Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 19
fjölgun á einstæðum mæðrum. Ein-
stæðir feður eru miklu færri. En
þeim fjölgaði hins vegar meira en
einstæðum mæðrum á sama tíma-
bili, eða um 52%. Þeir voru 552
talsins árið 1991, en voru orðnir
841 árið 2001.
Það vekur athygli að fjöldi
hjónabanda með börnum hefur
nánast ekkert aukist á sama tíma.
Að því má leiða að fólk með börn
virðist ekkert endilega á þeim bux-
unum að rjúka í hjónaband. Hjóna-
bönd með börnum voru 23.614 árið
1991 og stóðu nánast í sömu tölu
árið 2001. Hins vegar hefur fólki í
óvígðri sambúð með börnum fjölg-
að um 26%, sem bendir til að
barnafólk kjósi í mun meiri mæli
að gifta sig ekki. Þetta kann hugs-
anlega að vera vegna þess að fólk
telji einhverra hluta vegna fjár-
hagslega óhagstætt að gifta sig.
Það er athyglisvert að barn-
lausu fólki í óvígðri sambúð hefur
fjölgað um 40%. Af öllum þessum
tölum má draga eftirfarandi dálítið
merkilega ályktun: Það er í aukn-
um mæli hlutskipti barnafólks að
búa eitt. Að vera einstætt foreldri
er það fjölskylduform sem er í
mestri sókn í þjóðfélaginu ásamt
óvígðri sambúð barnlauss fólks.
Þróunin er sem sagt í átt að eftir-
farandi þjóðfélagsmynd: Fólk sem
á ekki barn er til í að skottast sam-
an í óvígðri sambúð. Ef það á barn
býr það eitt.
Hjón tolla þokkalega saman
Talandi um sambúð og hjóna-
bönd er það athyglisvert að skiln-
uðum hefur ekki fjölgað að neinu
marki. Íslensk hjón virðast hafa
tollað þokkalega saman síðan 1991.
Lögskilnaðir voru 547 það ár en
voru 551 tíu árum síðar. Það er at-
hyglisvert að sameiginlegt forræði
að loknum skilnaði hefur færst
mjög í vöxt. Möguleiki á sameigin-
legu forræði er reyndar ein af nýj-
ungunum í íslensku samfélagi, sem
varð að veruleika við upphaf 10.
áratugarins. Árið 1994 bættust 523
ný skilnaðarbörn í hóp Íslendinga.
Af þeim fóru 369 undir forræði
móðurinnar, 35 undir forræði föður
og 119 í sameiginlegt forræði. Árið
2001 ól af sér 701 skilnaðarbarn.
Mæður hlutu forræði yfir 339
þeirra en feður yfir 24. Aftur á
móti fóru 338 börn í sameiginlegt
forræði. Sameiginlegt forræði var
þar með orðið niðurstaða frá-
skildra foreldra í 48% tilvika, en
var það aðeins í 23% tilvika áður.
Þetta bendir til, ef dregnar eru ögn
frjálslegar ályktanir af þessum töl-
um, að fólk á skilnaðarbuxunum sé
orðið reiðubúið að tala meira sam-
an. Ala upp börnin sín í sameiningu
þrátt fyrir ósætti sín á milli. Hugs-
anlega er þjóðfélagið orðið skiln-
ingsríkara. Sem leiðir hugann að
öðru.
