Morgunblaðið - 27.12.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2005 29
MINNINGAR
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Nudd
Klassískt nudd Árangursrík olíu-
og smyrslameðferð með ívafi ísl.
jurta.
Steinunn P. Hafstað
s. 692 0644, félagi í FÍHN.
Húsnæði óskast
Vestur-íslenskur, reyklaus og
reglusamur námsmaður hyggst
dvelja á Íslandi árið 2006 til þess
að læra íslensku. Hann leitar að
íslenskri fjölskyldu á höfuðborg-
arsvæðinu til að búa hjá frá og
með 4. janúar nk. Sérherbergi og
nettenging nauðsynleg. Æskilegt
er að fæði sé innifalið. Gott að-
gengi að bílastæði væri mikill
kostur. Vinsamlegast skrifið til
Kyle Guðmundssonar á netfangið:
storilundi@samkoma.com eða
hringið í Steinar í síma 896 6543.
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Námskeið
Bættu Microsoft í ferilskrána.
Vandað Microsoft nám fyrir kerf-
isstjóra hefst 6. feb. Undirbúning-
ur fyrir MCP og MCSA gráður.
Nánar á www.raf.is og í síma 86
321 86. Rafiðnaðarskólinn.
Til sölu
Full búð af öðruvísi vörum.
Lomonosov postulín, Rússneska
keisarasettið, í matar- og kaffi-
stellum. Handmálað og 22 karata
gyllingu. Frábærar gjafavörur.
Alltaf besta verðið.
Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15.
Sigurstjarnan,
Bláu húsin Fákafeni,
sími 588 4545,
netfang: postulín.is
Bílamottur - snjómottur í miklu
úrvali. 20% afsl. í desember.
Póstsendum samdægurs.
G.S. varahlutir ehf.,
Bíldshöfða 14, sími 567 6744.
Bílar
VW PASSAT STATION 1.8 4WD
TIL SÖLU
Góður og traustur bíll. Er með
dráttarkúlu. Skipti á ódýrari eða
jafndýrum. Möguleiki á að yfir-
taka bílalán, ca. 11.500 kr. afb. á
mánuði (44 greiðslur eftir). Verð
kr. 830.000. Upplýsingar í síma
695 0060.
Ford F350 King Ranch, árg. '05,
til sölu. Nýr með leðursætum og
öllum hugsanlegum aukabúnaði,
sérsmíðuðu álloki á palli sem hef-
ur burðargetu allt að 1.000 kg.
Litur satíngrænn. Sími 892 4163,
ansa@internet.is
DVD & LCD Afþreying í farar-
tækið þitt! Opnunartilboð PIMP-
ED.ws. Lúxus fyrir farþegann
þinn, DVD & LCD 7" flatskjársjón-
varp í bílnum. Horfðu á sjón-
varpsfréttir, PlayStation2. Sími
661 9660. www.pimped.ws
Bílaþjónusta
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif - djúp-
hreinsun. Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmu-
vegi 22, sími 564 6415.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, nýr,
892 1451/557 4975.
Bílar aukahlutir
Til sölu plasthús á jap. pallbíl
Festingar fylgja. Verð 68 þús.
(nýtt 220 þús.) Upplýsingar í síma
898 8577.
Litlir hópar - lifandi ferð!
Komdu með...
…í skíðaferð til Utah í mars,
…í ævintýraferð til Slóveníu í maí,
…í kóngaferð til Bayern í maí,
…á F1 á Nürburgring í maí 2006.
Hámarksstærð hópa um 20
manns.
Sjá www.isafoldtravel.is,
Ferðaskrifstofan Ísafold,
sími 544 8866.
Ferðalög
Smáauglýsingar
sími 569 1100
Fyrir rúmum 20 ár-
um steig ég mín fyrstu
spor í Auðbrekkunni
hjá Sigga, þá um 4 ára
gömul og þau urðu fleiri með tím-
anum. Ég tók þátt í danskeppnunum
fyrir hönd skólans og alltaf var Siggi
stoltur af okkur krökkunum sínum
hvernig sem gekk, aðalatriðið var að
vera með og gera sitt besta. Mér
fannst þó mikill heiður að því, 9 ára
gamalli, að sjá bikar sem ég og dans-
félagi minn unnum til standa á hillu
fyrir framan skrifstofuna hans Sigga
þar sem allir sáu.
Það kom að því þegar leið á ung-
lingsárin að ég hætti að æfa dans hjá
Sigga en kíkti þó öðru hvoru í skól-
ann með foreldrum mínum þegar
þau fóru á dansæfingar. Það ríkti
alltaf notalegt andrúmsloft í dans-
skólanum og gaman að koma þangað
og fylgjast með kennslunni hjá
Sigga, alltaf stutt í húmorinn og allir
fengu viðurnefnið „elskan mín“ hjá
Sigga.
