Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 8
8 24. mars 2003 MÁNUDAGUR DOHA, AP Íraska sjónvarpið sýndi í gær myndir af að minnsta kosti fjórum líkum, sem sögð voru af bandarískum hermönnum. Einnig sáust fimm fangar, þar af ein kona, sem einnig voru sagðir bandarískir. Myndirnar voru einnig sýndar á arabísku sjón- varpsstöðinni al Djasíra, sem sendir út frá Katar. Fangarnir voru yfirheyrðir í beinni útsendingu, þar sem þeir sögðu til nafns, gáfu upp her- deild og sögðu hvaðan úr Banda- ríkjunum þeir væru. Donald H. Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að allt að tíu bandarískir hermenn væru týndir í Írak. Hugsanlegt væri að Írakar hefðu tekið einhverja þeirra til fanga. Hugsanlega hafi Írakar einnig komið höndum yfir erlenda blaðamenn. Írakar sögðust einnig hafa skotið niður bandaríska flugvél í nágrenni Bagdad. Fregnir bár- ust af því að annar flugmanna hennar hefði verið tekinn til fanga, en þær fréttir voru síðar bornar til baka. Vitað er að Írakar gerðu mikla leit að flug- mönnunum í Bagdad og ná- grenni. ■ SKÝRT FRÁ HANDTÖKU STRÍÐSFANGA Annar tveggja varaforseta Íraks, Taha Yassin Ramadan, hélt því fram í gær að Írakar hefðu handtekið bandaríska hermenn. ■ Innrás í Írak/Mannfall ■ Innrás í Írak/Fangar Bandarískir fangar í Írak ÓBREYTTIR BORGARAR Enginn veit enn hve margir óbreyttir borgarar hafa fallið eða særst í árásunum á Írak. Íraskar heimildir, sem vitnað hefur verið til í vestrænum fjöl- miðlum, segja að 77 óbreyttir borgarar hafi fallið í Basra, næst- stærstu borg Íraks. Þá hafa Írakar haldið því fram að 250 óbreyttir borgarar hafi særst í loftárásun- um á Bagdad, þar af rúmlega 200 aðfaranótt sunnudags. Einnig hafa borist fregnir af því að sprengjur hafi fallið í skemmtigarði á vest- urbakka árinnar Tígris, en ekki fylgir sögunni hvort fólk hafi ver- ið í garðinum. Ekkert af þessu hef- ur fengist staðfest, frekar en venj- an er í styrjöldum af þessu tagi. Breski blaðamaðurinn Robert Fisk er hins vegar staddur í Bagdad og lýsir ástandinu í dag- blaðinu The Independent. Í gær sagði hann frá heimsókn sinni á sjúkrahús í Bagdad. „Donald Rumsfeld segir að árás Bandaríkjanna á Bagdad sé „nákvæmari loftárás en nokkru sinni hefur þekkst,“ en hann ætti að reyna að segja það við hina fimm ára gömlu Doha Suheil,“ skrifar Fisk í grein sinni. Sprengjubrot skutust í fætur hennar og hrygg þegar flugskeyti féll nálægt heimili hennar í út- hverfi Bagdad. Hún er lömuð á vinstra fæti. Þarna á sjúkrahúsinu hitti Fisk einnig fimmtuga bóndakonu, sem var að heimsækja dóttur sína í Bagdad þegar fyrsta bandaríska flugskeytið kom þar niður. „Ég var rétt að koma út úr leigubílnum þegar það varð heilmikil spreng- ing og ég féll niður og sá blóð mitt út um allt,“ sagði konan við Fisk. Hún er með ótalmörg sár á brjósti eftir sprengjuflísar. Í næsta herbergi eru tveir drengir, ellefu og fjórtán ára. Þeir fengu einnig sprengjubrot í fætur og brjóst. „Það er eitthvað sjúklegt og klámfengið við þessar sjúkrahúsa- heimsóknir,“ segir Fisk í grein sinni og er ekki alveg sáttur við hlutskipti sitt. „Við sprengjum. Þau þjást. Síðan komum við að taka myndir af særðu börnunum þeirra.