Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 15
JERÚSALEM, AP Ísraelskar hersveitir handtóku háttsettan mann innan Hamas-samtakanna auk þrettán annarra Palestínumanna þegar ráðist var að næturlagi í þorp og borgir á Vesturbakkanum og Gaza- ströndinni. Sérsveitir umkringdu hús í þorpinu Qalqiliya á Vesturbakkan- um og handtóku Raed Hutri, sem grunaður er um að hafa skipulagt sjálfsmorðsárás fyrir utan nætur- klúbb í Tel Aviv í júní 2001. Að sögn palestínskra ráðamanna fékk Hutri frænda sinn til þess að frem- ja verknaðinn en þeir hafna því al- farið að hann sé einn af leiðtogum Hamas-samtakanna. ■ PRAG, AP Lögreglan í Tékklandi ákvað að verða við kröfum fjár- kúgara sem hótuðu að gera sprengjuárásir ef þeim yrðu ekki greiddar sem svarar um 26 millj- ónum króna í beinhörðum pening- um. Seðlunum var pakkað í litla böggla og kastað úr þyrlu á 25 mismunandi stöðum í norðaustur- hluta landsins. Lögreglunni barst hótunarbréf fyrir tveimur vikum og skömmu síðar fannst sprengja undir lestarbrú við borgina Olomouc. Voru hótanirnar því teknar alvar- lega og ákveðið að verða við kröf- um fjárkúgaranna. Óstaðfestar heimildir herma að hugsanlegt sé að meðlimir í leyniþjónustu Tékkóslóvakíu í valdatíð komm- únista hafi staðið á bak við hótun- ina. ■ MÁNUDAGUR 24. mars 2003 LÍFEYRISSJÓÐIR Hrein raunávöxtun Lífeyrissjóðs Vesturlands, þegar búið er að taka tillit til rekstrar- kostnaðar, var neikvæð um 0,02% á síðasta ári. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar fyrir árin 1998 til 2002 er 3,44%. Í árslok 2002 var hrein eign til greiðslu lífeyris tæpir 8,3 millj- arðar en það er hækkun um 4,54% á milli ára. Innlendar eignir sjóðs- ins gáfu góða ávöxtun á árinu, nafnávöxtun innlendra hlutabréfa var 22,8% og raunávöxtun 20,3%. Mikil lækkun varð á erlendum hlutabréfamarkaði og það ásamt styrkingu krónunnar er megin- skýring slakrar ávöxtunar sjóðs- ins á árinu. Iðgjöld ársins námu 485 milljónum, sem er 5,28% aukning frá fyrra ári. Lífeyris- greiðslur námu 283 milljónum, sem er 13,16% hækkun frá fyrra ári. Tryggingafræðileg úttekt í lok ársins 2002 sýnir að áfallnar skuldbindingar sjóðsins eru 3,4% umfram eignir. Heildarskuldbind- ingar umfram eignir eru 6,4%. Þetta er heldur verri staða en á ár- inu 2001 en þá voru heildarskuld- bindingar umfram eignir 2,2%. Ársfundur Lífeyrissjóðs Vest- urlands verður haldinn 29. apríl næst komandi í Hótel Glymi á Hvalfjarðarströnd. ■ Lífeyrissjóður: Neikvæð ávöxtun Lögreglan borgaði fjárkúgurum: Hótuðu sprengjuárásum FÉLAGI KVADDUR Ættingjar og vinir palestínsks lögreglumanns fylgja ástvini sínum til grafar í flóttamanna- búðum á Gaza-ströndinni. Lögreglumaðurinn var skotinn til bana af ísraelskum hersveit- um fyrr í vikunni. Handtökur á Gaza og Vesturbakkanum: Meintur Hamas-leið- togi í haldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.