Morgunblaðið - 27.12.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.12.2005, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GARÐABÆR er útivistarbær, göngubær og nátt- úrubær. Hingað sæk- ir fólk sem vill búa í borg en njóta þess frelsis sem víðáttan veitir og nálægðin við náttúruna. Ég hef starfað að umhverf- ismálum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í Garðabæ um árabil auk þess sem ég hef notið hér útivistar allt frá barnæsku. Í Garðabæ hefur verið staðið vel að útivist- armálum, en lengi getur gott batnað. Að hafa sýn, að eiga sér draum, að óska sér. Öll þessi orð hef ég notað þegar ég ræði um framtíð tveggja góðra vina minna. Þessir vinir mín hugsa ekkert um sýnir, drauma eða óskir. Þeir eru að- allega uppteknir af því að gera fólkinu sínu til hæfis. Þeir fagna mér ávallt eins og stórhöfðingja og skynja alltaf líðan mína. Ef ég er leið eða döpur leggjast þeir hjá mér og sýna umhyggju með nær- veru sinni. Þeir samgleðjast mér af einlægni og orð eru óþörf. Ef enginn nennir með mér út að ganga eru þeir alltaf meira en til- búnir. En þegar við förum út göngum við saman í bandi enda kunna þeir ekki umferðarreglur. Stundum stelumst við upp í Heið- mörk, upp fyrir Búrfellsgjá, og þar fá þeir að leika lausum hala, hlaupa og ólmast. Ég finn að þær stundir eru þeim ómetanlegar. Þegar við göngum um í Garða- bæ er ég alltaf með vasana fulla af gráum plastpokum. Plastpokana nota ég til að taka upp af götunni það sem þeir skilja við sig. Það er því gleðiefni hve ruslafötum hefur fjölgað í bænum. Ég verð afskaplega sár fyrir hönd vina minna þegar fullorðið fólk hreytir í þá ónotum eða kallar þá ónöfnum bara fyrir að vera það sem þeir eru. Þessir vinir eru hundarnir mínir sem skipa sinn virðing- arsess í fjölskyldunni og hafa auðgað líf okkar allra frá þeim degi sem við fengum þá. Þegar ég fékk þann eldri fyrir fimm árum hafði ég aldrei ímynd- að mér hvað það er neikvætt í samfélag- inu að vera hundaeigandi. Öll þessi boð og bönn. Til að geta átt hund án afskipta annarra þarf að búa í bæjarfélagi sem leyfir hundahald eins og Garðabær gerir og búa í einbýlishúsi. Þess vegna eru margir hundaeigendur í Garðabæ. Við hundaeigendur í Garðabæ eigum að sameinast um að efla hér jákvæða hundamenningu. Það gerum við með því að vera aldrei með hunda okkar lausa innan bæj- ar, þótt þeir kunni góða siði og hlýði innkalli. Hirðum alltaf upp eftir hundana (þeir geta það ekki sjálfir). Girðum lóðirnar svo hund- arnir fari ekki yfir á nágrannalóð- irnar. Verum jákvæð og tillitssöm við aðra. Þá verða aðrir það við okkur. Tvennt þarf bæjarfélagið að gera til að bæta aðstöðu hundaeig- enda. Nauðsynlegt er að fjölga ruslafötum og bjóða hundaeig- endum upp á opið svæði þar sem hægt er að fara í gönguferðir með hundinn lausan. Þá er ég ekki að tala um lítil afgirt svæði sem breytast fljótlega í forarsvað. Á opnu göngusvæði ætti að vera möguleiki að fara í hátt í tveggja klukkustunda gönguferð án þess að vera með hnút í maga yfir því að hafa hundinn lausan. Hestamenn hafa byggt yfir að- stöðu sína í Garðabæ og lagðir hafa verið frábærir reiðvegir sem liggja frá Garðabæ í gegnum Heiðmörkina og upp fyrir Kald- ársel. Þetta segir okkur að hesta- menn eiga sér góða og öfluga tals- menn. En það er einmitt það sem við hundaeigendur þurfum að eiga til að gæta hagsmuna okkar. Því miður heyrum við oftar og oftar um bæjarfélög sem banna hunda í miðbæjum sínum. Nýlegt dæmi má nefna frá nágrannasveit- arfélaginu Hafnarfirði. Ágætu hundaeigendur, til að ná árangri þurfum við öflugan og já- kvæðan talsmann og hann tel ég mig vera. Ég óska efir stuðningi ykkar í 5. sæti á lista sjálfstæð- ismanna í Garðabæ. Eflum já- kvætt viðhorf til hundanna okkar og sköpum í Garðabæ hundamenn- ingu til