“ gudsteinn@frettabladid.is Óstaðfestar fregnir af mannfalli Fullyrt er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í Basra. Einnig eru frétt- ir af hundruðum særðra íbúa í Bagdad. Breski blaðamaðurinn Robert Fisk heimsótti sjúkrahús í Bagdad. AS SAYLIYAH, KATAR, AP Bandaríski herinn átti síðdegis í gær aðeins 16 kílómetra eftir ófarna til Bagdad, og hafði þá farið um 370 kílómetra inn í landið á 40 klukkutímum. Bandaríski herforinginn John Abizaid segir hersveitir Breta og Bandaríkjamanna hafa mætt harðri mótspyrnu við borgina Nasiriyah í suðurhluta Íraks. Íraskir embættismenn héldu því fram í gær að 25 bandarískir hermenn hefðu fallið í bardög- um. ■ SÆRT BARN Í BASRA Maður heldur á barni sem sagt var að hafi særst í árás bandaríska hersins á Basra. AP /N AB IL RÝTINGSSTUNGA Í BAKIÐ Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, sakaði Arabaríki um að hjálpa Bandaríkjamönn- um við að reka rýting í bak írösku þjóðarinn- ar. Sabri er kom- inn til Kaíró þar sem Arababanda- lagið fundar. Stjórnvöld í Kúvæt hafa óskað eftir því að flugskeytaárásir Íraka á Kúvæt verði ræddar á fundinum. ÚTHÝST Í JÓRDANÍU Jórdanía varð fyrsta arabaríkið til að víkja íröskum erindrekum úr landi í tengslum við innrásina í Írak. Fimm íraskir stjórnarer- indrekar voru sakaðir um verkn- aði sem samrýmast ekki starfs- mönnum sendiráða og beðnir um að hafa sig á brott. LOFAR HJÁLPARSTARFI „Þetta er aðeins upphafið að erfiðum bar- daga,“ sagði George W. Bush Bandaríkjafor- seti. Hann segir innrásina ganga vel en syrgir þá sem hafa fallið. Hann lofaði því að mikið hjálparstarf hæfist í Írak strax í dag. „Það eru já- kvæðar fréttir fyrir þá sem hafa þjáðst undir Saddam Hussein.“ ■ Innrás í Írak/Örfréttir Skotið á Íran ÍRAN, AP Íranar segjast hafa orðið fyrir barðinu á hvort tveggja Írökum og Bandaríkjamönnum frá því innrásin í Írak hófst. Tvö flugskeyti lentu í Íran á laugardag að sögn Abdolvahed Mousavi- Lari, innanríkisráðherra Írans. Tveir slösuðust þegar annað flugskeytið sprakk nærri borginni Abadan. Mousavi-Lari segir að því hafi verið skotið af banda- mönnum og varaði þá við því að senda flugvélar sínar um íranska lofthelgi. Hitt flugskeytið var ír- askt, sagði ráðherrann. Banda- menn báðust fyrst afsökunar á at- vikinu en sögðust síðar telja að flugskeytin væru írösk. ■ ■ Innrás í Írak/Íran ■ Innrás í Írak/Bardagar FIKRA SIG ÁFRAM Bandarískir hermenn árla morguns í Írak. Harðir bardagar BRESKRI FLUGVÉL GRANDAÐ Bandarískt flugskeyti grandaði breskri herþotu skammt frá landamærum Íraks og Kúvæts í gær. Bæði breski og bandaríski herinn staðfestu þetta. Tveir breskir hermenn voru um borð í þotunni, en ekki var vitað um ör- lög þeirra síðdegis í gær. Rich- ard Myers, formaður bandaríska herráðsins, sagði tæknibúnað hafa bilað. BLAÐAMAÐUR TALINN AF Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Terry Lloyd er nú talinn látinn. Hann hvarf í suðurhluta Íraks á laugardaginn ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum. Sjón- varpsstöðin ITN, sem Lloyd starfaði hjá, hélt því fram í gær að lík hans væri á sjúkrahúsi í borginni Basra í Írak. Ekki er vitað um samstarfsmenn hans tvo. ■ Innrás í Írak/Örfréttir FLUGSKEYTI Tveir slösuðust þegar flugskeyti sprakk nærri borginni Abadan í Íran.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.