Fréttablaðið - 24.03.2003, Side 16

Fréttablaðið - 24.03.2003, Side 16
16 24. mars 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Í Fréttablaðinu í dag kemur velfram andstaða fólks við stuðning ríkisstjórnarinnar við innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Af þeim sem tóku afstöðu segjast 26 prósent vera fylgjandi stuðningsyf- irlýsingunni en 74 prósent andvíg henni. Það er ekki hægt að finna meirihlutafylgi við stuðning ríkis- stjórnarinnar nema hjá fylgismönn- um Sjálfstæðisflokksins. Af þeim eru 56 prósent fylgjandi yfirlýsing- unni en 44 prósent á móti henni. Af- staða fylgismanna Framsóknar- flokksins er líkari afstöðu annarra landsmanna. Af fylgismönnum Framsóknar styður 31 prósent ákvörðun ríkisstjórnarinnar en 69 prósent eru andvíg henni. Það segir nokkuð um sérstöðu stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins til þessa máls að þegar afstaða allra annarra en sjálfstæðismanna er skoðuð eru andstæðingar stuðnings- yfirlýsingarinnar 85 prósent en fylgjendur aðeins 15 prósent. Þetta mál virðist hafa umtals- verð áhrif á fylgi stjórnmálaflokk- anna í vikulegri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sameiginlegt fylgi stjórnarflokkanna hrapar niður í 44 prósent. Það fylgi myndi duga þeim sameiginlega fyrir 28 þingmönnum. Í kosningunum 1999 fengu Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur sameiginlega rúmlega 58 prósent atkvæða og 38 þingmenn kjörna. Stjórnarflokkarnir hafa því tapað fjórðungnum af fylgi sínu. Þótt stjórnarflokkarnir súpi sameiginlega seyðið af andstöðunni við ákvörðun ríkisstjórnarinnar er vandi þeirra ekki sá sami. Vandi Framsóknar er að forystan stóð að ákvörðun sem mikill meirihluti flokksmanna er andsnúinn – og eru þá aðeins taldir með þeir sem styðja flokkinn í könnunum. Vandi Sjálf- stæðismanna er hins vegar ekki sá að stuðningsmenn flokksins standi ekki að baki forystunni heldur sá að stefna flokksins er minnihluta- stefna sem nýtur lítils stuðnings í samfélaginu. Það getur hentað litl- um flokkum en stangast á við sjálfs- mynd sjálfstæðismanna. Í þeirra huga er Sjálfstæðisflokkurinn hinn náttúrlegi vettvangur málamiðlana; þau mál sem flokkurinn tekur upp og rekur áfram eiga að njóta víð- tæks stuðnings í samfélaginu. Það er bæði lykillinn að árangri flokks- ins gegnum tíðina og stærð hans og valds í íslenskum stjórnmálum. Það er síðan sérstakt áhyggju- efni sjálfstæðismanna að sá flokk- urinn sem þrífst best á óánægju þjóðarinnar með ákvörðun ríkis- stjórnarinnar er Frjálslyndi flokk- urinn; sá flokkur sem hefur líkust lífsgildi að leiðarljósi og Sjálfstæð- isflokkurinn. ■ Sjálfstæðisflokkurinn sendirkerfisbundið út þá þjóðsögu að Davíð Oddsson hafi lækkað tekjuskatta. Það er rangt. Mikill meirihluti Íslendinga finnur í sinni eigin buddu að þeir eru að greiða hærra hlutfall launa í tekjuskatt en árið 1995. Öryrkj- ar og aldraðir geta vitnað um það. Jafnvel þeir sem lifa rétt ofan skilgreindra fátæktar- marka þurfa nú að greiða tekju- skatt. Vilja Íslendingar að ör- yrkjar og aldraðir séu þannig leiknir? Láglaunafólk greiðir milljarð á ári Það er lækkun á skattfrelsis- mörkunum sem hefur leitt til þess að fátækt fólk er nú knúið til að greiða tekjuskatt