Fréttablaðið - 24.03.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 24.03.2003, Síða 22
22 24. mars 2003 MÁNUDAGUR Þessi nýja plata The Cardiganser mér súrsæt. Á sama tíma og ég syrgi það að sveitin hafi ekki farið dýpra með þær pælingar sem einkenndu síðustu plötu, „Gran Turismo“, hef ég varla náð tung- unni á mér upp í kjaftinn aftur yfir því hversu góð lögin á nýju plöt- unni eru. Útsetningarnar eru gam- aldags, þær voru það upphaflega á fyrstu plötum Cardigans og eru það enn frekar núna. Það er alls ekki slæmt og fer rödd Ninu Persson afar vel, eins og sannaðist á frá- bærri sólóplötu hennar „A Camp“. Nýja platan vinnur á við hverja hlustun og textar Ninu hafa aldrei verið betri á Cardigans-plötu. Hér hljómar sveitin afslappaðri, vinalegri og meira sem alvöru hljómsveit í stað hljóðverstilbún- ings. Tilfinningin sem einkennir plötuna minnir á góða haustdaga á sveitasetri á einni af þeim þús- undum eyja sem liggja við austur- strönd Svíþjóðar. Ég held að ég finni bara ekki einn neikvæðan hlut til þess að segja um þessa plötu, sama hvað ég reyni. Er enn að gera upp hug minn hvort ég eigi að gerast svo frakkur að segja að þetta sé besta plata sveitarinnar eða ekki. Hún er að minnsta kosti afbragð og afar ólík hinum keppandanum um toppsæt- ið, „Gran Turismo“. Aðdáendur sveitarinnar eiga eftir að vera skælbrosandi út sumarið. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist Vinarlegri ullarpeysur THE CARDIGANS: Long Gone Before Daylight LORD OF THE RINGS b.i. 12 kl. 4 LÚXUSSPY KIDS 2 kl. 3.45 og 5.50 GANGS OF NEW YORK b.i. 16 kl. 10.20 DAREDEVIL b.i. 16 kl. 3.40, 5.50, 8, 10.20 THE RING kl. 8 og 10.10 b.i. 16 ára SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4 og 6 TWO WEEKS NOTICE kl. 6 og 8 TRAPPED kl. 5.50, 8, 10.10 GULLPLÁNETAN kl. 4 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd í lúxus kl. 8 og 10.20 kl. 10CATCH ME IF YOU CAN Sýnd kl. 5.45 og 10.20 kl. 6, 8 og 10NÓI ALBINÓI kl. 5.50, 8 og 10.108 FEMMES MAN WITHOUT A PAST kl. 6 og 8 NORRÆNIR BÍÓDAGAR Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 og 10.10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i 12 ára THUNDERPANTS kl. 4 og 6 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 6 og 9 CHICAGO b.i. 12 ára kl. 5.45 og 8 Ánæstu vikum mun hluti íslenskuþjóðarinnar vera undir valdi Paul Royters dávalds. Þetta gerir þó enginn sem ekki er viljugur til því samkvæmt Royters er aðeins hægt að dáleiða um 50% manna. Hann segir að í dáleiðingu skipti raddbeit- ing höfuðmáli. „Meira að segja hljóðbúnaðurinn sem ég nota skiptir máli,“ útskýrir Paul með rólegri og seiðandi röddu. „Ég nota til dæmis alltaf sama hljóð- nemann af því að ég veit hvernig hann virkar. Dáleiðsla róar fólk nið- ur. Sumir falla þó ekki undir. Eitt af því fyrsta sem ég geri er að reyna að láta fólk haga sér eins og liðs- menn í sinfóníuhljómsveit. Sumir hreyfa sig þá ekki neitt. Sumir sofna bara. Þá þarf ég að ýta aðeins á öxl- ina á þeim.“ Paul segir að dáleiðsla rói hug- ann og að fólk sem falli í dásvefn geri sér vel grein fyrir því sem er að gerast. Það geti bara ómögulega stoppað sig í því að hlýða. Hann seg- ir að vald sefjunar af þessu tagi sé mun meira en margir geri sér grein fyrir. Í einu atriðanna fær hann fólk til þess að herma eftir frægum popp- stjörnum á borð við Britney Spears, Michael Jackson og John Travolta. „Þegar við sjáum myndbönd af poppstjörnum leggur hugurinn það á minnið hvernig þær hreyfa sig. Með dáleiðslu er hægt að fá fólk til þess að herma betur eftir en það myndi gera eðlilega. Fólk hermir svo vel eftir að fólk heldur að atrið- ið sé æft, en það er ekki svoleiðis. Ég æfi aldrei neitt með neinum. Þetta er bara vald sefjunarinnar.“ Paul er fagmaður, þaullærður í American Institute of Hypnosis í Irvine í Kaliforníu. Hann er með full réttindi sem meðferðarfulltrúi í dáleiðslu en nýtir þekkingu sína til skemmtunar. En er ekki freistandi að nýta slíkt vald til þess að næla sér í konur? „Ég hef verið spurður að þessari spurningu meira en nokkurri ann- arri!“ segir hann og skellihlær. „Þar sem ég er atvinnumaður myndi ég ekki vilja misnota þetta. Það virkar svo náttúrlega ekki ef stúlkan laðast ekki að manni fyrir.