Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 4
SKOÐANAKÖNNUN Samfylkingin er stærsti flokkur landsins og ríkis- stjórnin kolfallin samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var á laugardaginn. Frjálslyndi flokk- urinn fær 5 menn á þing. Stjórnarflokkarnir fá saman- lagt 28 þingmenn en stjórnarand- staðan 35. Samkvæmt könnun- inni geta aðeins Sjálfstæðisflokk- urinn og Samfylkingin myndað tveggja flokka stjórn saman. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 33,2% fylgi, sem er nokkru lægra en fyrir viku þegar hann var með 36,9% og töluvert undir kjörfylgi flokks- ins, sem er 40,7%. Sam- kvæmt þessu fær flokkurinn 21 þingmann, en í dag er hann með 25. Sjálf- stæðisflokkur- inn nýtur tölu- vert meiri stuðnings meðal karla en kvenna og hefur sterkari stöðu í þéttbýli en á landsbyggð- inni. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 11% þjóðarinnar og fær samkvæmt því sjö menn á þing. Þetta er langt undir kjör- fylgi flokksins, en í síðustu kosn- ingum fékk hann 18,4% og 12 þingmenn. Framsóknarflokkur- inn sækir stuðning sinn nokkurn veginn jafnt til karla og kvenna, en staða hans í þéttbýli er áber- andi slök. Samfylkingin er stærsti flokk- ur landsins samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar. Hún nýtur fylgis 38,3% þjóðarinnar og fær 24 þingmenn, en er í dag með 17. Í síðustu viku mældist flokkurinn með 35,9% fylgi og í kosningun- um 1999 fékk hann 26,8% at- kvæða. Samfylkingin hefur mjög sterka stöðu á meðal kvenna og staða hennar í þéttbýli er nokkuð betri en á landsbyggðinni. Hlutfallslega er Frjálslyndi flokkurinn í hvað mestri upp- sveiflu. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur flokkurinn stuðnings 7,8% þjóðarinnar og er á góðri leið með að tvöfalda kjör- fylgi sitt, en hann fékk 4,2% í síð- ustu kosningum. Þingflokkurinn rúmlega tvöfaldast. Hann stækk- ar úr tveimur í fimm. Frjálslynd- ir virðast höfða frekar til karla en kvenna og þá er staða flokksins á landsbyggðinni tölu- vert sterkari en í þéttbýli. Vinstri grænir standa nokkurn veginn í stað miðað við síðustu könnun. Flokkurinn mælist með 9,4% fylgi, en var með 9% í síð- ustu könnun og 9,1% í kosningun- um 1999. Samkvæmt könnuninni verður flokkurinn með 6 þing- menn, eða jafnmarga og hann hefur í dag. Líkt og Samfylkingin njóta Vinstri grænir frekar stuðnings kvenna en karla og er staða flokksins örlítið sterkari á landsbyggðinni en í þéttbýli, en þar munar litlu. Í könnuninni var hringt í 600 manns á landinu öllu og tóku 62,2% þeirra afstöðu. trausti@frettabladid.is 4 24. mars 2003 MÁNUDAGUR FJÖLDI ÞINGMANNA 24. MARS B 7 D 21 F 5 S 24 U 6 Ætlar þú að mótmæla innrás í Írak? Spurning dagsins í dag: Býstu við góðu veðri í sumar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 4% 50%Nei 46% Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is NÆST Á DAGSKRÁ: Framsögumenn: – Hildur Skarphéðinsdóttir, leikskólaráðgjafi: Leikskóli sem fyrsta skólastig – Hervör Alma Árnadóttir, félagsráðgjafi: Meðferð barna og unglinga Kosningamiðstöð VG, Ingólfsstræti 5, Reykjavík fimmtudagskvöld 20. mars kl. 20:30 Fundarstjóri: Grímur Atlason ER ÍSLAND BARNVÆNT? 3. fundur HLUTABRÉF Nýstofnuð Samtök stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur gengust fyrir út- hringingum til stofnfjáreigenda um helgina. Reynt var að afla fylgi við þá fyrirætlan nýju sam- takanna að fulltrúar þeirra skipi næstu stjórn sparisjóðsins, sem kjörin verður á miðvikudag. Pétur Blöndal alþingismaður skipar efsta sæti lista nýju sam- takanna. Pétur segir að hringt hafi verið í þá 320 stofnfjáreig- endur í SPRON sem skrifuðu und- ir beiðni um stofnfjáreigendafund í fyrrasumar. Undirtektir hafi verið afar jákvæðar. „Við munum einnig hringja í aðra stofnfjáreigendur. Þó að sá hópur hafi ekki skrifað undir í fyrrasumar eru margir í honum fylgjandi okkar sjónarmiðum um að stjórn SPRON eigi að starfa með hagsmuni stofnfjáreigend- anna í huga,“ segir Pétur. Að sögn Péturs gefst um 1.100 stofnfjáreigendum í SPRON nú kostur á því í fyrsta skipti í 70 ára sögu sparisjóðsins að kjósa sjóðn- um stjórn. Þar sem farið verði fram á hlutfallskosningu séu yfir- gnæfandi líkur á því að nýju sam- tökin eignist fulltrúa í stjórninni. Sjálfur er Pétur efstur á fram- boðslistanum. Með honum eru Hildur Njarðvík, Þorvarður Elías- son, Dögg Pálsdóttir og Sveinn Valfells. ■ VEÐUR Búast má við skúrum eða éljum síðdegis í dag, suðvestanátt með 13-18 metrum á sekúndu. Hiti verður á