Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 6
6 29. mars 2003 LAUGARDAGUR
BAGDAD, AP Hörðustu loftárásirnar
á Bagdad um nokkurt skeið áttu
sér stað í gær. Írösk stjórnvöld
greindu frá því að sjö manns hið
minnsta hefðu látist í árásunum.
Al-Jazeera sjónvarpsstöðin
greindi frá því að átta til viðbótar
hefðu látið lífið þegar sprengjum
var varpað á höfuðstöðvar Baath-
flokksins.
Talsmenn bandaríska hersins
segja að markmiðið með loftárás-
unum í gær hafi verið að rjúfa
tengslin milli ríkisstjórnar Sadd-
ams Husseins og hers hans.
Tveimur risasprengjum, svoköll-
uðum byrgjasprengjum sem vega
rúm tvo tonn hver, var beitt gegn
fjarskiptamiðstöð. Árásir á hana
stóðu yfir alla þar síðustu nótt. ■
KJARAMÁL „Málið er í því ferli að við
ætlum að koma því fyrir Mann-
réttindadómstólinn,“ segir Magn-
ús M. Norðdahl, deildarstjóri lög-
fræðideildar Alþýðusambands Ís-
lands, vegna úrskurðar stjórnar-
nefndar Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar sem telur ríkisstjórn Ís-
lands hafa brotið lög með lagasetn-
ingu á kjaradeilu sjómanna.
Magnús segir að niðurstaðan
feli í sér ótvíræðan sigur fyrir ís-
lenska verkalýðshreyfingu en bar-
áttunni sé síður en svo lokið. Mál
þetta fór á sínum tíma fyrir
Hæstarétt þar sem verkalýðs-
hreyfingin tapaði. Nú er horft til
Mannréttindadómstólsins en að
sögn Magnúsar er fyrsta skrefið
að fá dómstólinn til að samþykkja
að taka málið fyrir.
Farið svo að Alþjóðadómstóll-
inn komist að sömu niðurstöðu og
Alþjóðavinnumálastofnunin um að
íslensk stjórnvöld hafi reynst brot-
leg gæti slíkt kostað íslenska ríkið
háar skaðabætur.
„Sú niðurstaða myndi í það
minnsta þýða að
stjórnvöld yrðu
að breyta starfs-
háttum sínum og
láta af ólögmætu
inngripi í frjálsa
kjarasamninga,“
segir Magnús.
Í áliti stjórn-
arnefndar Al-
þjóðavinnumála-
stofnunarinnar
er meinleg
ábending til ís-
lenskra stjórn-
valda um að þau eigi kost á aðstoð
vegna umræddrar áráttu sinnar að
setja lög á deiluaðila í verkfalli.
„Um leið og nefndin harmar
fjölda sambærilegra mála þar sem
staðfest hafa verið brot á sam-
þykktum nr. 87 og 98, mælist hún
til þess að ríkisstjórnin breyti fyr-
irkomulagi og reglum um máls-
meðferð er varða gerð kjarasamn-
inga til að koma í veg fyrir endur-
tekin afskipti löggjafans af kjara-
samningagerð í framtíðinni.
Nefndin vekur athygli ríkisstjórn-
arinnar á þeirri tæknilegu aðstoð
sem skrifstofa stofnunarinnar get-
ur veitt.“
Þess má geta að skrifstofa
Vinnumálastofnunarinnar er fyrst
og fremst önnum kafin við að veita
stjórnvöldum þróunarríkja laga-
tæknilega aðstoð vegna samskipta
við verkalýðshreyfingar.
Ekki náðist í Pál Pétursson fé-
lagsmálaráðherra, sem telst
ábyrgur fyrir umræddum lögum,
en hann hefur undanfarið verið á
tíðum ferðalögum um heims-
byggðina og er ekki væntanlegur
til Íslands fyrr en 4. apríl.
rt@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn létu
lífið og tveir slösuðust í alvarlegu
umferðarslysi sem varð á Reykja-
nesbraut klukkan hálf sjö í gær-
morgun. Slysið varð á Strandar-
heiði skammt austan Vogaaf-
leggjara. Slysið varð með þeim
hætti að fólksbifreið á leið til
Reykjavíkur lenti á vinstra fram-
horni lítillar rútu og síðan á fólks-
bifreið sem kom á eftir henni.
Mennirnir sem létust voru öku-
menn á sitt hvorum fólksbílnum.
Voru þeir að sögn lögreglu látnir
þegar komið var að þeim. Annar
þeirra, fæddur árið 1978, var einn
í bílnum. Hinn maðurinn, fæddur
árið 1946, var ásamt eiginkonu
sinni og syni. Þau voru bæði flutt
með sjúkrabíl á Landspítala – há-
skólasjúkrahús í Fossvogi. Sam-
kvæmt upplýsingum vakthafandi
læknis á gjörgæsludeild var gerð
aðgerð á konunni í gærmorgun og
er ekki talið að hún sé í lífshættu.
