Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 30
Hrósið 46 24. mars 2003 MÁNUDAGUR HARMONIKULEIKARI Finnski tónlist- armaðurinn Matti Kallio kom fyrst hingað til lands á þúsalda- mótunum til þess að syngja með Röddum Evrópu á menningarhá- tíð Reykjavíkur. „Við æfðum í Reykholti og ferðuðumst um Evrópu og ég fann hér kærustuna mína,“ segir Matti Kallio. „Átta mánuðum síðar kom ég hingað aftur og var hér í mán- uð.“ Síðastliðið haust fluttist Matti svo hingað til lands og hefur ekki setið auðum höndum. Í síðustu viku komu til landsins þrír félag- ar hans frá Finnlandi til þess að leika írska tónlist með hljómsveit- inni Red Rum, sem þeir stofnuðu fyrir nokkrum árum. Nú á fimmtudaginn var frum- sýnt í Borgarleikhúsinu leikritið Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht. Matti Kallio var fenginn til þess að semja tónlistina í þetta leikrit, bæði sönglög og stemn- ingstónlist. „Þegar ég fyrst hitti Guðjón Pedersen leikstjóra sagði hann mér að hann vildi nota finnskan tangó sem grunn að tónlistinni í leikritinu. Hann vildi nota orkuna sem er í tangónum, þennan takt sem drífur fólk áfram. Tangóinn er kjarninn í tónlistinni í leikrit- inu, þótt ég noti ekki bara tangó.“ Hann stendur sjálfur á sviðinu í Borgarleikhúsinu og leikur á harmonikkuna sína ásamt hljóm- sveit. „Svo ætlum að fara til Finn- lands seint í vor. Ég hef starfað lengi sem tónlistarmaður í Finn- landi og er enn að læra tónlist í Sí- belíusarakademíunni. Hér hef ég verið að vinna að þessu leikriti og reyna að koma mér á framfæri í tónlistinni. Kærastan mín var að klára BA-próf í heimspeki.“ Matti Kallio segir að leikritið Púntila og Matti hafi oft verið sett upp í Finnlandi og jafnan notið vinsælda. Sjálfur getur hann ekki orða bundist vegna frammistöðu Theodórs Júlíussonar, sem leikur Púntila. „Mér finnst honum hafa tekist ótrúlega vel að ná finnskum eldri manni.“ ■ MATTI KALLIO Kom fyrst hingað til lands til þess að syngja með Röddum Evrópu árið 2000. Persónur ■ Finnski harmonikkuleikarinn Matti Kallio semur tónlistina í leikritinu Púntila og Matti, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu í síðustu viku. Að gefnu tilefni skal tekið fram að Íslendingar eru ekki aðilar að stríðinu á milli Michael Jackson og breska sjónvarpsmanns- ins Martin Bashir. ■ Leiðrétting Ég veit ekki til þess að þettahafi verið gert áður. Þetta er tilraunaverkefni sem verður í gangi næstu fimm mánuði,“ segir Kristjana Sig- mundsdóttir, deild- arstjóri á bæjar- skrifstofunum í Árborg, en sveitar- félagið hefur gert samning við leigubílastöðina Faxa um akstur fyrir eldri borg- ara. Þeir geta nú tekið leigubíla þegar þeir þurfa til læknis eða sinna öðrum brýnum eindum og greiða aðeins 150 krónur fyrir hverja ferð. Sveitarfélagið greiðir mismuninn: „Fólkið má að sjálf- sögðu ekki nota leigubílana til að fara út í búð og við verðum að treysta hverjum fyrir sig og bíl- stjórnunum líka því ekki getum við alltaf verið í leigubílunum,“ segir Kristjana. Gefin hafa verið út sérstök leigubílakort sem allir íbúar í Ár- borg, 67 ára og eldri, geta sótt um. Síðan er eftirleikurinn auðveldur í leigubílaflota Faxa sem telur sjö bíla en stöðin var stofnuð skömmu eftir miðja síðustu öld. „Þetta er gott fyrir okkur og gott fyrir gamla fólkið,“ segir Ingvar Ólafsson, framkvæmda- stjóri leigubílastöðvarinnar Faxa. „Við þurftum aðeins að slá af fullu verði