Morgunblaðið - 27.12.2005, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Um er að ræða allt húsið á horni Ármúla og Síðumúla. Húseignin skiptist upp í kjallara, tvær skrifstofuhæðir
og rishæð en samkvæmt fasteignamati telst eignin vera 924,1 fermetri en er í raun 1.130 fermetrar. Húsið er
steinsteypt og klætt að utan með Steniklæðningu. Húseignin er öll í langtímaleigu ef frá er talin rishæðin.
Hér er um að ræða vel staðsetta eign í góðu ástandi með mikla framtíðarmöguleika.
SÍÐUMÚLI 1
- Til sölu er allt húsið á þessum frábæra stað -
UPPLÝSINGAR
Jón Gretar Jónsson, sölumaður, gsm 840 4049
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali.
EIN þeirra bóka sem kom út fyr-
ir jólin heitir Jörðin og er gefin út
af JPV útgáfunni. Hér er um að
ræða ákaflega umfangsmikið verk
þar sem fjallað er um flesta þætti er
einkenna jörðina, að-
allega þó hina ólíf-
rænu náttúru. Í bók-
ina er hægt að sækja
mikinn fróðleik um
hvaðeina sem snýr að
efni hennar. Einn
helsti kostur slíkra
uppflettibóka er að
upplýsingarnar sem
þar er að finna séu
réttar. Á því eru tölu-
verðir annmarkar í
bókinni. Einnig virð-
ast þýðendur bók-
arinnar ekki hafa
kynnt sér málvenjur í
íslensku um það efni
sem bókin fjallar um.
Fyrsta setning kafl-
ans um höfin hljóðar
svo: „Í höfunum eru
1,35 milljarðar tonna
af sjó“. Hið rétta er að
í höfunum eru
1.370.000.000 millj-
arðar tonna af sjó.
Einungis þegar þetta
er leiðrétt öðlast næsta
setning verulegt gildi:
„Þetta gríðarlega
vatnsmagn er ekki
einsleitt því ýmsir eig-
inleikar þess eru
breytilegir, meðal ann-
ars hiti, selta, þrýst-
ingur og birta.“ Þó má
hafa ýmislegt að at-
huga við þessa setn-
ingu. Þarna er minnst
á seltu sem er ásamt
hitastigi mikilvægasti eiginleiki
sjávar og af þeim og þrýstingnum
ræðst eðlisþyngdin sem miklu ræð-
ur um straumana í hafinu. Selta
sjávar er skilgreind neðar á sömu
síðu á eftirfarandi hátt: „Selta sjó-
vatns er að meðaltali um 35 g af
salti í hverjum lítra (1.000 g) af
vatni, oft gefin sem 35‰.“ Hér er
aftur farið frjálslega með en hið
rétta er að selta sjávar er skilgreind
sem fjöldi gramma af söltum í
hverju kg af sjó en ekki hverjum
lítra og 1 lítri af sjó er alls ekki
sama og 1 kg af sjó. Í skilgreiningu
bókarinnar er notað orðið sjóvatn
sem kemur reyndar fyrir mjög víða
í bókinni og er henni til lasts. Þetta
orð er óþarft í íslensku en er aug-
ljóslega þýðing á orðinu „seawater“
eða „sea water“ á ensku, en í ensku
er gerður greinarmunur á “sea“ og
„seawater“. T.d. þegar tekið er sýni
af sjó og sett í flösku þá tala enskir
um „sample of seawater“. Við Ís-
lendingar gerum ekki þennan grein-
armun og sjór er alveg jafnt sjór þó
hann sé kominn í flösku. Sjóvatn er
því ekki til í íslensku og ætti að
forðast notkun þess í hvívetna.
Nafngiftir hafsvæða eru í sumum
tilvikum villandi í bókinni og alls
ekki samkvæmt þeim venjum sem
eru ríkjandi á Íslandi. Versta dæm-
ið um þetta er hafsvæðið sem af-
markast af austurströnd Græn-
lands, Jan Mayen-brotabeltinu og
svo frá Jan Mayen til Svalbarða en
það er í bókinni sagt heita Græn-
landshaf. Það hafsvæði heitir reynd-
ar „Greenland Sea“ á ensku og því
auðvelt að þýða það á
íslensku sem Græn-
landshaf. Þetta haf-
svæði heitir hins vegar
Norður-Grænlandshaf
á íslensku. Það sem við
Íslendingar köllum
Grænlandshaf er aftur
á móti hafið milli Ís-
lands og Grænlands
sunnan Grænlands-
sunds en á ensku heitir
það hafsvæði „Irm-
inger Sea“. Hér sýna
þýðendur mikið þekk-
ingarleysi á efninu.
