Fréttablaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.03.2003, Blaðsíða 2
VIÐSKIPTI Sameiginlegt mark- aðsvirði Búnaðarbanka og Kaup- þings er rúmir 60 milljarðar króna og samanlagður hagnaður eftir skatta á síðasta ári var 5,4 milljarðar. Heildareignir þessara tveggja fyrirtækja eru 433,9 milljarðar og eigið fé þeirra til samans er 33 milljarðar. „Samkeppnisyfirvöld verða væntanlega að fjalla um samein- inguna og taka ákvörðum um hvort hún sé leyfileg,“ segir Guð- jón Ármann Guðjónsson, sjóðs- stjóri SPH-verðbréfa, um fyrir- hugaða sameiningu Kaupþings og Búnaðarbankans. Guðjón segir að markmið með sameiningu sé að auka markaðsvirði. Hann segir erfitt að meta hvort svo verði. „Ef af sameiningu verður, verður þetta öflugasti banki landsins með gríðarlega sterka eiginfjárstöðu. Hann mun verða í dýrari kantin- um ef miðað er við það sem hluta- bréfamarkaður á Íslandi er að greiða fyrir banka,“ segir Guðjón. „Ekkert hefur borist til okkar um þessa sameiningu, það sem ég veit um málið hef ég lesið í blöð- unum. Ef af sameiningu verður ber að tilkynna það til Samkeppn- isstofnunar, en hvort eða hvenær það verður veit ég ekki,“ segir Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar. „Markmiðið með sameiningu er að hagur viðskiptavina, starfs- manna og hluthafa fylgist að. Sameinaður banki verður betur í stakk búinn til að þjónusta við- skiptavini okkar hér á landi,“ seg- ir Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings. Sigurður segir sameinaðan banka verða um tíunda stærsta banka á Norður- löndum sem ætti að gefa tækifæri til að bjóða samkeppnishæfari þjónustu hér heima. „Aukin stærð auðveldar okkur til muna sam- keppnina á þeim alþjóðamörkuð- um sem við störfum á, fyrst og fremst á Norðurlöndum. Með þessu verður bankinn áhugaverð- ari fyrir fjárfesta, þar sem við- skiptin aukast og arðsemin verður meiri, og um leið verður bankinn áhugaverðara fyrirtæki til að starfa hjá,“ segir Sigurður. hrs@frettabladid.is 2 29. mars 2003 LAUGARDAGUR “Þetta er afskaplega góður lands- fundur. Byrjaði af miklum krafti og framhaldið leggst vel í okkur.“ Birgir Ármannsson, verðandi þingmaður, situr landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll ásamt 1.200 öðrum. Spurningdagsins Birgir, er gaman? ■ Evrópa SKIPULAG Héraðsdómur vísaði máli Ragnars M. Magnússonar og sona hans frá en þeir stefndu bæj- arstjóra Garðabæjar vegna stöðv- unar framkvæmda við húseign þeirra að Stekkjarflöt 21. Ragnar hafði áður fengið tilskilin leyfi hjá byggingarfulltrúanum Agnari Ástráðssyni. Í frétt Fréttablaðsins í gær staðhæfir Ragnar að hann sé fórnarlamb í pólitískum hrá- skinnaleik. Bæjarstjóri hafi skip- að byggingarfulltrúa að stöðva framkvæmdir, ekki vegna þess að veggur reyndist of hár, heldur af því að Ragnar hafi reynst henni óþægur ljár í þúfu. „Það er ekki verið að beita Ragnar einhverjum brögðum,“ segir Guðjón E. Friðriksson, bæj- arritari í Garðabæ, og hafnar því alfarið að þetta mál sé pólitískur leikur. Einar Sveinbjörnsson, bæjar- fulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ, tekur undir með Ragn- ari: „Þessi úrskurður héraðsdóms þar sem málinu er vísað frá af lagatæknilegum ástæðum bætir ekki málstað Garðabæjar. Ljóst er að þeir feðgar voru með öll til- skilin leyfi þegar þeir hófu fram- kvæmdir og jafnframt þegar byggingarstöðvun var sett á þá. Það er búið að fara illa með þá og er málið allt bænum til vansa.“ ■ Húsasmiðjan: 705 milljóna hagnaður á síðasta ári VIÐSKIPTI Hagnaður Húsasmiðj- unnar var 705 milljónir eftir skatta á síðasta ári, sem er mun meira en árið áður, þegar hagnað- urinn var 186 milljónir króna. Munur milli ára er því 519 milljón- ir króna. „Við seldum mikið af fasteign- um með myndarlegum söluhagn- aði á síðasta ári. Einnig nutum við góðs af gengisstyrkingu krónunn- ar eins og mörg önnur fyrirtæki,“ segir Árni Hauksson, forstjóri Húsasmiðjunnar, um umskiptin. ■ LÍFEYRIR „Hús Gísla var keypt og selt á nánast sama verði,“ segir Eiríkur Ólafsson, stjórnarmaður hjá Lífeyrissjóði Austurlands, um kaup sjóðsins á einbýlishúsi fyrrverandi framkvæmdastjóra. Hann segir skýringuna á 25 milljóna króna starfslokasamn- ingi fyrrverandi framkvæmda- stjóra sjóðsins vera þá að Gísli hafi á sínum tíma verið ráðinn úr bankakerfinu og þess vegna á bankastjórakjörum. Samningur- inn beri þess merki. Eiríkur segir óvíst að allt sé eins og sýnist varðandi bókað tap sjóðsins. „Það er óvíst að þessir peningar séu tapaðir þótt