Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 26
26 29. mars 2003 LAUGARDAGUR
Hunang
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
0
9
0
8
3
•
s
ia
.i
s
Árásirnar í Írak hafa haft áhrif á samskipti „stóru“ þjóðanna í Evrópu og Bandaríkjanna. Slest hefur upp á vinskap Bandaríkjamanna og
Frakka með þeim afleiðingum að þjóðirnar reyna að sniðganga vörur hvorrar annarrar. Þeir allra hörðustu vilja taka niður Frelsisstyttuna.
Styttan var gjöf Frakka til Bandaríkjamanna sem tákn um vináttu þjóðanna og lýðræði.
Hriktir í hlutgervingi
lýðræðis og frelsis
Þegar miklar deilur og stríðs-átök eiga sér stað er mikilvæg-
ara en áður að virða gildi friðar og
lýðræðis,“ sagði Alain Juppe,
borgarstjóri frönsku borgarinnar
Bordeaux, eftir að skemmdar-
vargar höfðu kveikt í eftirlíkingu
af Frelsisstyttunni og í minnis-
merki um hryðjuverkaárásirnar
11. september 2001. Skemmdar-
vargarnir létu til skarar skríða á
miðvikudaginn var til að mót-
mæla árásunum í Írak. Hin tvegg-
ja og hálfs metra háa stytta
skemmdist töluvert. Höfuð henn-
ar varð svart af sóti og augu henn-
ar voru máluð rauð, sem tákn um
blóðug tár. Ástandið er lýsandi
fyrir samskipti Bandaríkjamanna
og Frakka sem hafa deilt um rétt-
mæti árásanna á Írak sem hófust
fyrir rúmri viku.
Slettist upp á vinskapinn
Upprunalega Frelsisstyttan
stendur í höfninni í New York og
var gjöf frá Frökkum til Banda-
ríkjamanna, minnismerki um
frelsi og vináttutákn þjóðanna.
Franski listamaðurinn Frederic-
Auguste Bartholdi er höfundur
styttunnar. Hún var byggð árið
1886, rétt rúmum hundrað árum
eftir sjálfstæðisyfirlýsingu
Bandaríkjanna.
Síðustu vikur hefur slest upp á
vinskap þjóðanna vegna árásanna
á Írak. Franska þjóðin lagðist
gegn aðgerðum Bandaríkja-
manna. Jacques Chirac, forseti
Frakklands, reitti einnig margan
Kanann til reiði þegar hann mót-
mælti fyrirhuguðum árásum og
hótaði að beita neitunarvaldi í Ör-
yggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkjamenn virtu Sameinuðu
þjóðirnar að vettugi og létu til
skarar skríða. Fyrir vikið hafa
Frakkar reynt að sniðganga
bandarískar vörur og forðast
bandarísk menningaráhrif.
Sömu sögu er að segja af
Bandaríkjamönnum, sem hafa
forðast franskar vörur og jafnvel
frönsk hugtök eins og heitan eld-
inn. Það hefur hins vegar oft
reynst þeim snúið enda franskar
kartöflur og hamborgarar þjóðar-
réttur Bandaríkjamanna. Þeir
hafa því brugðið á það ráð að
reyna breyta nafninu á frönskun-
um yfir í „frelsiskartöflur“ eða
„lýðræðiskartöflur“
Þeir sem ganga hvað harðast
fram vilja að Frelsisstyttan verði
send úr landi eða flutt aftur heim,
eftir því hvorum megin Atlants-
hafsins andstæðingarnir eru. En
hvaða stytta er þetta? Hvaða hlut-
verki gegnir hún og þá sérstak-
lega í sambandi þjóðanna, Frakk-
lands og Bandaríkjanna?
Tákn lýðræðis og frelsis
Hundrað ára afmæli Frelsis-
styttunnar var fagnað þann 28.
október árið 1986. Frakkar gáfu
Bandaríkjamönnum styttuna til
minningar um bandarísku bylt-
inguna og til að treysta vináttu-
bönd þjóðanna. Í gegnum tíðina
hefur styttan orðið hlutgervingur
frelsis og lýðræðis sem og alþjóð-
legrar vináttu.
Skúlptúrlistamaðurinn Freder-
ic Auguste Bartholdi var fenginn
til að hanna styttuna til minningar
um að hundrað ár voru liðin frá
sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj-
anna. Styttan var sameiginlegt
átak Bandaríkjamanna og Frakka,
þar sem þeir fyrrnefndu áttu að
byggja fótstallinn en þeir síðar-
nefndu styttuna sjálfa og sjá um
uppsetningu hennar í Bandaríkj-
unum.
