Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 1
GOÐSÖGN Í skugga og skjóli Alberts bls. 24 Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 29. mars 2003 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Bíó 36 Íþróttir 38 Sjónvarp 12 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FÓTBOLTI Karlalandsliðið í fótbolta etur kappi við Skota á Hampden Park í Glasgow. Þetta er seinni leikur liðanna í undankeppni EM 2004, en Skotar unnu fyrri leikinn 2-0 á Laugardalsvelli. Leikurinn í dag hefst klukkan 15 og verður sýndur beint í Ríkissjónvarpinu. Skotar sóttir heim FYRIRLESTUR Vernon L. Smith, annar Nóbelsverðlaunahafanna í hag- fræði árið 2002, flytur fyrirlestur um markaði, alþjóðavæðingu og til- raunahagfræði á vegum Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðarsal Háskólans og hefst klukkan 14. Nóbelsverðlauna- hafi í Háskólanum BÍÓSÝNING Mikil Jules Verne-hátíð verður í MÍR-salnum við Vatnsstíg 10a. Þar verða sýndar allar þær myndir sem gerðar hafa verið eftir ævintýrum hans. Sýningar hefjast klukkan 13. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Undur og stórmerki LIST Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands klukkan 15 í dag. Þær eru yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna, vídeóinnsetning eft- ir Steinu Vasulka og sýning á lands- lagsmálverkum Ásgríms Jónssonar. Þrjár frumsýningar NAFNIÐ Dverghagur Sindri LAUGARDAGUR 75. tölublað – 3. árgangur bls. 20 MATUR Eilífðarstúdent í matargerð bls. 20 bls. 34 LEIKLIST Blóðugur rakari bls. 4 STJÓRNMÁL Óþarfi að opna bókhaldið REYKJAVÍK Suðvestan 8-13 m/s, skýjað með köflum og él, vægt frost. VEÐRIÐ Í DAG - - - - VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 15-20 Snjókoma 2 Akureyri 3-8 Él 3 Egilsstaðir 3-8 Él 3 Vestmannaeyjar 8-13 Él 1 ➜ ➜ ➜ ➜ LÍFEYRISSJÓÐIR Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands leysti Gísla Mart- einsson framkvæmdastjóra út á sínum tíma með 25 milljóna króna starfslokasamningi þegar sjóðurinn fór í vörslu Kaupþings. Að auki samþykkti stjórnin að kaupa einbýlishús Gísla á Hrafnsmýri 2 í Neskaupstað. Líf- eyrissjóðurinn átti húsið um tíma en seldi það síðan aftur. Húsið við Hrafnsmýri 2 í Neskaupstað. Gísli Marteinsson, sem hætti störfum þann 1. júní árið 2000, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um kaupverð hússins sagðist hann ekki muna það fremur en sölu- verðið. „En sjóðurinn tapaði ekki á þessum kaupum,“ sagði Gísli. Hann sagði að í upphafi starfs síns, 14 árum fyrr, hefði hann gert munnlegan samning við stjórnina um að þeir myndu kaupa af honum húsið við starfs- lok. Gísli segir að tilboðið um 25 milljóna króna starfslokasamn- ing hefði komið sér á óvart. „Mér datt aldrei í hug að ég fengi neinn starfslokasamning,“ segir Gísli. Gríðarlegt tap blasir við stjórn sjóðsins vegna fjárfestinga sem lagt var út í á tíma Gísla Mart- einssonar. Þar má nefna tap vegna kaupa í óskráðum fyrir- tækjum. Sjóðurinn tapaði stórfé vegna skyndibitakeðjunnar Arth- ur Treachers og fleiri fjárfest- inga í útlöndum, svo sem í knatt- spyrnufélaginu Stoke City. Gagn- rýnt hefur verið að fjárfestingar í óskráðum félögum hafi farið langt yfir leyfileg mörk. Gísli segist ekki hafa getað séð fyrir þau áföll sem nú dynja á sjóðfélögum. Hann segist ekki axla ábyrgð af þessu einn. „Allar fjárfestingar voru bornar undir stjórnina, sem sam- þykkti allt sem gert var. Það var aldrei gert neitt nema tala við formanninn,“ segir Gísli. Hann segist hafa tekið við sjóðnum þegar hann átti 500 milljónir króna en þegar hann hafi skilað honum hafi eign sjóðs- ins numið 15 milljörðum króna. Gísli segir sárt að heyra af tapinu sem nú er orðið opinbert. „Ég er algjörlega í rusli út af öllu þessu máli,“ segir Gísli en vill ekki áfellast neinn fyrir - tapið. rt@frettabladid.is Sjá nánar bls. 2 Keypti íbúðarhús framkvæmdastjórans Gísli Marteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Austurlands, fékk óvænt 25 milljóna króna starfslokasamning þegar hann hætti störfum og stjórnin keypti hús hans. PÁSKAHRET Á RÖNGUM TÍMA? Veðurfar hefur verið mjög breytilegt á suðvesturhorninu undanfarna daga, en síðdegis í gær snjóaði töluvert og fljótlega varð jörðin hvít. Snjókoman kom þó ekki í veg fyrir að skokkarar landsins héldu sig við iðju sína. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN HELGARVIÐTAL Sjávarútvegsráð- herra boðar breyttar áherslur og leggur fram verkefni sem kalla má líffræðilega fiskveiðistjórnun. Til þess verkefnis ætlar hann 1,5 milljarða króna. Hann gerir því skóna að auka megi aflaverðmæti um 100 milljarða. Í ítarleguviðtali dregur hann upp í fáum dráttum sjávarútvegsstefnu stjórnarand- stöðuflokkanna og kemst að þeirri niðurstöðu að þar á milli séu him- inn og haf. Árni Mathiesen hugsar með hryllingi til þess ef næsti sjávarútvegsráðherra verður úr þeirra röðum og telur þann vera í aðstöðu til að vinna atvinnuvegin- um stórfelldan skaða. Sjá nánar bls. 16 Árni Mathiesen vill hætta þrasi um kvótakerfið: Vill nýja stefnu í sjávarútvegi Þýskur læknir: Neitar að lækna Kana FRANKFURT, AP Þýskur læknir hef- ur gengið lengra en flestir í and- stöðu sinni við innrás Banda- ríkjamanna og Breta í Írak. Hann hefur fest upp miða á læknis- stofu sinni þar sem hann bannar Bretum, Bandaríkjamönnum og öðrum stuðningsmönnum innrás- ar í Írak að stíga fæti inn á lækn- isstofu sína. Læknirinn viðurkennir reynd- ar að þetta séu fyrst og fremst táknræn mótmæli, hann hafi enga breska eða bandaríska sjúk- linga á sinni skrá. Mótmæli hans endurspegla þó álit margra Þjóð- verja. 80% þeirra eru andvíg inn- rásinni í Írak, samkvæmt skoð- anakönnunum. ■ ÁRNI M. MATHIESEN Hann hugsar til þess með hryllingi ef næsti sjávarútvegs- ráðherra kemur úr núverandi stjórnarandstöðu. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 21% D V 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á laugardögum? 63% 69% LÍFEYRIR FÝKUR Lífeyrissjóður Austfirðinga þarf að afskrifa milljarð króna vegna taps á fjárfestingum. Myndin er frá Eskifirði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.