Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 13
13MÁNUDAGUR 24. mars 2003 IRBIL. AP Kúrdar, bæði í norður- hluta Íraks og í fjórum ná- grannalöndum, gera sér vonir um að árásin á Írak verði til þess að hagur þeirra batni. Framtíð- arhugmyndir Kúrda ganga þó misjafnlega langt og eru að sama skapi teknar misalvarlega. Kúrdar eru í heildina um þrjátíu milljónir. Þeir búa á landsvæði sem nær til fimm ríkja og er samtals meira en tvisvar sinnum stærra en Ís- land. Fáir taka alvarlega hugmynd- ir um að stofnað verði sjálfstætt ríki, sem myndi sameina Kúrda í Írak, Íran, Tyrklandi, Sýrlandi og Armeníu í eitt ríki. Stóri draumur margra Kúrda er hins vegar sá að kúrdneski hluti Íraks verði gerður að sjálf- stæðu ríki. Svo virðist sem margir Kúrdar bindi nokkrar vonir við að þetta geti orðið raunhæft, ekki síst með hliðsjón af því að íraskir Kúrdar styðja nú Bandaríkjamenn gegn Saddam Hussein. Loks er hófsami draumurinn um takmarkaða sjálfstjórn Kúrda í nýju sambandsríki, sem stofnað yrði í Írak eftir að stjórn Saddams Hussein færi frá. Víst er að Tyrkland reynir eftir megni að koma í veg fyrir að stofnað verði sjálfstætt ríki Kúrda í Írak. Tyrkir óttast að þar með fái sjálfstæðiskröfur Kúrda í Tyrklandi byr undir báða vængi. Fregnir af innrás tyrkneskra hermanna í Írak fyrir helgi hafa ekki fengist staðfestar. ■ KÚRDAR GÆTA LANDAMÆRA Kúrdar í Írak gera sér vonir um upphefð að stríðinu loknu. Innrásin í Írak: Draumar um sjálfstjórn Kúrda AP/H ASAN SAR B AKH SH IAN SKÍÐI Lokað var á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í gær vegna hvassviðris og snjóleysis. Í Bláfjöllum var suðvestanátt, 12-17 metrar á sekúndu og gekk á með éljum. Snjó hefur undan- farið bætt í fjallið á skjólsælum stöðum. Í Skálafelli og á Hengilssvæð- inu var lokað vegna snjóleysis. Suðvestanátt, 3-8 metrar á sek- úndu, var í Skálafelli, slydda og blautur snjór. Á Hengilssvæðinu var hiti rétt yfir frostmarki, suðvestan- átt, 14 metrar á sekúndu og slydduél. Snjólaust er orðið í öll- um lyftum á svæðinu. ■ LOKAÐ Á SKÍÐASVÆÐUM Veður og snjóleysi kom í veg fyrir að fólk kæmist á skíði á suðvesturhorninu í gær. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins: Lokað vegna veðurs ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Á HOLTA-VÖRÐUHEIÐI Sex bílar lentu ut-anvegar á Holtavörðuheiði að- faranótt laugardags. Stór flutn- ingabíll með tengivagn valt á hliðina og er hann talinn ónýtur. Engin meiðsl urðu á fólki. GÓÐ TÍÐ OG RÓLEGHEIT Mikil rólegheit voru á Siglufirði um helgina og eru bæjarbúar hreint til sóma að sögn lögreglunnar. Skíðasvæðið hefur lítið verið opið sökum snjóleysis og góðrar tíðar og eru heimamenn farnir að skipta yfir á sumardekk. ■ Lögreglufrétir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.