bilinu fjögur til níu stig. Samkvæmt langtímaspá Veð- urstofu Íslands verður suðvest- anátt á þriðjudag og miðvikudag, víða 10-15 metrar á sekúndu og él. Hægari vindur og léttskýjað verður þó norðaustan- og austan- lands. Hiti verður frá frostmarki til sjö gráður. Hlýjast austan- lands. Á fimmtudag verður suðlæg átt, 5-10 metrar á sekúndu. Bjart- viðri norðaustan til en annars skýjað og rigning eða slydda með köflum. Hiti breytist lítið. ■ Óánægjan í SPRON: Liðssöfnun fyrir stjórnarkjör PÉTUR BLÖNDAL Ný samtök stofnfjáreigenda í SPRON segja að stjórn sjóðsins eigi að vinna með hagsmuni eigenda sjóðsins í huga. Pétur Blöndal er efsti maður á lista samtakanna til stjórnarkjörs. Lottó 5/38: Einn vann rúmar 20 milljónir GETSPÁ Fyrsti vinningur í lóttó 5/38 á laugardag fór óskiptur á einn einstakling. Vinningurinn, sem var fjórfaldur, var upp á 20.641.980 krónur. Sex voru með fjóra rétta og bónustölu og fengu þeir 108.490 kr. á mann. Eitt hundrað tuttugu og þrír voru með fjóra rétta og fékk hver 8.460 kr. í sinn vasa. Vinningstölurnar voru 3, 24, 26, 29 og 33. Bónustalan var 5. Enginn var með 5 rétta í Jókernum og gekk því 1,5 milljón króna ekki út í það skiptið. ■ Tíu manns handteknir í Kína: Smygluðu börnum í töskum PEKING, AP Lögreglan í Kína hefur handtekið um tíu manns, grunaða um að ætla að smygla 28 stúlku- börnum og selja þau. Börnin fund- ust síðastliðinn mánudag í áætlun- arbifreið í sunnanverðu Kína, nán- ar tiltekið í bænum Binyang í hér- aðinu Guangxi. Börnin fundust í töskum, sem eru á stærð við dæmigerðar íþróttatöskur. Héraðsblöð hafa skýrt frá því að ekkert barnanna sé eldra en þriggja mánaða. Eitt þeirra lést eftir að þau fundust. Eitt dagblaðanna hélt því fram að barnaræningjarnir hafi gefið börnunum lyf til að koma í veg fyr- ir að þau grétu á ferðinni. Misjafnlega hefur gengið að hafa uppi á foreldrum barnanna. Sumum þeirra hefur verið rænt, en svo virðist sem sum þeirra hafi ver- ið yfirgefin af foreldrum sínum. ■ kosningar 6. jan 13. jan 20. jan 27. jan 3. feb, 10. feb 17. feb 24. feb 3. mars 10. mars 17. mars 24. mars Ríkisstjórnin er kolfallin Frjálslyndi flokkurinn fær fimm menn á þing samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Stjórnarflokkarnir fá aðeins 28 þing- menn. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 24 þingmenn. Himinlifandi „Mér líst alveg fantavel á þetta,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður og formaður Frjáls- lynda flokksins. „Þetta er ótrúleg og mjög ánægjuleg nið- urstaða. Það getur vel verið að öll þjóð- in sé ekki sammála okkur en það er góður hluti sem tekur undir okkar mál.“ Hvergi bangnir „Þetta kemur mjög á óvart. Það er spurning hvort stríðið í Írak hafi eitthvað um þetta að segja,“ segir Gunn- ar I. Birgisson, þingsmaður Sjálf- stæðisflokks. „Við erum hvergi bangn- ir og höldum okkar striki. Það er lands- fundur í næstu viku. Þá fær fólk að sjá meira af því sem við ætlum að gera á næsta kjörtímabili.“ Bjartsýnn og glaðbeittur “Þetta sýnir að ríkisstjórnarblokk- in er á miklu undanhaldi. Það hef- ur glitt í þann möguleika áður að hún væri að falla og þetta undirstrikar það. Við sem höfum frá upphafi stefnt að því að fella ríkis- stjórnina gleðjumst yfir því,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna. „Við ætlum okkur meira en þetta og ég er sannfærður um að við munum fá það.“ Stríðið í Írak kostar fylgi “Fljótt á litið kemur það ekki á óvart að stjórnarflokkarnir missi fylgi í ljósi andstöðu við innrás í Írak,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, for- maður þingflokks Framsóknarmanna. „Frjálslyndi flokk- urinn hefur bætt við sig töluvert miklu fylgi frá síðustu könnun. Samfylkingin er að bæta við sig aftur og Frjálslyndir bæta við sig. Það kemur dálítið á óvart að Vinstri grænir bæti ekki við sig sem neinu nemur.“ Einn valkostur gegn ríkisstjórninni „Ég gleðst yfir því að sam- kvæmt þessum niðurstöðum er ríkisstjórnin kol- fallin. Það á hún skilið,“ segir Öss- ur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinn- ar. „Óneitanlega er líka gleðiefni hversu vel Samfylkingin stend- ur en stuðningsmenn hennar mega þó hvorki ofmetnast né láta hendur síga því skoðana- kannanir eru eitt og kosningar annað. Þetta sýnir að eini val- kosturinn gegn ríkisstjórninni er Samfylkingin.“ ■ Viðbrögð Veðurhorfur næstu daga: Skúrir eða él í dag ROK OG RIGNING Búast má við suðvestanátt og vætu næstu daga. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.