af laun- um sem tæpast er hægt að lifa af. Þetta er ástæða hinnar nýju fátæktar. Hún er að verða helsta arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Það er hún sem í vaxandi mæli útilokar einstæðar mæður, lág- launafólk og öryrkja ásamt börn- um þeirra frá eðlilegri þátttöku í samfélaginu. Þetta ranglæti skattbreytinga Sjálfstæðis- flokksins er að búa til hóp annars flokks þegna sem ekki var til áður. Eitt helsta verkefni samfé- lagsins er að útrýma þessari fá- tækt. Lægri skattfrelsismörk hafa í för með sér að jafnvel þeir sem lifa nánast af strípuðum bótum neyðast til að greiða tekjuskatt. Á ári getur hann numið sömu upphæð og bætur þeirra í heilan mánuð. Þjóðhagsstofnun reikn- aði út fyrir Samfylkinguna að ör- yrkjar og aldraðir með tekjur undir 90 þúsundum greiddu árið 2001 heilan milljarð í tekjuskatta á ári. Sú upphæð er örugglega snöggtum hærri í dag. Þetta er ljótur blettur á samfélagi okkar. Geir afhjúpar þjóðsögu Sjálfstæðisflokkurinn þrá- stagast samt á því að tekjuskatt- ar hafi lækkað í tíð Davíðs Odds- sonar. Nú hefur Geir H. Haarde sýnt óvart fram á að það er þjóð- saga. Á síðasta degi Alþingis lagði hann fram skrifleg svör við fyrirspurn Rannveigar Guð- mundsdóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar, um skattþróun frá 1995. Þar er hægt að lesa svart á hvítu að 95% hjóna og 75% einstaklinga greiða nú hærra hlutfall launa í tekjuskatt en þegar núverandi ríkisstjórn tók við! Það dugar ekki að bera því við að hækkun tekjuskatta sé óhjá- kvæmileg vegna hærri launa og meiri kaupmáttar. Sagan sýnir annað. Upp úr 1970, og aftur 1986-87, nutu landsmenn mikill- ar aukningar á kaupmætti, án þess að skattbyrðin ryki upp. Það var ekki fyrr en núverandi ríkisstjórn sleit lögbundna teng- ingu milli verðlags og persónu- afsláttar árið 1995 sem skatt- byrði tók að rjúka upp samfara launahækkunum. Áskorun til Davíðs Davíð Oddsson klifar samt á þjóðsögunni um að hann hafi lækkað tekjuskattana okkar. Ef hann er svona viss, hvers vegna þorir hann ekki að ræða skatta- málin við Samfylkinguna? Til er ég, sagði Ingibjörg Sólrún á frægum Kópavogsfundi, og skoraði á forsætisráðherrann til kappræðna. Hann þegir enn þunnu hljóði. Sjálfstæðisflokk- urinn þorir greinilega ekki í op- inberar kappræður um skatta- málin. Er Davíð kannski hræddur við að Ingibjörg afhjúpi þjóð- söguna um skattalækkunina? ■ Um daginnog veginn ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON ■ formaður Samfylkingar- innar skrifar um skatta- mál. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um afstöðu fólks til stuðnings ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak. Stuðningsyfirlýsingu við innrásina hafnað Af hverju þorir Davíð ekki? ■ Bréf til blaðsins Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína. Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum. Hringdu í Avis sími 5914000 Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Við gerum betur Njóttu þ ess að ferðast um lan dið á góðum bíl FRAMKVÆMDIR Með Fáskrúðs- fjarðargöngum og tilheyrandi vegagerð styttist leiðin suður með Austfjörðum um 34 km og milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar um 31 km. Að- eins verða 18 km á milli þess- ara tveggja staða í stað um 50 km nú. Um leið verða leystir af hólmi hættulegir vegar- kaflar með erfiðum beygjum, blindhæðum og takmörkuðu burðarþoli. F á s k r ú ð s f j a r ð a r g ö n g munu ná frá Hrúteyri í Reyð- arfirði að Dölum í Fáskrúðs- firði. Þau verða tvíbreið og 5,9 km löng. Fyrir miðju gangn- anna ná þau mestri hæð yfir sjó, eða 124 m. Verktaki við gerð Fáskrúðsfjarðarganga er Ístak hf., ásamt E.Pihl og Sön AS. Framkvæmdir hefjast væntan- lega í apríl og áætlað um eitt og hálft ár að sprengja göngin í gegn- um fjallið og er þá unnið frá báð- um endum samtímis. Eitt ár tekur síðan að fullgera göngin og ljúka öllum frágangi og verður fram- kvæmdum þá að fullu lokið haust- ið 2005. Steinþór Pétursson, sveitar- stjóri Búðahrepps, segir þetta vera gleðileg tímamót og stórt stökk í bættum samgöngum á svæðinu. Með tilkomu gangnanna verði íbúar Fáskrúðsfjarðar stein- snar frá nýjum atvinnutækifær- um, en meginþungi framkvæmda vegna álversins í Reyðarfirði verður einmitt á árinu 2005 til 2007. Áætlaður kostnaður við gerð gangnanna er 3,8 milljarðar króna. Umhverfisáhrif framkvæmd- anna lúta einkum að efnistöku og aðlögun vegar að landi. Takmörk- uð röskun verður á gróðurfari á vegsvæðinu og áhrif á fuglalíf verða takmörkuð, en gera má ráð fyrir að röskun geti orðið á fugla- lífi um varptímann meðan á fram- kvæmdum stendur. trausti@frettabladid.is Fjögurra millj- arða samningar undirritaðir Fáskrúðsfjarðargöng verða 5,9 km löng. Áætl- aður kostnaður um 3,8 milljarðar. Framkvæmd- ir hefjast í apríl. Göngin verða tilbúin árið 2005. HORFT YFIR REYÐARFJÖRÐ Fáskrúðsfjarðargöng munu ná frá Hrúteyri í Reyðarfirði yfir að Dölum í Fáskrúðsfirði. Þau verða tvíbreið og um 5,9 km löng. Skatta- hækkanir Sjálfstæðis- flokksins Hjörtur Hjartarson skrifar: Almannasamtök hafa staðiðsveitt við að reka ofan í Davíð Oddsson rangfærslur hans um skattalækkanir. Þegar halla tók á fráfarandi forsætisráðherra í rökæðunni talaði hann um að kaupmáttur hefði aukist, eins og skattahækkanir í valdatíð hans hyrfu við það. Fjármálaráðherra leikur tilbrigði við stef forsætis- ráðherra. Þegar auknar skatta- álögur á almenning eru gerðar að umtalsefni hrópar hann hástöfum að skattleysismörk á Íslandi séu hærri en í flestum löndum OECD. Í við okkar skyldustu lönd erum við sér á báti. Meðal frændþjóða okkar er velferðarkerfi sem rís undir nafni og stjórnvöld stefna ekki á að eyðileggja það og taka upp fátækrahjálp í staðinn. Á Ís- landi veigrar efnaminna fólk sér við að afla sér menntunar, leita sér lækninga og leysa út lyf. Saman- burður á stuðningi við aldraða, barnafjölskyldur og öryrkja gerir hlut Íslendinga enn dapurri. Gam- anið kárnar fyrst fyrir alvöru ef ungkarlaliðið sem Sjálfstæðis- flokkurinn býður upp á í kosning- unum í vor sest á valdastóla. Auknar skattaálögur á almenn- ing í valdatíð Davíðs geta aldrei orðið skattalækkun. Það er því skynsamlegt af forsætisráðherra að láta sem hann hafi ekki heyrt áskorun Ingibjargar Sólrúnar um rökræðu skattamál á opinberum vettvangi. Eins er skynsamlegt af almenningi að láta ekki glepjast af loforðum Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í skiptum fyr- ir atkvæði. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.