Breyttur tíðarandi
– Pólitískari ungdómur
Ungt fólk virðist vera orðið póli-
tískara en áður var og félagslega
meðvitaðara. Kaldhæðna kynslóð-
in, fólk fætt 1960-70, sem svo hefur
verið nefnd, er ekki lengur merkis-
beri unga fólksins, með því kald-
hæðnislega skopi sem henni fylgdi
og skorti á pólitískum þátttöku-
áhuga. Hér er vissulega um alhæf-
ingar að ræða, en samt má hér
greina merkjanlega þróun. Ný kyn-
slóð, fólk fætt 1970 og upp úr, ryðst
nú fram á sjónarsviðið í listum og
stjórnmálum, og virðist tjá sig
öðruvísi. Þetta fólk gekk í gegnum
sín mótunarár við fall Berlínar-
múrsins og upplifði það rót sem
fylgdi breyttri heimsmynd og sem
enn sér ekki fyrir endann á. Það til-
einkaði sér tækninýjungar um leið
og þær urðu til og hefur vaxið úr
grasi með þeim. Sú staðreynd að
heimurinn breytist og mennirnir
með og ekki síður að mennirnir
geti breytt heiminum er þessu fólki
mjög svo áþreifanleg og kann að
hafa leitt til meiri pólitískrar sann-
færingar. Hana má greina á
tvennu: Annars vegar uppgangi
kynslóðar ungra rithöfunda undan-
farið sem lætur sig mjög varða
þjóðfélagsleg málefni á áður
óþekktan hátt. Hins vegar veruleg
fjölgun í ungum frambjóðendum
og ungum þingmannsefnum fyrir
alþingiskosningarnar næstu. Yfir
hundrað frambjóðendur eru 30 ára
og yngri. Fimm, sex, jafnvel sjö
nýir þingmenn, hugsanlega átta,
verða 30 ára og yngri eftir þing-
kosningarnar í vor, ef svo fer sem
horfir. Það er af sem áður var. Ekki
er svo langt síðan að varla nokkur
ung manneskja nennti einhvern
tímann á þing á Íslandi.
Bjór, kaffihús,
lággjaldaflugfélög og EES
Því má svo bæta við að auðvit-
að er það eitt áþreifanlegasta
dæmið um nýja og breytta Íslend-
inga að nýbúum hefur fjölgað
verulega hér á landi á undanförn-
um áratug. Heilu byggðarlögin úti
á landi eru að stórum hluta byggð
fólki af pólskum, tælenskum eða
öðrum uppruna. Hlutfall innflytj-
enda er orðið sambærilegt við það
sem gerist á öðrum Norðurlönd-
um.
Og fleira mætti nefna. Það er til
dæmis af sem áður var að Háskóli
Íslands var eini háskólinn á Íslandi.
Þeir fylla nú á annan tug og sam-
keppnin milli þeirra fer vaxandi. Í
atvinnumálum er það áberandi að
hlutur stóriðju hefur farið mjög
vaxandi. Tilkoma bjórsins breytti
áfengisvenjum þjóðarinnar. Kaffi-
hús hafa sprottið upp. Súludansinn
kom og fór. Lággjaldaflugfélög eru
kærkominn nýr valkostur í ferða-
lögum fyrir þá sem vilja komast
burt af skerinu endrum og eins með
litlum tilkostnaði. Ríkisbankarnir
hafa verið einkavæddir. Innganga í
EES og áhrif hennar á íslenskt sam-
félag er auðvitað eitt stærsta og
umfangsmesta dæmið um djúp
áhrif á íslenskt samfélag, ekki síst í
vinnulöggjöfum og öðrum áhrifa-
miklum reglugerðum og lagasetn-
ingum, til dæmis varðandi markað
og viðskipti. Velferðarkerfið hefur
breyst og skattkerfið einnig. Breyt-
ingar í húsnæðismálum eru veru-
legar.
Allt þetta, og miklu meira, sýnir
að djúpstæðar breytingar hafa átt
sér stað frammi fyrir augunum á
þjóðinni á undanförnum árum. Ann-
að væri líka óeðlilegt. Hið nýja Ís-
land er í stöðugri mótun, hvort sem
þjóðin sjálf hefur frumkvæðið eða
ekki. Heimurinn allur hefur breyst
og tekur raunar stakkaskiptum með
viku hverri um þessar mundir. Sú
spurning er orðin nokkuð spennandi
í hvernig landi og heimi þjóðin mun
búa eftir önnur tíu ár. Af þessari
samantekt má draga eftirfarandi
niðurstöðu: Íslendingar eru orðnir
fjölbreyttari, opnari, einstæðari,
sveigjanlegri, skilningsríkari, al-
þjóðlegri og pólitískari. Drekka
mikið vatn og borða ofsalega mikið
af pizzu.
gs@frettabladid.is
19LAUGARDAGUR 29. mars 2003