Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 19
19MÁNUDAGUR 24. mars 2003 ÍÞRÓTTAMANNVIRKI Urgur er í borg- arfulltrúum meirihlutans í Reykjavík vegna styrks sem menntamálaráðuneytið hefur ný- verið veitt Akureyrarbæ til upp- byggingar Vetraríþróttamiðstöðv- ar Íslands. Málið snýst í grund- vallaratriðum um að borgarfull- trúar telja óréttlátt að sambæri- legir þjóðarleikvangar í íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnuvöll- urinn í Laugardal, séu á sama tíma byggðir og endurbættir al- farið með fé úr borgarsjóði, án framlaga ríkisins. Að sögn Önnu Kristinsdóttir, Framsóknarflokki og borgarfull- trúa R-listans, sendu öll sveitarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu sam- eiginlega ályktun til menntamála- ráðuneytisins í nóvember á liðnu ári, þar sem beðið var um að ríkið kæmi að uppbygginu þjóðarleik- vangs í sundi í Laugardal með fjárframlögum. Þar er um að ræða 50 metra yfirbyggða sund- laug sem mætir alþjóðlegum kröf- um um keppnisleikvang í sundi. Byggingin er komin langt á veg. Borgin hefur hins vegar ein þurft að standa straum af kostnaði, þrátt fyrir að samkomulag sé um það á meðal sveitarfélaga að um þjóðarleikvang sé að ræða. Menntamálaráðuneytið hefur ekki svarað umleitunum sveitar- félaganna enn sem komið er. „Síðan lesum við það í blöðun- um að það sé búið að veita 180 milljónum til uppbyggingar Vetr- aríþróttamiðstöðvar Íslands á Akureyri,“ segir Anna. „Og ríkið hafði þegar varið nokkrum fjár- hæðum til vetraríþrótta á Akur- eyri áður. Okkur finnst þetta ekki réttlátt gagnvart okkur.“ Anna bendir einnig á, að Knattspyrnusamband Íslands sæki það fast um þessar mundir að uppfæra aðstöðuna á knatt- spyrnuvellinum í Laugardal í samræmi við alþjóðlegar kröfur um keppnisleikvanga. Slík upp- bygging getur kostað allt upp undir einn milljarð króna, segir Anna. Hér er óumdeilanlega um þjóðarleikvang að ræða, segir hún, og því spurning hvort borg- in eigi ein að standa að kostnaði. Spjótin hafa hins vegar beinst að borginni nær einvörðungu hing- að til. „Knattspyrnusambandið gerir ráð fyrir að geta fjármagn- að um 300 milljónir með styrkj- um,“ segir Anna. „En eftir standa þá um 700 milljónir og það er eðlilegt að spurt sé hvort borgin eigi að greiða það ein.“ Ekki náðist í Tómas Inga Ol- rich menntamálaráðherra. gs@frettabladid.is Scolari stýrir Portúgal gegn Brasilíu: Fær heima- landið í heimsókn FÓTBOLTI Næsta laugardag leika Portúgal og Brasilía vináttuleik í Porto. Þar mætir Luiz Felipe Scol- ari, þjálfari Portúgal, liðinu sem hann stýrði til sigurs í heims- meistarakeppninni í fyrra. Scolari tilkynnti leikmannahóp Portúgal í vikunni og er Deco, leikmaður Porto, eini nýliðinn. Deco, sem heitir fullu nafni Anderson Luis de Souza, fæddist í Brasilíu fyrir tæpum 26 árum en fékk nýlega portúgalskan ríkisborgararétt. ■ HANDBOLTI Þjóðverjar sigruðu Ís- lendinga 39:34 í landsleik í hand- bolta sem fram fór í Max Schmel- ing-íþróttahöllinni í Berlin á laugardag. Íslendingar leiddu 5:4 eftir tæpar tíu mínútur en Þjóð- verjar náðu fljótlega forystu og höfðu sex marka forystu í hléi, 23:17. Ólafur Stefánsson skoraði átta mörk, Patrekur Jóhannesson fimm, Guðjón Valur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson fjögur hver, Róbert Sighvatsson, Aron Krist- jánsson, Rúnar Sigtryggsson og nýliðinn Jaliesky Garcia skoruðu tvö hver og Logi Geirsson eitt. ■ RUUD VAN NISTELROY Ruud van Nistelroy skoraði sína þriðju þrennu fyrir Manchester United í leiknum gegn Fulham á laugardag. Hann skoraði einnig þrennu gegn Newcastle í nóvember og Southampton í fyrra. A-landslið karla í handbolta: Þýskur sigur í 73 marka leik ÓLAFUR STEFÁNSSON Ólafur Stefánsson skoraði átta mörk gegn Þjóðverjum. Hver á að borga þjóðarleikvanga? Urgur í meirihluta borgarstjórnar. Menntamálaráðuneytið ákvað að leggja 180 milljónir til uppbyggingar vetraríþróttamiðstöðvar á Akur- eyri. Borgin stendur ein að kostnaði sambærilegs þjóðarleikvangs. LANDSLEIKUR Á LAUGARDALSVELLI Knattspyrnusambandið telur þörf á að ráðast í fjárfreka uppbyggingu til að völlurinn sam- ræmist alþjóðlegum kröfum um keppnisleikvang. Um er að ræða þjóðarleikvang í íþrótt- inni og spurningin er hver eigi að borga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.