fyrirmyndar og eft- irbreytni. Til að ræða málefni hunda býð ég öllum hundaeigendum í Garða- bæ í opið hús miðvikudaginn 28. desember kl. 18:00 í húsnæðinu beint á móti jólatréssölunni inni á Garðatorgi. Vonast til að sjá ykk- ur sem flest. Heitt á könnunni. Hundamenning í Garðabæ Auður Hallgrímsdóttir fjallar um umhverfismál og hundahald í Garðabæ ’Því miður heyrum við oftar og oftar um bæjarfélög sem banna hunda í miðbæjum sínum. ‘ Auður Hallgrímsdóttir Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Prófkjör í Garðabæ ÉG NAUT þeirra forréttinda sem barn að pabbi var sjómaður. Það þýddi að þegar áramótin nálguðust þá kom hann heim með flugelda sem vegna aldurs hlutu ekki lengur vottun sem neyðartæki. Vaxborna dökkbláa flugelda sem sprungu með þrem rauðum stjörnum og neyðarblys sem lýstu langt út fyrir garðinn. Rauðu sólirnar voru samt skemmtilegastar, þær lifðu svo lengi. Við pabbi nutum tals- verðra vinsælda í garð- inum á áramótunum, þá voru flugeldar ein- göngu seldir hjá Ellingsen og fáir að skjóta upp. Þegar unglingsárunum lauk gekk ég í Hjálparsveit skáta Reykjavík. Áður hafði félagi þar fengið þá hug- mynd að selja flugelda til styrktar sveitinni. Sú hugmynd átti eftir að vinda upp á sig því flugeldasala er í dag ein af aðaltekjulindum björg- unarsveita um allt land. Umsvifin hafa aukist, flugeldarnir hafa stækkað og björgunarsveit- unum hefur fjölgað. Þær gegna mik- ilvægu hlutverki, ekki bara með því að vera til taks á neyðarstundum heldur skila þær af sér félagslega og andlega sterkum einstaklingum út í þjóðfélagið. Björgunarsveitir vinna sín störf í hljóði. Áður en haldið er til leitar eða björg- unarstarfa er ekki spurt hvað aðgerðin muni kosta eða hvort tæki munu skemmast. Sú umræða sem gjarn- an vaknar í fjölmiðlum um hvað aðgerðir kosti og hver eigi að bera þann kostnað er okkur ekki að skapi. Fjárafl- anir okkar byggjast á framlögum frá almenningi, þau framlög eru merkt þeim sem þarfn- ast aðstoðar, sama hvaðan þeir að- ilar koma eða hvert þeir eru að fara. Mikil breyting hefur sem betur fer orðið á umgengni við flugelda gegn- um tíðina. Öryggistæki eins og gler- augu, vettlingar og húfur eru algeng sjón, sérstaklega hjá börnum. Því miður er þó enn of algengt að þeir fullorðnu standi hjá án hlífa. Um leið og ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt okkur í gegnum árin með kaupum á flugeldum vil ég hvetja til varkárni við meðferð þeirra. Með kaupum á flugeldum fyrir áramót styður þú rekstur björg- unarsveita. Við óskum eftir þínum stuðningi því án hans væri starf okk- ar fátæklegra og öryggi landsmanna minna. Björgunarstörf byggjast á framlögum almennings Haukur Harðarson fjallar um störf og rekstur björgunarsveita ’Með kaupum á flug-eldum fyrir áramót styður þú rekstur björg- unarsveita. Við óskum eftir þínum stuðningi því án hans væri starf okkar fátæklegra og ör- yggi landsmanna minna.‘ Haukur Harðarson Höfundur er sveitarforingi Hjálparsveitar skáta Reykjavík. RÉTT fyrir síðustu jól tók Kjaradómur þá ákvörðun að hækka laun æðstu embættismanna þjóðarinnar frá og með 1. janúar 2006. Samkvæmt þeim úrskurði hækka mánaðarlaun forseta Ís- lands um tæplega 93 þúsund krónur eða 6% og laun forsætis- ráðherra um 75 þús- und eða rúm 8%. Laun annarra ráð- herra og alþing- ismanna hækka einn- ig um 8%. Grunnlaun alþingismanna verða þá orðin 500 þúsund krónur á mánuði. Það skal tekið sér- staklega fram að fyrrgreind laun eru lágmarkslaun, því þessum launum til viðbótar koma ýmsar aðrar greiðslur, bíla- peningar o.fl. Það kæmi mér ekki á óvart að jafnaðarlaun alþingismanna og ráðherra með hinum og þessum auka- sporslum og bitling- um séu nær 700 þús- und krónum á mánuði. Þessar miklu hækkanir á eigin launum telur meiri- hluti alþingismanna vera sjálfsagðar og eðlilegar en þegar verkalýðsfélögin fara fram á að hækka 105 þúsund króna mán- aðarlaun verkafólks um nokkur prósent tryllist meiri- hluti alþingismanna og fullyrðir að slík hækkun komi til með að setja efnahag þjóðarinnar á hvolf. 