters-kvarðanum varð úti í Indlandshafi.
Hann leysti úr læðingi mikla flóðbylgju, svo-
kallaða tsunami-bylgju, sem síðan skall af mikl-
um þunga á löndum þeim sem liggja að Ind-
landshafi. Verstar urðu afleiðingarnar í
Indónesíu, sem fyrr segir, en einnig urðu Sri
Lanka og Taíland mjög illa úti. Mannskaði varð
hins vegar víðar, m.a. í Sómalíu, sem fyrr segir,
sem er í þúsunda km fjarlægð frá upptökum
skjálftans.
Útilokað er að segja nákvæmlega til um það
hversu margir dóu, lík ótalmargra hurfu á haf
út og víða eru íbúatölur á reiki.
„Flóðbylgjan eirði engu og hún skall á svo
hratt og af svo miklum ofsa að við eigum enn
fullt í fangi með að skilja það,“ sagði Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í
ávarpi sem hann flutti í tilefni dagsins.
Þegar í kjölfar hamfaranna fyrir ári var byrj-
að að safna fé víða um heim til handa þeim sem
áttu um sárt að binda á hamfarasvæðunum. Er
áætlað að alls hafi verið heitið um 13 milljörðum
Bandaríkjadala í aðstoð, um 820 milljörðum ís-
lenskra króna, en af þeirri upphæð hafa um
75% skilað sér. Þó hefur verið gagnrýnt hversu
hægt uppbyggingin gengur á mestu hamfara-
svæðunum og um 80% þeirra næstum tveggja
milljóna manna sem misstu heimili sín búa enn í
tjöldum, í öðrum bráðabirgðahíbýlum eða hjá
vinum og vandamönnum.
Sírenur látnar óma til
minningar um hina látnu
Eitt ár var í gær liðið frá flóðbylgjunni miklu á Indlandshafi
AP
Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu (fyrir miðju), dreifir blómum til minningar um
látna í Banda Aceh í gær. Um 168.000 manns týndu lífi í Aceh-héraði.
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
Reuters
Taílensk stúlka heldur á hvítri rós við minningarathöfn á Phuket-ferðamannastaðnum í gær.
Reuters
Taílendingar lyfta sérútbúnum luktum til minningar um fórnarlömb flóðbylgjunnar á Pak Meng-ströndinni í Trang-héraði í gær.
Trípólí. AFP. | Hæstiréttur Líbýu felldi á
sunnudag þann úrskurð að rétta skyldi á
nýjan leik yfir fimm búlgörskum hjúkrunar-
fræðingum og palestínskum lækni sem fyrr á
árinu voru dæmd til dauða fyrir meinta aðild
að samsæri um að smita hundruð líbýskra
barna með HIV-veirunni, sem veldur al-
næmi.
Ali Hasnawi, dómsmálaráðherra Líbýu,
sagði að ný réttarhöld í málinu yrðu haldin
„eftir einn mánuð“ og nýir dómarar myndu
þar koma til sögunnar. Stjórnvöld í Búlgaríu
og Bandaríkjunum hafa fagnað ákvörðun
hæstaréttar og Terry Davis, framkvæmda-
stjóri Evrópuráðsins í Strassborg, sagðist
vonast til þess að við ný réttarhöld myndu
alþjóðlegar reglur, þar sem sanngirni og
réttlæti réðu ferðinni, verða notaðar.
Heilbrigðisstarfsfólkið hefur verið sakað
um að hafa fyrir sjö árum síðan gefið 426
börnum á spítala í Benghazi á Miðjarð-
arhafsströnd Líbýu blóð sem smitað var af
HIV-veirunni. Fimmtíu þessara barna hafa
dáið af völdum alnæmis. En fólkið heldur
fram sakleysi sínu og úrskurður hæstaréttar
á sunnudag hefur vakið vonir lögmanna þess
og aðstandenda um að því muni hugsanlega
verða veitt frelsi.
Fjölskyldur barnanna sem um ræðir mót-
mæltu úrskurði réttarins í fyrradag og stóðu
m.a. fyrir mótmælagöngu í Trípólí. Hrópaði
það slagorð, „þetta er óréttlæti“, og krafðist
þess að fyrri úrskurður fengi að standa.
Úrskurði
hæstaréttar
Líbýu fagnað
Réttað á ný yfir er-
lendu hjúkrunarfólki
Bagdad. AP, AFP. | Að minnsta kosti nítján týndu
lífi í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær og
átján biðu bana á sunnudag. Hefur ofbeldið í
landinu magnast á ný eftir að tiltölulega frið-
samlegt hafði verið í kringum kosningahaldið
15. desember sl.
Sjálfsmorðssprengjumaður ók bíl sínum á
lögreglustöð í höfuðborginni Bagdad í gær og
banaði þannig þremur og maður á mótorhjóli
ók á fleygiferð inn í líkgöngu sjía-múslíma í
Bagdad með þeim afleiðingum að tveir dóu og
26 særðust. Þá sprungu fjórar aðrar mann-
skæðar bílasprengjur í höfuðborginni. Byssu-
menn myrtu síðan fimm lögreglumenn og
særðu fjóra við lögregluvarðstöð um 50 km
norður af Bagdad. Sögðu fulltrúar lögreglunn-
ar að a.m.k. þrjátíu vopnaðir uppreisnarmenn
hefðu tekið þátt í þessari árás.
Tugir týndu
lífi í Írak
Graz. AFP. | Nafn Arnolds Schwarzeneggers,
ríkisstjóra í Kaliforníu í Bandaríkjunum, var
fjarlægt af íþróttaleikvanginum í Graz í Aust-
urríki í fyrrinótt, en leikvangurinn hafði heitið
í höfuðið á leikaranum fyrrverandi sem er
austurrískur að uppruna. Ber leikvangurinn
nú aðeins það nafn sem hann bar áður en
ákveðið var að heiðra Schwarzenegger sér-
staklega 1997, Stadion Graz-Libebenau. Var
þetta gert í skjóli nætur, að sögn talsmanna
borgaryfirvalda, til að koma í veg fyrir að ein-
hverjir kæmu til að trampa á risavöxnum
málmstöfunum sem saman mynduðu nafn rík-
isstjórans eða taka ljósmyndir af viðburðinum.
Schwarzenegger hefur sætt gagnrýni í
Austurríki vegna afstöðu sinnar til dauðarefs-
inga. Í kjölfar gagnrýninnar, þar sem fram
komu m.a. óskir um að nafn Schwarzeneggers
yrði fjarlægt af leikvanginum, skrifaði
Schwarzenegger borgarstjóranum í Graz bréf
þar sem hann sagðist vilja forða borgaryf-
irvöldum frá frekari vandræðum sín vegna.
AP
Búið að fjarlægja
nafn Arnolds
Schwarzenegger
♦♦♦