Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 14
SJÁVARÚTVEGUR Neðansjávarmynd- ir sem sýna skaða af völdum botnveiðarfæra vöktu mikla at- hygli á fundi smábátamanna sem Félag dagabátaeigenda stóð fyrir í Borgarnesi um helgina. Fundar- efni var notkun botnveiðarfæra á Íslandsmiðum. „Norðmenn brugðust strax við og lokuðu stórum veiðisvæðum þegar þessar myndir birtust og mönnum varð ljóst hvað botn- varpan hafði haft skaðleg áhrif á kóralinn á hafsbotni. Hér á landi hefur aftur á móti ekkert verið gert. Þegar þessar myndir voru sýndar í sjónvarpi hérna gerðist ekki neitt nema að ég fékk LÍÚ upp á móti mér,“ sagði Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og frambjóðandi Frjálslynda flokksins, í framsöguerindi sem hann hélt á ráðstefnunni . En Magnús sýndi með er- indi sínu frétta- myndir sem sýndar voru í S j ó n v a r p i n u árið 1998. Markmið fé- lagsins er að stuðla að bættri umgengni um botn sjávar og telja félagsmenn að það verði best gert með aukinni notkun vistvænna veiðar- færa. Í máli Björns Theodórssonar líffræðings kom fram að botn- veiðafæri eyðilegðu búsvæði sjávarlífvera og rugluðu teg- undasamsetningu á stórum haf- svæðum, sem hann sagði mjög al- varlegt og að brýnt væri að bregðast við. „Hér hefur ekkert verið gert nema að stofnstærða- fræðingur hjá LÍÚ átti að skil- greina málið. Kóralrif eru þús- undir ára að myndast og eigum við að láta skeika að sköpuðu og bíða svo í 8.500 ár eftir því að náttúran reddi vitleysunni, höf- um við þolinmæði til þess?“ spurði Björn. Formaður samtakanna er Her- mann Björn Haraldsson, trillu- karl í Fljótum. „Hlutverk þessarar ráðstefnu er að vekja athygli á því hvað við erum að gera lífríki hafsins. Við viljum ekki ganga þannig um auð- lindina að börnin okkar fái bara sviðna jörð. Barnið í dag er þjóð- in á morgun og til þess verður að taka tillit. Það vora mjög fróðleg erindi sem voru flutt hérna og neðansjávarmyndirnar sýndu hvað óskaplega illa er farið með fiskislóðina. Þetta voru mjög áhrifamiklar myndir. Í framhald- inu stefnum við að því að gera þetta efni aðgengilegt 10 ára börnum og koma því inn í skól- ana. Við ætlum að hefja stórsókn til bættrar umgengni um þessa verðmætu auðlind. Ég var mjög lengi á togurum og loðnuskipum og þekki því umgengnina of vel og fékk samviskubit yfir því. Það verður að snúa þessu við strax“. rt@frettabladid.is 14 24. mars 2003 MÁNUDAGUR „Við viljum ekki ganga þannig um auðlindina að börnin okkar fái bara sviðna jörð. HINDURVITNI Indverska dagblaðið The Hindu segir að höfuðborg álfa sé fundin. Hún sé í Hafnar- firði. Á þessa uppgötvun blaða- manns The Hindu er bent á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Hafnfirskir álfar eru efnivið- ur greinar sem lesa má á vefút- gáfu The Hindu. Þar er svarað grundvallarspurningunni um það hvert álfarnir fari þegar jól- in eru búin og jólasveinninn snýr aftur á Norðurpólinn. Svar- ið er Hafnarfjörður. Í greininni er sagt frá Hafn- arfirði og að bærinn sé höfuð- borg álfa heimsins. Þar séu álfar virtir og viðurkenndir borgarar, jafngildir hafnfirsku mannfólki. Skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði geti ekki farið í framkvæmdir þar sem álfabyggðir eru án kröftugra mótmæla frá álfun- um. Mótmæli álfanna felist til dæmist í því að tæki og tól séu látin bila eða að slys á fólki séu látin henda. Álfabyggðirnar hafi verið kortlagðar nákvæmlega og að álfaferðir njóti sívaxandi vin- sælda. ■ Þögn sögð ríkja um skaðsemi botnvörpu Smábátaeigendur funduðu í Borgarnesi um skaðsemi botnvörpu á botn og sjávarlíf. Óskapleg meðferð á fiskislóð, segir formaður Félags dagabátaeigenda. FUNDARGESTIR Meðal fundargesta var Kristinn Halldór Gunnarson, alþingismaður Framsóknar- flokks. Hér er hann innan um smábáta- menn sem telja botnvörpu vera hinn mesta skaðvald. FORMAÐURINN TALAR