þeir hafi verið afskrifaðir,“ seg- ir hann. Eiríkur kveðst munu sitja áfram í stjórn sjóðsins þrátt fyrir skellinn. „Það er annara að ákveða hverjir sitja í stjórn,“ segir Eiríkur. Ekki náðist í Hrafnkel A. Jónsson, stjórnarformann Líf- eyrissjóðs Austurlands, sem þessa dagana situr landsfund Sjálfstæðisflokksins. ■ Gæsluvarðhald: Grunaður um mansal LÖGREGLA Rúmlega þrítugur maður með bandarískan ríkisborgararétt hefur verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa aðstoðað fjóra Kínverja að komast ólöglega til landsins. Í úr- skurði Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að vitnisburður fjór- menningana þyki samhljóða um veigamikil atriði málsins. Ekki sé víst um sekt mannsins en kanna þurfi betur framburð hans með hliðsjón af ferðum hans í Hamborg, dvöl hans á Íslandi fyrr á þessu ári, tíðum ferðalögum á undanförnum misserum, þrátt fyrir atvinnuleysi og loks því að kærði hafði í fórum sínum ríflega 600.000 krónur í reiðufé. ■ Berti Vogts: Síðasta tæki- færi Íslands FÓTBOLTI Berti Vogts, þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, telur að Íslendingar þurfi nauðsyn- lega á sigri að halda gegn liði sínu í undankeppni EM í dag til að eiga möguleika á að komast áfram í úr- slitakeppnina. „Þetta er síðasta tækifæri Ís- lendinga. Ef þeir tapa eru þeir bún- ir að missa af lestinni,“ sagði Vogts í gær. Ísland er í þriðja sæti 5. riðils, einu stigi á eftir Skotum. Þjóðverj- ar, sem leika við Litháen í dag, eru í efsta sæti með sex stig. ■ ARNAR OG BJARKI Leika saman á ný – nú með KR. Íslensk knattspyrna: Tvíburarnir með KR FÓTBOLTI Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir skrifuðu í gær undir samning við Íslandsmeistara KR. Samningur tvíburanna og KR gildir út leiktíðina. „Við eru mjög ánægðir að vera komnir í KR. Það er mjög langt síðan við spiluðum síðast saman,“ sögðu Arnar og Bjarki við Fréttablaðið eftir und- irritun samningsins. Arnar og Bjarki voru síðast samherjar í opinberum leik þegar Ísland lék gegn Slóveníu á Möltu árið 1998. Þeir léku hins vegar síð- ast með sama félagi fyrir átta árum þegar þeir léku með Skaga- mönnum. ■ Garðabær vann dómsmál: Bætir ekki málstaðinn RAGNAR M. MAGNÚSSON Máli hans var vísað frá dómi. Lífeyrissjóður Austurlands: Framkvæmdastjóri á bankastjórakjörum NESKAUPSTAÐUR Lífeyrissjóðurinn keypti hús framkvæmdastjórans. Verðmætasta félag á Íslandi Ef Kaupþing og Búnaðarbanki sameinast verður til mjög öflugur banki með sterka eiginfjárstöðu. Verðum tíundi stærsti banki Norðurlanda, segir Sigurður Einarsson. FRÉTTAB LAÐ IÐ /TH O R STEN Mannúðaraðstoð: Mesta aðstoð sögunnar SÞ, AP Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í gær samhljóða að hefja mesta mannúðarstarf sög- unnar. Öryggisráðið veitti Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, vald til að stjórna mannúðar- starfi í Írak sem byggir á því að nota tekjur af olíusölu úr íröskum olíulindum til að kaupa matvæli og aðrar nauðsynjar. Af 22 milljónum Íraka treysta 60% á matvælagjöf. Sameinuðu þjóðirnar taka að sér að dreifa mat- vælum til þessa fólks þegar það þykir öruggt vegna stríðsátaka. ■ McLOUIS húsbílar Netsalan Garðatorgi 3, 210 Garðabær Símar: 565 6241/ 544 4210 Fax: 544 4211 Netfang: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan www.itn.is/netsalan Opið á virkum dögum 10:00 - 18:00 laugardaga 10:00 - 12:00 Lagan 251 aðeins kr. 3.990.000.- stgr. Lagan 410 aðeins kr. 4.170.000.- stgr. Í fyrsta sinn á Íslandi Stórkostlegt opnunartilboð Sölu- og kynningarsýning KJARNORKUVERIN OPIN ÁFRAM Hæstiréttur Búlgaríu hefur fellt úr gildi ákvörðun stjórnvalda um að loka tveimur kjarnorkuverum fyrr en upphaflega var stefnt að. Stjórnvöld tóku þessa ákvörðun til að uppfylla skilyrði um aðild að Evrópusambandinu. SAMANBURÐUR Á STÆRÐ BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS OG KAUPÞINGS Kaupþing Búnaðarbanki Markaðsvirði 32,2 milljarðar 29,5 milljarðar Hagnaður eftir skatta 3,1 milljarðar 2,3 milljarðar Hreinar rekstrartekjur 9,9 milljarðar 11,5 milljarðar Eigið fé 18,3 milljarðar 15,1 milljarður Heildareignir 188 milljarðar 245,9 milljarðar Fjöldi starfsmanna 539 821 MARKAÐSVIRÐI FIMM STÆRSTU FYRIRTÆKJA LANDSINS EF AF SAMEININGU VERÐUR Fyrirtæki Markaðsvirði Kaupþing/Búnaðarbanki 60 milljarðar Íslandsbanki 51 milljarður Landsbanki Íslands 27 milljarðar ––––––––––––––––––––––- Pharmaco hf. 45 milljarðar Baugur hf. 25 milljarðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.