118% hækkun Í ársbyrjun 1999 voru lægstu laun verkafólks 65.713 kr. á mán- uði. Þá voru laun alþingismanna 228.204 kr. á mánuði. Hinn 1. jan- úar 2006 verða mánaðarlaun verkafólks 108.000 kr. og hafa þá hækkað um rúmlega 65% á þess- um 7 árum. Hins vegar verða laun alþingismanna 1. janúar 2006 497.471 kr. og hafa þá á sama tíma hækkað um 118%. Þessu til viðbótar hefur skatt- byrði þyngst á fólki með lágu launin en lést að sama skapi á þeim sem hærri launin hafa. Þess vegna skilar launahækkunin sér ekki til láglaunafólksins sem kjarabót í þeim mæli sem pró- sentuhækkunin segir til um. Hefðu laun verkafólks fengið sömu hækkun og þingmannalaunin fengu væru þau allra lægstu nú í byrjun árs 2006 143.254 kr. Þegar rætt er um kaup og kjör þá megum við ekki gleyma ríkistryggðum lífeyri sem bæði al- þingismenn og æðstu embættismenn þjóð- arinnar hafa tryggt sér. Lífeyrir verka- fólks er hins vegar lít- ill og þar að auki háð- ur verðsveiflum á verðbréfamörkuðum. Munurinn á kaupi og kjörum þessara hópa er því að öllu leyti óeðlilega mikill og al- þingismönnum til skammar. Lágmarkslaun Svona til viðmið- unar þá er talið að einstaklingur þurfi að hafa um 167 þúsund krónur í mánaðarlaun til þess að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi í dag. Með öðrum orð- um, lægstu launataxt- ar verkafólks þurfa að hækka um 50% til þess að geta talist líf- vænlegir. Því skyldi verkafólk sætta sig við minni launahækk- anir en mörkuð stefna alþingismanna gerir ráð fyrir og þeir sjálf- ir fái? Hvers vegna er þess ávallt krafist að lægstu laun- in hækki minnst? Er það virkilega svo, að meirihluti alþingismanna telji að hækka eigi laun embættis- og alþingismanna umfram þau laun sem greidd eru í fram- leiðslugreinum þjóðfélagsins? Ætl- ið þið þarna á Alþingi að halda áfram að hlaða undir afturendann á ykkur sjálfum án tillits til þeirra afleiðinga sem það hefur? Ég full- yrði að ef þið haldið svona áfram og breytið ekki stefnu ykkar í launamálum þá verðið það þið sem hvolfið þjóðarskútunni. Kaup og kjör Sigurður T. Sigurðsson fjallar um launamál og dóm Kjaradóms um laun æðstu embættismanna Sigurður T. Sigurðsson ’Er það virki-lega svo, að meirihluti al- þingismanna telji að hækka eigi laun emb- ættis- og alþing- ismanna um- fram þau laun sem greidd eru í framleiðslu- greinum þjóð- félagsins?‘ Höfundur er fyrrv. formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is BÖRN sem koma í grunnskólana í dag, 6 ára gömul, hafa verið í leik- skólum frá 1 til 2 ára aldri og eru þar af leiðandi með reynslu í að vinna í hóp. Þau koma eftirvæntingarfull í skól- ann og finnst þau vera „orðin stór“. Þá byrja vonbrigðin, kröfurnar litlar, og því miður endist það til 12 ára ald- urs. Þetta er mikil tímasóun og virð- ingarleysi við getu barna á þessum aldri. Á þessum árum eiga þau að læra rétt vinnubrögð og „skólinn“ á að kenna þeim það. Á þessum árum eiga þau að læra íslenska málfræði og kunna hana 12 ára. Því betur sem þeim hefur verið kennd málfræði í eigin tungumáli, því betur gengur þeim að læra önnur mál. Ef þessi ár eru vel nýtt til kennslu í öllum grunnfögum og kennd eru öguð vinnubrögð, þá verður næsti áfangi léttari og börn geta byrjað í menntaskóla 14–15 ára og lokið stúd- entsprófi 18–19 ára og fengið að vera sín 4 ár í menntaskóla. HELGA BRYNJÓLFSDÓTTIR TULINIUS, píanókennari. Af hverju ekki að byrja grunnskólann 5 ára? Frá Helgu Brynjólfsdóttur Tulinius: Fáðu úrslitin send í símann þinn smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.