Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 37
LAUGARDAGUR 29. mars 2003 37
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 ára
Sýnd kl. 8 og 10THE HUNTED 5.50, 8 og 10.15
THUNDERPANTS kl. 2 og 4 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. tali kl. 2 og 4 ABOUT SCHMIDT kl. 3 og 5.30
KALLI Á ÞAKINU m/ísl. tali kl. 2 og 4
Sýnd kl. 5.50, 8, 10.15 og 12.15 b.i. 16 ára
Sýnd kl. 1.40, 3.40, 5.50, 8, 10.15, 12.20
FRIDA b.i. 12 kl. 3, 5.30 og 8 THE HOURS b.i. 12 3, 5.40, 8 og 10.20
GANGS OF NEW YORK b.i. 16 kl. 10Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 b.i. 12 ára
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.30 b.i. 16 ára
Tónlistarmaðurinn Ed Harcourtgerði vel á frumraun sinni
„Here Be Monsters“ sem kom út
fyrir tveimur árum síðan. Tónlistin
var fáguð og útsetningarnar slípað-
ar og vandaðar. Röddin var fín, ekk-
ert sérstaklega geðþekk en honum
tókst að hljóma sannfærandi. Nú
kemur önnur platan, „From Every
Sphere“, og það vantar eitthvað.
Það er svolítið erfitt að átta sig á
því samt hvað það er sem vantar.
Tónlistin er af sama meiði og ekki
heyrist mér metnaðurinn hafa verið
minni í útsetningum. Lögin runnu þó
í gegn án þess að ég heillaðist með.
Það er ekkert við þau sem hreyfði
við mér, þó svo að kappinn leggi upp
úr melódíum og styðjist við
skemmtileg hljóðfæri í útsetning-
um.
Trommuhljómur er of þungur og
passar ekkert við lögin. Sumir text-
anna eru flatir. Verst er þegar
Harcourt klúðrar annars ágætu lagi,
„Ghost Writer“, með gúmmítöffara-
útsetningu. Væri til í að heyra það
lag órafmagnað. Kominn tími til
þess að reka upptökustjórann!
Hér er ekkert nýtt, ekkert
ferskt, ekkert sérstaklega fallegt
né einlægt. Það heyrist þó alveg að
Harcourt er efnilegur tónlistar-
maður en ef hann ætlar að eiga
langan feril þarf hann að gera
skemmtilegri plötur en þetta. Hey,
er ekki allt er þrennt er? Sel þessa
næst þegar ég fer í Kolaportið.
Birgir Örn Steinarsson
Umfjölluntónlist
Ekki gott,
ekki gott
ED HARCOURT: From Every Sphere
Fram til sigurs!
SKOTLAND ÍSLAND
5,1 milljón Íbúafjöldi 288 þúsund
1 Landsleikur 27. júlí ´64 0
-7,5% Skattbyrði af landsframleiðslu, frá 1985-2002 +20%
3 Landsleikur 17. okt. ´84 0
18 ára Útskrift úr framhaldsskóla 20 ára
1 Landsleikur 28. maí ´85 0
300 krónur Stór bjór á bar 600 krónur
2 Landsleikur 12. okt. ‘02 0
5.600 krónur Klassísk matarkarfa 8.000 krónur
? Landsleikurinn í dag ?
Alveg eins og íslenska landsliðið ætlar að berjast fyrir sigri í dag
ætlar ungt samfylkingarfólk að berjast fyrir lægra matarverði, öflugra menntakerfi og réttlátara skattkerfi.
Áfram Ísland!
Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar
Í dag opnar Samfylkingin kosningamiðstöð sína í
Lækjargötu 2a kl. 12.30. Kl. 15 bjóða Ungir jafnaðarmenn
upp á leikinn á breiðtjaldi á sama stað. Allir velkomnir.
KVIKMYNDIR Verktakar hjá þremur
stærstu kvikmyndaverum í Bret-
landi yfirgáfu vinnustaði sína í gær
vegna ósættis um
laun. Kvikmyndaver-
in eru Pinewood
Studios, Leavesden
Studios og Shepp-
erton Studios.
Um er að ræða
fólk sem vinnur bak-
sviðs, eins og smiði, málara og múr-
ara. Kröfur þeirra voru 800 pund á
viku fyrir 45 stunda vinnuviku, en
núverandi samningur hljóðar upp á
50 stunda vinnuframlag á viku.
Þessar aðgerðir munu hugsanlega
tefja vinnlsu nýjustu Harry Potter-
myndarinnar, en upptökur á henni
standa yfir í Leavesden Studios svo
og í Shepperton Studios í London.
Verktakarnir kvörtuðu einnig yfir
því að búa við mikið óöryggi í starfi
og því að vera vanmetnir. ■
Potter-myndir:
Framleiðsla
er í hættu