Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 21
21MÁNUDAGUR 24. mars 2003                  !!  "#" $ %  & %    ( %(!  ) * + ! (%   * + ,   + " --   + % %  . , %  .**/ %  0'  % %"  12+ !  3&43567 84369  8$: 4;6  <=>6;.3   hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 MARS Mánudagur ■ SÝNING ■ TÓNLIST ■ ■ FUNDIR  12.30 Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður fjallar um eigin verk í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi, stofu 024. Sýning Ásmundar „Steypa“ prýðir nú hólf og gólf Gallerís Hlemms  17.15 Sannleikurinn um lýsingar eða The Truth about Descriptions nefnist erindi bandarísku heimspeking- anna Stephen Neale og Michael Devitt, sem þeir flytja í stofu 101, Odda. ■ ■ KVIKMYND  20.00 Kvikmyndin Hjemme i verd- en verður sýnd í Norræna húsinu. Hún fjallar um Elsu, samíska konu á áttræð- isaldri, sem lifað hefur erfiðu en þó gef- andi lífi af gæðum lands og sjávar. Myndin er gerð af fræðimönnum við Háskólann í Tromsø og vakið miklar um- ræður hvarvetna sem hún hefur verið sýnd. ■ ■ TÓNLIST  20.00 Píanóleikararnir Jónas Ingi- mundarson og Helga Bryndís Magnús- dóttir leika á tvo flygla á síðasta kvöldi tónlistarnámskeiðsins ‘Hvað ertu tón- list?’ í Salnum í Kópavogi. ■ ■ SÝNINGAR  Listamaðurinn Svandís Egilsdóttir er með myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls. Á sýningunni eru olíumálverk og skúlptúr. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Reykjavík.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Rúmlega hálftíma löng norskkvikmynd, „Hjemme i ver- den“, verður sýnd í Norræna hús- inu í kvöld. Rithöfundurinn John Gustavsen, sem þekkir vel til menningar Sama, ætlar jafn- framt að segja nokkur orð um myndina. Myndin fjallar um samíska konu á áttræðisaldri, Else að nafni. Hún hefur lifað erfiðu lífi en hefur sterkar taugar til heimahaga sinna. Else fær heimsókn frá lækni og á við hann langar samræður um heilbrigðismál og almenna af- stöðu til lífsins. Í viðræðum þeir- ra takast meðal annars á nútíma- leg og samísk viðhorf til heil- brigðismála. Myndina gerðu mannfræðing- ar við háskólann í Tromsø. Leik- stjóri er Rossella Ragazzi. Mynd- in hefur vakið miklar umræður hvarvetna sem hún hefur verið sýnd. ■ Samastaður í tilverunni ELSE Kvikmyndin Hjemme i verden verður sýnd í Norræna húsinu klukkan átta í kvöld Í kvöld er síðasti hluti nám-skeiðs, sem Jónas Ingimundar- son píanóleikari hefur verið með í Salnum í Kópavogi á vegum End- urmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Kópavogsbæjar. Að þessu sinni fær hann til liðs við sig Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Saman ætla þau að leika ýmist fjórhent á eitt píanó eða hvort á sitt píanóið verk eftir Mozart, Brahms, Schumann og Darius Milhaud. Námskeið Jónasar undir heit- inu ‘Hvað ertu tónlist?’ hafa notið mikilla vinsælda. „Eitthvað hefur verið um að fólk komi eitt kvöldið án þess að hafa skráð sig á allt námskeiðið. Fólk hefur verið að banka upp á hjá okkur og við höfum boðið það velkomið. Þetta er síðasta kvöldið að sinni, en væntanlega verður framhald á þessu,“ segir Jónas. „Þetta heitir ‘Hvað ertu tón- list?’ Ég er að velta því fyrir mér. Mér finnst það vera svo áhuga- vert í sjálfu sér. Það hjálpar lítið að velta til dæmis fyrir sér frönsku byltingunni eða ævi tón- skáldanna. Þá getur maður hugs- anlega fjarlægst verkin.