Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2003, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 24.03.2003, Qupperneq 11
11MÁNUDAGUR 24. mars 2003 KYOTO, AP Alþjóðlegri ráðstefnu um ástandið í ferskvatnsmálum lauk í Kyoto í Japan í gær. Sam- þykkt var yfirlýsing um aðgerðir til að takast á við vatnsskortinn í heiminum, sem hefur orðið æ erf- iðara vandamál með árunum. Margir ráðstefnugestir sögðu yf- irlýsinguna þó ekki nærri nógu skorinorða. Aðgerðirnar, sem grípa ætti til, myndu engan veg- inn duga til að ráða bót á vandan- um næstu áratugina. Meira en 24.000 manns mættu á þessa ráðstefnu, sem hófst í síð- ustu viku. Þar á meðal voru ráð- herrar frá nærri hundrað ríkjum. Meginmarkmið ráðstefnunnar var reyndar að skiptast á skoðun- um frekar en að móta stefnu í ferskvatnsmálum jarðarinnar. ■ Ferskvatnsráðstefnu lýkur: Hálfvolg yfirlýsing samþykkt GORBATSJOV MÆTTI Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, tók á móti fjölmörgu frægu fólki á ferskvatnsráðstefnunni í Kyoto í síðustu viku. AP /M YN D Stofnkostnaður sjúkrahúsa: Ríkið borgar ALÞINGI Ríkið yfirtekur 15% hlut- deild sveitarfélaga í stofnkostnaði heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa samkvæmt nýjum lögum sem sam- þykkt voru á Alþingi. Sveitarfélögin munu áfram láta í té lóðir undir heilbrigðisstofnanir ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalds í sam- ræmi við gildandi lög um heilbrigð- isþjónustu. Stjórnir umræddra stofnana eru lagðar niður sam- kvæmt lögunum en við þær skulu starfa framkvæmdastjórnir undir yfirstjórn framkvæmdastjóra. ■ FLUGRÆNINGJARNIR SEX Þeir mega dúsa áfram í fangelsi í Bandaríkjunum. Sextán Kúbverjar snúa aftur: Fengu faðmlag frá Kastró MIAMI, AP Sextán Kúbverjar komu aftur til Kúbu á laugardaginn eft- ir óvænt ferðalag til Bandaríkj- anna í síðustu viku. Þeir voru um borð í kúbverskri áætlunarflug- vél sem sex karlmenn rændu. Flugvélinni var flogið til Banda- ríkjanna, þar sem flugræningj- arnir ætluðu að fá pólitískt hæli. Fidel Kastró Kúbuforseti tók á móti fólkinu á flugvellinum og faðmaði hvern og einn að sér. Þetta var þó aðeins um helmingur allra þeirra sem voru um borð í flugvélinni. Bandaríkin veita flestum Kúbverjum pólitískt hæli sem vilja. ■ MÁ STJÓRNA NÚNA Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra ávarpar tyrkneska þingið í gær. Tyrkneska þingið: Treystir nýju stjórninni ANKARA, AP Níu daga gömul ríkis- stjórn Tyrklands, með Recep Tayyip Erdogan í forsætisráð- herrastólnum, fékk í gær sam- þykkta traustsyfirlýsingu frá þinginu með 350 atkvæðum gegn 162. Stjórnmálaflokkur Erdogans, sem nefnist Réttlætis- og þróun- arflokkurinn, hlaut yfirburða- kosningu á síðasta ári í þingkosn- ingum. Sjálfur mátti Erdogan þó ekki taka að sér forsætisráðherra- embættið vegna dóms, sem hann hafði hlotið. Flokksbróðir Erdogans, Abdullah Gül, hefur því stjórnað landinu þangað til Erdogan tók við fyrr í þessum mánuði. Nú má Er- dogan taka við vegna stjórnar- skrárbreytingar, sem flokkur hans tryggði að hlyti samþykki þingsins. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.