Hermann Björn Haraldsson, formaður Fé- lags dagabátaeigenda, heldur framsögu- ræðu á Borgarnesfundinum. Borgarnes er að verða eitt vinsælasta fundarpláss á landinu. Seltjarnarnesbær: Nýtt upplýst bæjarhlið BÆJARMÁL Framkvæmdir eru hafnar við nýtt bæjarhlið Sel- tjarnarnesbæjar við Eiðsgranda. Bæjarhliðið verður upplýst og er ætlað að skerpa bæjarmörk Reykjavíkur og Seltjarnarnes- bæjar. Stefnt er að því að ljúka fram- kvæmdum við hliðið í kringum 15. júní. Á næstunni hyggst bærinn einnig breyta aðkomunni inn á Seltjarnarnes við bæjarmörkin á Nesvegi. Á íbúaþingi, sem haldið var í nóvember síðastliðnum, komu meðal annars fram nokkrar ábendingar um að unnt væri að efla bæjarbraginn með fegurri aðkomu í bæinn. Þá er talið að hliðið muni auka gildi svæðisins fyrir útivistarfólk, þar sem það gerir staðinn skjólsælli og meira aðlaðandi sem áningarstað. ■ ALLUR ER VARINN GÓÐUR Þær voru á gangi fyrir utan sjúkrahús í Guangzhou í Kína og ætluðu sér greinilega ekki að smitast. Dularfulli Asíusjúkdómurinn: Þrír látnir í Kanada TORONTO, AP Þriðji maðurinn hefur að öllum líkindum látist í Kanada af völdum óþekkts öndunarfæra- sjúkdóms, sem borist hefur frá Asíu á síðustu vikum. Sjúkdómur- inn líkist inflúensu, er bráðsmit- andi og lífshættulegur. Talið er að í Kanada hafi ellefu manns smitast af þessum sama sjúkdómi. Á undanförnum þrem- ur vikum hafa líklega nærri 400 manns smitast af honum í Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Þar af er talið að tólf manns hafi lát- ist. Embættismaður í Kanada segir að almenningi stafi lítil hætta af þessum sjúkdómi. Allir sem eru nýkomnir frá Kína, Hong Kong, Víetnam eða Singapore ættu hins vegar að leita læknis ef þeir hafa flensueinkenni. ■ EFNAHAGSMÁL Davíð Oddsson for- sætisráðherra telur að nú sé lag til að lækka skatta fólksins í land- inu enn frekar. Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Seðlabank- ans á föstudaginn. „Nú bendir allt til þess að framundan geti verið mikið hag- vaxtar- og framfaraskeið,“ sagði Davíð. „Spár gefa til kynna að hagvöxtur verði umtalsverður á næstu árum og er það mikið gleði- efni. Staða ríkissjóðs er sterk um þessar mundir og efnahagsbatinn hefur verið nýttur til að greiða niður skuldir. Skuldir sjóðsins námu 34,5% af landsframleiðslu fyrir örfáum árum en eru nú rétt rúmlega 18% af landsfram- leiðslu.“ Davíð gagnrýndi þá sem telja að vegna hættu á þenslu sé ekki rétt að lækka skatta við núverandi aðstæður. „Þetta sjónarmið minnir einna helst á formanninn sem stendur í flæðarmálinu á hverjum degi og gáir til veðurs. Og ýmist er byrinn of mikill eða of lítill, kólgubakki hér og rigningarsuddi þar - allt verður honum að ástæðu til að halda ekki til hafs. Og eins er með úrtölumennina, þegar kemur að skattalækkunum þá er uppsveifl- an ýmist of mikil og hætta á þenslu eða ríkissjóður illa staddur vegna þess að það er fyrirsjáan- leg niðursveifla og horfur á lækk- andi tekjum.“ Davíð sagðist vera þeirrar skoðunar að Seðlabankinn hefði ekki lækkað stýrvexti sína nægi- lega hratt. Sjálfsagt væri fyrir bankann að vera varkár og íhalds- samur, en hættulegt geti verið að hafa vexti of lengi of háa. ■ DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA Á ársfundi Seðlabankans gagnrýndi Davíð þá sem telja að vegna hættu á þenslu sé ekki rétt að lækka skatta við núverandi aðstæður. Hagvaxtarskeið framundan að mati forsætisráðherra: Rétti tíminn fyrir skattalækkun HAFNARFJÖRÐUR The Hindu segir álfa vera viðurkennda borgara í Hafnarfirði. Indverskt dagblað varpar ljósi á yfirskilvitlegar verur: Höfuðborg álfa er í Hafnarfirði ELSTI KARL Í HEIMI Japaninn Yukichi Chuganji varð 114 ára á laugardaginn og fékk sér hrísgrjónarétt í til- efni dagsins. Hann hafði áður lífsviðurværi sitt af því að rækta silkiorma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.