Annað atriði hvað þetta
varðar er að í bókinni
er það sem þar er kall-
að Grænlandshaf látið
innihalda einnig haf-
svæðið milli Íslands og
Jan Mayen austan
Grænlands. Þetta haf-
svæði heitir á íslensku
Íslandshaf og hefði
mátt vekja athygli á
því. Á blaðsíðu 409 er
fjallað um Noregshaf
og er það þar sagt
heita öðru nafni Ís-
landshaf sem er al-
rangt. Noregshaf er
hafsvæðið austan Jan
Mayen-hryggjarins,
sem teygir sig frá Jan
Mayen til Íslands, en
Íslandshaf er vestan
hans.
Nafngiftum er einn-
ig ruglað þegar talað
er um Suðurhaf sem samkvæmt
bókinni er hafið við Suðurskauts-
landið. Þetta hafsvæði hefur alltaf
verið kallað Suður-Íshaf á íslensku.
Í bókinni er iðulega notað orðið
dæld um það sem á ensku er kallað
„basin“. Þessi orðnotkun samræm-
ist ekki íslenskri málvenju þegar
verið er að tala um hafsvæði en á ís-
lensku er ávallt talað um djúp, t.d.
Íslandsdjúp fyrir sunnan land sem á
ensku heitir „Iceland Basin“. Allan
þennan nafnarugling hefðu þýð-
endur getað sparað lesendum með
því að kynna sér bókina Hafið eftir
prófessor Unnstein Stefánsson en í
henni er farið yfir nafngiftir haf-
svæða í kringum Ísland og víðar.
Að öllu samanlögðu má ljóst vera
að verulegrar vanþekkingar hefur
gætt hjá þýðendum þessa verks,
allavega hvað varðar haffræði, enda
að því er ég best veit enginn þeirra
sérfróður á því sviði. Það er ámæl-
isvert þegar verið er að ráðast í
stórvirki eins og um er að ræða sem
ætti að skila mikilvægri þekkingu
inn í samfélagið. Í þess stað þá er
hvað varðar þau atriði sem nefnd
eru hér að framan verið að auka á
rugling og svona rit á einmitt ekki
að gera það. Auðvelt hefði verið að
fá hæfa einstaklinga til að lesa
verkið yfir áður en það var prentað
en þekkingu á haffræði er t.d. að
finna hjá Hafrannsóknastofnuninni,
Háskólanum á Akureyri og Háskóla
Íslands. Ég legg til að þeir sem
keypt hafa eða fengið að gjöf þessa
fallegu og umfangsmiklu bók færi
inn þær leiðréttingar sem ég hef
hér bent á en við það batnar bókin.
Einnig held ég að útgefandinn ætti
að koma upp heimasíðu þar sem
hægt væri að safna saman og leið-
rétta annað sem rangt er farið með
í bókinni sem er fleira en það sem
ég hef hér bent á og er ég tilbúinn
að taka þátt í því.
Jörðin, vanda-
söm þýðing
Steingrímur Jónsson fjallar
um bókina Jörðin og bendir á
leiðréttingar
Steingrímur
Jónsson
’Að öllu sam-anlögðu má ljóst
vera að veru-
legrar vanþekk-
ingar hefur
gætt hjá þýð-
endum þessa
verks, allavega
hvað varðar haf-
fræði, enda að
því er ég best
veit enginn
þeirra sérfróður
á því sviði.‘
Höfundur er prófessor í haffræði við
Háskólann á Akureyri og sérfræð-
ingur við Hafrannsóknastofnunina.
ÍSLAND er varla nema lítið
sker svo langt norður í hafi að
fáum hefur dottið í hug að þar geti
yfirleitt verið byggilegt. Á veturna
ræður svartnættið ríkjum og það
er stundum svo þykkt og mikið að
við liggur að því megi moka eins
og mykju í flór. Á sumrin víkur
myrkrið fyrir svo
óhóflegri dagsbirtu að
jafnvel mófuglarnir
vaka um nætur.
Það hefur samt
spurst til útlanda að
þetta úthafssker sé
sérstakt, að náttúran
sé engu lík. Og þess
vegna fara útlend-
ingar þangað til að
skoða skerið – landið
og náttúruna. Margir
þeirra falla í stafi.
Þeim finnst landið,
náttúran, ýmist seið-
andi falleg eða óvæg-
in og ógnvekjandi, og þeir heillast.
Sumir jafna sig aldrei, þeir kallast
Íslandsvinir og það þykir í frásög-
ur færandi. Sem lítill strákur á
slóðum Ketils fíflska og séra Jóns
Steingrímssonar, og innan um fólk
sem vék sér undan því að nota svo
beinskeytt orð sem „Já“ eða
„Nei“, heillaðist ég af landinu,
náttúrunni. Síðan hef ég verið Ís-
landsvinur, en það þykir reyndar
ekki í frásögur færandi.