Síðar á lífsleiðinni lágu leiðir okk-
ar saman á ný. Ég orðinn kennari og
sé um skólasafnið í Smáraskóla, þar
sem Siggi kenndi dans síðustu ár.
Siggi settist stundum hjá mér á
kaffistofunni eða kom til mín á safnið
og við ræddum lífið og tilveruna.
Siggi ljómaði þegar við ræddum um
dótturson hans, Kristófer Rúnar, en
það var auðheyrt á honum að barna-
börnin voru honum sérstaklega kær.
Siggi var afar hlédrægur en mér
þótti vænt um að hann leyfði mér að
kynnast sér og segði mér frá lífi sínu
nú.
Það var mér heiður að fá að kynn-
ast Sigga aftur eftir öll árin í dans-
inum og sorglegt að leiðir þyrftu að
skiljast svo fljótt. Þegar ég gifti mig
mun ég hugsa til Sigga í brúðarvals-
inum enda hefði hann lagt mikið upp
úr því að ég stæði upprétt, lyfti höfð-
inu hátt og brosti um leið og sporin
yrðu stigin af mikilli nákvæmni.
Siggi lagði alltaf mikið upp úr því að
SIGURÐUR
HÁKONARSON
✝ Sigurður Há-konarson fædd-
ist í Reykjavík 4.
október 1945. Hann
andaðist á heimili
sínu laugardaginn
3. desember síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá Bú-
staðakirkju 12.
desember.
við brostum í dansin-
um til að sýna hversu
mikla ánægju hann
veitti.
Með virðingu og
þökk fyrir allt kveð ég
Sigga um leið og ég vil
votta Ásdísi og Hall-
dóri Boga, barnabörn-
unum, svo og öðrum
aðstandendum samúð
mína.
Stefanía
Ragnarsdóttir
(Stefa).
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Ég vil þakka þér, elsku Siggi
minn, fyrir allan þinn stuðning og
hjálp, ég mun aldrei gleyma þér.
Guð geymi þig.
Ólöf Sigurðardóttir,
danskennari.
Sigurður Hákonarson hefur nú
kvatt þennan heim og skilið eftir sig
fótspor sem fáir geta fetað í. Leiðir
okkar Sigga lágu saman í dansinum,
en við kynntumst fyrst þegar hann
hélt námskeið í Borgarnesi. Siggi
tók mér svo opnum örmum þegar ég
flutti suður aðeins 16 ára og hann
veitti mér mikið öryggi, enda leið
mér alltaf vel í návist hans. Hann var
einn menntaðasti danskennari
landsins og ákaflega fær á sínu sviði
og það voru forréttindi að fá að njóta
leiðsagnar hans í danskennaranám-
inu. Siggi var víðlesinn og til hans
gat maður alltaf leitað, sama hvert
erindið var, hvort sem það varðaði
dansinn eða bara lífið sjálft. Dans-
skóli hans var í fremstu röð og eru
flestir starfandi danskennarar í
landinu menntaðir þar. Siggi náði
mjög vel til fólks og var vinsæll sem
kennari vegna þess hve auðvelt hann
átti með að miðla til nemenda og
danskennara. Hann var snillingur á
þessu sviði og hafa margir af hans
„frösum“ úr kennslunni fest sig í
sessi og eru notaðir víða í dag. Siggi
var sjálfur glæsilegur á gólfinu, hann
hreinlega sveif um, og skemmtileg-
ast þótti honum að dansa Ballroom-
dansa, og þá sérstaklega enskan
vals. Við Siggi endurnýjuðum kynni
okkar þegar við urðum nágrannar
fyrir nokkru og við hittumst oft og
ræddum málin. Ég vil þakka þessum
góða vini mínum allt það sem hann
kenndi mér, hann var góð fyrirmynd
og góður félagi sem mótaði líf mitt að
mörgu leyti.
Þín verður sárt saknað kæri vinur,
en góðar minningar lifa. Aðstand-
endum sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hinrik Valsson.
Elsku Siggi, nú er ég loksins kom-
in heim eftir tæp tíu ár í erlendis og
þá ert þú farinn.
Ég man ekki eftir mér áður en ég
kynntist þér, enda var ég þriggja ára
þegar ég mætti í fyrsta danstímann í
Félagsheimili Kópavogs. Þú gafst
mér fyrstu fallegu dansskóna mína
þegar þú paraðir okkur Edda fyrir
sýningu á Broadway 1984. Eftir það
varð ekki aftur snúið og ég fékk ekki
nóg af dansi. Með glöðu geði eyddi
ég á unglingsárunum, öllum kvöld-
um og laugardagsmorgnum uppi í
dansskóla þér til aðstoðar.
