Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 34
■ ■ FUNDIR  10.00 Umboðsmaður barna stendur fyrir málþingi um börn, unglinga og lýðræði í Valhöll á Þingvöllum í samstarfi við laganema úr mannrétt- indahópi ELSA.  10.00 Þátttaka er lífsstíll er yfir- skrift málþings um æskulýðsmál, sem haldið verður í Borgarholtsskóla. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Ol- rich, kynnir skýrslu nefndar um stöðu tómstunda- og æskulýðsstarfs á Íslandi.  10.00 Kvenréttindafélag Íslands helduyr fund um lífeyrissjóðsmál að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, undir yfirskriftinni Sjóðir samlyndra hjóna. Rætt verður um lífeyrisréttindi kvenna og samning hjóna um skiptingu lífeyris- réttinda.  10.00 Íbúar og aðrir hagsmunaaðil- ar hittast í Árseli, félagsmiðstöð Árbæj- arhverfis, og setja fram hugmyndir um skipulag Árbæjartorgs.  11.00 Evrópusamtökin boða til aðalfundar í Kornhlöðunni. Venjuleg aðalfundastörf og pallborðsumræður um þýðingu hugsanlegrar aðildar ESB aðild fyrir atvinnugreinar í landinu.  13.00 Skrúfudagur Vélskóla Ís- lands og Kynningardagur Stýrimanna- skólans í Reykjavík er í dag. Kennslu- húsnæði beggja skólanna verður opið almenningi. Hátíðin stendur til 16.30 og er öllum heimill aðgangur.  14.00 Waldorfskólinn í Lækjar- botnum og Waldorfleikskólinn Ylur verða með opið hús. Tíu og ellefu ára börn sýna tóvinnu og eldri bekkur sér um kaffisölu. Skólarnir eru rétt utan við borgina við Suðurlandsveg, 10 km á leiðinni austur. Húsið er opið til kl. 17.00.  14.00 Annar tveggja Nóbelsverð- launahafa í hagfræði árið 2002, dr. Vernon L. Smith, flytur fyrirlestur í Há- tíðasal Háskóla Íslands um markaði, alþjóðavæðingu og tilraunahagfræði.  14.00 Kanadíski sagnaþulurinn Ruth Christie heldur fyrirlestur í Þjóðarbókhlöðu um Cree-tungu- málið og sagnahefð frumbyggja Norður-Ameríku. Aðgangur ókeypis og öllum opinn.  15.00 Ritlistarhópur Kópavogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerð- arsafns í Kópavogi. Sigríður Helga Sverrisdóttir les úr nýútkominni ljóða- bók sinni Rauður snjór. Hjörtur Pálsson les úr óbirtu ljóðahandriti. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.  15.00 Lesið verður til heiðurs Degi Sigurðarsyni á Ljóðadegi í Ný- listasafninu, sem efnt er til í tengsl- um við sýninguna Hlutabréf í sólar- laginu. Áhugasömum gefst kostur á að lesa upp ljóð eftir Dag, eða önnur ljóð tileinkuð skáldinu.  16.00 Rithöfundasamband Íslands og Mál og menning efna til móttöku og kynningar á verkum Sigurðar A. Magn- ússonar í Gunnarshúsi, Dyngjuveg 8, í tilefni af 75 ára afmæli hans mánudag- inn 31. mars. ■ ■ SAMKOMUR  12.00 Önfirðingafélagið í Reykja- vík efnir til Kúttmagaveislu í veitinga- húsinu Kænunni í Hafnarfirði. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir.  20.00 Grikklandsvinafélagið Hellas heldur árshátíð sína í Kaffileik- húsinu og samfagnar um leið Sigurði A. Magnússyni, stofnanda félagsins og fyrs- ta formanni, sem verður 75 ára á mánu- daginn. ■ ■ OPNANIR  13.00 Gallerí Hlemmur hefur skipulagt samsýningu nokkurra lista- manna, sem verður opnuð á kosninga- skrifstofu Samfylkingarinnar við Lækjar- götu.  14.00 Bútaklúbburinn Saman- saumaðar opnar sýningu á verkum sín- um í Listasafni Borgarness.  15.00 Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands: Yfirlitssýning á verk- um Georgs Guðna, vídeóinnsetning eft- ir Steinu Vasulka og sýning á landslags- málverkum Ásgríms Jónssonar.  16.00 Í Listhúsi Ófeigs, Skóla- vörðustíg 5, verður opnuð sýning á verk- um Þorbjargar Höskuldsdóttur, Tobbu. Myndirnar eru unnar í olíu, Acril og vatnsliti. Þetta er fimmtánda einkasýning hennar. ■ ■ KVIKMYNDIR  13.00 Bíó Reykjavík stendur fyrir Jules Verne hátíð í MÍR-salnum við Vatnstíg 10a. Sýndar verða allar myndir sem gerðar hafa verið eftir ævintýrum Jules Verne. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.  16.00 Kvikmyndsafn Íslands sýnir hina margfrægu mynd Alfreds Hitchcock, Psycho, í Bæjarbíói, Strand- götu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Xu Wen sópransöngkona og Anna Rún Atladóttir píanóleikari flytja sönglög eftir Mozart, Rodrigo, R. Strauss og Pál Ísólfsson, aríur eftir Puccini, Meyerbeer og Bernstein og þrjú kínversk þjóðlög í Salnum í Kópavogi.  17.00 Vortónleikar Léttsveitar Reykjavíkur verða haldnir í Austurbæ við Snorrabraut undir yfirskriftinni Fljóð og funi. Snorri Wiium tenór syngur ein- söng. Stjórnandi er Jóhanna V. Þór- hallsdóttir.  17.00 Tónlistarskóli Hafnarfjarðar og Tónskóli Sigursveins leiða saman hesta sína á tónleikum í Seltjarnarnes- kirkju. Sinfóníuhljómsveit skólanna flyt- ur verk eftir Igor Stravinsky, Camille Saint-Saëns, Jón Leifs og Franz Schubert. Einleikari verður Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari.  17.00 Álftagerðisbræður og Söng- sveit Hveragerðis verða með stórtón- leika í íþróttahúsi Hveragerðis. Stjórn- andi Söngsveitarinnar er Kristín Sigfús- dóttir. Einsöngvari er Margrét Stefáns- dóttir sópran og hún syngur einnig dúett með Óskari Péturssyni frá Álfta- gerði.  19.00 Tvær óperur á einu kvöldi í Íslensku óperunni. Sýndir verða úr- drættir úr Madömu Butterfly eftir Puccini og Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini, verða frumsýndar í Íslensku óp- erunni í kvöld.  20.00 Vortónleikar Léttsveitar Reykjavíkur verða endurteknir í Austur- bæ við Snorrabraut undir yfirskriftinni Fljóð og funi. Snorri Wiium tenór syng- ur einsöng. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýnir nýtt barnaleikrit, Gagga- lagú, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Erlings Jóhannessonar. Í leikritinu er sagt frá Nonna, níu ára borgarstrák sem lendir í þeim ósköp- um að vera sendur í sveit.  14.00 Stígvélaði kötturinn fyrir yngstu krakkana á Litla sviði Borgar- leikhússins í samstarfi við Sjónleikhús- ið. Allir fá ís á eftir.  20.00 Farsinn Allir á Svið eftir Michael Frayn er sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þýddur og leikstýrður af Gísla Rúnari Jónssyni.  20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafsson á Litla sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Íslenski dansflokkurinn sýnir Lát hjartað ráða för, þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe, á Stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Píkusögur eftir Eve Ensler á Þriðju hæð Borgarleikhússins.  20.00 Kvetch eftir uppreisnar- manninn Steven Berkoff á Nýja sviði Borgarleikhússins í samstarfi við Á senunni.  20.00 Hugleikur sýnir leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í Tjarnarbíói.  20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir splatter-kómedíuna Sweeney Todd eftir Christopher G. Bond í Vesturporti. Leik- stjóri er Friðrik Friðriksson og þýðandi verksins er Davíð Þór Jónsson.  21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Þriðja ferð Ferðafélags Ís- lands af fjórum í raðgönguflokknum Fornar hafnir á Suðvesturlandi. Nú verður gengið um nágrenni Grindavíkur og endað á heimsókn í Saltfisksetur Ís- lands. Lagt verður af stað frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6.  10.30 Afmælisganga Útivistar á Keili. Gengið er frá Kálfstindum fyrir norðan Lyngdalsheiði norður fyrir Hrafnabjörg. Þar er farið niður á sléttuna vestan við Tindaskaga. Gangan sjálf verður í heildina 5-6 tímar og hæðar- aukning lítil sem engin. ■ ■ MESSUR  11.00 Fluttur verður nýr messu- söngur í Neskirkju eftir organista kirkj- 36 29. mars 2003 LAUGARDAGUR hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 31 1 MARS Laugardagur hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 31 1 2 MARS Sunnudagur Þetta fjallar um rakara sem tek-ur upp á því að myrða við- skiptavini sína og búa til kjötbök- ur úr þeim. Fyrst gerir hann þetta reyndar til þess að hefna sín á mönnum sem urðu konu hans að bana. En síðan þróast þetta yfir í einhverja drápsfýsn. Auk þess græðir hann stórfé á að selja kjöt- vörurnar,“ segir Hannes Óli Ágústsson, formaður Stúdenta- leikhússins. Rakarinn og fjöldamorðinginn Sweeney Todd var raunverulega til. Hann var með rakarastofu á Fleet Street í Lundúnum á seinni hluta átjándu aldar. Hann var hengdur fyrir glæpi sína í byrjun árs 1802 og síðan var lík hans bútað niður á sama hátt og hann fór með við- s k i p t a v i n i sína. Christopher G. Bond skrifaði leikrit á léttu nótunum um ævi þessa ógæfumanns, sannkallaða splatterkómedíu sem Stúdenta- leikhúsið sýnir nú í Vesturporti í leikstjórn Friðriks Friðriksson- ar. „Herranótt sýndi þetta leikrit árið 1994. Davíð Þór Jónsson þýddi það á íslensku.“ Hannes segir að Stúdentaleik- húsið hafi þrisvar sinnum efnt til leikritasamkeppni í því skyni að setja á svið verðlaunaleikritið. Undanfarin tvö ár var það gert, en að þessu sinni barst ekkert nógu gott leikrit í keppnina. ■ ■ LEIKSÝNING Blóðugi rakarinn í Vesturporti UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR Í sannleika sagt er ég vön því aðfara á opnanir myndlistarsýn- inga á laugardögum,“ segir Unn- ur Guðjónsdóttir, sem alla jafna er kennd við Kínaklúbbinn sinn. „Ég er búin að sjá margt af því sem er í gangi en ætla að kíkja á sovésku veggspjöldin í Hafnar- húsinu og svo langar mig að skoða myndir Jóhannesar Geirs á Eiðis- torgi. Ég er líka alltaf á leiðinni á sýningu blaðaljósmyndaranna. Mig myndi langa á tónleika kín- versku stúlkunnar í Salnum en fer frekar í móttökuna til heiðurs Sig- urði A. Magnússyni. Ég þekki hann og ætla ekki að missa af því.“  Val Unnar Þetta lístmér á! RAKARINN ÓGURLEGI OG VINKONA HANS Úr sýningu Stúdentaleikhússins á splatterkómedíunni Sweeney Todd. ✓ ✓ ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.