En hvað er það að heillast af
einhverju? Að heillast af einhverju
er að skynja eitthvað – land,
manneskju – og upplifa það sem
óendanlega verðmætt. En ekki er
nóg með að maður upplifi það sem
óendanlega verðmætt, heldur gerir
maður verðmæti þess sér hjart-
fólgið. Maður innbyrðir verðmæti
þess og gerir það að hreyfiafli eig-
in sálar. Þeir sem þekkja ástina
kannast við þetta. Við þekkjum
þetta líka úr einlægri vináttu. Ein-
læg vinátta byggist ekki á hags-
munatengslum. Þegar menn ger-
ast viðskiptafélagar, mynda menn
vináttutengsl. En sú vinátta er
ekki nema skugginn af einlægri
vináttu. Hún rennur
auðveldlega út í sand-
inn þegar hagsmunina
þrýtur og skilur ekk-
ert eftir. Hún felur
ekki í sér tilfinn-
ingalega nálægð og
hún er ekki hreyfiafl
sálar. Það sem hreyfir
eru hagsmunirnir. Í
einlægri vináttu falla
hagsmunir í skuggann
af því verðmæti sem
er uppspretta vinátt-
unnar.
Þess vegna er vin-
átta líka siðferðilegt
hugtak. En forsenda vináttu, ein-
lægrar vináttu, er sá eiginleiki
mannssálarinnar að geta heillast
af einhverju og gert sér það hjart-
fólgið. Mér er nær að halda að
hvað eina sem er þannig farið, geti
orðið vinur manns. Ef maður
heillast af einhverju og gerir sér
það hjartfólgið, þá verður það
hluti af manni sjálfum. Það verður
hluti af manni vegna þess að það
verður hreyfiafl sálarinnar. Og
þannig er vináttan. Þegar maður
eignast einlægan vin, þá stækkar
maður – maður verður meiri
manneskja. Þegar vinur manns
deyr, þá deyr líka hluti af manni
sjálfum.
Undanfarin ár hefur verið geng-
ið í skrokk á einum af mínum
bestu vinum. Og það er enn verið
að. Það er gert með skipulegum
hætti en þó með nokkrum flýti. Til
stendur að limlesta hann vegna
þess að það er heppilegt fyrir
nokkra útlendinga sem vilja bræða
ál. Það eru álvinir. Ég veit ekki
hvort sá vinskapur er færður í
þesskonar frásögur sem sagðar
eru fólki til skemmtunar, en það
er skrifað um hann í bókhaldi rík-
isstjórnarinnar. Ég veit að þessi
vinur minn mun lifa af – hann er
mjög sterkur – en hann mun ekki
ganga heill til skógar eftir aðför-
ina. Þetta er svona eins og ef
framhandleggur væri tekinn af
mér. Ég myndi lifa það af og
megnið af líkamanum myndi ekki
beinlínis skaðast. En ég myndi
skaðast verulega. Vinum mínum
myndi eflaust þykja ónotalegt að
horfa upp á meðan hnífnum væri
rennt í liðinn og sinar og skinn
skorið í sundur.
Mér þætti heldur betra til þess
að hugsa að einhverjir myndu rísa
á fætur og segja að svona gerði
maður ekki. Ekki heldur þótt ein-
hverjir fengju vinnu við að hakka
framhandlegginn og búa til úr
honum dýrafóður sem mætti selja
fyrir kostnaði. Það væru vinir mín-
ir og þeir myndu kannski segja:
„Það skiptir ekki máli þótt hægt
sé að selja framhandlegginn í
dýrafóður, svona gerir maður ekki
við fólk. Þetta er ofbeldi.“ Þessum
aðfinnslum yrði kannski svarað
með því að framhandleggurinn
gerði meira gagn sem dýrafóður
heldur en sem lifandi hluti ein-
hvers líkama, því að sem dýrafóð-
ur yrði hann að hagstærð – hann
myndi efla þjóðarhag. Sem hluti af
lifandi líkama, sem hvort eð er lifir
af lítilsháttar limlestingu, er fram-
handleggur einungis sérviskuleg
gæði sem alls ekki er ljóst að séu
yfirleitt arðsöm. Við svona svari
vildi ég að einhver brygðist og
segði: „Svona gerir maður ekki
vegna þess að það er ofbeldi. Og
ofbeldi réttlætist ekki af gagn-
semi. Og við kærum okkur heldur
ekki um það gagn sem byggist á
því að vinur manns sé limlestur.“
Lítilsháttar limlesting
Ólafur Páll Jónsson fjallar um
stóriðju og náttúruvernd ’Mér þætti heldurbetra til þess að hugsa
að einhverjir myndu
rísa á fætur og segja að
svona gerði maður
ekki.‘
Ólafur Páll
Jónsson
Höfundur er heimspekingur.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið