Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 2
2 24. mars 2003 MÁNUDAGUR „Nei! Tveggja stiga forysta er lítið sem ekkert. Úrslitin í enska boltanum ráðast ekki fyrr en um páska, talaðu við mig þá.“ Bjarni Felixson er einn dyggasti stuðningsmaður Arsenal hér á landi. Arsenal er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar örfáar umferðir eru eftir. Spurningdagsins Bjarni, er Arsenal búið að tryggja sér enska meistaratitilinn? STJÓRNMÁL Stjórn Félags fram- sóknarmanna í Vestmannaeyjum vill starfa áfram með Sjálfstæð- isflokknum í meirihluta bæjar- ráðs. Eini fulltrúi Framsóknar- flokksins í bæjarstjórninni, Andrés Sigmundsson, tekur hins vegar ekki í mál að starfa áfram með sjálfstæðismönnum. Stjórn framsóknarfélagsins ræddi málið á fundi síðdegis í gær. Víkingur Smárason, for- maður félagsins, sagði þá að ágreiningurinn við sjálfstæðis- menn væri ekki óleysanlegur. En ef ekki yrði af áframhaldandi samstarfi við þá væri athugandi að taka upp samstarf við Vest- mannaeyjalistann eins og Andr- és vilji gera. „Ef við náum ekki sáttum í eigin röðum og Andrés fær ekki umboð frá okkur á hann þann möguleika að kljúfa sig úr flokknum og fara einn í samstarf við Vestmannaeyjalist- ann,“ sagði Víkingur. Víkingur sagði að á fulltrúa- ráðsfundi framsóknarmanna sem halda átti í gærkvöld yrði reynt til þrautar að ná sáttum við Andrés. ■ VESTMANNAEYJAR Víkingur Smárason, formaður Félags fram- sóknarmanna í Vestmannaeyjum, sagði ágreining bæjarfulltrúa flokksins við sjálf- stæðismenn ekki vera óleysanlegan. Greiða ætti úr málinu og halda meirihluta- samstarfinu áfram. Andrés Sigmundsson vill Vestmannaeyjalistann: Gæti klofið sig úr Framsóknarflokknum HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Ungliðar Framsóknar hafa andmælt stefnu ríkisstjórnarinnar. Nokkurrar óánægju gætir innan þingflokksins. Þingmenn ekki á eitt sáttir um innrás: Nokkur and- staða innan Framsóknar STJÓRNMÁL Ljóst er að nokkurrar andstöðu gætir í þingflokki Framsóknarflokksins við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þingmenn sem blaðið náði tali af í gær eru ekki allir hrifnir af skilaboðum stjórnvalda til Bandaríkjastjórnar og hvernig þau hafa verið túlkuð sem stuðn- ingur við innrás. Mjög erfiðlega gekk að fá þingmenn til að tjá sig um málið. Sumir neituðu alfarið að ræða það eða viku sér undan því að svara hvort þeir styddu stuðn- ingsyfirlýsingu við innrás eða ekki. „Ég er mjög lítið hrifin af þessu,“ sagði þó einn þingmaður, sem ekki vildi láta nafns síns get- ið. Annar þingmaður sagði að þetta væri ákvörðun sem ríkis- stjórnin hefði tekið, ekki þing- flokkurinn. Ekki var annað á hon- um að skilja en hann teldi sig ekki bera ábyrgð á þeirri ákvörð- un. Hvorki var borið undir þing- flokk Framsóknarflokks né Sjálf- stæðisflokks hvort lýsa ætti stuðningi við innrás Breta og Bandaríkjamanna áður en ríkis- stjórnin ákvað að heimila aðgang að lofthelgi og stuðning við að- gerðir. ■ UTANRÍKISMÁL Áður en Bandaríkja- menn og Bretar og bandalag hinna viljugu ákváðu að ráðast inn í Írak á mánudaginn hafði Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra, í við- tölum við fjölmiðla og á Alþingi, sagt að ekki kæmi til greina að styðja innrás án samþykkis Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekkert varð af því að öryggis- ráðið greiddi atkvæði um ályktun- artillögu Bandaríkjamanna, Breta og Spánverja um heimild til inn- rásar. Ályktunin var dregin út af borðinu skömmu áður en öryggis- ráðið átti að fjalla um hana, eftir að endanlega varð ljóst að ályktun- in yrði ekki samþykkt. Stjórnarandstaðan hefur bent á að miðað við fyrri yfirlýsingar ut- anríkisráðherra hefði mátt ætla að hann styddi ekki innrásina sem hófst á fimmtudaginn. Á blaða- mannafundi bandaríska utanríkis- ráðuneytisins á þriðjudaginn var það hins gert opinbert að Ísland væri á lista yfir þau ríki sem styddu innrásina. Stjórnarand- staðan hefur túlkað þennan stuðn- ing sem skýra stefnubreytingu ut- anríkisráðherra. Halldór þvertek- ur fyrir það og segir að afstaða sín hafi alltaf verið klár. Ríkis- stjórnin hafi aldrei útilokað að hægt væri að fara í stríð á grund- velli ályktunar 1441. „Þegar það kemur upp að ör- yggisráðið nær ekki niðurstöðu þá var málið gjörsamlega komið í þrot,“ segir Halldór. „Mín afstaða hefur verið sú allan tímann að ég útilokaði ekki aðgerðir á grund- velli ályktunar 1441. Enda hefur mitt orðalag verið með þeim hætti.“ Þó ríkisstjórnin styðji innrás- ina hefur Halldór sagt að það hafi verið afar óheppilegt að sá stuðn- ingur skyldi fyrst hafa verið gerð- ur opinber þegar Bandaríkja- stjórn birti lista hinna viljugu. Þá hefur hann einnig sagt að Banda- ríkjamenn oftúlki þennan lista því lönd komi inn á hann við mismun- andi aðstæður. trausti@frettabladid.is HALLDÓR ÁSGRÍMSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA „Mín afstaða hefur verið sú allan tímann að ég útilokaði ekki aðgerðir á grundvelli álykt- unar 1441. Enda hefur mitt orðalag verið með þeim hætti,“ segir Halldór. Stefnubreyting utanríkisráðherra? Utanríkisráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir stefnubreyt- ingu í Íraksmálinu. Hann segist aldrei hafa útilokað aðgerðir. Stöð 2, 23. janúar: ● Það liggja ekki á þessu stigi fyrir nægi- legar sannanir til þess að fara í árás á Írak á grundvelli þeirra upplýsinga sem núna liggja fyrir. Þess vegna er ég þeirrar skoð- unar að Öryggisráðið þurfi að fjalla um málið á nýjan leik. Það er mín afstaða. Stöð 2, 23. janúar: ● Ég tel að það sé alveg ljóst í mínum huga að það má ekki framkvæma eitthvað á grundvelli þess sem eitt ríki ákveður. Þetta þarf að vera alþjóðleg aðgerð á grundvelli þess sem Sameinuðu þjóðirnar segja. Það er mín afstaða. Alþingi, 27. janúar: ● Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum algjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar Öryggisráðsins á nýjan leik, það höfum við margsagt. Ríkisútvarpið, 17. mars: ● Það hefur verið afstaða íslensku ríkis- stjórnarinnar að það væri mjög mikilvægt að Öryggisráð samþykkti nýja ályktun. Fréttablaðið, 21. mars: ● Við teljum mikilvægt að afvopna Saddam Hussein og þar sem ekki náðist samstaða í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna teljum við rétt að gera það á grund- velli ályktunar 1441. KVIKMYNDIR Fyrsta kvikmynd Dags Kára Péturssonar, „Nói Al- binói“, vann aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg í Frakklandi á laugardag. Þar kepp- ti hún á móti níu myndum, þar á meðal sænsku myndinni „Lilja 4 Ever“ eftir Lukas Moodysson, sem nú er sýnd í Reykjavík, og dönsku myndina „Open Hearts“ eftir Susanne Bier. „Hafið“ eftir Baltasar Kormák og mynd Frið- riks Þórs „Fálkar“ voru einnig sýndar á hátíðinni. „Hátíðin er haldin árlega og þarna keppa myndir frá norður- hluta Evrópu, meðal annars frá Norðurlöndum, Belgíu, Hollandi og Eystrasaltsríkjunum,“ segir Skúli Malmquist hjá ZikZak, sem framleiðir myndina ásamt Þóri Snæ Sigurjónssyni. „Sigurinn hef- ur heilmikla þýðingu fyrir dreif- inguna í Frakklandi. Hún hefur tekið þátt á tveimur hátíðum í landinu og unnið á þeim báðum. Dreifiaðilinn þar vill dreifa myndinni í 80 eintökum sem er alveg með ólíkindum.“ „Nói Al- binói“ hefur nú tekið þátt á fjór- um hátíðum í Evrópu og unnið verðlaun á þeim öllum. Skúli segist hissa hversu erf- iðlega gangi að fá ungt fólk á myndina og veltir fyrir sér hvort ástæðan geti verið sú að myndin hafi unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum. Mikið framboð á góðum myndum í bíó- húsum gæti einnig verið skýring en flestar myndirnar sem til- nefndar voru til Óskarsverð- launa í ár voru frumsýndar um svipað leyti og Nói. ■ NÓI ALBINÓI Dagur Kári leikstjóri er nú staddur í París í samningaviðræðum við frönsk plötufyrir- tæki um að gefa út tónlistina. Það er hljómsveit hans Slowblow sem vann hana alla. Nói albínói: Vann aðalverðlaun í Rúðuborg NATO-AÐILD SAMÞYKKT Sam- kvæmt útgönguspám virðist sem kjósendur í Slóveníu hafi sam- þykkt aðild landsins að Atlants- hafsbandalaginu. Sextíu prósent studdu aðild en 40 prósent voru á móti. Undanfarna daga hafði ríkt óvissa um útkomu kosninganna. Andstaða við aðild hafði vaxið mjög eftir að Bandaríkin hófu innrás sína í Írak. ■ Evrópa RÍKIÐ SKULDAR LAUN Rússnesk- ir ríkisstarfsmenn eiga inni and- virði 90 milljarða króna í van- greiddum launum, að sögn ITAR- Tass fréttastofunnar. Launaskuld- irnar halda áfram að aukast þrátt fyrir að rússneskur efnahagur hafi eflst nokkuð að undanförnu. ■ Hlutabréf REYKUR ÁN ELDS Íbúa á Akur- eyri brá nokkuð í brún þegar hann sá reyk stíga upp úr húsi í næstu götu. Hann brást fljótt við og hringdi í Neyðarlínuna með upplýsingar um að það væri kviknað í húsi. Þegar málið var athugað kom þó í ljós að hættan var minni en virtist. Tveimur Ak- ureyringum hafði dottið í hug að grilla úti til tilbreytingar. Reyk lagði af grillinu og blekkti það hinn árvökula nágranna. ■ Lögreglufréttir TEKNIR MEÐ FÍKNIEFNI Tveir piltar voru stöðvaðir við venju- bundið eftirlit í Hafnarfirði síð- degis á laugardag. Leitað var á þeim og í bíl þeirra, þar sem fundust 4 g af amfetamíni og 10 grömm af hassi. Lagðar voru fram kærur á hendur þeim og telst málið upplýst að sögn lög- reglunnar í Hafnarfirði. DECODE Í TVO DOLLARA Gengi DeCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 10,5% á föstudag. Gengið stendur nú í tveimur dollurum sléttum á hlut.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.