í þessum samningum en það verður vonandi þess virði,“ segir hann. Sveitarfélagið Árborg teygir sig víða og oft er um langan veg að fara þurfi menn að bregða sér af bæ. Engar almenningssam- göngur eru á svæðinu og því er gripið til þess ráðs að skjóta leigubílum undir aldraða. Sem dæmi má nefna að leigubíll frá Stokkseyri og í sundlaugina á Selfossi kostar venjulega um 1.500 krónur. Nú geta aldraðir skotist þangað fyrir 150 krónur - eigi þeir þangað brýnt erindi sem verja má fyrir bæjaryfir- völdum: „Auðvitað er þetta dýrt en við gerum þetta samt,“ segir Krist- jana Sigmundsdóttir. eir@frettabladid.is Ef Hennar Hátign er of mikill AUMINGI til að opna eina skitna bílhurð getur hún bara setið þarna áfram! Imbakassinn eftir Frode Øverli Gamla fólkið í leigubílum ■ SAMGÖNGUR Fær Hallgrímur Óskarsson,höfundur Eurovision-lagsins Segðu mér allt, fyrir að gefast ekki upp þótt á móti blási. Fréttiraf fólki Erótíska nuddstofan Xnuddauglýsir eftir nuddstúlkum á atvinnutorginu Job.is um þessar mundir en eins og fram hefur komið í fréttum er mikill vöxtur í þessari nýju atvinnugrein. Fyr- irtækið óskar eftir konum á aldrinum 18-35 ára og er þeim heitið „mjög góðum launum“, „frábærri vinnuaðstöðu“ og „100% trúnaði“. Ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur en „nuddmenntun er góður plús“ en ætlast er til að þær séu „ófeimn- ar“ og það er æskilegt að þær séu „vel vaxnar“ en þó ekki nauðsynlegt. Útgáfusaga bókar HermannsStefánssonar, Sjónhverfing- ar, er öll með hinum mestu ólík- indum. Bókin fjallar um kenn- ingar höfundar um íslenskan veruleika og það sem virðist vera en er ekki. Bókin hlaut ein- mitt þessi örlög viðfangsefnisins og gufaði bókstaflega upp á út- gáfudaginn. Hún átti að koma út síðdegis á miðvikudag en tafðist á skoskum flugvelli vegna vélar- bilunar. Útgefendurnir fengu þær fregnir hins vegar ekki fyrr en seint og illa og þeir máttu bíða klukkustundum saman milli vonar og ótta um afdrif bókar- innar. Það var engu að síður haldið líflegt útgáfuteiti á Súfistanum að kvöldi meints út- gáfudags en þar sem það hafði þegar verið tilkynnt að höfund- urinn yrði ekki viðstaddur töldu flestir gesta víst að um eina alls- herjar blekingu væri að ræða þegar það upplýstist að bókin væri ekki komin í hús, og hvorki Hermann né bókin væru í raun- inni til. Bókin er hins vegar kom- in til landsins, að minnsta kosti annar kassinn en von var á tveimur, og dreifingin er komin á fullan skrið. Ólga mun vera meðal flokks-manna Framsóknarflokksins vegna afstöðu flokksins í Íraks- málinu. Á lokuðu vefsvæði á Netinu þar sem framsóknar- menn skiptast á skoðunum mun yfirstjórn flokksins hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir stuðn- ing sinn við innrásina í Írak. Ótt- ast menn að þessi afstaða flokks- ins geti komið honum í koll í kosningunum í maí. Segja menn að því megi flokkurinn ekki við. TVEIR GÓÐIR Hjörtur Þórarinsson, formaður Félags eldri borgara, stígur upp í leigubíl hjá Ingvari Ólafs- syni, framkvæmdastjóra leigubílstöðvarinnar Faxa á Selfossi. Brugðist við skorti á almenningssamgöng- um á Suðurlandi. Sveitarfélagið Árborg greiðir fyrir leigubíla eldri borgara þegar þeir þurfa að sinna brýnum erindum. Farið á 150 krónur. ■ „Fólkið má að sjálfsögðu ekki nota leigubíl- ana til að fara út í búð.“ Síðasti dagurinn í vinnunni... Vetrardvöl á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.