Fréttablaðið - 24.03.2003, Page 6

Fréttablaðið - 24.03.2003, Page 6
BANDALAG „Það er engin tilviljun að mörg aðildarríki þessa banda- lags hafa nýlega sloppið undan einræði og kúgun,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkja- forseta, þegar hann kynnti 13 ný ríki til sögunnar í svokölluðu bandalagi hinna viljugu sem styðja innrásina í Írak. Orðin eiga að sumu leyti við rök að styðjast. Eitt bandalags- ríkjanna er Rúanda, sem fyrir tæpum áratug var undirlagt af þjóðarhreinsun sem kostaði allt að 800.000 manns lífið. Morðald- an var skipulögð af þáverandi stjórnvöldum og er núverandi stjórnvöldum, sem hröktu þau fyrri frá völdum, í fersku minni. Það kann að hafa áhrif á afstöðu þeirra nú. Sama saga verður þó ekki sögð um öll ríkin. Meðal þeirra ríkja sem eru í bandalagi hinna viljugu má nefna Úsbekistan. Meðal helstu vandamála sem Úsbekar eiga við að stríða er að stjórnvöld virða ekki mannréttindi og lýðræði hefur ekki náð að þróast þar eft- ir að þetta fyrrum Sovétlýðveldi fékk sjálfstæði. Svo segir í það minnsta umsögn bandarísku leyniþjónustunnar sem birt er í World Factbook. Kúvæt er annað bandalagsríki þar sem lýðræði hefur verið takmarkað, í besta falli. Tíundi hver borgari hefur atkvæðisrétt, engin kona. Fleiri ríki á listanum eru at- hyglisverð. Þar má nefna eyríki á Kyrrahafi, Míkrónesíu, Mars- halleyjar og Palá, sem öll voru undir stjórn Bandaríkjanna fram á síðustu áratugi. Einn helsti vandi Míkrónesíu að sögn CIA er að landið er of háð bandarískri efnahagsaðstoð. Bandarísk efna- hagsaðstoð er meginundirstaða efnahagsins á Marshalleyjum. Þarlend stjórnvöld hafa einnig krafið Bandaríkin um skaðabæt- ur fyrir að hluti eyjanna var not- aður við kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni. Palá, þar sem búa tæplega 20.000 manns, fær ár- legar greiðslur frá bandarískum stjórnvöldum fyrir að veita að- stöðu fyrir hernaðarbækistöð. brynjolfur@frettabladid.is 6 24. mars 2003 MÁNUDAGUR AMMAN, JÓRDANÍU, AP Meðan sprengjuregnið dynur á Bagdad mega leiðtogar í arabaríkjum þola vaxandi mótbyr heima fyrir. Rót- tæk ungmenni og jafnvel eldra fólk, sem hingað til hefur verið í hófsamari kantinum, lætur óspart í ljós harða andstöðu við hernað- inn gegn Írak. Íslamskir harðlínumenn krefj- ast þess margir hverjir að farið verði í heilagt stríð og hvetja jafn- framt til hryðjuverka. Þá vilja þeir slíta stjórnmálatengslum við Bandaríkin og hvetja til þess að bandarískar og breskar vörur verði sniðgengnar í verslunum. Þúsundir manna hafa gengið um götur hrópandi vígorð gegn Bandaríkjunum. Hryllilegar myndir af illa særðu fólki og illa útleiknum líkum hafa birst í fjöl- miðlum og í kjölfarið eflist and- staða almennings við innrásar- stríðið um allan helming. Jafnvel þeir sem telja Saddam Hussein vera hinn versta harð- stjóra, sem ætti að fara frá völd- um, telja að innrás erlends ríkis geti gert illt verra. „Við eigum eftir að sjá þúsund nýja Osama bin Laden vegna ranglætis Bandaríkjanna og sinnuleysis araba,“ segir Khalid al-Meena, ritstjóri enskumælandi dagblaðs í Sádi-Arabíu. ■ HERMAÐUR Í ÍRAK Framlag ríkja til stríðsrekstrarins er misjafnt. „Ég veit ekki“ BANDALAG Misjafnt er hvernig stuðningur hinna 45 ríkja birtist. Blaðamaður The Guardian hafði samband við sendiráð nokkurra þeirra ríkja sem voru á upphaf- lega listanum og forvitnaðist um í hverju stuðningur þeirra við inn- rás væri fólginn. „Ég veit ekki. Við höfum ekki fengið opinberu línuna ennþá. Ég fæ einhvern til að hringja í þig,“ var svarið sem fékkst í sendiráði Georgíu. Talsmaður kólumbíska sendi- ráðsins gaf nokkuð ítarlegra svar. „Í fyrsta lagi held ég ekki að þeir þurfi að fljúga yfir Kólumbíu til að komast til Írak. Með hliðsjón af því hvaða ríki eru á listanum held ég að þau útvegi fyrst og fremst upplýsingar, ef þau búa yfir þeim, eða móralskan stuðning. Að öðru leyti er ég ekki viss um að við get- um gert mikið hinum megin hnatt- arins.“ ■ Afganistan Albanía Aserbaídsjan Ástralía Bandaríkin Bretland Búlgaría Danmörk Dóminíska lýð- veldið Eistland El Salvador Erítrea Eþíópía Filippseyjar Georgía Holland Hondúras Ísland Ítalía Japan Kosta Ríka Kólumbía Kúvæt Lettland Litháen Makedónía Marshalleyjar Míkrónesía Mongólía Níkaragúa Palau Portúgal Pólland Rúanda Rúmenía Salómonseyjar Singapore Slóvakía Suður-Kórea Spánn Tékkland Tyrkland Ungverjaland Úganda Úsbekistan Bandalag hinna viljugu Skrautlega samsett bandalag Meðal þeirra 45 ríkja sem hafa lýst stuðningi við innrás í Írak eru nokkur mjög háð bandarískri efnahagsaðstoð. NJÓTA STUÐNINGS 45 RÍKJA 45 ríki hafa lýst yfir stuðningi við innrásina í Írak. Þó er viðbúið að sumir hermannanna sem nú berjast í Írak hafi aldrei heyrt minnst á sum ríkin sem styðja aðgerðirnar. ■ Innrás í Írak/Bandalagsríki■ Innrás í Írak/Stuðningur Vaxandi andstaða■ Innrás í Írak/Arabaríki STÚDENTAR MÓTMÆLA Meira en þúsund stúdentar mótmæltu árásinni á Írak við háskólann í Amman í Jórdaníu í gær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.