Fjármögnun styttunnar gekk þó
ekki sem skyldi. Í Frakklandi voru
hinar ýmsu skemmtanir og happ-
drætti notuð til að fjármagna frm-
kvæmdina, auk þess sem opinbert
fé var notað. Í Bandaríkjunum var
blásið til ýmiss konar listviðburða,
svo sem leiksýninga og listsýninga
auk uppboða til að afla fjár.
Ellefu ár í smíðum
Á sama tíma fékk Bartholdi
verkfræðinginn Alexandre Gustave
Eiffel sér til hjálpar en hann var
hugmyndasmiður Eiffel-turnsins í
París. Hlutverk Eiffels var að
byggja stálgrind, nokkurs konar
beinagrind, undir koparhúðaða
styttuna.
Fjáröflun í Bandaríkjunum gekk
afar hægt þangað til Joseph Pulitz-
er, sem Pulitzer-verðlaunin eru
kennd við, skrifaði leiðara í blaði
sínu, „The World“, til stuðnings
styttunni. Pulitzer notaði dagblaðið
bæði til að gagnrýna milljónamær-
inga sem höfðu brugðist í fjáröflun-
inni sem og millistéttina, sem hann
sagði að treysti um of á ríkari aðila.
Gagnrýni Pulitzer hafði mikil áhrif
og ekki leið á löngu þar til almenn-
ingur tók við sér. Fjármögnuninni
fyrir fótstallinum var lokið í ágúst
árið 1885, níu árum eftir að hún
hófst. Byggingu hans lauk í apríl ári
síðar.
Gerð styttunnar lauk í Frakk-
landi lauk í júlí árið 1884. Hún var
flutt með frönsku freigátunni
„Isere“ og kom til hafnar í New
York í júní árið eftir. Til að koma
henni um borð í freigátuna var
henni skipt niður í 350 hluta, sem
var pakkað í 214 kassa. Þegar til
Bandaríkjanna var komið var stytt-
unni púslað saman, hluta fyrir hluta
og komið fyrir á fótastallinum.
Verkið tók fjóra mánuði. Þann 28.
október árið 1886 var styttan loks
vígð, ellefu árum eftir að verkið
hófst.
Fær styttan að standa?
Sagan af Frelsisstyttunni er
einsdæmi. Styttunni var komið
fyrir á granítfótstalli í stjörnu-
laga virkinu Fort Wood, sem var
reist fyrir stríðið árið 1812 á eyj-
unni Bedloe úti fyrir New York
borg. Styttan tilheyrði Vitamála-
stjórn Bandaríkjanna til ársins
1901 en þá tók stríðsmálaráðu-
neytið við henni.
Í október árið 1924 var Fort
Wood-virkið og Frelsisstyttan op-
inberlega gerð að þjóðartákni í
Bandaríkjunum. Í byrjun fjórða
áratugarins tók Þjóðgarðarnefnd
Bandaríkjanna yfir virkið og árið
1937 var nafni Bedloe-eyjunnar
breytt í Liberty Island eða Frelsis-
eyju.
Í maí 1982 skipaði Ronald
Reagan, þáverandi forseti Banda-
ríkjanna, fyrir um endurbætur á
styttunni. Fjáröflun hófst og á
skömmum tíma náðist að safna 87
milljónum dollara. Endurbætur á
styttunni hófust árið 1984 og á
sama tíma var hún skráð á
heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð-
anna. Styttan var aftur opnuð al-
menningi í júlí árið 1986. Sem
stendur er hún lokuð almenningi.
Þótt margir vilji að styttan
verði tekin niður í kjölfar átaka
þjóðanna þykir það afar ólíklegt.
Frelsisstyttan er eitt frægasta
tákn New York-borgar og borgin
yrði ekki söm ef ráðist yrði í slík-
ar aðgerðir. Einnig þykir afar ólík-
legt að Frakkar krefjist þess að fá
styttuna aftur. Hitt er þó víst að
það mun taka langan tíma að gróa
um heilt í samskiptum þjóðanna.
kristjan@frettabladid.is
MÓTMÆLI
Skemmdarvargar í Frakklandi kveiktu í eftirlíkingu af styttunni til að mótmæla árásum Bandaríkjamanna á Írak.
FRELSISSTYTTAN
Styttan er 46,5 metra há og faðmur henn-
ar er um 25 metrar. Hún vegur um 252
tonn.