Fréttablaðið - 24.03.2003, Síða 17

Fréttablaðið - 24.03.2003, Síða 17
MÁNUDAGUR 24. mars 2003 MENNTUN Jón B. Stefánsson hefur verið ráðinn skólameistari Stýri- mannaskólans í Reykjavík og Vél- skóla Íslands frá og með upphafi næsta skólaárs. Jón mun einnig taka við starfi framkvæmdastjóra Menntafélagsins í byrjun apríl næstkomandi, en Menntafélagið stendur að rekstri skólanna beggja. LÍÚ, Samband kaupskipa- útgerða, Samorka og stéttarfélög standa að Menntafélaginu ehf., sem stofnað var um síðustu ára- mót. Menntafélagið gerði samn- ing við menntamálaráðuneytið um rekstur bæði Stýrimannaskól- ans og Vélskóla Íslands. Jón B. Stefánsson hefur kenn- arapróf frá Kennaraskóla Íslands og íþróttakennarapróf frá Íþrótta- kennaraskóla Íslands. Lengst af hefur hann unnið við stjórnunar- störf. Hann var meðal annars for- stjóri MGH Ltd./Eimskip í Bret- landi til ársins 1999. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Jón. „Nú mun ég taka til við að byggja upp skólana og finna þeim báðum nýja og breiðari far- vegi í samfélaginu.“ ■ Starfsemi Pharmaco í Danmörku: Lögbann á samheitalyf VIÐSKIPTI Lögbann hefur verið sett á samheitalyf dótturfyrirtækis Pharmaco í Danmörku. Undirrétt- ur í Danmörku samþykkti lög- bannskröfu lyfjafyrirtækisins Lundbeck á dreifingu lyfsins Cita- ham. Dómurinn er óvæntur, þar sem dómstólar bæði í Finnlandi og Noregi hafa hafnað lögbanns- kröfunni. Lyfið er samheitalyf vinsæls geðdeyfðarlyfs. Lund- beck hefur ítrekað reynt að koma í veg fyrir að samheitalyf komist á markaðinn. Pharmaco hefur þegar stöðvað sölu lyfsins og dómnum hefur verið áfrýjað. Fé- lagið segir lögbannið hafa óveru- leg áhrif á afkomu félagsins. ■ HVALFJARÐARGÖNGIN Bensínflutningar varhugaverðir. Hvalfjarðargöngin: Bensínið burt ÖRYGGI Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu sem gerir ráð fyrir að allir bensínflutningar verði bannaðir um Hvalfjarðar- göng. Telja bæjarráðsmenn að bensínflutningar í göngunum skapi stórhættu og geti valdið óbætanlegu tjóni ef út af bregður og slys verður. Í dómsmálaráðu- neytinu er unnið að breytingu á reglugerð um flutning eldfimra efna og mun þar sérstaklega verða tekið tillit til bensínflutn- inga um Hvalfjarðargöngin. Ekki er þó talið að bensínflutningarnir verði alfarið bannaðir í göngunum heldur takmarkaðir. ■ Stýrimannaskólinn og Vélskólinn: Nýr skólameistari JÓN B. STEFÁNSSON Nýr skólameistari Vélskólans og Stýrimannaskólans segir starfið leggjast vel í sig. Evrópusambandið veitir styrki: Efla á lýðheilsu STYRKIR Evrópusambandið hefur auglýst styrki til verkefna sem ætl- að er að efla lýðheilsu þjóða. Gerð hefur verið áætlun í þessu skyni og nemur heildarfjárveiting vegna hennar um 312 milljónum evra. Veittir verða styrkir til samstarfs- verkefna þjóða sem miða að bættu heilsufar ialmennings í Evrópu. Styrkjunum er ætlað að standa undir allt að 80% kostnaðar ein- stakra verkefna. Íslendingar eiga líkt og aðrar EFTA-þjóðir rétt á þátttöku í lýðheilsuverkefni Evr- ópusambandsins. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.