“ Verð á miða er 1.900 kr. og verða þeir seldir við innganginn og í síma 555 6424. biggi@frettabladid.is ■ SKEMMTUN ■ FÓLK Fréttiraf fólki Gífurlegt vald sefjunarinnar Á morgun hefst tveggja vikna ferðalag kanadíska dávaldsins Paul Royters um landið. Hann segir að röddin skipti miklu máli í dáleiðslum og að „fórnar- lambið“ verði að vera vilj- ugt ef árangur á að nást. Flea, bassaleikari Red Hot ChiliPeppers, segir upphitunar- hljómsveit þeirra þessa dagana, The Mars Volta, vera bestu sveit sem hann hafi heyrt í. Tveir liðsmenn þeirrar sveitar voru áður í hinni frábæru sveit At the Drive-In. Á heimasíðu pipar- sveinanna má lesa lofsyrði bassaleikarans sem gætu auð- veldlega fyllt út restina af þess- ari blaðsíðu. Fyrsta breiðskífa The Mars Volta er væntanleg á þessu ári. Sjálfir segjast liðs- menn sveitarinnar ekki vilja frægð og frama. Það eykur á trú- verðugleika þeirra að piltarnir klufu At the Drive-In þegar allt stefndi í að sú sveit yrði ein stærsta rokksveit heims. Leikkonurnar Gwyneth Paltrowog Lisa Kudrow hafa tekið að sér að leika í gaman- myndinni „Happy Endings“ sem verður framleidd fyrir utan Hollywood. Í myndinni eru tíu sögur sem tvinnast saman. Sagan fjallar um föður og son sem eru í ástarsambandi við sömu konuna. Sú ástríka snót verður leikin af Gwyneth Paltrow. Beck gerði sér lítið fyrir á tón-leikum um daginn og flutti eig- in útgáfu af Nelly-laginu „Hot in Herre“. Söngvarinn var staddur í Ástralíu og var lofthitinn kominn nálægt 35 gráðum á Celsius. Kvikmynd rapparans Eminem,„8 Mile“, sló öll sölumet daginn sem hún var gefin út á DVD-disk í Bandaríkjunum. Myndin seldist fyr- ir 40 milljónir doll- ara. Engin önnur mynd, sem er bönnuð börnum, hefur selst svona vel jafn hratt. Rúmlega 2 milljónir eintaka voru seldar á útgáfudeginum. Á DVD- disknum er meðal annars að finna fleiri rímnastríð en voru í mynd- inni í bíó. Einnig er nýtt mynd- band við lagið „Superman“ sem verður einungis fáanlegt á DVD- disknum. Ævisaga rapparans DMX,„E.A.R.L. – Ever Always Real Life“, verður fáan- leg aðdáendum til ómældrar ánægju 28. mars. Þar geta áhugasamir lesið um glæpi rappar- ans áður en hann varð poppstjarna. DMX hefur sagt að hann sé hættur að gera plötur. Grínrokkdúettinn Tenacious Dákvað að fara heim af ókláruð- um Evróputúr sínum eftir að stríð braust út í Írak. Fjölskyldur pilt- anna óttuðust víst um öryggi þeirra og báðu þá vinsamlegast um að snúa aftur heim. Þeir voru þá á leiðinni til Norðurlandanna. Bandarísk plötufyrirtæki mæla ekki með því að bandarískar hljómsveitir fari út fyrir land- steinana. Þetta er ekkert grín, heldur fúlasta alvara. PAUL ROYTERS Segir að hægt sé að dáleiða fólk í gegnum síma þar sem radd- beiting skipti höfuð- máli í dáleiðslu. „Ein- hverjir eru að gera til- raunir með þetta í gegnum Netið,“ segir Paul. „Ég vil vera á staðnum til þess að hafa fulla stjórn.“ Allar kærur á hendur Robert„3D“ Del Naja, höfuðpaurs Massive Attack, um eign á barna- klámi hafa verið felldar niður. Tónlistarmaðurinn var handtekinn í síðasta mánuði og sakaður um að hafa barnaklám í fórum sér. Allur tölvubúnaður hans var gerður upptækur af lögreglu og rannsak- aður. Á föstudag var umboðs- manni 3D svo tilkynnt að rannsókn væri lokið og að hann væri laus allra mála. Massive Attack er nú á tón- leikaferð í Japan. Daginn sem Del Naja var hand- tekinn sór hann fyrir það að hafa nokkurn tíma séð barnaklám á ævi sinni. Hann sagðist þá líka hafa fulla trú á breska réttarkerfinu og að hann efaðist ekki um að sann- leikurinn myndi koma í ljós og mannorð hans yrði hreinsað. Öllum tölvubúnaði hefur verið skilað til baka. ■ Höfuðpaur Massive Attack: Kærur um barnaklám felldar niður MASSIVE ATTACK Robert Del Naja (til hægri) hélt allan tím- ann fram sakleysi sínu og sagðist hafa fulla trú á að breska réttarkerfið myndi hreinsa mannorð sitt. FERÐ DÁVALDSINS PAUL ROYTERS UM LANDIÐ: 25. mars - Stapinn, Keflavík 26. mars - Smáralind, Kópavogi 27. mars - Sjallinn, Akureyri 28. mars - Hótel Húsavík 29.mars - Fjölbrautask. N.V., Sauðárkróki 30. mars - Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum 31. mars - Ísafjörður 1. apríl - Klif, Ólafsvík 2. apríl - Smáralind, Kópavogi 3. apríl - Smáralind, Kópavogi 4. apríl - Höllin í Vestmannaeyjum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.