“ Jónas situr við píanóið og leikur hluta úr þekktum tónverkum og lögum af ýmsu tagi, prófar kannski hvernig þau hljóma með öðruvísi undirleik eða mismunandi hljómagangi og veltir því fyrir sér hvernig þau eru hugsuð og hvern- ig þau hafa áhrif á hlustandann. „Ég set mig við hliðina á þeim sem er að hlusta og velti þessu fyrir mér eins og kristalskúlu sem varpar mismunandi geislum eftir því hvernig hún snýr. Ég er ekki að segja fólki að það eigi að heyra þetta eins og ég heyri það, heldur er ég fyrst og fremst að opna fólki glugga inn í tónlistina.“ gudsteinn@frettabladid.is Veltir tónlistinni fyrir sér JÓNAS INGIMUNDARSON PÍANÓLEIKARI Fær Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara til liðs við sig í kvöld á síðasta hluta nám- skeiðsins Hvað ertu tónlist? Þau leika fjórhent á píanó og samleik á tvö píanó í Salnum klukkan átta í kvöld.  Finnbogi Pétursson myndlistarmað- ur sýnir innsetningu í Kúlunni í Ás- mundarsafni þar sem hann myndgerir hljóð.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir einka- sýning Patrick Huse sem nefnist Penetration. Sýningin er síðasti hluti trílógíu sýninga listamannsins, sem fjalla um samband manns og náttúru á norð- urslóðum.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn- ing á áður ósýndum verkum listakon- unnar Louisu Matthíasdóttur.  Gylfi Gíslason sýnir landslagsmál- verk í kaffihúsinu Mokka við Skóla- vörðustíg.  Í Arinstofu Listasafns ASÍ stendur yfir sýning á nokkrum konkretverkum frá sjötta áratug síðustu aldar. Á sýning- unni eiga verk listamennirnir Benedikt Gunnarsson, Hjörleifur Sigurðsson, Nína Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason.  Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn sýnir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Verkin á sýningunni nefnast Sálir og Skuggi.  Listamaðurinn Svandís Egilsdóttir er með myndlistarsýningu í Galleríi Sævar Karls. Á sýningunni eru olíumálverk og skúlptúr. Svandís útskrifaðist frá Semin- ariet for Kunst og Håndverk, Kertem- inde, Danmörku 1999. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Reykjavík.  Sýningin Hraun-Ís-skógur stendur yfir í Norræna húsinu.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur valið verk eftir fjölmarga myndlistar- menn á sýninguna Þetta vil ég sjá í Gerðubergi. Arnaldur Indriðason hefur ver-ið þaulsætinn á metsölulista Pennans-Eymundssonar. Hann á fjórar glæpasögur á skáldverka- listanum þessa vikuna. Mýrin trónir í fyrsta sæti, Dauðarósir í þriðja sætinu, og svo Grafarþögn og Napóleonsskjölin í níunda og tíunda. Annars er listinn býsna fjölskrúðugur að þessu sinni. Eg- ils saga Skallagrímssonar með skýringum er komin upp í annað sæti listans. Nýjasta Neonbókin frá Bjarti, Hin feiga skepna Phil- ips Roth, skaust upp í fjórða sætið og verðalaunaljóð Ingibjargar Haraldsdóttur eru í fimmta sæt- inu. Þá er þarna Samúel eftir Mik- ael Torfason í sjötta sæti, Hobbit- inn í því sjöunda og Bridget Jones húkir á barmi taugaáfalls í átt- unda sætinu. ■ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU SKÁLDVERKIN Í BÓKA- VERSLUNUM PENNANS-EYMUNDSSONAR Arnaldur Indriðason MÝRIN EGILS SAGA Arnaldur Indriðason DAUÐARÓSIR Philip Roth HIN FEIGA SKEPNA Ingibjörg Haraldsdóttir HVAR SEM ÉG VERÐ Mikael Torfason SAMÚEL J.R.R. Tolkien HOBBITINN Helen Fielding BRIDGET JONES Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason NAPÓLEONSSKJÖLIN Mest seldubækurnarArnaldur með fjórar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.