Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 10
10 24. mars 2003 MÁNUDAGUR PRETORÍA, AP „Hefði þetta ekki gerst, værum við ekki þar sem við erum í dag, hefðum ekki þann stöðugleika sem við búum við,“ sagði Desmond Tutu erkibiskup þegar hann afhenti lokaskýrslu um starf sannleiksnefndarinnar, nefndar sem Suður-Afríkustjórn setti á fót til að fjalla um mann- réttindabrot og glæpi sem framd- ir voru á tímum aðskilnaðar- stjórnarinnar. Með skipan nefnd- arinnar var leitast við að sætta suður-afrísku þjóðina og sameina hana eftir áralanga kúgun hvíta minnihlutans á þorra lands- manna. Tutu var ekki í vafa um hvað stæði upp úr eftir nærri áratugar langt starf nefndarinnar. Það væri hversu upplífgandi var „að hlusta á fólk sem hafði verið mis- þyrmt hrottalega og ætti að vera fullt af reiði og biturð en var reiðubúið að fyrirgefa. Nefndin rannsakaði glæpi sem voru framdir af öllum kynþáttum og flokkum meðan á áratuga lang- ri stjórn hvíta minnihlutans stóð. Hugmyndin að baki starfinu var að þjóðin gæti ekki átt sér frið- samlega framtíð fyrr en hún hefði gert upp við og komist í skilning um fortíð sína. Þess vegna var sú stefna tekin að gefa þeim upp sakir sem voru tilbúnir að segja sögu sína frammi fyrir nefndinni og upplýsa um glæpi sína í yfirheyrslum sem var sjón- varpað til almennings. Sannleiksnefndin hefur bæði verið lofuð og gagnrýnd fyrir starf sitt. Því hefur verið fagnað að nefndin gaf venjulegu fólki tækifæri til að segja þjóðinni frá því órétti sem það var beitt. Með því hafi verið tryggt að þjóðin gæti ekki hafnað fortíð sinni. Það hefur verið gagnrýnt að nefndin hafi ekki yfirheyrt nógu marga háttsetta embættismenn og stjórnmálamenn sem báru ábyrgð á grimmdarverkum að- skilnaðarstjórnarinnar. Meðal þeirra sem neituðu að bera vitni má nefna P.W. Botha, leiðtoga Suður-Afríku á árunum 1978 til 1989, þegar verstu grimmdar- verkin voru unnin. Nú þegar nefndin hefur skilað af sér horfa 21.000 fórnarlömb grimmdarverka fram á að fá bæt- ur úr ríkissjóði. Þeim hefur verið lofað en greiðslurnar dregnar þar til starfi nefndarinnar lauk. Fórn- arlömbin „hafa beðið nógu lengi, of lengi,“ sagði Tutu þegar hann skilaði af sér. ■ Biðin loksins á enda Sannleiksnefndin sem átti að leiða í ljós grimmdarverk sem unnin voru í skjóli aðskilnaðarstefn- unnar í Suður-Afríku hefur skilað af sér. Tugþúsundir bíða þess að fá bætur þjáningar sínar. DESMOND TUTU Friðarverðlaunahafinn og erkibiskupinn Desmond Tutu stýrði starfi sannleiksnefndarinnar sem tók til starfa eftir fyrstu kosningarnar í Suð- ur-Afríku sem allir kynþættir fengu að taka þátt í. Þær fóru fram árið 1994. BÆJARMÁL Seltjarnarnesbær er að innleiða áætlun um símennt- un starfsmanna bæjarins. Jafn- framt verða tekin upp regluleg starfsmannasamtöl. Að sögn Jónmundar Guð- marssonar bæjarstjóra hafa sveitarfélögin í undanförnum kjarasamningum lagt þunga áherslu á mikilvægi eflingar fræðslu- og menntunarmála. Ástæður þess eru að undirstaða starfsþróunar er aukin þekking sem vex með samspili reynslu og símenntunar. Með öflugri símenntunar- áætlun er ætlunin að taka upp starfsþróunarstefnu sem byggir á því að starfsfólk og vinnustað- ir geti þróast í sameiningu til hagsbóta fyrir íbúa bæjarins. Framkvæmdastjórar sviða Sel- tjarnarnesbæjar hafa nýlokið námskeiði á vegum KPMG þar sem ítarlega var fjallað um gerð og framkvæmd símenntunar- áætlana. Á næstu vikum verða einstaklingsáætlanir kynntar fyrir starfsfólki en þær byggja annars vegar á þörfum bæjarins og hins vegar á áhugasviði hvers starfsmanns. ■ Seltjarnarnesbær eflir fræðslu- og menntamál: Innleiða áætlun um símenntun Við höfum áhuga á því að kaupa lítil og meðalstór ræstingafyrirtæki. Stök verkefni koma einnig til greina. Upplýsingar í síma 824 1230 BÆJARSTJÓRI SELTJARNARNESBÆJAR