Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 20
20 24. mars 2003 MÁNUDAGUR KOURNIKOVA Í BARÁTTU Rússneska tenniskonan Anna Kournikova slær boltann af krafti í leik gegn landa sín- um Dinara Safina á Nasdaq-100 mótinu sem haldið var á Flórída. Safina vann leik- inn í tveimur lotum, 6:1 og 6:4. Tennis hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 MARS Mánudagur FÓTBOLTI Norski knattspyrnumað- urinn Lars Bohinen hefur sett fram nýstárlega tillögu. Hann vill að laun sín byggi á einkunnagjöf dagblaðanna Dagbladet, VG, Aftenposten og Dagsavisen. Kjet- il Siem, framkvæmdastjóri Vaal- erenga, hélt fyrst að Bohinen væri að grínast en svo var ekki. Bohinen leggur til að einkunnir blaðanna verði lagðar saman, deilt í með tveimur og margfaldað með þúsund krónum. Sem dæmi nefnir hann að ef öll blöðin gæfu honum sex í einkunn (skalinn er 1 til 10) þá fengi hann 12.000 krónur norskar fyrir leikinn en það sam- svarar um 128 þúsund íslenskum krónum. Bohinen hóf feril sinn hjá Vaalerenga árið 1988 en fór til Viking í Stafangri árið 1990. Sama sumar gerðist hann at- vinnumaður hjá svissneska fé- laginu Young Boys og lék með þeim til nóvember 1995, þegar hann gekk til liðs við Nottingham Forest. Hann lék einnig með Blackburn og Derby áður en hann lokaði hringnum og gerðist leikmaður Vaalerenga að nýju. ■ Nýstárleg tillaga Lars Bohinen: Laun byggð á einkunnagjöf JOHN CAREW John Carew hjá Valencia er einn fjölmargra launahárra norskra atvinnumanna hjá stór- liðum í Evrópu. Einkunnagjafir dagblaða hafa tæplega áhrif á launaumslagið hans. ÍÞRÓTTAFÉLÖG Íþróttafélagið Stjarn- an í Garðabæ hefur sent bæjar- stjórn ósk um að bærinn hjálpi til við að greiða upp stóran hluta af skuldum félagsins eða sem nemur 15 milljónum króna. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 11. mars að láta félagið hafa fimm milljóna króna styrk til að leysa brýnasta vanda félagsins. Þá var bæjarstjóra falið að ræða við forráðamenn fé- lagsins um frekari styrki. Heimildir F r é t t a b l a ð s i n s herma að umrædd- ar skuldir hafi komið nokkuð flatt upp á bæjarfull- trúa. Einar Sveinbjörnsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokks, segir vera samþykkur því að bærinn leysi þennan vanda gegn því að stjórnendur félagsins taki til hendinni í rekstr- inum. Hann segir vanda Stjörnunn- ar að miklu leyti vera tilkominn vegna kaupa meistaraflokka félagsins á leik- mönnum. „Skuldabaggi Stjörnunnar getur að óbreyttu riðið félaginu að fullu að mínu mati. Réttlætanlegt er að bærinn komi að greiðslu þessara skulda upp á um 15 milljónir króna, en gegn því að hemill verði settur á útgjöld félagsins, einkum er varðar launagreiðslur til leikmanna og því tengt,“ segir Einar. Hann segir að vandamál Stjörn- unnar sé ekki einsdæmi. Í þessu sambandi er rétt að halda því til haga að Garðabær greiðir í dag til Stjörnunnar myndarlega fjárhæð til styrkingar barna- og unglinga- starfi. „Íþróttahreyfingin í landinu verður að mínu mati að trappa sig niður. Það gengur ekki lengur að sveitarfélögin sitji uppi með óreiðuskuldirnar sem hallarekstur meistaraflokkanna skilur eftir sig.“ Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri í Garðabæ, segir að viðræður standi yfir vegna þessa máls en engin niðurstaða sé enn fundin. Valgeir Baldursson, fram- kvæmdastjóri Stjörnunnar, sem tók við starfi sínu fyrir hálfu ári, segir að fjárhagsstaða félagsins sé síst verri en gengur og gerist með önn- ur sambærileg félög. „Garðabær styrkir okkur mjög myndarlega. Það var sótt um frek- ari fjárhagsstyrk til að létta undir með félaginu. Laun eru vissulega stærsti hluti rekstrarkostnaðar en við höfum þegar gert mikla bragar- bót í þeim efnum. Vandamálið er tilkomið vegna margra samverk- andi þátta og launaliður meistara- flokkanna er ekki einhlít skýring. Rekstrarumhverfi íþróttafélag- anna er erfitt og sífellt er erfiðara að ná í styrki og auglýsingatekjur. Það hefur þegar verið unnið að fjár- hagslegri endurskipulagningu sem leiðir til þess að ekki verður um frekari skuldasöfnun að ræða,“ segir Valgeir. rt@frettabladid.is Leikmannakaup sögð sliga íþróttafélag Skuldir Stjörnunnar í Garðabæ geta riðið félaginu að fullu, að mati bæjarfulltrúa sem vill koma til hjálpar gegn því að hemill verði settur á útgjöld. Bæjarstjóri í viðræðum við Stjörnumenn. Skuldasöfnun að baki, segir framkvæmdastjóri. ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR Falið að ræða við stjórnendur Stjörnunnar. EINAR SVEIN- BJÖRNSSON Vill koma Stjörn- unni til hjálpar gegn ákveðnum skilyrðum. „Skulda- baggi Stjörn- unnar getur að óbreyttu riðið félaginu að fullu að mínu mati.  15.00 Stöð 2 Ensku mörkin. Sýnt frá mörkum helgar- innar í enska boltanum.  15.20 Sýn NBA. Útsending frá leik San Antonio Spurs og Los Angeles Lakers.  16.35 Sjónvarpið Helgarsportið.  17.50 Sýn Ensku mörkin. Sýnt frá mörkum helgar- innar í enska boltanum.  18.50 Sýn Spænsku mörkin. Sýnt frá mörkum helgarinnar í spænska boltanum.  19.15 Keflavík Keflvíkingar taka á móti Njarðvík í úr- slitakeppni 1. deildar kvenna í körfu- bolta.  19.15 DHL-höllin KR og Grindavík eigast við í úrslita- keppni 1. deildar kvenna í körfubolta.  19.50 Sýn Enski boltinn. Bein útsending frá leik Bolton Wanderers og Tottenham Hotspur.  22.00 Sýn Gillette-sportpakkinn.  22.30 Sýn Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.50 Skjár 1 Mótor. Þáttur um mótorsport.  23.00 Sýn Ensku mörkin. Sýnt frá mörkum helgar- innar í enska boltanum.  23.40 Sjónvarpið Markaregn. Mörk helgarinnar í þýska boltanum.  1.25 Stöð 2 Ensku mörkin. Sýnt frá mörkum helgar- innar í enska boltanum.  1.25 Sýn Spænsku mörkin. Sýnt frá mörkum helgarinnar í spænska boltanum. FR ÉT TA B LA D ID /B IL LI FÓTBOLTI Peter Reid var ráðinn framkvæmdastjóri Leeds United í síðustu viku. Reid lék lengi með Bolton Wanderers og var lykil- maður í sigursælu liði Everton um miðjan níunda áratuginn. Hann var framkvæmdastjóri Manchester City frá 1990 til 1993 og Sunderland frá 1995 og fram í október á síðasta ári. Peter Reid var ráðinn út tíma- bilið en hefur lýst yfir áhuga á samningi til lengri tíma. Hann fær átta leiki til að tryggja stöðu Leeds meðal þeirra bestu og um leið að sanna sig fyrir eigendum félagsins. Reid hræðist ekki verkefnið. Hann telur sig geta bætt liðsandann og „ef leikmenn- irnir leggja sig alla fram í leikj- unum sem fram undan eru get ég ekki kvartað,“ sagði Reid við Sky Sports. Í apríl leikur Leeds gegn Charlton (ú), Tottenham (h), Southampton (ú), Fulham (h) og Blackburn (h) og í maí við Arsenal (ú) og Aston Villa (h). ■ Enska úrvalsdeildin: Reid stýrir Leeds út tímabilið LIVERPOOL - LEEDS Leeds tapaði í Liverpool í fyrsta leik Peter Reid.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.