Nánast allri æskunni eyddi ég í
þinni umsjá, og á þeirri leið var hlut-
verk uppalanda óhjákvæmilegt. 12
ára fór ég í fyrstu ferðina til Ipswich,
sú ferð og allar sem á eftir komu
skilja eftir ljúfar minningar um fólk
og atburði. Oftast varstu afar stoltur
af okkur, en ég man líka meðal ann-
ars þegar við lékum á enskukenn-
arann og kenndum honum mjög
dónaleg íslensk orð og sögðum hon-
um að þau hefðu allt aðra, alsaklausa
merkingu. Þá vorum við heldur bet-
ur skömmuð.
Við vorum alltaf náin, ég og þú.
Sama ár og þú varðst stoltur afi
eignaðist ég Lenu og þykir svo vænt
um að þú mundir eftir mér þó að ég
væri langt í burtu og hringdir með
hamingjuóskir á afmælisdeginum
hennar.
Þegar þú varst í Danmörku
komstu í heimsókn og sömuleiðis var
ég ekki komin „heim“ nema koma
aðeins við uppi í Auðbrekku í hverri
ferð til Íslands.
Þú hefur í gegnum tíðina verið
mér miklu meira en danskennarinn
minn og ég á þér mikið að þakka. Það
er sárt að kveðja þig, sérstaklega
þegar ég horfi nú inn í Ástúnið frá
nýja heimilinu mínu og mér finnst
erfitt, óraunverulegt, að hugsa til
þess að við hittumst ekki aftur í bráð.
Ég bið Guð að gefa fjölskyldunni
þinni styrk til að takast á við þennan
mikla missi.
Saknaðarkveðjur,
Rakel.
Mig langar til að
skrifa nokkur minn-
ingarorð um Báru
Hólm.
Gunna, yngsta dóttir Báru og
Kidda Kalla, er æskuvinkona mín.
Við vorum algjörar samlokur alveg
frá 12 ára aldri. Við gerðum allt
saman og alla meiri háttar við-
burði eins og menntaskólagöngu
og ævintýraferðir til útlanda
skipulögðum við þannig að við
gætum fylgst að. Af þessum
ástæðum tengdist ég hennar fjöl-
skyldu og gekk í gegnum margt
með Gunnu, án þess þó að skilja
alltaf hvernig henni raunverulega
leið.
BÁRA
HÓLM
✝ Bára Hólmfæddist á Eski-
firði 13. júní 1935 og
ólst þar upp. Hún
lést á heimili sínu
aðfaranótt miðviku-
dagsins 16. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kirkju 22. nóvem-
ber.
Þrátt fyrir harða
baráttu Báru við
þennan harðskeytta
sjúkdóm í 20 ár þá
var alltaf stutt í
glensið hjá henni.
Hún lagði okkur
Gunnu lífsreglurnar
og var löngu farin að
tala um stráka og
getnaðarvarnir áður
en við einu sinni
þorðum að nefna
slíkt á nafn.
Bára var afar op-
inská og sagði ná-
kvæmlega það sem hún hugsaði.
Ég kunni mjög vel við hana sem
unglingur og er Bára mér kannski
helst hugleikin fyrir það að hafa
verið þessi „vinkona“ sem við
stelpunar áttum og gátum bara
talað um allt við.
Ég vil senda fjölskyldu Báru
Hólm mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Ég vil sérstaklega senda
Gunnu minni styrktarkveðjur. Þú
veist að við erum hérna allar stelp-
urnar til staðar fyrir þig hvenær
sem er.
Fjóla Hrafnkelsdóttir.
Þær eru ófáar
minningarnar sem
koma upp í hugann á
þessari kveðjustund. Sem barn og
unglingur var ég svo heppinn að
hafa nánast frjálsan aðgang að ykk-
ur ömmu í sveitinni. Það var alltaf
gaman að koma til ykkar og að hafa
fengið handleiðslu frá fagmanni
eins og þér, afi minn, eru algjör for-
réttindi, en þú hafðir alveg einstakt
PÁLMI
ÓLAFSSON
✝ Pálmi Ólafssonfæddist í Ketu í
Hegranesi í Skaga-
firði 12. október
1916. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Blönduósi 6.
desember síðastlið-
inn og var jarðsung-
inn frá Blönduós-
kirkju 17. desem-
ber.
lag á dýrum. Það held
ég að hann Patti kall-
inn sé glaður að vera
búinn að endurheimta
góðan húsbónda og
félaga. Það var
ósjaldan sem við fé-
lagarnir, þú, ég og
Patti, skoppuðum um
móana og rákum ný-
bornar ærnar upp í
Bungu. Þú lést okkur
hlaupa eins og við
ættum lífið að leysa
og við fórum eftir
bendingunum þínum
og reyndum að vera þér að sem
mestu gagni.
Elsku afi, takk fyrir allar stund-
irnar sem við áttum og það ætla ég
að vona að þeir eigi rauðan Opal
þarna á betri staðnum.
Þinn
Pálmi Vilhjálmsson.