Jónmundur Guðmarsson segir að öflugt starfsfólk gegni lykilhlutverki ef varðveita eigi stöðugleika og ráðdeild bæjarins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Almannatryggingar: Milljarða kostnaður ALÞINGI Breytingar á lögum um al- mannatryggingar kosta ríkissjóð um 2,7 milljarða króna. Helsta breytingin er lækkun skerðingar- hlutfalls tekjutryggingarauka líf- eyrisþega úr 67% í 45%. Kostnaður við hækkun tekju- tryggingar og tekjutryggingar- auka er um 1.350 milljónir á þessu ári og 1.090 milljónir á næsta ári. Heildarkostnaður af lagabreytingunni er 250 milljónir og alls er kostnaður ríkissjóðs af breytingunni 2.690 milljónir króna. ■ UNGIR FRAMBJÓÐENDUR Ungir frambjóðendur á listum Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs héldu fram- sögur um helstu málefnaáherslur VG. Ályktun Ungra vinstri grænna: Furða sig á ummælum ráðherra ÁLYKTUN Ungir vinstri grænir lýsa furðu sinni á þeim ummælum ut- anríkisráðherra að opinber stuðningur við árásarstríð gegn Írak teljist ekki til meiriháttar utanríkismála. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á al- mennum stjórnmálafundi þeirra á Akureyri um helgina. „Dapurlegt er til þess að vita ef slíkt gildismat ræður för ríkis- stjórnar Íslands í stefnumótun í alþjóðamálum,“ segir meðal ann- ars í ályktuninni. Ungir vinstri grænir telja mikilvægt að láta ekki blekkjast af áróðri komandi vikna um hátæknihernað sem hlífi almenningi rétt eins og í fyrri stríðum, síðast í Afganist- an. Mannfall óbreyttra borgara er þegar staðreynd. Almenningur er því hvattur til að halda áfram kröftugum mótmælum gegn stríðinu og stuðningi ríkisstjórn- arinnar við það, eins og segir í ályktuninni. ■ FÉLAGSMÁL Félag íslenskra nuddara hefur fordæmt meint afskiptaleysi stjórnvalda af rekstri erótískra nuddstofa. Félagið skorar á stjórn- völd að kynna sér þá starfsemi sem fram fari á slíkum stofum. Í ályktun sem samþykkt var um helgina á aðalfundi félagsins segir að félagsmönnum sé annt um starfsheitið nuddari. Þeir telji það vanvirðingu að blanda því við rekstur erótískra nuddstofa. Að gefnu tilefni fordæmi aðalfundur- inn yfirvöld fyrir að láta viðgang- ast rekstur erótískra nuddstofa: Félag íslenskra nuddara bendir á að samkvæmt íslenskum lögum sé sala á kynlífi ólögleg. Starfsemi erótískra nuddstofa felist þó ein- mitt í því; sölu á kynlífi: „Fundurinn skorar á yfirvöld að kynna sér þá starfsemi sem fram fer á þessum stofum. Mikil óánægja ríkir hjá félagsmönnum F.Í.N. vegna auglýsinga á erótísku nuddi undir yfirskriftinni „nudd“ og er það eindregin ósk félagsins að aðhafst verði í þessum málum,“ segir á ályktun aðalfundar félags nuddara. ■ Nuddarar telja ólöglega kynlífssala vega að starfsheiðri sínum: Yfirvöld skoði erótískt nudd SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR DÓMSMÁLARÁÐHERRA Félag íslenskra nuddara fordæmir yfirvöld fyrir að láta rekstur erótískra nuddstofa óá- reittan. Þar séu lög brotin með kynlífssölu. Hlíð á Akureyri: Sextíu ný rými ALDRAÐIR Stefnt er að því að fjölga hjúkrunarrýmum við dvalarheim- ilið Hlíð á Akureyri um 60 fram til ársins 2006. Heilbrigðisráðherra hefur skip- að nefnd til að sjá um undirbúning viðbyggingar við dvalarheimilið. Formaður nefndarinnar er Magn- ús Skúlason, deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, tilnefndur af ráðuneytinu. Akureyrarbær á tvo fulltrúa í nefndinni. Fyrsta áfanga verksins á að ljúka í árslok 2004 og á byggingu húsnæðisins að vera lokið í byrjun árs 2006. ■ BÍLA- OG BIFHJÓLAKAUP ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR Ár Upphæð í milljörðum króna 1997 12,2 1998 14,9 1999 18,1 2000 16,4 2001 9,4 2002 8,9 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS VERÐLAG 1990 Svona erum við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.