Sonurinn var minna slasaður.
Þótti öruggara að hafa hann undir
eftirliti.
Um borð í rútunni var flug-
áhöfn á leið til vinnu og ökumaður
sömuleiðis, og sluppu allir
ómeiddir. Rútan skemmdist hins
vegar mikið og var flutt af vett-
vangi með kranabíl.
Loka þurfti Reykjanesbraut í
fimm klukkustundir vegna slyss-
ins og var fólki vísað um Vatns-
leysustrandarveg á meðan. ■
425 borgarar
fallnir
ÍRAK, AP Tölur um mannfall í inn-
rásinni í Írak eru sem fyrr mjög
óöruggar. Allir stríðsaðilar hafa
gefið einhverjar upplýsingar um
mannfall en þeim verður að taka
með fyrirvara.
50 bandarískir og breskir her-
menn hafa fallið frá því innrásin í
Írak hófst, að sögn þarlendra
hernaðaryfirvalda. Engar upplýs-
ingar hafa verið gefnar um
hversu margir íraskir hermenn
hafa fallið í stríðinu. Þó var talið
að milli 500 og þúsund íraskir her-
menn hefðu fallið í tveggja daga
orustu við Bandaríkjaher. Að sögn
íraskra yfirvalda hafa 425 íraskir
borgarar látist í árásum Breta og
Bandaríkjamanna. ■
SEGJA SKOTIÐ Á BORGARA Bresk-
ir hermenn segja að vígasveitir
Íraka við
Basra hafi
skotið á nokk-
ur þúsund
óbreyttra
borgara. Fólk-
ið gerði til-
raun til að
flýja borgina.
Talsmaður breska hersins sagði
að reynt hefði verið að aðstoða
fólkið við að komast frá borginni.
VANMÁTU EKKI MÓTSTÖÐU Yfir-
herstjórn Bandaríkjahers við
Persaflóa neitar því að hafa van-
metið getu íraska hersins til að
verjast innrás. Hermenn á víg-
völlunum kunni þó að sjá mót-
stöðuna betur í smáatriðum en
yfirherstjórninni sé fært.
HVATT TIL UPPREISNAR Tveir
helstu hópar Kúrda í norðurhluta
Íraks hafa hvatt Íraka til að rísa
upp gegn valdi Saddams
Husseins. Kúrdar hafa yfirtekið
nokkrar vígstöðvar sem íraskar
hersveitir hafa yfirgefið eftir
sprengjuárásir Bandaríkja-
manna.
ALVARLEGASTA KREPPAN Innrás-
in í Írak er alvarlegasta kreppa
sem heimurinn hefur staðið
frammi fyrir frá lokum Kalda
stríðsins, segir Vladimir Pútín
Rússlandsforseti. Innrásin vegi
að grunni alþjóðaréttar og stöð-
ugleika heimsins.
HÆTTIR AÐ SKJÓTA YFIR TYRK-
LAND Bandarísk hermálayfirvöld
hafa ákveðið að hætta að skjóta
flugskeytum yfir Tyrkland til
árása á Írak. Þrjú flugskeyti hafa
hrapað á leið sinni yfir Tyrkland,
án þess að skaða nokkurn.
Banaslys á Reykjanesbraut:
Tveir létu lífið
FRÁ SLYSSTAÐ
Reykjanesbraut var lokuð í fimm klukku-
stundir vegna þessara hörmulegu atburða
sem leiddu til þess að tveir menn létu lífið
og tveir aðrir slösuðust.
M
YN
D
/V
ÍK
U
R
FR
ÉT
TI
R/
JÓ
H
AN
N
ES
K
R.
Harðar loftárásir
á Bagdad:
15 sagðir
hafa fallið
RÚSTIR FJARSKIPTAMIÐSTÖÐVAR
Byrgjasprengjurnar sem notaðar voru í gær eru stærstu sprengjur sem notaðar hafa verið
frá upphafi árása.
Ríkisstjórnina fyrir
Mannréttindadómstól
Alþjóðavinnumálastofnunin segir ríkisstjórn Íslands hafa brotið lög
með inngripi í kjaradeilur. Ráðherrum bent á meðferðarúrræði í
Genf þar sem þeir fái hjálp í landslögum.
„Nefndin
vekur athygli
ríkisstjórnar-
innar á þeirri
tæknilegu að-
stoð sem
skrifstofa
stofnunarinn-
ar getur veitt.
PÁLL PÉTURSSON
Fær ávítur frá útlöndum vegna lagasetningar á verkföll sjómanna.
MANNFALL Í ÍRAK
Bandarískir hermenn 28
Breskir hermenn 22
Óbreyttir borgarar 425
■ Innrás í Írak/
Örfréttir
■ Innrás í Írak/
Mannfall